Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 27. september 2021 Mál nr. S - 86/2020 : Ákæruvaldið ( Sigurður Hólmar Kristjánsson aðstoðarsaksóknari) g egn X (Ómar R. Valdimarsson lögmaður) (Stefán Ólafsson réttargæslumaður) Dómur A Mál þetta, sem tekið var til dóms 1. september sl., var höfðað með tveimur ákærum lögreglustjórans á Norðurlandi vestra 28. maí 2020 og 2. júní 2020 á hendur X , fæddum , til heimilis að , . Í fyrri ákærunni er ákærða aðallega gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um barnavernd og brot í nánu sambandi en til vara brot gegn lögum um barnavernd og líkamsárás, Með því að hafa á síðari hluta ársins 2019, skömmu fyrir 5. nóvember, á þáverandi heimili barnsmóður sinnar Y, kt. , að B á D , ráðist að stjúpsyni sínum, A , kt. , sýnt honum vanvirðandi og ruddalaga framkomu, með því að rífa í fætur hans og draga hann úr kojunni þannig að A rak höfuðið í járn í kojunni. II. Með því að hafa á síðari hluta ársins 2016, uppi í rúmi á þáverandi heimili þeirra að E í F , veist að stjúpsyni sínum A , kt. , þar sem hann lá uppi í rúmi og sýnt honum vanvirðandi og ruddalega framkomu, með því að taka um höfuð hans og hrista það þar til A fékk blóðnasir. Teljast b rot ákærða samkvæmt báðum ákæruliðum varða við 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80, 2002 og 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, 2 Í síð síðdegis mánudaginn 1. júlí 2019, ekið bifreiðinni , með 102 km hraða á klukkustund suður Vesturlandsveg við Árvelli á Kjalarnesi, þar sem leyfður hámarkshraði var 90 km á klukkus tund. Telst brot ákærða varða við 2. mgr. 37. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 3. mgr. 37. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. núgildandi umferðarlaga nr. 77, 2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls s Ákærði krefst sýknu af þeirri háttsemi sem lýst er í ákæru dagsettri 20. maí 2020 en játar háttsemina sem lýst er í síðari ákærunni. Þá krefst hann þess að allur sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda, greiðist úr ríkissjóði. B At vik máls Ákærði og móðir brotaþola byrjuðu í sambandi á árinu 2013 og voru meira og minna í sambúð frá þeim tíma þar til sambúðinni lauk sumarið 2020. Á sambúðartímanum bjuggu þau í F og á D . Saman eiga þau tvo syni, fædda og , en þeir búa nú hjá mó ður sinni. Brotaþoli bjó hjá ákærða og móður sinni fyrstu ár ævi sinnar en hefur nánast alfarið verið búsettur hjá móðurforeldrum sínum síðastliðin tvö ár. Með ódagsettu bréfi, sem barst lögreglunni á Norðurlandi vestra í byrjun október 2019, óskaði Félags - og skólaþjónusta . eftir því að lögregla rannsakaði grun um líkamlegt ofbeldi ákærða í garð A , brotaþola í máli þessu. Ferli málsins er lýst með þeim hætti að 5. nóvember 2019 hafi borist tilkynning skv. 17. gr. barnaverndarlaga til barnaverndarnefnda r . G ráðgjafi hafi tekið við tilkynningunni fyrir hönd nefndarinnar en talið að drengurinn væri ekki í hættu þar sem hann væri alla jafna búsettur hjá móðurforeldrum sínum. Hinn 7. nóvember 2019 hafi verið haft samband við skóla drengsins og viðtal við hann skipulagt. Ákveðið hafi verið, vegna fötlunar brotaþola, að stuðningsfulltrúi hans yrði viðstaddur viðtalið sem fram fór 13. nóvember 2019. Sama dag var málið lagt fyrir barnaverndarnefnd sem samdægurs samþykkti að óska eftir lögreglurannsókn á grundvelli 20. gr. barnaverndarlaga. Móðir brotaþola hafi verið upplýst um þessa ákvörðun tveimur dögum síðar. Í bréfi Félags - og skólaþjónustunnar er málavöxtum