Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 7. apríl 2022 Mál nr. E - 136/2021 : A ( Halldór Kr. Þorsteinsson lögmaður ) g egn sveitarfélaginu B ( Björn Jóhannesson lögmaður ) Dómur Mál þetta sem höfðað var 6. október 2021 var tekið til dóms 10. febrúar 2022 . Málið lýtur að ágreiningi um hvort stefnanda beri að fá greidd biðlaun auk miskabóta í kjölfar uppsagnar úr starfi hjá stefnda. Stefnandi er A , en stefndi er sveitarfélagið B , . Stefnandi krefst þess að stefndi greiði honum krón u , auk dráttarvaxta samkvæmt 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af krónum frá 1. september 2021 til 1. október sama ár, af krónum frá þeim degi til 1. nóvember sama ár, en af stef nufjárhæðinni frá þeim degi til greiðsludags, að frádregnum krónum greiddum 15. september 2021 og krónum greiddum 15. október 2021 . Þá krefst stefnandi þess að stefndi greiði honum miskabætur að fjárhæð 1.500.000 krónur auk 26. maí 2021 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndi krefst aðallega sýknu en til vara að dómkröfur stefnanda sæti verulegri lækkun. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnað ar. Málavextir og helstu ágreiningsefni: Ágreiningur aðila lýtur annars vegar að því hvort stefnandi eigi á grundvelli ráðningarsamnings milli hans og stefnda rétt á biðlaunum í þrjá mánuði, en stefndi hefur greitt honum laun á þriggja mánaða uppsagnarfre sti og er ekki ágreiningur með aðilum um það uppgjör. Þá deila aðilar um það hvort staðið hafi verið að uppsögn stefnanda með lögmætum hætti. Telur stefnandi svo ekki vera og krefst miskabóta, en stefndi hafnar því að skilyrði slíkra bóta séu fyrir hendi. 2 Málavextir eru í stórum dráttum óumdeildir, þótt deilt sé um þýðingu atvika fyrir úrlausnarefni málsins. Verður hér gerð grein fyrir þeim helstu í samræmi við fyrirliggjandi gögn og skýrslur fyrir dómi, en ekki þykir ástæða til að rekja skýrslurnar sjálfst ætt. Stefndi er sveitarfélag og var stefnandi ráðinn sveitarstjóri þess með ráðningarsamningi sem dagsettur er 2018 og er þar kveðið á um að samningurinn gildi frá 1. ágúst sama ár til loka kjörtímabils sveitarstjórnar. Ágreiningur aðila um greiðslu bi ðlauna byggist á mismunandi skilningi þeirra á 11. gr. samningsins sem ber og Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er 3 mánuðir. Uppsögn skal vera skrifleg og miðast við mánaðarmót. Samningur þessi öðlast g ildi við undirskrift og gildir til 9. júní 2022, hafi honum ekki verið sagt upp eða aðilar náð samkomulagi um breytingu fyrir þann tíma. Verði ekki um endurráðningu að ræða skal sveitarstjóri fá biðlaun í þrjá mánuði sem falla niður ef fráfarandi sveitarst Stefnandi sótti, ásamt öðrum um starf sveitarstjóra hjá stefnda og var ákveðið að bjóða honum starfið. Fyrrverandi oddviti stefnda, C , gaf skýrslu fyrir dómi, en hún undirritaði ráðningarsamning aðila fyrir hönd stefnda. Vitninu og stefnanda ber saman um að stefnandi hafi óskað eftir því að um yrði að ræða sex mánaða uppsagnarfrest, en því hafi verið hafnað af hálfu stefnda . Kvað vitnið að til að koma til móts við stefnanda hafi þó verið fallist á að setja inn ákvæði um biðlaun ef ek ki yrði um endurráðningu að ræða. Kvaðst hún hafa talið ákvæðið skýrt um það að það ætti aðeins við ef stefnandi yrði ekki ráðinn áfram eftir samningstímann. Stefndi telur á hinn bóginn skýrt að í ákvæðinu felist að honum beri biðlaun í þrjá mánuði til við bótar við laun á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Stefnandi vísaði til þess að þessi krafa hans hafi m.a. byggt á því að hann hafi þurft að flytja búferlum með alla fjölskyldu sína til B og segja upp tryggu starfi á höfuðborgarsvæðinu og hafi því viljað haf a sex mánuði til að leita sér að nýrri vinnu ef til uppsagnar kæmi. Staðfesti vitnið að stefnandi hefði látið ofangreind sjónarmið uppi við samningsgerðina. Aðilar lýsa því hvor með sínum hætti að hnökrar hafi verið á samstarfinu milli sveitarstjórnar ste fnda og stefnanda á ráðningartíma hans. Lýsti stefnandi því að hann hefði sent öllum sveitarstjórnarmönnum tölvupóst um áramótin fyrir uppsögnina þar sem hann hafi óskað eftir fundi með sveitarstjórn til að ræða samstarfið. Enginn sveitarstjórnarmaður hafi svarað þeim tölvupósti og ekkert samtal í þessa veru hafi átt 3 sér stað milli hans og sveitarstjórnar. Þá ber aðilum saman um að á sveitarstjórnarfundi nokkru fyrir uppsögnina hafi orðið atvik, eða upphlaup, sem hvorugur aðili hefur þó lýst nánar. Í frambu rði D , oddvita sveitarstjórnar stefnda, kom fram að í kjölfar þess fundar sem síðast var vísað til hafi verið haldinn óformlegur fundur í sveitarstjórn þar sem ákveðið hafi verið að leita skyldi eftir starfslokum stefnanda . Sveitarstjórn hafi í kjölfarið óskað leiðbeininga frá