Héraðsdómur Reykjaness Dómur 20. apríl 2021 Mál nr. E - 173/2019 : Hannes Ragnarsson ( Sjálfur ) g egn Sigrún u Herbergsdótt u r ( Bjarni Hólmar Einarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta var höfðað með birtingu stefnu 15. febrúar 2019 og tekið til dóms að lokinni aðalmeðferð 3 0 . mars sl. Stefnandi er Hannes Ragnarsson, kt. 000000 - 0000 , , . Stefnd a er Sigrún Herbergsdóttir, kt. 000000 - 0000 , , . Stefnandi krefst þess að rift verði með dómi ráðstöfun þrotamanns, A , kt. 0 00000 - 0000 , til handa stefndu að andvirði 7.300.000 krónur, sem fram fór þann 30. júní 2017 með framsali og afhendingu þrotamanns til stefndu á 20% eignarhlut í fasteigninni að , , fastanúmer . Þá er þess krafist að stefnda greiði þrotabúi A , kt. 0 00000 - 0000 , 7.300.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2011 um vexti og verðtrygging u frá 30. júní 2017 til 27. febrúar 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim d egi til greiðsludags. Að lokum krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu að skaðlausu að mati dómsins og að teknu tilliti til virðisaukaskatts . Stefnda krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda, og að stefnanda verði gert að greiða stefndu mál skostnað, samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts á málflutningsþóknun , eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Til var a er þess krafist að kröfufjárhæðir verði lækkaðar verulega og að málskostnaður verði felldur niður. Málavextir og sönnunarfærsla: 2 Þ ann 7. júní 2018 var bú þrotamanns , A , sambýlismanns stefndu , tekið til gjaldþrotaskipt a að kröfu stefnand a. Kr öfu stefnanda á hendur þrotamanni má rekja til bílaviðskipt a í lok árs 2014, og með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 30. m aí 2017, í máli nr. E - 2093/2016, var þrotamaður dæmdur til að greiða stefnanda 690.000 krónur auk dráttarvaxta. Með samþykki skiptastjóra búsins var stefnanda veitt heimild til að reka í eigin nafni til hagsbóta r búinu, og á eigin kostnað og áhættu, mál til riftunar afsal sgerningi milli þrotamanns og stefndu, dags. 30. júní 2017, sem tók til 20% eignarhluta r þrotamanns í fasteigninni að í . Forsögu málsins má rekja til þess að með kaupsamningi, dags. 5. desember 2016, seldi stefnda fasteign sína að í . Söluverð ið var 28.500.000 krón ur , sem greiddist með þeim hætti að stefn d a fékk við undirritun kaupsamnings greiddar 3.700.000 krónur, en 24.800.000 krónur skyldu greiðast með láni sem kaupand a yrði veitt með veði í eigninni. Lán stefndu frá Íbúðalánasjóði, sem hvíldi á eigninni , væri kaupanda hins vegar óviðkomandi. Stefnda bar fyrir dómi að ástæða þess að hún hafi selt hafi verið sú að h ana vantaði aðeins stærra húsnæði þar sem hún hefði verið að taka barnabarn sitt í fóstur . Fjárhagur henn ar hafi hins vegar ekki gert henni mögulegt að kaupa stærri eign á höfuðborgarsvæðinu, og því hafi hún leitað suður með sjó, þar sem verðlag væri lægra. Með kaupsamningi, dags. 29. desember 2016, keypt u stefnda og þrotamaður fasteignina að í . Kaupv erðið var 33.500.000 krónur og var stefnda kaupandi að 80% fasteignarinnar en þrotamaður að 20%. Báru þau bæði fyrir dómi að stefnda h efði ekki ein staði st greiðslumat, og því h efði þrotamaður einnig farið í greiðslumat. Hefði þessi háttur verið hafður á að ábendingu fasteignsalans sem hafði milligöngu um kaup in , og þrotamaður vegna þessa verið skráður fyrir 20% . Kaupverð fasteignarinnar að í grei ddi stefnda með peningum við undirritun kaupsamnings, 2.400.000 krónur, og samhliða veðflutningi á lán i Íbúðalánasjóðs , sem hvíldi á í og var að eftirstöðvum 2 1.303.472 krónur , grei ddi stefnda 25.650.000 krónu r í peningum . Mismun ur kaupverðsins greiddist með láni stefndu og þrotamanns frá Arion banka hf., í framhaldi greiðslumats, að fjárhæð 5.450.000 krónur. Afsal var gefið út til stefndu og þrotamanns þann 2. mars 2017, í sömu eigna r hlutföllum og gat um. Með afsali, dags. 30. júní 2017, afsalaði þrotamaður til stefndu framangreindum 20% eignarhlut sínum í fasteigninni . Skjalið v ar fært til þinglýsingar sama dag, og í 3 athugasemdum þinglýsingarstjóra kemur fram að ekki hafi verið tekin afstaða til áhvíla ndi veðskuldar á 1. veðrétti, 5.450.000 króna . þetta er leiðrétting á eignarhlut kaupenda ein s og hann er tilgreindur í kaupsamningi frá 29. d esember 2016, s kal Sigrún Herbergsdóttir vera ein eigandi að eigninni. Þann 23. janúar 2018 var gert árangurslaust fjárnám hjá þrotamanni að kröfu stefnanda. Með gjaldþrotaskiptabeiðni 17. apríl 2018 krafðist stefnandi gjaldþrotaskipta hjá þrotamanni. Beiðnin var móttekin í Héraðsdómi Reykjaness 18. apríl 2018 , sem telst fres tdagur við gjaldþrotaskiptin. Stefnandi leggur fram til sönnunar afrit gagna um kröfu sína og gögn um gjaldþrotaskipt i þrotaman ns , afrit samninga um fasteignina að í og fasteignamat. Stefnda leggur fram yfirlit veðbanda og skjöl vegna sölu stefndu á fasteigninni að í , kvittanir og yfirlit greiðslna og st öðu áhvílandi veð skulda á , greiðslumat , skattframtöl þrotamanns , útskrift úr staðgreiðsluskr á og gjafsóknarleyfi. Aðilaskýrslu g af stefnda og vitnaskýrslu gaf A . Málsástæður og lagarök stefn anda: Stefnandi byggir á því að s tefnda og þrotamaður teljast nákomin í skilningi 1. mgr. 3. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti , enda skráð í sambúð . Í framlögðu afsali þrotamanns til stefndu , dags. 30. júní 2017 , k omi ekki fram kaupverð eða nokkrar upplýsingar um greiðslu , og ekki hafi verið gerður kaupsamningur vegna þe irrar eignayfirfærslu. Þrotamaður hafi afhent stefndu eign sína endurgjaldslaust mánuði eftir að hann ha fi verið dæmdur til að greiða stefnanda 690.000 kr ónur auk dráttarvaxta. Fyrir lig gi að innheimtuaðgerðir gegn þrotamanni hafi reynst árangurslausar, og vir tist s e m þrotamaður h efði viljandi haldið samningaviðræðum við stefnanda opnum þar til gengið h efði verið frá afsalinu , og eigninni þar með komið í skjól áður en frekari innheimta hófst. Stefnandi telur l jóst að um sé að ræða gjöf til nákomins aðila. Gjöfin hafi verið afhent rúmum níu mánuðum fyrir frestdag og tel jist riftanleg ráðstöfun , sbr. 2. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991. Fyrir liggi að þrotamaður gat þá ekki staðið við skuldbindingar sínar , enda ófær um að greiða skuld sína við stefnanda. Stefnandi byggir á því að verði ekki fallist á riftun skv. framangreindu séu umræddar ráðstafanir riftanlegar á grundvelli 141. gr. laga nr. 21/1991 , enda ráðstöfun in 4 til hagsbóta fyrir stefndu á kostnað annarra kröfuhafa. Jafnframt hafi ráðstöfunin orðið til þess að umrædd verðmæti komu ekki til skipta og þar með til fullnustu annarra kröfuhafa auk þess sem stefnandi hafi augljóslega verið ófær um að standa