m.a. lýst með þeim hætti að tilkynning hafi borist frá skóla brotaþola þar sem m.a. er haft e ftir brotaþola að ákærði sé vondur við hann. Þess er getið að brotaþoli hafi greint frá því að ákærði hafi dregið 3 hann úr efri koju með því að taka í fæturna á honum og við það hafi hann slegið höfðinu í járnið á kojunni. Þá kemur fram að brotaþoli hafi lý st því að ákærði og móðir hans væru að rífast og slást og þá lýsti hann því að ákærði væri vondur við yngri bræður hans o.fl. í þessum dúr. Í bréfinu er greint frá því að 13. nóvember 2019 hafi vitnin H og G rætt við brotaþola í námsveri I . Í viðtalinu hafi brotaþoli greint frá því að ákærði væri vondur við móður hans og hún oft grátandi. Að þessu viðtali loknu var það mat viðmælenda brotaþola að þær litlu upplýsingar sem þar komu fram styddu efni tilkynningarinnar. Í bréfinu er jafnframt g etið um eldri gögn barnaverndarnefndar F en samkvæmt þeim hefði eftir upplýsingar frá brotaþola vaknað grunur um líkamlegt ofbeldi. Í bréfinu er tekið fram að sá grunur hafi ekki verið kannaður sérstaklega en ákærði hafi þó neitað ofbeldinu og móðir brotaþ ola sagt frásögnina uppspuna. Í framhaldi af þessu hóf lögregla rannsókn málsins. Skýrsla var tekin af ákærða 15. nóvember 2019 og þar hafnaði hann alfarið þeim ásökunum sem á hann eru bornar. Sama dag undirritaði hann yfirlýsingu þess efnis að hann myndi ekki hafa samband við sambýliskonu sína til 29. nóvember 2019. Í framhaldinu, hinn 21. nóvember, gáfu sambýliskona ákærða og foreldrar hennar skýrslu hjá lögreglu. Hinn 29. nóvember var tekin skýrsla af brotaþola í Barnahúsi á Akureyri. Samkvæmt gögnum mál sins glímir brotaþoli við frávik í þroska og sýnir hamlandi einkenni einhverfu og ADHD. Atvikum varðandi síðari ákæruna er lýst þar og vísast til þess sem þar greinir. C Framburður fyrir dómi Ákærði bar að hann og móðir brotaþola hafi verið í sambandi frá maí 2013 en slitið sambandi sínu sumarið 2020 en lengst af þessum tíma hafi þau búið saman. Í dag eigi þau í ágætu sambandi varðandi syni sína. Ákærði neitaði sök og kannaðist ekki við að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákæru. Benti hann á að í því herbergi, þar sem atvikið sem lýst er í fyrri lið ákæru átti að eiga sér stað, hafi aldrei verið koja. Ákærði lýsti sambandi sínu og brotaþola almennt sem góðu en brotaþoli hafi verið e rfiður og eitthvað ósáttur þegar hann kom inn í líf hans á árinu 2013. Hann sjálfur hafi ekki verið vanur börnum með greiningar eins og brotaþoli er með og því hafi hann þurft að vanda sig með ýmsa hluti. Ákærði hafnaði því alfarið að hafa beitt brotaþola ofbeldi en hafi það gerst hafi það verið óviljandi. Stundum hafi gengið illa að fá brotaþola til að hlýða en hann hafi þá gjarnan vikið til hliðar og látið móður brotaþola taka við. Ákærði 4 bar að brotaþoli hafi átt til að segja ósatt, m.a. borið upp á hann að hann hafi meitt sín eigin börn, og þá hafi hann einu sinni borið að starfsmaður á leikskóla hafi meitt hann. Þá kvað ákærði brotaþola eiga það til að steypa aðskildum atvikum saman í eina atburðarás. Að sögn ákærða ákvað móðir brotaþola að hann myndi b úa hjá afa sínum og ömmu en það hafi hún gert vegna þess að brotaþoli hafi átt erfitt með sambýlið með yngri bræðrum sínum auk þess sem hann sé mjög hændur að afa sínum. Ákærði greindi frá því að þegar fjölskyldan bjó í F hafi brotaþoli haft sérherbergi en í því hafi ekki verið koja og það sama megi segja um B á D . Brotaþoli hafi á þessum stöðum sofið í venjulegu rúmi. Ákærði kvað sambúð hans