Sambandi sveitarfélaga og fengið þær. Taldi oddvinn að sveitarstjórn hafi farið eftir þeim leiðbeiningum í hvívetna í framhaldi. Hafi verið haldinn annar óformlegur fundur þar sem ákveðið hafi verið að leita eftir því að gera við ste fnanda starfslokasamning, en vildi hann ekki fallast á það yrði honum boðið að segja upp sjálfur, en ella yrði honum sagt upp . Á báðum framangreindum fundum hafi allir fulltrúar í sveitarstjórn verið viðstaddir og sammála ofangreindu. Stefnandi var boðaður á fund með oddvita og varaoddvita 2021 og var þar kynnt að það væri ákvörðun sveitarstjórnar að hann hætti störfum fyrir sveitarafélagið. Var honum boðinn starfslokasamningur, sem hann hafnaði. Þá var honum boðið að segja sjálfur upp störfum, sem hann hafnaði einnig og var honum þá rétt skrifleg uppsögn sem tæki gildi frá næstu mánaðarmótum. Hann fengi greiddan þriggja mánaða uppsagnarfrest, en ekki var óskað eftir vinnuframlagi hans á uppsagnartíma. Honum voru gefnir þrír dagar til að skila af sér, ná nar tilgreindum gögnum. Í ítarlegri fundargerð frá fundinum kemur m.a. fram hjá stefnanda að hann átti sig ekki á hvers vegna honum sé sagt upp og kveðst telja að hann hafi í hvívetna farið að sveitarstjórnarlögum og rækt starf sitt af heiðarleika og trúme nnsku. Þá sóttist hann eftir því að honum yrði greidd biðlaun í þrjá mánuði, en því var hafnað. Ekki verður annað séð en að ekki hafi komið til greina af hálfu stefnda að greiða stefnanda umfram þann þriggja mánaða uppsagnarfrest sem kveðið var á um í ráðn ingarsamningi aðila. Stefnandi birti á netinu yfirlýsingu sína um það hvernig starfslok hans hefði borið að og liggur yfirlýsingin fyrir í málinu. Þá liggur fyrir fundargerð aukafundar sveitarstjórnar stefnda 30. apríl 2021 þar sem fram kemur staðfesting á fyrri ákvörðun um að segja stefnanda upp störfum, sem og yfirlýsing sveitarstjórnarinnar. Í kjölfar þessa fylgdu bréfaskipti milli aðila sem óþarfi er að rekja hér. Þar sem ekki náðist samkomulag var mál þetta höfðað 6. október 2021. M álsástæður stefnan da: 4 Stefnandi kveðst byggja á því að stefndi hafi skuldbundið sig með ráðningarsamningi til að greiða honum biðlaun í þrjá mánuði. Skilyrði biðlaunagreiðslna samkvæmt ráðningarsamningum séu uppfyllt. Það standi stefnda nær að ráðningarsamningur sé skýr og þess vegna verði að túlka allan óskýrleika í samningnum stefnanda í hag. Þá krefst stefnandi jafnframt miskabóta úr hendi stefnda vegna framkvæmdar á uppsögn, sem var til þess fallin að valda stefnanda álitshnekki. Orðalag 11. gr. ráðningarsamningsins s é opið um aðdraganda og ástæður þess að ekki verð i af endurráðningu. Það sé hvergi tekið fram í samningnum að stefndi sé óskuldbundinn til að greiða biðlaun ef stefnanda sé sagt upp störfum á ráðningartíma. Einu önnur skilyrðin í ákvæðinu eru að stefnandi fari ekki í nýtt starf á tímabilinu. Það sé ljóst að ekki hafi orðið af endurráðningu stefnanda hjá stefnda. Þá hafi stefnandi ekki ráðið sig í nýtt starf annars staðar á umræddu biðlaunatímabili. Samkvæmt því sé einu skilyrð um ákvæðisins fullnægt í málinu . Því ber i stefnda að efna samningsskyldu sína gagnvart stefnanda um greiðslu biðlauna. Það standi stefnda nær að ráðningarsamnin gur sé orðað ur með skýrum hætti, þannig að það fari ekki á milli mála um hvað aðilar hafi samið. Allan óskýrleika í ráðningarsamningi verð i því að túlka stefnda í óhag. Það komi hvergi fram í ráðningarsamningi aðila að biðlaunaréttur falli niður ef stefnanda verði sagt upp störfum á ráðningartíma. Eina skilyrði biðlauna í umræddu ákvæði sé að endurráðning verði ekki , en ekkert tímamark sé að finna í samningnum í þessu samhengi. Aðilum sé fyllilega frjálst að semja sín í millum um greiðslu biðlauna í kjölfar starfsloka, jafnvel þótt skylda til greiðslu biðlauna sé umfram efni kjarasamninga eða laga. Þótt skuldbinding stefnda byggi á ákvæðum ráðningarsamnings, en ekki lögum eða kjarasamningi, sé skylda hans til að efna samninginn óbreytt. Stefnandi bendi á að tildrög biðlauna í ráðningarsamningi séu þau, að hann hafi upphaflega óskað eftir sex mánaða uppsagnarfresti. Slíkt hafi ekki verið veitt, en í staðinn hafi verið samið um þriggja mánaða biðlaunarétt umfram þriggja mánaða uppsagnarfres t. Stefnandi hafi komið athugasemdum um þetta á framfæri við oddvita stefnda strax á fundi þann 20. apríl 2021. Þetta gef i til kynna, að biðlaun hafi upphaflega verið hugsuð sem viðauki við uppsagnarfrest stefnanda, en ekki sett inn í samninginn vegna laga legrar eða kjarasamningsbundinnar skyldu stefnda. Þar sem stefndi hafi ákveðið að semja um ráðningarkjör stefnanda með þessum hætti, þá sé hann skuldbundinn til að efna þann 5 samning. Stefnandi hafi ekkert aðhafst sem heimil i stefnda að efna ekki skyldur sí nar samkvæmt