við skul dbindingar sínar skv. nýföllnum dómi. Þá deili stefnda heimili með þrotamanni , og þar sem hún hafði nýlega keypt með honum fasteign vissi hún eða mátti vita um fjárhag hans og að umrætt afsal væri eingöngu til þess fallið að koma eignum þeirra undan , kæmi til frekari innheimtu kröfunnar, sem þegar lá fyrir að yrði farið í. Grandsemi þessi skap i stefndu skaðabótaskyldu gagnvart þrotabúi þrotamanns. Fjárkrafa stefnanda um endurgreiðslu til handa þrotabú i þrotamanns byggi st á því að stefndu beri að greiða búinu tjónsbætur vegna hinnar riftanlegu ráðstöfunar , sem nemi verðmæti hinnar framseldu eignar , sbr. 3. málslið 1. mgr. og 3. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991. Hefði umrædd ráðstöfun ekki átt sér stað hefði eignarhlutur inn n ýst þrotabúi þrotamanns til úthlutunar upp í lýstar kröfur. Ljóst sé að með framangreindri ráðstöfun hafi stefnda skapað sér skaðabótaskyldu skv. almennum reglum skaðabótaréttarins , enda sé um að ræða gjörning sem ljóst hafi verið að myndi skaða hagsmuni þ rotabús þrotamanns og stefndu var fullkunnugt um. Henni hafi jafnframt verið fullkunnugt um riftanleika þessarar ráðstöfunar. Verði ekki fallist á að stefndu hafi verið kunnugt um riftanleika framsals fasteignarinnar vísar stefnandi til fyrsta málsliðar 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 sem leiði til sömu fjárkröfu vegna þeirrar ráðstöfunar. Stefnandi byggir á því að sú ráðstöfun hafi komið stefndu að sömu notum , og verið henni jafn verðmæt eða verðmætari , enda um að ræða fasteign á svæði þar sem hækkun á verðmæti fasteigna h afi verið töluverð og fasteignamat hækkað ár frá ári. Stefnandi telur lj óst að bú þrotamanns hafi orðið fyrir tjóni sem nem i 20% eignarhluta sem seldur var þann 29. desember 2016 , á 33.500.000 kr ónur, en telja ver ði að verðmæti eignar hluta þess sem afsalað var þann 30. júní 2017 hafi numið a.m.k. 6.700.000 kr ónum, sem sé 20% af söluverði skv. kaupsamningi. Fasteignamat eignarinnar við málshöfðun sé 36.500.000 krónur, og sé hluturinn því a.m.k. 7.300.000 kr óna virði nú en samkvæmt 2. mg r. 142. gr. laga nr. 21/1991 ber i að greiða þrotabúi þann hagnað sem f áist eftir að riftunarmál sé höfðað , og mið i st stefnufjárhæð in því við það en til vara sé miðað við kaupsamningsverð. Stefnandi krefst skaðabótavaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá framsali eignar en þá hafi hi ð bótaskyld a atvik átt sér stað í 5 skilningi ákvæðisins. Þá sé einnig krafist dráttarvaxta af fjárhæð samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga, sbr. enn fremur 9. gr. laganna. Krafa stefnanda um málskostnað sé byggð á XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og sé óskað eftir því að tekið verði tillit til virðisaukaskatts þar sem stefnandi sé ekki virðisaukaskatts s kyldur aðili. Um varnarþing ví sast til 1. mgr. 32. gr. laganna. Um lagatilvísanir byggir stefnandi á ákvæðum laga nr. 21/1991, einkum 3. gr., 131. gr., 141. gr. og 142. gr. laganna. Þá vísar stefnandi til reglna kröfuréttar og skaðabótaréttar. Krafa n um dráttarvexti byggi st á ákvæðum l aga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Þá byggi st krafa n um málskostnað á XXI. kafla laga nr. 91/1991. Hvað varðar varnarþing vísar stefnandi til 32. gr. sömu laga og um málshöfðunarfrest til 1. mgr. 148. gr. laga nr. 21/1991. Málsástæður og lagarök s tefnd u : Stefnda byggir sýknukröfu sína aðallega á því að stefnda hafi í raun átt fasteign ina að í að öllu leyti. Þrotamaður hafi ekki eignast neitt í henni , og þ ví hafi engin gjafagerningur átt sér stað við skráningu 20% eignarhluta hans yfir á stefndu . Líkt og rakið sé í málavaxtalýsingu þá hafi stefnda verið raunverulegur eigandi fasteignarinnar allt frá því að hún var keypt og til dagsins í dag . Fasteignin hafi verið keypt fyrir andvirði þeirrar fasteignar sem stefnda seldi áður að í og með lánum . Þó tt þrotamaður hafi tímabundið verið skráður fyrir 20% eignarhlut hafi hann ekki verið eigandi í raun, enda ekki lagt fram fé til kaupana við gerð kaupsamnings þann 29. desember 2016 , og hafi því ekki átt tilkall til neinna greiðslna úr hen di stefndu þegar 20% eignarhlutur inn var skráður yfir á hana . Sé því ekki um að ræða nein n gjafagerning og ber i því að sýkna stefndu af kröfum stefnanda. Stefnda byggir á því að þrotamaður hafi verið gjaldfær þegar 20% eignarhlutur fasteignarinnar hafi ver ið færður yfir á stefndu og því séu skilyrði 2. mgr. 131. gr. og 141 . gr. gjaldþrotalaga fyrir riftun ekki fyrir hendi. Þá h afi stefnandi ekki sýnt fram á að þrotamaður hafi verið ógjaldfær þegar yfirfærsla eignarhlutarins átti sér stað. Líkt og fram k omi í málavaxtalýsinu greinargerð ar hafi þrotamaður og stefnda tekið lán hjá Arion banka hf. í lok árs 2016. Á þeim tímapunkti hafi þrotamaður augljóslega ekki verið ógjaldfær , enda talinn geta greitt af lánum til viðbótar við kostnað af eigin framfærslu. Ekk ert í gögnum málsins eða í málatilbúnaði stefnanda færi rök fyrir því að þrotamaður hafi skyndilega orðið ógjaldfær fyrstu mánuði ársins 2017. Þvert á 6 móti staðfesti greiðslumat , sem framkvæmt hafi verið stuttu áður en eignatilfærslan átti sér stað , að han n hafi verið gjaldfær. Verð i að slá því föstu sem sönnuðu að hann hafi verið gjaldfær í júní 2017 þegar 20% eignarhlutur var færður yfir. Stefnda byggi á því í öllum sínum málatilbúnað i að þrotamaður hafi verið ógjaldfær, sbr. 2. mgr. 131. gr. gjaldþrotala ga og 141. gr. gjaldþrotalaga. S annað sé hins vegar að þrotamaður hafi verið gjaldfær á þessum tímapunkti og því ber i að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda. Ekki sé lagalegur grundvöllur til að rifta ráðst ö funum þrotamanns lengra aftur í tímann en sex mánuðum fyrir frestdag , ef þrotamaður hafi verið gjaldfær þegar ráðstöfunin átti sér stað. Í þessu sambandi beri að hafa í huga að fjárhagslegar gjörðir þrotamanns síðla árs 2017 og í byrjun árs 2018 haf i ekkert með stefndu að gera og sanna ekki neitt í m álinu. Það að þrotamaður hafi ákveðið að greiða ekki skuld upp á 690 þúsund krónur vegna þvermóðsku og láta frekar taka sig til gjaldþrotaskipta k omi stefndu hreinlega ekki við. Stefnda telur að j afnvel þótt þrotamaður hafi verið ógjaldfær hafi stefnda ekki haft neina vitneskju um atvik sem hafi ger t hana grandsama. Við yfirfærslu 20% eignarhluta , sem hún átti í raun og veru sjálf, þá sé útilokað að stefnda hafi haft vitneskju um eða getað gert sér grein fyrir því að þr otamaður teldist vera ógjaldfær í skilningi gjaldþrotalaganna , og að hann kynni að ver ð a tekinn til gjaldþrotaskipta fyrr en síðar. Það verð i að teljast mjög óvenjulegt að einhver sé tekin n til gjaldþrotaskipta vegna 690.000 króna kröfu , og sé slíkt í raun einsdæmi. Þá sé í stefnu látið í veðri vaka að