og móður brotaþola á köflum hafa verið stormasama og þau hafi slegist einu sinni en hvenær það var mundi hann ekki. Vitnið Y , móðir brotaþola, bar að hún og ákærði ættu í ágætu sambandi í dag. Hún lýsti því að samband brotaþola og ákærða hafa verið stirt en brotaþoli hafi verið afbrýðisamur út í ákærða en brotaþoli hafi samt elskað ákærða. Hins vegar hafi ákærði ekki m átt segja neitt sem brotaþola mislíkaði og hann hafi ekki sætt sig við og brugðist reiður við ef ákærði reyndi að beita hann aga. Í raun hafi brotaþoli einungis samþykkt ákærða sem vin en ekki sem foreldri. Vitnið kvaðst aldrei hafa séð ákærða beita brotaþ ola ofbeldi eða sýna honum vanvirðandi framkomu og hann hafi alltaf verið þolinmóður við brotaþola. Hún bar að hún hefði ekki látið ákærða komast upp með að beita brotaþola eða önnur börn hennar ofbeldi og hún myndi ekki bera blak af honum ef svo hefði ver ið. Vitnið kvað ákærða vera góðan föður. Að sögn vitnisins varð hún ekki vitni að því atviki sem lýst er í ákærulið I og bar líkt og ákærði að koja hafi ekki verið í herberginu. Þá hafi hún heldur ekki orðið vitni að því að ákærði hafi dregið brotaþola úr rúmi með þessum hætti. Vitnið kvaðst ekki vita til þess að brotaþoli hafi fengið blóðnasir líkt og lýst er í ákærulið II. Vitnið lýsti því að samskipti við brotaþola gætu verið erfið og einkum ætti hann erfitt með samskipti við karlmenn og honum semdi mjö g illa við yngri bræður sína. Hvers vegna veit hún ekki en brotaþoli sé með þroskahömlun og fleiri greiningar. Nefnir hún að þegar hann verði pirraður eigi hann til að lemja frá sér. Hann sjái og skilji hlutina öðruvísi en við hin. Nefnir hún sem dæmi að e f hún hækki við hann róminn bregðist hann við með því að segja henni að hætta að öskra á sig. Hann sé óútreiknanlegur ef hann fái ekki sínu framgengt. Vitnið ber líkt og ákærði að drengurinn hafi borið upp á starfsmann skóla að hún hefði meitt hann og nefn ir annað tilvik til viðbótar. Vitnið segir að drengurinn sé allur annar eftir að hann flutti til foreldra hennar og líði mjög vel þar og 5 hafi tekið miklum framförum. Vitnið lýsti því að þegar hún og ákærði hófu samband sitt hafi ekki verið búið að greina n eina veikleika drengsins þótt hún vissi að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera. Ákærði hafi hins vegar stutt hana í gegnum alla þá erfiðleika sem þessu fylgdu og þá hafi hann viljað brotaþola allt hið besta. Vitnið kvaðst hafa spurt brotaþola, senn ilega um síðustu jól, hvort ákærði hefði meitt hann en hann svarað því neitandi. Hún hafi þá spurt hann út í það sem hann hefur borið á ákærða og þá hafi brotaþoli spurt hvað hún myndi gera ef hann væri að segja ósatt. Hún þekki barn sitt og viti að hann s é að segja ósatt vegna þess að honum líki ekki við ákærða enda upplifi drengurinn að ákærði hafi tekið móður hans frá honum. Vitnið telur að brotaþoli átti sig ekki alltaf á því hvað sé rétt og hvað rangt. Nefnir hún sem dæmi að ef hún spyrji hvers vegna h þeim saman í einn atburð og nefnir dæmi um það. Vitnið Í , fyrrverandi tengdafaðir ák ærða, kvaðst ekki vita til þess að ákærði hafi nokkru sinni beitt börn sín eða dóttur sína ofbeldi. Brotaþoli hafi þó eitt sinn er vitnið sótti hann í skólann sagt að ákærði hafi togað í fót hans uppi í rúmi og hann rekið höfuðið í efri kojuna. Þegar brota æstan. Vitnið sagðist ekki muna hvenær þetta var en hann hafi spurt brotaþola nánar út í atvikið þegar þeir komu heim en þá hafi hann ekki munað neitt. Hann skilji því ekki hvaða aðferð var notuð við að