Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 1. mars 2022 Mál nr. S - 450/2020 : Ákæruvaldið (Eyþór Þorbergsson fulltrúi) g egn Leó Jóhanness yni ( Friðrik Smárason lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 1. febrúar sl., var höfðað með sex ákæru m lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, á hendur Leó Jóhannessyni, kt. , , Akureyri, Fyrsta ákæran er dagsett 7. september 2020 I. Með því að hafa föstudaginn 7. febrúar 2020, ekið bifreiðinni , undir áhrifum ávana - og fíkniefna, (í blóðsýni sem tekið var úr ákærða vegna rannsóknar málsins mældist amfetamín 80 ng/ml.) suður Hringveg þar sem lögreglan stöðvaði akstur hans við býlið í Hörgársveit. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/20019. II. Með því að hafa sunnudagskvöldið 5. apríl 2020, ekið bifreiðinni ( ) undir áhrifum áfengis (í blóðsýni sem tekið var úr ákærð a vegna rannsóknarinnar mælist alkóhólmagnið 2,15 0/00) um Víðivelli á Akureyri, þar sem hann festi bifreiðina í snjó við hús nr. . Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 3. mgr. 49. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. III. Með því að hafa fimmtudaginn 18. júní 2020, ekið bifreiðinni , undir áhrifum áfengis (í blóðsýni sem tekið var úr ákærða vegna rannsóknarinnar mælist alkóhólmagnið 0,54 0/00) og undir áhrifum ávana - og fíkniefna og óhæfur til að stjórna ökutækinu vegna neyslu deyfandi lyfja (í blóðsýni úr ökumanni mældist amfetamín 780 ng/ml, alprazólam 8,0 ng/ml og klónazepam 7,9 ng/ml) um 2 Óseyrarbraut í Hafnarfirði við Fornbúðir, þar sem lögreglan stöðvaði akstur hans og vera ekki með ökuskírteini sitt meðferðis við aksturinn. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 48. gr., 1. mgr. sbr. 2. mgr. 49. gr., 1. mgr. sbr. 2. mgr. 50. gr. og 8. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. IV. Með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 28. júní 2020, ekið bifreiðinni , u ndir áhrifum ávana - og fíkniefna (í blóðsýni úr ákærða sem tekið var vegna rannsóknarinnar mældist amfetamín 600 ng/ml, kókaín 85 ng/ml og MDMA 825 ng/ml.) vestur Borgarbraut á Akureyri og inn Kiðagil þar sem hann stöðvaði bifreiðina á móts við Tröllagil [ og vera ekki með ökuskírteini sitt meðferðis við aksturinn. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 8. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2009. V. Með því að hafa aðfaranótt mánudagsins 6. júlí 2020, stolið vefmyndavé l af gerðinni Nest sem fest var utan á á Akureyri. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 99. gr. og 100. gr. nefndra umferðarlaga. Önnur ákæran er dagsett 5. janúar 2021 I. Með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 6. desember 2020, ekið bifreiðinni , undir áhrifum áfengis (í blóðsýni úr ákærða mældist á Borgarbraut á Akureyri og síðan suður Glerárgötu þar sem lögreglan stöðvaði akstur hans. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 49. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. II. Með því að hafa a ð faranótt laugardags ins 12. september 2020, ekið bifreiðinni , undir áhrifum ávana - og fíkniefna (í blóðsýni úr ákærða mældist amfetamín 405 ng/ml) og undir áhrifum áfengis (í sama blóðsýni úr ákærða mældist líka áfengi n stöðvaði akstur hans við Korputorg. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 49. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 3 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostna ðar. Jafnframt er þess krafist að ákærði verði sviptur ökurétti samkvæmt Þriðja ákæran er dagsett 15. febrúar 2021 I. Með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 11. október 2020, ekið bifreiðinni , undir áhrifum ávana - og fíkniefna (í blóðsýni sem tekið var úr ákærða vegna rannsóknar málsins mældist amfetamín 915 ng/ml og MDMA 525 ng/ml) og óhæfur til að stjórna ökutækinu vegna neyslu slævandi lyfja (styrkur klónazepam í blóði hans reyndist vera 34 ng/ml) á bifreiðastæði gengt N1 í Borgartúni í Reykjavík, uns hann ók bifreiðinni upp á steyptan kant og festi bifreiðina á nefndu bílastæði. Telst þetta varða við 1. mgr. og 2. mgr. 48. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr . 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/20019. II. Með því að hafa laugardaginn 19. desember 2020, ekið bifreiðinni undir áhrifum fíkniefna (í blóðsýni sem tekið var úr ákærða vegna rannsóknarinnar mældist amfetamín 530 ng/ml) og án þess að vera með öku skírteini sitt meðferðis norður Skógarlund á Akureyri og um Þingvallastræti, þar sem lögreglan stöðvaði akstur hans við leikskólann Pálmholt. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 8. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2 019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 99. gr. og 100. gr. nefndra umferðarlaga. Fjórða ákæran er dagsett 31. ágúst 2021, bifreiðinni , undir áhrifum áfengis (í blóðsýni úr ákærða mældist áfengismagn - og fíkniefna (í blóðsýni úr honum mældist amfetamín 245 ng/ml.) n orður Bugðusíðu á Akureyri og vestur Kjalarsíðu þar sem lögreglan stöðvaði akstur hans við hús nr. . Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 49. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er þess krafist að ákærði verði sviptur ökurétti samkvæmt 4 Fimmta ákæran er dagsett sama dag, 31. ágúst 2021, og ákærða þar gef in að sök 110.000 krónur út úr A , kt. , með því að lofa því að selja honum ljósavél/rafstöð á framangreindu verði og látið hann millifæra kaupverðið inná reikning einkahlutafélags LJ verk ehf, kt. , sem er í hans eigu, en afhenti síðan aldrei neina ljósavél og fyrir að hafa notað þessa fjár muni í rekstri einkahlutafélagsins eða til eigin þágu. Telst þetta varða við 248. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr., almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls Sækjandi féll frá heimfærslu háttseminnar til 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Loks er sjötta ákæran dagsett 16. september 2021, I. - og fíkniefnalögum með því að hafa þriðjudagskvöldið 6. apríl 2021, þegar hann var handtekinn framan við Keilusíðu á Akureyri, verið með í vörslum sínum 3,69 grömm af amfetamíni. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr . 14 gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. II. Með því að hafa, laugardagskvöld ið 4. september 2021, ekið bifreiðinni , sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna slæ vandi lyfja (í blóðsýni sem tekið var í þágu rannsóknar málsins mældist klónazepam 22 ng/ml og díazepam 98 ng/ml), um Snorrabraut í Reykjavík í átt að Grettisgötu, þar sem lögreglan stöðvaði akstur hans. Teljast þessi brot varða við 1. mgr. 2. mgr. 48. gr . og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2009. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 99. gr. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Jafnframt er gerð krafa um að ákærði sæti upptöku á efni því , sem lögreglan lagði hald á og tilgrein t er í efnaskrá nr. 45.840, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. 5 Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og að h ún verði skilorðsbundin. Þá er krafist þóknunar til handa verjanda hans. Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru m . Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða , að öðru leyti en því að háttsemi í fimmtu ákæru, dags. 31. ágúst 2021 varðar aðeins við 248. gr. almennra hegningarlaga en ekki 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr . sömu laga . Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Af sakaferli ákærða skipti hér máli að 29. ágúst 2016 gekkst hann undir greiðslu sektar og svipt ingu ökurétti í 12 mánuði fyrir akstur undi r áhrifum fíkniefna. Þann 22. desember 2016 var hann dæmdur til greiðslu sektar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og án þess að hafa ökuskírteini meðferðis. Hann var jafnframt sviptur ökurétti í tvo mánuði. Var dómurinn hegningarauki við sáttina frá 29. ágúst sama ár. Þá var hann, með dómi Landsréttar upp kveðnum 12. mars 2021, dæmdur í tveggja mánaða fangelsi skilorðsbundið í tvö ár fyrir skjalafals. Með brotum þeim sem ákærði er nú sakfelldur fyrir hefur hann rofið skilorð framangreinds dóms Landsrétta r. Verður skilorðs dómurinn tekinn upp, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og ákærða gerð refsing í einu lagi eftir reglum 77. gr. sömu laga. Þykir refsing hans nú hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði. Þykir ekki unnt að binda refsingu hans nú skilorði. Ákærði er nú sakfelldur fyrir að aka margsinnis undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna og er þetta í annað sinn sem hann hlýtur dóm fyrir slíka háttsemi. Með vísan til 4. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga ve rður ákærða gert að greiða sekt fyrir brot sín gegn umferðar lögum og vörslur fíkniefna, alls 3. 53 0.000 krónur , innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins , en sæt a ella fangelsi í 76 daga . Þá verður ákærði sviptur ökurétti í fimm ár. Hann var sviptur ökurét ti til bráðabirgða þann 23. ágúst sl. og miðast upphafstími sviptingarinnar við þann dag. Loks eru gerð upptæk þau fíkn i efni sem greinir í dómsorði. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnað ar , þ. m.t. þóknun skipaðs verjanda síns á rannsóknarstigi og fyrir dómi , Friðriks Smárasonar lögmanns, eins og hún ákveðst í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum . Arnbjörg Sigurðardóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, Leó Jóhannesson, sæti fangelsi í þrjá mánuði. Ákærði greiði 3.320.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa en sæti ella fangelsi í 76 daga. 6 Ákærði er sviptur ökurétti í fimm ár frá 23. ágúst 2021 . Gerð eru upptæk 3,69 grömm af amfetam íni. Ákærði greiði 2.058.853 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda hans, Friðriks Smárasonar lögmanns, 777.945 krónur.