þrotamaður hafi dregið kröfuhafa sinn á asnaeyrunum á meðan gengið var frá afsalinu sé að ekki hafi verið eftir neinu að bíða fyrir stefndu að færa þennan 20% hlut sem h ún í raun átti yfir á sitt nafn. Hafi það allt verið hið eðlilegasta mál , enda aldrei staðið annað til en að hún myndi eiga þessa fasteign ein . Stefnda byggir á því að j afnvel þótt litið verði svo á að þrotamaður hafi verið kaupandi 20% eignarhluta , þá lýsi stefnda yfir skuldajöfnu n gagnvart þrotabúinu á grundvelli 100. gr. gjaldþrota skipta laga. Fari svo að dómurinn telji að raunveruleg viðskipti hafi átt sér stað þannig að þrotamaður hafi verið kaupandi 20% eignarhluta , sé þess krafist að við kaup stefn du á 20% eignarhluta , verði skuldajafnað við kaupverðið kröfum stefndu gagnvart þrotabúinu. Heimild til skuldajöfnunar sé að finna í 1. mgr. 100 . gr. laga nr. 21/1991 , sbr. 3. tl. 1. mgr. 118 gr. Ljóst sé að ef þrotamaður eigi að hafa keypt 20% hlut faste ignarinnar h afi það verið stefnda sem lánaði honum fyrir kaupverðinu, því að ekki borgaði hann það sjálfur. Við kaup stefndu á 20% 7 eignarhlutanum lýsi stefnda því yfir skuldajöfnu n á þeim skuldum þrotamanns við hana, á móts við kaupverð eignarhlutarins. Þá lýsi stefnda einnig yfir skuldajöfnu n á móti öðrum kröfum sem hún átti gagnvart þrotamanni, s.s. greiðslu hlutdeildar í afborgunum af lánum, fasteignagjöldum sem og hlutdeild í kostnaði við kaupin, þ. á m. kostnað i vegna þinglýsing ar o.fl. Þá hagnýtti þro tamaður fasteignina þessa sex fyrstu mánuði ársins 2017 og mun i stefnda gera kröfu um leigugreiðslur á tímabilinu. Stefnandi telur að þ ó tt til riftunar kæmi b æri að meta virði eignarhlutarins miðað við söluandvirði á markaði að frádregnum sölukostnaði. Ós annað sé að verð fasteignarinnar hafi hækkað n okkuð frá því að hún var keypt þar til 20% eignarhlutur hafi verið skráður á stefndu nokkrum mánuðum síðar. Í stefnu sé á því byggt að meta skuli virði 20% eignarhluta í fasteigninni út frá fasteignamati ársins 2017. Þ essu sé algerlega mótmælt. Fyrir það fyrsta hafi eignin stuttu áður verið seld á 33,5 milljónir króna í desember 2016. Á þeim tímapunkti hafi legið fyrir hve rt fasteignamat ársins 2017 yrði. Algerlega sé ósannað að virði fasteignarinnar hafi verið orði ð hærr a en þessar 33 , 5 milljónir króna nokkrum mánuðum síðar. Slík sönnun hvíli á stefnanda . Þá sé vakin sérstök athygli á því að ef meta eigi hagnaðarmissi eða tap þrotabús vegna sölu eigna ber i að miða við söluverðmæti á umræddum tímapunkti, að frádregnum sölukostnaði. Ljóst sé að ef auglýstur sé á sölu 20% eignarhlutur í fasteign , sem einhver annar einstaklingur eigi 80% hlut í, þá sé hann aldrei að seljast á s ama verði hlutfallslega og ef öll fasteignin yrði seld í heild. Í raun sé 20% eignarhlutur í mikið veðsettri fasteign nánast óseljanlegur og myndi seljast fyrir mjög lága fjárhæð myndi hann seljast yfirhöfuð. R aunverulegt verðmæti eignarhlutarins yrði allt af lægr a en sú krafa sem stefnda átti á þeim tímapunkti gagnvart þrotamanni og lýst hafi verið yfir skuldajöfnu n á. Yrði því niðurstaðan ávallt sú að krafa stefndu gagnvart þrotabúinu yrði hærri en krafa þrotabúsins gagnvart henni, sem myndi leiða til sýkn u. Stefnda bendir á að d æm d fjárkrafa/skaðabætur í riftunarmáli get i aldrei verið reiknuð hærri en raunverulegur eignarhluti, þ.e. söluverðmæti að frádregnum sölukostnaði og