fá þessa frásögn hjá brotaþola en hún hafi komið í beinu framhaldi af því að brotaþoli var í viðtali hjá starfsmönnum skólans. Við skýrslugjöf í Barnahúsi h afi brotaþoli verið rólegur en vitnið kvað auðvelt að fá brotaþola til að segja hvað sem væri. Einungis þurfi að byrja frásögnina og hann búi þá til það sem upp á vanti. Vitnið kvaðst ekki vita hvort þessir atburðir hafi gerst en hann leggi ekki trúnað á þ að en vel geti verið að ákærði hafi togað í löppina á brotaþola en það réttlæti ekki mál það sem hér er til umfjöllunar. Vitnið kvaðst ekki þekkja ákærða sem ofbeldismann. Vitnið telur að brotaþoli þekki ekki alltaf muninn á réttu og röngu og þá túlki hann hluti með öðrum hætti en við gerum. Nefnir hann sem dæmi að þegar hann kalli á brotaþola í þeim tilgangi að fá hann til að lesa, og ef hann kemur ekki þá kalli hann aftur, þá komi brotaþoli og spyrji hvers vegna hann sé að öskra á hann. Að sögn vitnisins ýkir brotaþoli alla hluti og þá hafi hann ekkert tímaskyn. Vitnið bar að hann hafi aldrei séð ummerki í þá veru að brotaþoli hafi orðið fyrir ofbeldi. Þá lýsti hann því að hann hafi ekki séð annað en að 6 samband ákærða og brotaþola hafi verið venjulegt. Vit nið kvað brotaþola vilja vera hjá þeim og hann dafni vel í rólegheitunum sem hjá þeim eru. Að sögn vitnisins var samband ákærða og Y venjulegt að því er hann best vissi þó að hvesst hafi stundum eins og í öllum samböndum. Vitnið J , fyrrverandi tengdamóðir ákærða, kvaðst ekki vita til þess að ákærði hefði nokkru sinni beitt ákærða ofbeldi. Hún kvaðst ekki trúa ásökunum á hendur ákærða og kvað brotaþola eiga til að ýkja og þá eigi hann til að setja saman hluti í tíma og rúmi en hann geri sér ekki grein fyrir tíma. Vitnið K , stuðningsfulltrúi brotaþola í skóla, bar að brotaþoli hafi talað við hana um að móðir hans öskraði stundum á hann ef hann væri að suða o.fl. Brotaþoli hafi lýst því að ákærði sé vondur og sláist við móður hans. Hann hafi sagt að ákærði haf i dregið hann út úr rúminu og hann þá rekið höfuðið í. Þetta hafi gerst í B . Þá hafi brotaþoli sagt að ákærði hafi hent litla bróður hans í gólfið. Hún kvaðst ekki hafa sagt neitt og ekki spurt brotaþola um það sem hann greindi frá. Brotaþoli hafi spurt ha na að því hvað hann ætti að segja til að þetta hætti. Vitnið bar að brotaþoli hafi sagt mikið en hún mundi ekki nánar hvað hann sagði en hún hafi sótt annan starfsmann svo að hún væri ekki ein með brotaþola. Vitnið kvaðst ekki vita hvort brotaþoli ætti til að ýkja en hann ætti til að steypa saman hlutum sem gerðust á mismunandi tíma. Hún kvaðst hafa upplifað frásögn brotaþola þannig að hann hafi orðið fyrir ofbeldi. Vitnið kvaðst ekki muna til þess að brotaþoli hafi farið með rangt mál og þá mundi hún ekki til þess að hann hefði ýkt eða margfaldað hluti. Vitnið taldi sig hafa forsendur til að leggja trúnað á frásögn brotaþola. Vitnið H , fyrrverandi félagsmálastjóri , bar að hún hafi komið að málinu í byrjun nóvember 2019 eftir að tilkynning kom frá skóla brotaþola. Hún kvaðst hafa hitt brotaþola í nóvember 2019 og brotaþoli hafi þá sagt að ákærði væri vondur við hann og bræður hans. Þá hafi verið ákveðið að vísa málinu áfram til rannsóknar eins og gera beri en hún hafi ekki lagt neitt mat á frásögn brotaþo la. Brotaþoli hafi því ekki verið spurður út í atvik. Að sögn vitnisins kom mál frá F til þeirra þegar fjölskylda brotaþola flutti til D en því máli hafi verið lokað í F og ekki verði séð að það hafi verið rannsakað. Vitnið bar að fundur hafi verið haldinn 19. nóvember