Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 1. júlí 2020 Mál nr. S - 20/2019: Ákæruvaldið (Karl Ingi Vilber g sson lögreglustjóri) gegn Þórði Alexander Úlfi Júlíussyni (Helgi Þorsteinsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var þann 15. júní sl. að lokinni aðalmeðferð, er höfðað af lögreglustjóranum á Vestfjörðum með tveimur ákærum. Fyrri ákæran var gefin út þann 8. nóvember 2019 á hendur Þórði Alexander Úlfi Júlíussyni, kt. 000000 - 0000 , . a) á hendur ákærðu báðum, fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa, í félagi, haft í fórum sínum 8 ecstasy töflur, 83,00 grömm af amfetamíni og 195,77 grömm af marihúana, sem geymd voru í svartri íþróttatösku í herbergi ákærða X, n r. 4, á gistiheimilinu Húsinu að Hrannargötu 2 á Ísafirði, sem X framvísaði við húsleit lögreglu að kveldi fimmtudagsins 25. júlí 2019, og ákærði Þórður Alexander Úlfur ætlaði sér til söludreifingar og afhenti meðákærða X efnin til geymslu deginum áður. b) á hendur X, fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa á ofangreindum stað og tíma haft í fórum sínum 1,84 grömm af marihúana, í glerkrukku, sem ákærði afhenti lögreglu við húsleit. Telst þessi háttsemi ákærðu varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um áva na - og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 60, 1980, sbr. 9. gr. laga nr. 75, 1982, sbr. lög nr. 13, 1985, sbr. lög nr. 68, 2001, og 1. og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233, 2001, sbr. reglugerð nr. 789/2010 og 513/2012. 2 Þess er krafist að ákærðu verði dæmd i r til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og jafnframt að ofangreind fíkniefni, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins, verði gerð upptæk samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1 974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233, 2001, ásamt síðari breytingum. Síðari ákæran var gefin út 10. janúar 2020 á hendur Þórði Alexander Úlfi Júlíussyni: I. fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa , aðfaranótt fimmtudagsins 27. júní 2019, ekið bifreiðinni norður Njarðarbraut í Njarðvík, ófær um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (1,6 ng/ml af tetrahýdrókannabínól í blóði), uns lögregla stöðvaði akstur hans. (mál nr. 008 - 2019 - 9576) II. fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa að kveldi sunnudagsins 28. júlí 2019, á tjaldstæðinu á Borgarfirði eystri, haft í fórum sínum 0,29 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni, sem ákærði framvísaði til lögreglu. (mál nr. 317 - 2019 - 3242) Telst brot samkvæmt ákærulið I varða við 1. , sbr. 2. , mgr. 50. gr . , sbr. 1. mgr. 95. gr. , umferðarlaga nr. 77/2019 og samkvæmt ákærulið II við 2., sbr. 5. og 6. , gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 1. o g 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. , reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. rgl. nr. 789/2010 og 513/2012 . Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, sviptingar ökuréttar skv. 99. og 101. gr. nefndra umf erðarlaga og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á 0,29 grömmum af tóbaksblönduðu kannabisefni, með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, ásamt síðari breytingum. Við þingfestingu málsins 3. febrúar 2020 varð útivist af hálfu meðákærða X og mál hans d ómtekið á grundvelli heimildar í 16 1 . gr. laga nr. 88/2008. Þáttur ákærða Þórðar var þá 3 skilinn frá málinu með vísan til heimildar í 2. mgr. 169. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Mál samkvæmt síðari ákæru á hendur ákærða var þá og sameinað hinu fyrra máli á hendur ákærða með vísan til heimildar í 1. mgr. 169. gr. laga um meðferð sakamála. A Fyrri ákæra, útgefin 18. nóvember 2019. I Ákærði kom fyrir dóminn við þingfestingu málsins 3. f ebrúar 2020 og neitaði sök. Ákærði krefst sýknu af öllum kröfum ákæruvalds samkvæmt efni þessa ákæruskjals en til vara að refsing verði látin niður falla en til þrautavara vægustu refsingar er lög leyfa. Þá krefst ákærði málsvarnarlauna til handa skipuðum verjanda sínum að mati dómsins og að málsvarnarlaun og annar sakarkostnaður