áhvílandi skuldum. Í stefnu sé krafist greiðslu 7,3 milljóna króna, líkt og þrotamaðurinn hafi átt eignina í raun og það skuldlausa. Sé kröfunni mótmælt , enda sé ekki hægt að miða við annað en raunveruleg verðmæti söluhlutar á umræddum tímapunkti, þ.e. markaðsverð söluhlutar að frádreg num áhvílandi skuldum og sölukostnaði. Þetta leiði af sér að í þeim tilfellum sem fallist sé á riftun get i andlag riftunarinnar aldrei orðið hærra en nettóandlag hagnaðar . Fasteignamat ársins 2017 hafi 8 legið fyrir þegar kaupsamningur um eignina var gerður undir árslok 2016. Ó sannað sé af hálfu stefnanda að verðmæti fasteignarinnar í heild sinni hafi hækkað. Stefnda vísar til þess að skv. 142. gr. gjaldþrotalaga k omi fram að sé fallist á riftun skuli ekki greiða hærri fjárhæð til þrotabúsins en er nemi tjóni þrotabúsins. Ljóst sé að í þessu máli sé krafa stefnanda varðandi tjónið ós önnuð auk þess sem krafan sé vanreifuð. Stefnda mótmælir því að skilyrði fyrir beitingu 141. gr. gjaldþrotalaga geti verið fyrir hendi. Enginn rökstuðningur sé í stefnu því til gr undvallar að ákvæðinu verði beitt, og kröfugerð stefnanda sé mjög óljós að þessu leyti . Málskostnaðarkröfu sína sty ður stefnd a við 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og kröfu sína um að virðisaukaskattur leggist ofan á tildæmdan málskostnað eigi rætur sínar að rekja til þess að stefnd a sé ekki virðisaukaskattsskyld og ber i því nauðsyn til að fá dóm fyrir virði saukaskatti úr hendi stefnanda með vísan til laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Forsendur og niðurstaða: Óumdeil t er að stefnda og A , sem telst þrotamaðu r í skilningi ákvæ ða gjaldþrotaskiptalaga nr. 21/1991 , hafi verið í sambúð þegar umþrættur afsalsg erningur á 20% eignarhluta var undirritaður 30. júní 2017 , og teljast þau því nákomin í lögu m nr. 21/1991 , sbr. 1. tölulið 1. mgr. 3. gr . laganna. S amkvæmt 2 . mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 má krefjast riftunar á gjafagerningi sem afhent ur var nákomnum innan 24 mánaða fyrir frestdag , nema leitt sé í ljós að þrotamaður hafi verið gjaldfær þrátt fyrir afhendinguna . Með hugtakinu gjöf er við það miðað að ráðstöfunin hafi haft í för með sér rýrnun á eignum þrotamanns og eignaaukningu hjá stefndu, þrotabúinu til tjóns. Eins og getur um í málavaxtalýsingu þá seldi stefnda fasteign sína að og var söluverðið greitt henni með peningum , 28.500.000 kró nur . S tefnda kaupir í framhaldi þess, ásamt þrotamanni , fasteignina að þar sem stefnda greiðir samtals með peningum 2 8.050 .000 krónur samhliða veðflutningi á láni Íbúðalánasjóðs, sem hvíldi á . M ismunur kaupverðs var grei tt með láni sem stefnda og þrotamaður tóku í Arion banka hf. að fjárhæð 5.450.000 krónur . Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að allar peningagreiðslur vegna kaupanna og kostnaður hafi verið greidd a r af stefndu , og ekkert peninga framlag h afi komið frá þrotamanni . 