og á þeim fundi hafi afi brotaþola upplýst að þetta kæmi honum ekki á óvart þar sem brotaþoli hafi áður sagt frá þessu, en hvort fram kom hvenær brotaþoli sagði frá þessu mundi vitnið ekki. Vitnið greindi frá því að áður en mál þetta kom upp hafi móðir brotaþola óskað eftir því að gerður yrði fóstursamningur við foreldra hennar þar sem hún treysti sér ekki til að hafa brotaþola á 7 heimilinu og þá liði drengnum betur hjá afa sínum og ömmu. Vitnið bar að brotaþoli væri á einhverfurófi en ljúfur o g skemmtilegur strákur. Hann þoli illa breytingar og þurfi festu og vel geti verið að honum hafi reynst erfitt að búa með yngri bræðrum sínum. Vitnið kannaðist ekki við að brotaþoli hafi borið sakir á aðra en ákærða. Að mati vitnisins á brotaþoli, vegna ei nhverfu, erfitt með að segja ósatt og sérstaklega að endurtaka frásögn sem ekki er sönn. Hvort frásögn hans sé rétt telji hún frekar líklegt, einkum vegna þess hversu nákvæm hún er, en hún geti þó ekkert fullyrt um það. Vitnið L , leikskólastjóri í F , bar að brotaþoli hafi greint frá því atviki sem lýst er í ákærulið I fyrir starfsmanni í leikskóla. Þessu hafi hann lýst og sýnt hvernig hann var hristur en frásögnin hafi komið frá brotaþola að fyrra bragði. Hún hafi í framhaldi tilkynnt atvikið til barnavern dar en hvað varð um málið eftir það viti hún ekki. Vitnið kvað brotaþola hafa verið í erfiðum aðstæðum heima fyrir og atvik hafi verið tilkynnt til barnaverndar eftir því sem ástæða þótti til. Lýsti vitnið því að brotaþoli hafi ekki mætt vel í skólann og s tundum verið illa sofinn og uppspenntur. Í leikskólanum hafi brotaþoli átt erfitt með félagsleg samskipti og hann hafi átt erfitt með skap sitt. Vitnið bar að hún upplifði ekki að brotaþoli segði ósatt eða ýkti mikið. Vitnið M , sálfræðingur hjá N , kvaðst hafa fyrir u.þ.b. tveimur árum gert greiningu á brotaþola og hann hafi þá verið greindur með einhverfu, væga þroskahömlun og ADHD. Allt séu þetta raskanir í taugaþroska sem þýði í raun að heili hans virki öðruvísi en hjá þeim sem ekki hafa röskun í taugaþ roska. Nefnir hún að sá sem sé einhverfur eigi erfiðara með að mynda tengsl, setja sig í spor annarra, lesa í fyrirætlanir annarra, erfiðara með að segja frá, halda uppi samræðum, skilningur sé gjarnan bókstaflegur o.fl. Auk einhverfunnar sé brotaþoli með þroskahömlun og hún skerði aðlögunarfærni hans. Börn með þroskahömlun þurfi meiri stýringu og eftirlit í daglegu lífi og þau séu gjarnan trúgjarnari en jafnaldrar þeirra. Aðspurð um hvaða áhrif raskanir brotaþola hafi á getu hans til að setja ítrekað fram þær ásakanir sem lýst er í ákæru svaraði vitnið því til að mark bæri að taka á frásögnum brotaþola þrátt fyrir greiningarnar. Það sé flókið fyrir flesta að ljúga en allir geti sagt ósatt. Horfa verði til þess að brotaþoli lýsi ítrekað sömu hlutum en hann s é með skerta getu til að segja frá og muna. Ákveðna færni þurfi til að segja sömu ósönnu söguna aftur og aftur. Auk þessa séu einhverfir síður líklegir til að ljúga til að þóknast öðrum og þá myndi þeir síður falskar minningar. Þá sé skert greind líkleg ti l að leiða til þess að ósönn saga verði ekki trúverðug. Taldi vitnið ólíklegt að 8 brotaþoli væri ekki að segja satt en hún hafi ekki sérstaklega metið getu hans til að segja ósatt. Brotaþoli hafi getað sagt frá en samhengi hafi vantað í frásagnir hans. Vitn ið P , Barnahúss, tók að tilstuðlan dómsins skýrslu af brotaþola. Vitnið kvaðst fyrir skýrslutöku af brotaþola hafa, í gögnum málsins, séð þær greiningar sem brotaþoli er