Héraðsdómur Reykjaness Dómur 8. júlí 2021 Mál nr. S - 180/2021 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Daníel Reynisson saksóknarfulltrúi ) g egn Fatjon Cekici Dómur Mál þetta sem dómtekið var 8. júlí 2021 höfðaði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 18. janúar 2021 á hendur ákærða Fatjon Cekici, fæddum [...] , ríkisborgara Albaníu: fyrir eftirtalin brot gegn almennum hegningarlögum og sóttvarnarlögum; I. Fyrir sk jalafals, m eð því að hafa, sunnudaginn 13. desember 2020, er lögregla hafði afskipti af ákærða í flugstöð Leifs Eiríkssonar, framvísað í blekkingarskyni, grunnfölsuðu austurrísku kennivottorði nr. [...] , ánöfnuðu Gerhard Fischer, fd. [...] , með gildistíma frá 02.02.2018 til 01.02.2028 og grunnfölsuðu austurrísku ökuskírteini nr. [...] , ánöfnuðu sama aðila, með gildistíma frá 06.12.2018 til 05.12.2033. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Fyrir brot á skyldum einstaklinga í sóttkví, með því að hafa, sunnudaginn 13. desember 2020, er honum bar að vera í sóttkví eftir komu til Íslands frá Varsjá í Póllandi þann 11. desember 2020, farið af dvalarstað sínum í Keflavík og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þar sem margir koma saman í sameiginlegum rýmum. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 4. og 5. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 1199/2020 um sóttkví og einangrun og sýnatöku við l andamæri Íslands vegna COVID 19, sbr. 18. og 19. gr. sóttvarnarlaga nr. 19/1997. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. 2 Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en ákæra var birt í Lögbirtingarblaði 7. júní 2021. Áður hafði verið reynt að birta f yrirkall fyrir ákærða vegna fyrirhugaðrar þingfestingar 24. mars 2021. Ekki náðist til ákærða og grunur leikur á að hann sé farinn af landi brott . Af þessu virtu þykir rétt að beita heimild 3. mgr. 156. gr. sakamálalaga nr. 88/2008. Verður málið dæmt samk væmt heimild í a - lið 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkalli að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún réttilega heimfæ rð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í apríl árið [...] og hefur ekki áður sætt refsingu svo kunnugt sé. Ákærði framvísaði grunnfölsuðu a usturísku kennivottorði við komu til landsins. Samkvæmt dómvenju í málum af þessu tagi þykir refsing ákærða hæf ilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Með vísan til 4. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, skal ákærði nú jafnframt greiða 1 50.000 króna sekt til ríkissjóðs og komi 12 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ólafur Egill Jónsson aðstoðarmaður dómara kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði Fatjon Cekici sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði greiði jafnframt 150.000 króna sekt til ríkissjóðs og komi 12 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins. Ólafur Egill Jónsson