9 Stefnda og þrotamaður gáfu þá skýringu fyrir dómi að að ábendingu fasteignsala h efði þrot a maður tímabundið verið skráður fyrir 20% eignarhluta í þeim tilgangi að greiðslumat fengist fyrir því sem á vantaði með framangreindu veð láni frá Arion banka hf. F ær sú skýring að mati dómsins stoð í umþrættu afsali frá 30. júní 2017, þar sem fram kemur að með afsalinu sé verið að leiðrétta eignarhlut stefndu eins og hann var tilgreindur í kaupsamningi 29. desember 2016, og eru skjölin vottuð af sama fasteignasala í báðum tilfellum. Ætlað verður að sambúð stefndu og þrotamanns hafi aðeins staðið stutt þegar kaupin á fó ru fram. Ekk ert í málinu gefur til kynna að stefnda hafi gefið eða lánað þrotamanni peninga til kaupa á 20% eignarhluta fasteignarinnar , og ósannað er að þrotamaður hafi nokkuð lagt fram í formi peninga . Þ ykir því ósannað að um gjöf hafi verið að ræða frá þrotamanni til stefndu í skilningi gjaldþrotaskiptalaga nokkrum mánuðum síðar , enda hafi afsals gerningur inn ekki haft í för með sér rýrnun á eignum þrotamanns og ekki leitt til eignaaukning ar hjá stefndu hlutlægt séð. Þá hafi t ilgangur með útgáfu afsa lsins , eða huglæg afstaða aðila ekki staðið til gjafar heldur að færa eignarheimild fasteignarinnar til samræmis við raunverulegt framlag aðila til kaupanna . E kk i verður ráðið af gögnum málsins, svo sem skattframtali þrotamanns fyrir ár ið 2017, að hann hafi í júní það ár verið ógjaldfær þrátt fyrir 690.000 króna skuld við stefnanda . Þá var á rangurslaust fjárnám ekki gert hjá honum fyrr en í janúar 2018 . Með vísan til framangreinds er ekki fallist á að uppfyllt séu skilyrði 131. g r. laga nr. 21/1991 um r iftun á gjafagerningi. Stefnandi byggir á því að framangreind ráðstöfun sé einnig riftanleg skv. ákvæð i 141. gr. laga nr. 21/1991 . Samkvæmt ákvæðinu þarf ráðstöfunin að hafa verið ótilhlýðileg huglægt séð. Eins og fram er komið þykir ósanna ður gjafa tilgan g ur með útgáfu afsal sins, og um ó gjaldfæ r ni þrotamanns í lok júní 2017. Er því ósannað að ráðstöfunin hafi verið ótilhlýðileg í skilningi 141. gr. laga nr. 21/1991. Þess er krafist að stefnda greiði þrotabúi , 7.300.000 króna, með vísan til 1. mgr. og 3. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Eins og rakið hefur verið þá var fa s teignin að keypt á 33.500.000 krónur. Að frádregnu veð láni ILS, sem stefnda flutti frá , og því veð láni sem þrotamaður og stefnda tóku í Arion banka hf., miðað við stöðu þeirra í janúar 2017, þá var nettó eign í fasteigninni 6.7 00.000 krónu r , og möguleg not eða tjón gat því að hámarki verið 20% af þeirri fjárhæð þegar kaup 10 gerðust . Ósannað er í málinu hvert verðmæti fasteignarinnar var í júní 2017 með tilliti til framangreinds, og þá er eins og fram er komið ósannað að um gjöf eða ótilhlýðilega ráðstöfun hafi verið að ræða. Með vísan til alls framangreinds verður stefnda sýknuð af kröfu stefnanda um riftun á afsalsgerningi, dags. 30. júní 2017, á 20% eignarhluta í fasteigninni að í , og þá verður stefnda sýknuð af kröfu stefnanda um að henni beri að greið a þrotabúi 7.300.000 krón ur ásamt tilgreindum vöxtum og dráttarvöxtum. Með vísan til atvika málsins þykir rétt að málskostnaður milli aðila falli niður. Stefndu var veitt gjafsókn af dómsmálaráðuneyti 25. mars 2020. All u r gjafsóknarkostnaður stefndu, sem er þóknun lögmanns hennar, Bjarna Hólmars Einarssonar , sem hæfileg þykir 1. 000.000 krón a að meðtöldum virðisaukaskatti , greiðist úr rík issjóði. Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari k veð ur upp dóm þennan . Dómsorð: Stefnd a , Sigrún Herbergsdóttir, er sýkn af öllum kröfu m stefnanda, Hannesar Ragnarssonar. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefndu, sem er þóknun lögmanns hennar, Bjarna Hólmars Einarssonar , 1.000.000 krón a , greiðist úr ríkissjóði. Bogi Hjálmtýsson