með. Hún kvað það ekki sitt hlutverk að meta framburð brotaþola heldur hafi hún ve rið dómara til aðstoðar til að reyna að fá fram framburð barnsins og fylgja því eftir eins og hægt væri. Helst sé í viðtölum sem þessum reynt að fá fram reynsluminni þess sem rætt er við hverju sinni. Hún kvaðst ekki muna betur en að hún hafi náð ágætu sam bandi við brotaþola þegar viðtalið fór fram og hann hafi verið viðræðugóður og virst mynda tengingu við hana. Vitnið kvað það sína reynslu af viðtölum við börn á einhverfurófi að þau séu frekar bókstafleg og eigi erfitt með að búa til sögur og alla abstrak t hugsun. Vitnið kvaðst ekki geta útilokað að framburður brotaþola væri ekki um eitthvað sem hann upplifði. Hins vegar taldi hún líklegt að drengurinn væri að segja frá einhverju sem hann upplifði. Einhverfa sé hins vegar mismikil og eins og hún muni eftir brotaþola þá hafi verið auðvelt að tala við hann og hann getað tjáð sig. Hins vegar hafi hann teiknað tilfinningar en ekki getað talað um þær. Vitnið kvaðst ekki geta sagt til um hvar á einhverfurófi væri rétt að staðsetja brotaþola en einhverfa hans væri tiltölulega væg. Einnig gaf skýrslu fyrir dóminum G , iðjuþjálfi og ráðgjafi hjá Félags - og skólaþjónustu . D Niðurstaða Ákærða er með ákæru útgefinni 28. maí 2020 gefið að sök að hafa í tvö aðgreind skipti veist að brotaþola með þeim hætti sem þar er lýst og er háttsemi hans talin varða við þau lagaákvæði sem í ákæru greinir. Hvað þá ákæru varðar byggir ákæruvaldið á því að sekt ákærða sé nægilega sönnuð með framburði brotaþola og annarra vitna. Ákærði byggir kröfu sína um sýknu á því að ákæruvaldinu h afi ekki tekist að sanna að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem greinir í ákærunni. Byggir hann á því að framburður brotaþola verði ekki lagður einn og sér til grundvallar við úrlausn málsins en í raun hafi ákæruvaldið ekki fært önnur haldbær sönnunar gögn fram í málinu en framburð brotaþola. Framburður ákærða hér fyrir dómi hefur verið staðfastur og í öllum meginatriðum á sama veg. Er það mat dómsins að framurður hans sé einn og sér trúverðugur. 9 Brotaþoli gaf skýrslu í Barnahúsi í lok nóvember 2019. F ramburður hans var eðli máls fremur óglöggur enda brotaþoli eingöngu átta ára gamall auk þess sem hann á við ýmis veikindi að stríða eins og áður hefur komið fram. Við skýrslugjöfina lýsti brotaþoli því oftar en einu sinni að ákærði hefði tekið í fótinn á honum og dregið hann til með þeim afleiðingum að höfuð hans slóst í járn. Hins vegar var framburður brotaþola um ætlað atvik í F mun óskýrari. Framburður ákærða og annarra vitna er rakinn nokkuð ítarlega hér að framan. Í meginatriðum báru þau vitni sem st anda næst brotaþola, þ.e. móðir hans, afi og amma, á þann veg að þau legðu ekki trúnað á frásögn brotaþola. Þá báru þau einnig að brotaþoli ýkti gjarnan og nefndu dæmi um það. Önnur vitni sem þekkja brotaþola mismikið töldu flest að rétt væri að leggja trú nað á framburð brotaþola líkt og áður er rakið. Þrjú vitnanna, G , M og P , hafa allnokkra reynslu og þekkingu á einhverfu og þroskahömlun líkt og brotaþoli glímir við. Töldu þær allar að það væri erfitt fyrir brotaþola að lýsa ósönnum atvikum ítrekað og skipti einhverfa hans þar miklu máli. Framburður þeirra rennir því stoðum u ndir framburð brotaþola en ekki nýtur við annarra gagna sem styðja framburð brotaþola sem að mati dómsins var líkt og framburður ákærða trúverðugur svo langt sem hann náði. Hins vegar er það mat dómsins að framburður þeirra sem standa næst brotaþola renni