samningnum. Stefnandi kveðst í fyrsta lagi krefjast bóta úr hendi stefnda sem nemi vangoldnum biðlaunum samkvæmt ráðningarsamningi og miðist fjárhæðir við síðustu útgefnu launaseðla . Krafan miðist við mánaðarlaun að fjárhæð krónur í þrj á mánuði, ágúst, september og október 2021 og falli hver mánaðargreiðsla í gjalddaga fyrsta dag næsta mánaðar. Samtals nemur þessi hluti kröfunnar krónum. Að auki krefst stefnandi orlofs að fjárhæð krónur (13.04% af krónum), ásamt hlutfalli af desemberuppbót, að fjárhæð 25.415 krónur (96.000 krónur að frádregnum 70.585 krónum og hlutfalli af orlofsuppbót að fjárhæð 13.250 krónur (3/12 × 53.000 krónur). Samtals nemi því krafa vegna biðlauna króna ásamt vöxtum eins og tilgreint er í kröfugerð að frádregnum krónum greiddum 15. september 2021 og krónum greiddum 15. október 2021, sem hann hafi þegið sem verktakagreiðslu á tímabili biðlauna og komi greiðslurnar , í samræmi við dómaframkvæmd, sem innborganir á kröfuna á þeim dagsetningum sem að ofan greini. Stefnandi kveðst jafnframt gera kröfu um miskabætur úr hendi stefnda. Kröfu sína um miskabætur úr hendi stefnda reisi stefnandi á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 en í greininni komi fram að sá sem ábyrgð beri á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns skuli greiða miskabætur til þess sem misgert hafi verið við. Stefnandi bendi á að honum hafi verið tilkynnt um starfslok á fundi með oddvita og varaforma nni sveitarstjórnar, sem hafi verið boðaður með afar stuttum fyrirvara. Þá hafi þess hvergi verið getið í fundarboði í umboði hverra fundurinn hafi verið boðaður, eða stefnanda kynnt á fundinum samþykkt sveitarstjór na r um að ganga skyldi frá starfslokum ha ns. Á fundinum hafi hvorki verið lögð fram fundargerð sveitarstjórnar né önnur gögn um að ákvörðun um uppsögn stefnanda hafi verið tekin með réttmætum hætti , sbr. samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins B , sérstaklega 6. kafla . Stefnanda hafi fyr st verið boðið að gera starfslokasamning við stefnda , þá boðið að segja sjálfur upp störfum, en síðast gert að taka við uppsagnarbréfi. Stefndi ha f i hvorki gert athugasemdir við störf stefnanda fyrir fundinn 20. apríl 2021, né gefið honum til kynna að han n ætti á hættu að verða sagt upp störfum. Stefnanda hafi á fundi num verið gefinn þriggja daga frestur til að skila gögnum og rýma skrifstofu sína , en einn þessara þriggja daga hafi verið almennur frídagur, sumardagurinn fyrsti . 6 Þessi skammi frestur hafi ve rið til þess fallinn að gefa í skyn að stefnandi hefði gerst sekur um meiriháttar brot eða afglöp í starfi. Fyrirsvarsmönnum stefnda hafi ekki getað dulist að uppsögn stefnanda úr starfi sveitarstjóra með framangreindum hætti kæmi til með að kalla á skýrin gar og vekja athygli, þar sem hann gegndi starfi sveitarstjóra. Við lok þriggja daga frestsins hafi stefnandi mætt á skrifstofu stefnda til að afhenda gögn og sækja eigur sínar. Þá hafi verið búið að breyta talnalásnum inn í skrifstofuhúsið og aftengja tölvuaðgang stefnanda að kerfisveitunni, þar sem umbeðin gögn hafi verið . Stefnandi hafi því ekki getað skilað rafrænum gögnum af sér á þann hátt sem kveðið hafi verið á um í uppsagnarbréfi. Te lur stefnandi þessa framgöngu stefnda lið í því að draga upp sem svartasta mynd af gjörðum hans og gera hann tortryggilegan á allan hátt. Vegna þessa hafi stefnandi séð sig knúinn til að birta yfirlýsingu í fjölmiðlum þann 21. apríl 2021, degi eftir uppsö gn, þar sem hann hafi farið yfir ástæður uppsagnar, eins og þær horfðu við honum. Í yfirlýsingunni hafi hann sérstaklega vikið að því að ástæður uppsagnar hafi ekki verið fjárhagsstaða sveitarfélagsins, en fréttaflutningur af uppsögn stefnanda hefði verið tengdur við umfjöllun um fjárhagsmál stefnda, meðal annars í frétt á , eins og nefnt hafi verið í yfirlýsingunni. Stefnandi tel ji að framkvæmd uppsagnar með framangreindum hætti hafi verið til þess fallin að valda honum álitshnekki að ástæðulausu. Han n telji að forsvarsmenn stefnda hafi af verulegu gáleysi vegið að æru hans og persónu með þeim hætti að í því felist meingerð í skilningi b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. Stefnandi krefst miskabóta að fjárhæð 1.500.000 krónur úr hendi stefnda vegna þessa. Fjárhæðin byggi á dómaframkvæmd Hæstaréttar í sambærilegum málum, sbr. dóm Hæstaréttar frá 23. september 2021 í máli nr. 15/2021. Við ákvörðun fjárhæðar miskabóta telur stefnandi að líta verði til þess að starfsmissir hafi haft mikil neikvæð áhrif á stefnanda. Stefnandi hafi flutt með fjölskyldu sinni til B . Dætur hans hafi stundað nám við grunnskólann á B og maki hans starfað sem í bænum. Þá hafi stefnandi verið áberandi og vel liðinn í sveitarfélaginu. Þar sem um