verð i greiddur ú r ríkissjóði. II Samkvæmt frumskýrslu lögreglu fékk lögregla tilkynningu að kvöldi 26. júlí 2019 um að X, meðákærði Þórðar , væri á bak við slökkvistöðina á Ísafirði að neyta kannabisefna. Þegar lögregla kom á staðinn var X þar og frá honum lagði sterkan kannabisþef. X kvaðst vera ferðamaður að heimsækja vini sína á Ísafirði. Kvað hann móður sína búa en hann væri með h erbergi á Húsinu og á heimleið innan fárra daga. X reyndist vera með kannabisefni á sér og var hann tekinn til skýrslugjafar hjá lögreglu í framhaldinu. Þar vaknaði grunur um að X væri með fíkniefni í herbergi sínu og viðurkenndi X að eiga þar krukku af ka nnabisefnum. Í framhaldinu var framkvæmd húsleit hjá X. Þar framvísaði X fíkniefnum sem hann kvað í sinni eigu og benti á tösku undir rúmi sem hann kvaðst ekki eiga sjálfur heldur ákærði Þórður. Hann væri að geyma hana fyrir Þórð, sem væri á ferðalagi , en kvaðst vita að í henni væru fíkniefni. Ákærði kom fyrir dóminn við aðalmeðferð málsins og neitaði að tjá sig um sakarefnið af ótta við afleiðingar af því. Ákærði var tilbúinn að tjá sig um hagi sína nú og gerði grein fyrir þeim. Í skýrslu sem tekin var af ákærða hjá lögreglu 30. júlí 2019 kvaðst ákærði lítið vilja tjá sig um sakarefnið að öðru leyti en því að hann hefði fengið fíkniefnin hjá manni sem 4 hann þyrði ekki að nafngreina . Hann hefði farið með efnin í liðinni viku til X í herbergi hans, til gey mslu, áður en hann sjálfur hélt austur á land . Ákærði taldi að um væri að ræða 200 grömm af grasi, en kvaðst ekki hafa vigtað það sjálfur. Þá kvaðst hann ekki viss um hvað amfetamínið væri þungt, þar sem hann væri búinn að nota af efninu og blanda það með mjólkursykri. Ákærði kvaðst ekki vera eigandi fíkniefnanna heldur annar maður , það hefði verið í vörslum hans . Ákærði kvaðst skulda hættulegu fólki peninga vegna eigin fíkniefnaneyslu og hann hefði haft þessi efni til sölu upp í þær skuldir. Ákærði lýsti þ ví hvernig um efnin var búið í töskunni auk þess sem hann kvað vera E - pillur í töskunni, en kvað þær ekki frá sér komnar. Ákærði kvað X ekki hafa átt neitt í þessum efnum heldur aðeins hafa geymt þau fyrir hann, þar sem hann sjálfur ætti sér ekki samastað . Í seinni skýrslutöku af ákærða 5. nóvember 2019 kannaðist ákærði við að hafa greitt öðrum manni vegna fíkniefnaviðskipta sinna. Nánar aðspurður um það kvað ákærði stórhættulegt fyrir sig að tjá sig frekar um það eða nafngreina hlutaðeigandi af ótta við hefnd. Viðurkenndi ákærði að hafa selt fíkniefni frá því í ágúst 2018. Kvaðst hann hafa verið í mikilli neyslu og komið sér í miklar skuldir við einstakling vegna þess en vildi ekki nafngreina þann mann. Lögreglumaður A kom fyrir dóminn og staðfesti að hafa skrifað frumskýrslu í málinu. Vitnið kvað lögreglu hafa fengið upplýsingar um mann að neyta fíkniefna bak við slökkvistöðina. Lögregla hefði farið á staðinn og fundið manninn, meðákærða X , og fíkniefni á honum. Maðurinn hefði verið fluttur á lögreglu stöð og rætt við hann. Þá hefði komið upp grunur um að hann hefði meir a af fíkniefn um á herbergi sínu. X hefði veitt lögreglu húsleitarheimild. Á staðnum afhenti X lögreglu fíkniefni sem hann kvaðst sjálfur eiga og sömuleiðis tösku sem hann kvað í eigu annars en sagðist vera að geyma fyrir ákærða Þórð. III Ákærða er í þessum hluta málsins gefið að sök fíkniefnalagabrot, með því að hafa í félagi við meðákærða X haft í fórum sínum fíkniefni, eins og nánar greinir í ákærunni , og hafa ætlað þau til söludreifingar. 5 Hvað sakargiftir varðar nýtur auk gagna málsins framburðar lögreglumanns nr. 0 604 sem kom fyrir dóminn en ákærði kaus eins og áður sagði að tjá sig ekki fyrir dómi. Verður því litið til framburðar ákærða í skýrslum sem teknar voru af honum hjá lögreglu með vísan til heimildar 2. mgr. 111. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Þa r gekkst ákærði skýlaust við sök hvað sakarefnið varðar auk þess sem hann gat með góðu móti lýst innihaldi þeirrar tösku sem lögregla haldlagði. Þá liggur fyrir að meðal þess sem fannst í umræddri tösku var bankakort ákærða. Í málinu liggur fyrir lögregl uskýrsla af meðákærða X, frá 27. júlí 2018 , en ekki tókst að hafa uppi á vitninu , sem búsett er í Bandaríkjunum , til að koma fyrir dóm. Í nefndri lögreglu skýrslu kvaðst X hafa keypt fíkniefnin sem á honum fundust af ákærða Þórði. Þá kvað hann ákærða hafa k omið með töskuna til sín snemma morguns áður en ákærði hélt austur á Egilsstaði. Ákærði hefði sagt sér að í töskunni væru fíkniefni, kannabisefni og amfetamín , og beðið sig fyrir töskuna þar sem hann hefði ekki geymslustað fyrir slík efni lengur. Að mati d ómsins er efni þessarar skýrslut öku til þess falli ð að renna stoðum undir sakarefnið og verður til hennar litið við mat á sönnun í málinu með vísan til heimildar 3. mgr. 111. gr. laga nr. 88/200 8. Að ofanrituðu virtu og gögnum málsins er það mat dómsins að fram hafi verið færð fullnaðarsönnun fyrir því að ákærði hafi gerst sekur um það brot sem í ákæruskjali greinir og brot hans þar réttilega heimfært til refsiákvæða. Hefur ákærði með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. B Síðari ákæra útgefin 10. jan úar 2020. Ákærði kom fyrir dóminn við þingfestingu málsins 3. febrúar 2020 og játaði sök samkvæmt efni ákæruskjals. Ákærði krefst þess að refsing verði látin niður falla en til vara að hann verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa . Þá krefst ákærði málsvarnarlauna til handa skipuðum verjanda sínum að mati dómsins og að málsvarnarlaun og annar sakarkostnaður verð i greiddur ú r ríkissjóði. Játning ákærða samræmist gögnum málsins og telst háttsemi ákærða sönnuð og réttilega heimfærð t il lagaákvæða. Hefur ákærði með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. 6 C Samkvæmt framansögðu hefur ákærði verið fundinn sekur um þau brot sem hann er ákærður fyrir. Um ákvörðun refsingar verður til þess litið að samkvæmt framlögðu sakavottorði hlaut ák ærði dóm þann 20. mars 2018, fyrir brot gegn 231. gr. og 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en ákvörðun refsingar var þá frestað skilorðsbundið í tvö ár. Með brotum sínum nú hefur ákærði rofið skilorð þess dóms og ber því að taka hann upp og ákveða ákærða refsingu í einu lagi, sbr. 60. og 77. gr. laga nr. 19/1940. Þá gekkst ákærði undir sátt hjá lögreglustjóra í júlí 2017 vegna brots á umferðarlögum sem nú hefur ítrekunaráhrif. Þá verður litið til 2. mgr. 70. gr. vegna þess brots ákærða, s em unnið var í félagi við annan mann. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin átta mánaða fangelsi. Við flutning málsins kom fram að ákærði hefur frá því að atvik urðu tekið á sínum málum af ábyrgð og virðast framtíðarhorfur hans nú góðar. Þá verður og litið til þess að ákærði hefur játað hluta sakarinnar. Af þessum ástæðum þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , með áorðnum breytingum . Brot ákærða samkvæmt I. lið seinni ákæru var ítrekað og ber því að svipta hann ökuréttindum í þrjú ár frá birtingu dómsins að telja, sbr. 6. mgr. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Með vísan til lagaákvæða í ákærum eru upptæk gerð eftirfarandi efni: 8 ecstasy - töflur, 83,00 grömm af amfetamíni , 195,77 grömm af marihúana og 0,29 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni . Með vísan til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, samtals 1.097.972 krónur, sem eru málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Helga Þorsteinssonar lögmanns, 917.000 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts, útlagður ferðakostnaður verjandans, 87.790 krónur, auk annars sakarkostnaðar sem nemur samkvæmt yf irliti lögreglu 93.182 kr ónum. Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. 7 Dómsorð: Ákærði, Þórð ur Alexander Úlf ur Júlíuss on, sæti fangelsi í átta mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Ákærði er sviptur ökuréttindum í þrjú ár frá birtingu dómsins. Ákærði greiði 1.0 97.972 krónur í sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Helga Þorsteinssonar lögmanns, 917.000 krónur, auk útlagðs ferðakostnaðar verjandans, 87.790 krónur. Upptæk eru gerð 8 ecstasy - töflur, 83,00 grömm af amfetamíni , 195,77 grömm af marihúana og 0,29 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni . Bergþóra Ingólfsdóttir