stoðum undir framburð ákærða. Öll lýstu þessi vitni því að þau leggðu ekki trúnað á frásögn brotaþola sem eigi til að ýkja auk þess sem þau höfðu aldrei orðið vitni að ofbeldi af hálfu ákærða í garð brotaþola. Ekki eru efni til að efast um framburð vitnann a en hér skiptir máli að ákærði og móðir brotaþola hafa slitið sambúð sinni. Þá verður að mati dómsins ekki framhjá því horft að í viðtali í Barnahúsi lýsti brotaþoli því ítrekað að ákærði væri vondur við bræður hans og legði á þá hendur. Ásakanir brotaþol a voru rannsakaðar, m.a. með því að rætt var við annan bróður brotaþola í Barnahúsi. Í tilkynningu lögreglustjórans á 4. febrúar 2020 varðandi niðurfellingu á rannsókn þess máls kemur fram að ekkert hafi komið fram í framburði drengsins varðandi kæruef nið. Að þessu virtu er það mat dómsins að ákæruvaldinu hafi ekki, gegn staðfastri neitun ákærða, tekist að sanna sekt hans en sönnunarbyrðin um sekt sakaðs manns hvílir á ákæruvaldinu, sbr. 108. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Ber því að sýkna ák ærða af þeirri háttsemi sem lýst er í ákæru útgefinni 28. maí 2020. Áður hefur komið fram að ákærði játaði háttsemi þá sem lýst er í ákæru útgefinni 2. júní 2020. Játning hans er í samræmi við gögn málsins og sekt hans nægilega sönnuð. Umferðarlagabrot ák ærða var framið í tíð eldri laga og varðaði við þau ákvæði 10 umferðarlaga nr. 50/1987 sem í ákæru greinir en nú við 3. mgr. 37. gr., sbr. 95. gr., umferðarlaga nr. 77/2019. Refsing ákærða vegna þessa brots tekur mið af því hvenær brotið var framið. Samkvæmt gögnum málsins mældist hraði bifreiðarinnar, sem ákærði ók, 102 km á klukkustund en leyfður hámarkshraði á veginum var 90 km á klukkustund. Í mörg ár hefur verið notast við svokölluð vikmörk í málum af þessum toga en þá eru 4% af mældum hraða dregin frá. Þ að var gert í sektarboði sem ákærða var sent og við það miðað að hann hefði ekið á 98 km hraða. Rétt þykir að miða við þá tölu og að teknu tilliti til þágildandi reglugerðar um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim nr. 288/2018 telst sekt ákærða hæfilega ákveðin 15.000 króna sekt til ríkissjóðs en tveggja daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Að fenginni þessari niðurstöðu ber með vísan til 2. mgr. 235. gr. laga um me ðferð sakamála að greiða allan sakarkostnað úr ríkissjóði. Sakarkostnaður féll ekki til við meðferð málanna hjá lögreglu og samanstendur hann því af málsvarnarlaunum verjanda ákærða , 187.275 króna ferðakostnaði lögmannsins og þóknun og ferðakostnaði réttar gæslumanns brotaþola . Að teknu tilliti til umfangs málsins og tímaskýrslu verjanda þykja málsvarnarlaun að meðtöldum virðisaukaskatti hæfilega ákveðin eins og í dómsorði greinir. Þóknun og ferðakostnaður réttargæslumanns er að sama skapi ákveðin með að tek nu tilliti til umfangs málsi ns, virðisaukaskatts og upplýsingum lögmannsins um vinnustundir. Af hálfu ákæruvaldsins sótti málið Sigurður Hólmar Kristjánsson, aðstoðar - saksóknari lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveðu r upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, X , greiði 15.000 króna sekt til ríkissjóðs en sæti tveggja daga fangelsi verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin 1.884.800 króna málsvarnarlaun verjanda ákærða, Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, og 187.275 króna ferðakostnaður lögmannsins og 471.200 króna þóknun réttargæslumanns brotaþola, Stefáns Ólafssonar lögmanns og 55.000 króna ferðakostnaður lögmannsins. Halldór Halldórsson