svo lítið atvinnusvæði sé að ræða var frekari atvinnuþátttaka stefnanda í bænum útilokuð í kjölfar uppsagnarinnar. Þetta hefur í för með sér frekari flutninga fyrir stefnanda og fjölskyldu hans. Um lagarök vísar stefnandi til meginreglna samningaréttar og la ga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936. Krafa um orlofslaun byggi á 7 ákvæðum laga um orlof nr. 30/1987, sérstaklega 7. gr. laganna. Málskostnaðarkrafa byggi á 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Um dráttarvexti sé vís að til laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Um varnarþing vís i st til 3. mgr. 33. gr. laga nr. 91/1991. M álsástæður stefnda: Stefndi kveðst aðallega gera þá kröfu að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda í málinu enda hafi uppsögn stefnanda í apríl 2021 verið lögmæt og í samræmi við ráðningarsamning málsaðila. Þá hafi uppgjör til stefnanda við starfslok að öllu leyti verið í samæmi við lög, kjarasamning og ráðningarsamning málsaðila. Því sé mótmælt að stefnandi eigi rétt ti l biðlauna til viðbótar við laun á uppsagnarfresti. Kröfu stefnanda um miskabætur úr hendi stefnda sé einnig hafnað enda skilyrði fyrir bótaábyrgð ekki fyrir hendi. Stefnandi byggi á því að í fundargerð vegna fyrrnefnds fundar sem haldinn hafi verið á skr ifstofu stefnda 20. apríl 2021, hafi ekki komið fram í hverra umboði hafi verið boðað til fundarins. Þá hafi stefnanda ekki verið kynnt samþykkt sveitarstjórnar um að ganga skyldi frá starfslokum hans. Í fundargerð komi fram að fundinn hafi, auk stefnanda setið, D oddviti og E , en hún er varaoddviti stefnda. Í athugasemdum með frumvarpi til sveitarstjórnarlaga sem orðið hafi Það veltur [...] á ákvörðun sveitarstjórnarinnar hvaða hlutver k oddviti fær í framkvæmd, svo sem verði talsmaður sveitarstjórnar út á við eða vegna tiltekinnar stjórnsýslu sem fram hafi oddviti komið fram fyrir hönd sveitarstjórnar, eins og glögglega megi s já af öllum atvikum málsins. Á fundinum hafi stefnanda jafnframt verið gerð grein fyrir því að einhugur væri innan sveitarstjórnar stefnda um starfslok stefnanda. Þá megi geta þess að fram komi í fundargerð aukasveitarstjórnarfundar þann 30. apríl 2021 að sveitarstjórnarmenn hafi verið sammála um að segja stefnanda upp störfum. Stefnandi álít i að með fyrrgreindum ráðningarsamningi, hafi stefndi skuldbundið sig til þess að greiða honum biðlaun í þrjá mánuði en stefnandi tel ji skilyrði biðlauna samkvæmt ráðningarsamningnum séu uppfyllt. Þessu mótmæli stefndi. Samkvæmt 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 sk uli sveitarstjórn ráða framkvæmdastjóra eða m. ö. o. sveitarstjóra. Í athugasemdum með 54. gr. komi fram að s tarf sveitarstjórans teljist pólitískt trúnaðarstarf gagnvart sveitarstjórn. Því sé það 8 meginregla að ráðningartími hans sé sá sami og kjörtími sveitarstjórnarinnar. Af því leiði einnig að við ákvörðun um ráðningu sveitastjóra sé heimilt að byggja á pólití skum sjónarmiðum, ólíkt því sem almennt eigi við um ráðningu í opinber störf. Hér megi vísa til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 162/2001 . Samkvæmt 2. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sk uli ráðningarsamningur við framkvæmdastjóra vera skriflegur og að h eimilt sé að semja um gagnkvæman uppsagnarfrest innan ráðningartíma. Sé ekki um annað samið sé ráðningartími hans að jafnaði sá sami og kjörtími sveitarstjórnar. Í athugasemdum með 54. gr. komi fram að það verði að telja eðlilegt, ekki síst í ljósi þess að pólitískar forsendur fyrir ráðningu geti brugðist, að samið sé um tiltekinn uppsagnarfrest sveitarstjóra innan kjörtímabils. Í athugasemdum segi ennfremur að eðlilegt sé að ráðningarsamningur kveði á um fleiri atriði en það sé á ábyrgð viðkomandi sveitars tjórna að taka ákvarðanir um slíkt. Í máli því sem hér sé til meðferðar hafi verið sett ákvæði í 11. gr. ráðningarsamnings, um að [v]erði ekki um endurráðningu að ræða [skuli] sveitarstjóri fá biðlaun í þrjá mánuði sem fall [i] niður ef fráfarandi sveitarstjóri [fari] sé um að ræða tvenns konar og eðlislólík tilvik sem gild i við mismunandi aðstæður. Annars vegar greiðslu launa í uppsagnarfesti þegar sveitarstjóra sé sagt upp störfum á kjörtímabili sveitars tjórnar. Hins vegar biðlaun þegar sveitarstjóri fái ekki endurráðningu að loknum ráðningartíma, þ.e. þegar nýtt kjörtímabil hafi hafist. Hér sé því um að ræða tvenns konar tilvik en samkvæmt orðanna hljóðan get i ekki bæði tilvikin átt við í einu. Megi um þ etta vísa til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 370/2003 svo og fyrrgreinds dóms í máli nr. 162/2001 . Stefnandi tel ji sig eiga rétt til biðlauna þó að hann hafi fengið greidd laun á umsömdum uppsagnarfresti. Í ráðningarsamningnum komi skýrt