Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 18. janúar 2021 Mál nr. S - 483/2020 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson fulltrúi ) g egn Sævar i Austfjörð Harðars yni Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 13. janúar sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 7. september 2020, á hendur Sævari Austfjörð Harðarsyni, kt. , , Akureyri, á Akureyri ráðist gegn [Y] , kt. og slegið hann tvö hnefahögg í andlitið . Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostn aðar. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. einn Á kærð i hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru svo breyttri . Með játningu hans, sem ekki er ást æða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildar ákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Sakaferill ákærða hefur ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Refsing ákærða er ákveðin fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dómsorði. Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærð i , Sævar Austfjörð Harðarson, sæti fangelsi í 30 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún niður falla að liðnum tv eimur árum, haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Berglind Harðardóttir