fram að réttur til biðlauna eigi við þegar ekki sé um endurráðningu að ræða. Stefnandi virðist þannig telja að sú staða geti komi upp að honum sé sagt upp störfum en samstundis endurráðinn í sama starfið. Í málsgrundvelli stefnanda sé því þverstæða . Það ligg i fyrir að stefnanda hafi verið sagt upp störfum hjá stefnda þar sem stefnandi hafi ekki lengur sömu sýn og stefndi á málefni stefnda. Hafi það leitt til þess að ekki hafi lengur ríkt traust á milli aðila. H lutverk sveitarstjóra sé að framfylgja ákvörðunum sveitarstjórnar. Starfið sé því pólitískt trúnaðarstarf gagnvart sveitarstjórn í eðli sínu. Það hafi því ekki verið mögulegt að sú staða kæmi upp að stefnanda væri sagt upp störfum af fyrrgreindum ástæðum, en hann væri samstundist ráðinn aftur. 9 Þegar öll framangreind atriði séu virt heildstætt álít i stefndi að réttur stefnanda til biðlauna sé ekki fyrir hendi. Af sömu ástæðum verð i ekki talið að ráðningarsamningurinn sé óljós eða óskýr. Þær viðræður sem stefnandi kveði að átt hafi sér stað í aðdraganda ráðningar stefnanda til stefnda skipt i hér ekki máli; efni ráðningarsamningsins segi til um réttindi stefnanda samkvæmt samningnum. Stefnandi geri kröfu um miskabætur að fjárhæð 1.500.000 krónur úr hendi stefnda og styð ji þá kröfu við b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Hann rökstyð ji kröfuna í fyrsta lagi með því að fundur aðila 20. apríl 2021 hafi verið boðaður með skömmum fyrirvara og ekki hafi komið fram í fundarboði að til stæði að ræða starfslok hans. Í öðru lagi með því að fundargerð sveitarstjórnar og önnur gögn varðandi uppsögn stefnanda, sem sýnt gætu að ákvörðun um uppsögn hafi verið tekin með réttmætum hætti, hafi ekki verið lögð fram. Í þriðja lagi við að stefndi hafi ekki gert athugasemdir við störf stefnanda gögnum til stefnda og rýma skrifstofu sína en stefnandi tel ji þann þriggja daga frest sem honum hafi verið veittur til að skila gögnum í hans vörslum til stefnda hafi verið til þess fallinn að gefa í skyn að hann h efði gerst sekur um meiri háttar brot eða afglöp í starfi. Stefndi hafni miskabótakröfu stefnanda. Í b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga komi fram að heimilt sé að láta þann sem beri ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Í athugasemdum með 26. gr. skaðabótalaga um ólögmæta meingerð fel i st að það sé skilyrði að um saknæma hegðun sé að ræða. Gáleysi mundi þó þurfa að vera verulegt til þess að tjónsatvik yrði talið ólögmæt meingerð. Stefndi kveðst mótmæl a því að í framantöldum atriðum sem stefnandi vísi til f elist ólögmæt meingerð í garð hans í skilnin gi b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. S tarf sveitarstjóra sé pólitískt trúnaðarstarf gagnvart sveitarstjórn. Það verð i því að telja eðlilegt að sveitarstjórn, eða fulltrúar hennar, og sveitarstjóri hittist með skömmum fyrirvara. Þá sé til þess að líta að skrifstofa sveitarstjóra sé í sama húsnæði og sveitarstjórn stefnda fundar og þar sem umræddur fundur hafi verið haldinn. Það hafi því ekki getað talist viðurhlutamikið fyrir stefnanda að eiga fund með vinnuveitanda sínum í umræddu tilviki. Að því er va rð i fundargögn sveitarstjórnar verð i ekki séð að stefnandi hafi átt rétt til að sjá þau eins og atvikum hafi verið háttað. Þá tel ji stefnandi að hér skipti máli að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við störf hans eða honum gefið til kynna að 10 uppsagnar mæ tti vænta. Þegar hafi verið vikið að því að ástæða uppsagnar hafi verið sú að ekki hafi lengur ríkt traust á milli aðila og sýn þeirra á málefni stefnda hafi ekki verið sú sama. Eins og sjá megi á fundargerðinni hafi verið viðvarandi ágreiningur með málsað ilum um nokkurn tíma. Uppsögnina verð i því að telja rökrétta afleiðingu þess, einkum með tilliti til hins pólitíska eðlis starfans. Einnig ligg i fyrir að aðilar málsins hafi gert með sér ráðningarsamning með gagnkvæmum uppsagnarfresti. Engin skilyrði sé þar að finna sem leiða hefðu átt til þess að tilkynna hefði átt stefnanda um að uppsögn væri í farvatninu. Stefnandi rökstyð ji miskabótakröfu sína að lokum með því að sá þriggja daga frestur sem hann hafi fengið til að afhenda stefnda gögn hafi verið líkl egur til að gefa í skyn afglöp eða brot í starfi af hans hálfu. Þessari ályktun mótmæli stefndi harðlega. Samkvæmt 7. gr. ráðningarsamnings hafi stefnandi notið tiltekinna hlunninda í starfi. Stefnandi hafi meðal annars fengið fartölvu og farsíma til afnot a, auk síma og nettengingar á heimili sitt. Í uppsagnarbréfi 20. apríl 2021 komi fram að óskað sé eftir að stefnandi skili stefnda gögnum í eigu stefnda, flytji tölvupósta á netfang stefnda og skili fartölvu og síma. Lokafrestur til að skila gögnum og bún aði hafi verið tiltekinn 23. apríl 2021. Ekkert þessara atriða tel ji st að mati stefnda ósanngjarnt, tímafrekt eða íþyngjandi. Þvert á móti tel ji stefndi að stefnandi hafi fengið mjög rúman frest, sérstaklega í ljósi ástæðu uppsagnar og eðlis starfs sveita rstjóra. Því sé mótmælt að frestur til gagnaskila hafi getað bent til þess að stefnandi hafi sýnt af sér afglöp eða brot í starfi. Umræddur frestur hafi ekki verið kynntur öðrum en stefnanda og því ómögulegt að stefnandi biði álitshnekki vegna hans, en í o rðinu álitshnekkir fel i st að falla í áliti hjá öðrum. Í stefnu komi fram að stefnandi hafi komið á skrifstofu stefnda við lok frestsins til að afhenda gögn og sækja eigur sínar. Þá hafi verið búið að breyta talnalás að skrifstofuhúsnæðinu og aftengja tölv uaðgang hans að kerfisveitu þar sem umbeðin gögn hafi verið. Hann hafi því ekki getað skilað gögnunum á þann hátt sem óskað hafi verið eftir í uppsagnarbréfi. Stefnandi telji gjörðum stefnanda og gera han lýsingu og ályktun sem stefnandi dragi hér. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra stefnda mun i stefnandi hafa skilað umbeðnum gögnum og sótt persónulegar eigur sínar á skrifstofuna þann 21. apríl 2 021 og því hafi að öllu leyti verið lokið innan þess frests sem veittur hafi verið í því skyni. Talnalás hafi ekki verið breytt fyrr en að loknum fyrrgreindum fresti og það feli ekki í sér meingerð gegn stefnanda. Telur stefndi að s tefnandi lít i fram hjá því að búið hafi verið að segja honum upp störfum og við þær 11 aðstæður hefði verið óábyrgt af hálfu stefnda að hafa húsnæði og tölvuaðgang opin n fyrir hann. Stefndi bendi á að það sé viðtekin og eðlileg venja að loka fyrir aðgengi þeirra sem vinn i ekki lengur á viðkomandi vinnustað. Stefndi kveðst mótmæla því að flutningar fjölskyldu stefnanda geti verið grundvöllur miskabótakröfu hans. Þannig komi fram í 3. gr. ráðningarsamnings, að sveitarstjóri skuli eiga lögheimili í sveitarfélaginu B . Af því l eiði að með undirritun ráðningarsamnings hafi stefnandi skuldbundið sig til að flytja í sveitarfélagið og búa þar. Við lok ráðningartíma 9. júní 2022 eða eftir atvikum við uppsögn hafi legið fyrir að stefnandi myndi að líkindum annað hvort þurfa að finna a nnað starf á staðnum eða flytja þaðan. Þannig hafi legið fyrir frá upphafi að miklar líkur væru á að búseta stefnanda og fjölskyldu hans í B væri tímabundin. Þess megi geta að einungis hafi verið um eitt ár eftir af ráðningartíma þegar stefnanda hafi verið sagt upp störfum. Máli sínu til stuðnings vís i stefnandi ennfremur til dóms Hæstaréttar Íslands í máli 15/2021. Að mati stefnda sé um algerlega ósambærileg mál að ræða. Í tilvitnuðum dómi hafi uppsögn byggð á ásökunum um kynferðislega áreitni og kynferðis legt ofbeldi. Kveðst s tefndi hafn a því að hægt sé að líkja máli þessu með einhverjum hætti við mál stefnanda, þar á meðal hvað skilyrði og fjárhæð miskabóta varð i . Samkvæmt öllu framansögðu verð i ekki með nokkru móti séð að stefnandi eigi rétt til frekari greiðslna úr hendi stefnda vegna uppsagnarinnar umfram þær greiðslur sem stefnandi hafi þegar fengið vegna launa á samningsbundnum uppsagnarfresti og áunnins ótekins orlofs við starfslok og því b er i að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda í málinu. Verði ekki fallist á aðalkröfu stefnda um sýknu sé þess krafist til vara að dómkröfur stefnanda á hendur stefnda verði lækkaðar verulega og ekki teknar til greina nema að óverulegu leyti. Til stuðn ings varakröfu sinni vís i stefndi til sömu sjónarmiða, málsástæðna og lagaraka og greini í aðalkröfu fyrir sýknu. Ef stefnandi verði talinn eig a rétt til biðlauna og miskabóta vegna uppsagnarinnar þá tel ji stefndi að fjárhæð dómkröfu stefnanda sé alltof h á m.a. vegna kröfu stefnanda um orlof (kr. ). Fj ölmörg dómafordæmi séu fyrir því að orlof reikn i st ekki á biðlaun, sbr. m.a. Hrd. 1990:452. Stefndi kref ji st þess jafnframt að allar tekjur og aðrar greiðslur sem stefnandi hafi haft á viðmiðunartíma kröfu sinnar komi til frádráttar kröfunni og sé skorað á stefnanda að leggja fram gögn um þær tekjur/greiðslur sem hann hafi haft á fyrrgreindu viðmiðunartímabili, s.s. skattframtal og/eða útprentun úr staðgreiðsluskrá. 12 Vísað sé til þess að stefnanda ber i lögum samkvæmt að takmarka tjón sitt m.a. með atvinnuleit og sækja um þær bætur sem hann kunni að eiga rétt á. Stefndi mótmæli miskabótakröfu stefnanda og tel ji hana mjög vanreifuð a en hún styð ji st ekki við gögn um ætlað tjón sem stefnandi tel ji sig hafa orðið fyrir. Meðan engra gagna njóti við í málinu um ætlað tjón stefnanda sé útilokað að fallast á bótagreiðslur til stefnanda því miskabætur verð i ekki dæmdar eingöngu með vísan til frásagnar stefnanda sjálfs um ætlað tjón. Því til viðbótar sé f járhæð miskabótakröfunnar ekki í nokkru samræmi við dómafordæmi. Dráttarvaxtakröfum stefnanda sé mótmælt, þ. á. m. upphafstíma dráttarvaxta. Athugasemdir séu gerðar við tilvísun stefnanda til dráttarvaxta sam kvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Stefndi kveðst gera kröfu um málskostnað bæði varðandi aðal - og byggi kröfurnar á ákvæðum 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála . Varðandi lagarök kveðst stefndi m.a. vísa til sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, einkum til 13 ., 54. og 57. gr. laganna svo og til meginreglna samningaréttar og laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936. Þá vísar hann til 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og almennra reglna vinnuréttar um réttindi og skyldur starfsmanna o g vinnuveitenda og meginreglna skaðabótaréttar, m.a. varðandi sönnun og tjónstakmörkun. Niðurstaða dómsins Eins og nánar er rakið hér að framan er ágreiningur málsaðila tvíþættur og lýtur í fyrst lagi að túlkun 7. gr. ráðningarsamnings aðila, en í öðru l agi að því hvort ranglega hafi verið staðið að uppsögn stefnanda með þeim réttaráhrifum að stofnast hafi réttur til miskabóta á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í nefndri 7. gr. ráðningarsamnings milli aðila segir orðrétt undir fyrirsögninni Uppsögn skal vera skrifleg og miðast við mánaðarmót. Samningur þessi öðlast gildi við undirskrift og gildir til 9. júní 2022, hafi honum ekki verið sagt upp eða aði lar náð samkomulagi um breytingu fyrir þann tíma. Verði ekki um endurráðningu að ræða skal sveitarstjóri fá biðlaun í þrjá mánuði sem falla niður ef fráfarandi sveitarstjóri fer í nýtt 13 Við túlkun umrædds samningsákvæðis verður að leggja til grundvallar almenna orðskýringu , ásamt þeim skýringarsjónarmiðum sem almennt er beitt í samningarétti , að gættri þeirri sérstöðu sem ráðningarsamningar framkvæmdastjóra sveitarfélags njóta í samræmi við ákvæði 2. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/20 11 . Þar er mælt fyrir um það að slíkir samningar skuli vera tímabundnir, en að heimilt sé að kveða á um gagnkvæman uppsagnarfrest í þeim. Það er eðli tímabundinna samninga að þeim er ætlað að gilda tiltekið tímabil, en falla þá niður án þess að uppsögn þur fi að koma til. Í máli þessu liggur fyrir og er óumdeilt að stefnandi óskaði eftir því við samningsgerð að uppsagnarfrestur yrði sex mánuðir. Einnig liggur fyrir að þeirri kröfu var hafnað en fallist á að setja inn hið umdeilda ákvæði . Með þetta í huga ver ður að túlka ákvæðið. Þykir því ljóst að stefnandi getur ekki haft réttmætar væntingar til þess að í samningsákvæðinu felist í raun loforð um laun honum til handa í sex mánuði, en skilningar hans á ákvæðinu fæli í sér slíka niðurstöðu. Á hinn bóginn er ljó st að ákvæðið felur í sér þá réttarbót fyrir stefnanda að honum var lofað að yrði hann ekki endurráðinn á nýju kjörtímabili ætti hann rétt á biðlaunum í þrjá mánuði. Fellst dómurinn ekki á, eins og hér háttar til, að túlka eigi óskýrleika ákvæðisins stefnd a í óhag. Þegar af þeim ástæðum sem að framan greinir verður stefndi sýknaður af þessum þætti í kröfum stefnanda. Stefnandi telur að stefndi hafi staðið að uppsögn hans með ólögmætum hætti þannig að varði miskabótum. Í málinu liggja ekki fyrir fundargerðir þeirra tveggja óformlegu sveitarstjórnafunda sem fyrirsvarsmaður stefnda lýsti í skýrslu sinni fyrir dómi . Á hinn bóginn liggur fyrir fundargerð aukafundar sveitarstjórnar sem haldinn var 30. apríl 2021 þar sem meðal annars kemur fram samhljóða staðfestin g sveitarstjórnar á því að segja hafi átt stefnanda upp störfum með þeim hætti sem gert var í uppsagnarbréfi 20. sama mánaðar. Athugasemdir stefnanda við framkvæmd uppsagnarinnar lúta í fyrsta lagið að því að ekki hafi verið um lögmæta ákvörðun sveitarstjó rnar að ræða þar sem honum hafi ekki verið kynnt á fundi með oddvita og varaoddvita skrifleg gögn um ákvörðun sveitarstjórnar eða skrifleg staðfesting á umboði oddvita til að segja honum upp störfum. Til þess er að líta að dómurinn telur sýnt í málinu að s veitarstjórn hafi verið sammála um að segja stefnanda upp störfum. Miskabætur verða ekki dæmdar nema sýnt sé fram á að tjón hafi leitt af þeim atvikum sem vísað er til og eins að tjónið sé sennnileg afleiðing af þeim atvikum. Þegar fyrir liggur að ágallar þeir sem varða framkvæmd uppsagnar stefnda 14 lúta að þessu leyti aðeins að því hvort gætt hafi verið formkrafna um fundahöld og ritun fundargerða er það mat dómsins að þeir ágallar standa ekki í nægilegu samhengi við ætlað miskatjón hans til að fallist verð i á að krafa hans verði réttilega rökstudd með vísan til þeirra. Byggir þetta á þeirri meginforsendu að fyrir liggur að sveitarstjórn tók samhljóða ákvörðun um að stefnanda skyldi sagt upp störfum og verður að telja einsýnt að hún hafi verið til þess bær. Á hinn bóginn hefur stefnandi byggt miskabótakröfu sína á því að uppsögn hans hafi verið óverðskulduð og framkvæmd með þeim hætti að það hafi orðið honum til álitshnekkis. Stefndi hefur á móti vísað til þess að honum hafi verið uppsögnin heimil vegna ákvæð a kjarasamnings og þar sem staða sveitarstjóra sem framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, sem sé pólitísk staða, sé þess eðlis að um uppsögn hans gildi sérstök sjónarmið. Það er mat dómsins að vissulega hafi komið fram í úrlausnum dómstóla við túlkun sveitarst jórnarlaga að starf framkvæmdastjóra sveitarfélags sé um margt annars eðlis en annarra starfsmanna sveitarfélags og er þá einkum vísað til þess pólitíska hlutverks hans að framfylgja ákvörðunum sveitarstjórnar og starfa í samræmi við vilja þess meirihluta sem við völd er hverju sinni. Þá er og vísað til þess í greinargerð með 54. gr. sveitarstjórnarlaga að heimilt sé að byggja á pólitískum sjónarmiðum við ákvörðun um ráðningu og uppsögn, ólíkt því sem gildi um önnur opinber störf. Í máli þessu liggur ekki fyrir með skýrum hætti af hverju stefnanda var sagt upp störfum utan að hann var upplýstur um að hann og sveitarstjórn gengju ekki í takt og því væri það ákvörðun sveitarstjórnar að segja honum upp störfum . Af framburði stefnanda, sem stefndi hefur ekki bo rið brigður á, má ráða að hann hafi óskað eftir fundi með sveitarstjórn til að ræða samstarf sitt við hana, með það fyrir augum, að bæta samskipti. Þessu erindi hafi sveitarstjórn ekki svar að . Ekki verður séð að nein pólitísk breyting hafi átt sér stað í s veitarstjórn á umræddum tíma. Þá hefur heldur ekki verið upplýst hver sá pólitíski ágreiningur væri sem upp væri kominn milli sveitarstjórnar og stefnanda. Á hinn bóginn benda gögn málsins og framburður aðila til þess að ástæða uppsagnarinnar hafi verið sá að sveitarstjórn hafi talið að stefnandi sinnti starfi sínu ekki sem skyldi. Stefnandi telur á hinn bóginn að þetta megi rekja til athugasemda varðandi hæfi einstakra sveitarstjórnarmanna við tilteknar ákvarðanir. Það er mat dómsins að þegar stefnanda var sagt upp störfum án efnislegra skýringa og án þess að leitað hafi verið eftir að ná sátt um það hvernig hann rækti starfa sinn, hafi stefndi komið þannig fram að miskabótum varðar 15 gagnvart stefnanda. Er ekki sýnt fram á að uppsögnina megi rekja til þeirra sjónarmiða sem njóta sérstöðu samkvæmt 54. gr. sveitarstjórnarlaga, en um slíkt ber stefndi sönnunarbyrði í málinu. Er það mat dómsins að eins og málum er hér háttað hefði sveitarstjórn stefnda borið að verða við kröfum stefnanda um að ræða samskipti aðil a og eftir atvikum veita honum áminningu og gefa færi á að hann bætti úr því sem á kynni að vanta að mati sveitarstjórnar. Vegna framangreinds er það mat dómsins að skilyrði b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 séu uppfyllt til að stefnda verð i gert að greiða stefnanda miskabætur , enda hafi uppsögn hans fyrir lok umsamins starfstíma , með þeim hætti að vísa honum þegar af vinnustað , verið framkvæmd með óeðlilega meiðandi hætti sem var til þess fallinn að rýra álit hans gagnvart íbúum sveitarféla gsins. Þá hefur stefndi með engum hætti útskýrt hvers vegna þessi flýtir var nauðsynlegur í framgöngu gagnvart stefnanda. Við mat á fjárhæð miskabóta verður tekið tillit til þeirrar röskunar á hög um stefnanda og fjölskyldu hans sem um ræddi með því að stef ndi lauk ráðningarsambandi aðila áður en ráðningartími var úti, sem að mati dómsins var til þess fallið að vekja upp efasemdir um hæfni hans til starfa, án þess að gefa honum færi á að bæta úr eða upplýsa á hvern hátt hann og sveitarstjórn stefnda gengju e kki takt. Að framangreindu virtu þykja miskabætur til stefnanda hæfilega ákveðnar 5 00.000 krón ur . Stefnandi krefst þess að miskabótakrafa hans beri vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. maí 2021 til greiðsludags. Er krafa þessi innan marka laga og verða vextir dæmdir í samræmi við hana. Í ljósi ofangreindra m álsúrslita þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Halldór Björnsson dómstjóri kveður upp dóm þennan að gættu ákv æði 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einka mála, en dómari og lögmenn töldu endurflutning óþarfan þó komið væri fram yfir fjórar vikur frá dómtöku . Dómso r ð: Stefnd a , B , er sýkn u ð af kröfu stefnanda, A , um greiðslu biðlauna. Stefndi greiði stefnanda 500.000 krónur í miskabætur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 26. maí 2021 til greiðsludags. Hvor aðili skal bera sinn kostnað af málinu. Halldór Björnsson 16 Rétt endurrit staðfestir: Héraðsdómi Vestfjarða 7. apríl 2022