Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 7. apríl 2022 Mál nr. S - 423/2021 : Ákæruvaldið (Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari) g egn X ( Snorri Sturluson lögmaður ) (Auður Hörn Freysdóttir lögmaður) Dómur 1 Mál þetta, sem var dómtekið 22. mars sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 14. október 2021, á hendur X , kt. , , , líkamsárás og brot á lögum um ávana og fíkniefni: I. Með því að hafa þriðjudaginn 19. janúar 2021, á þáverandi heimili hans og brotaþola að ráðist að unnustu sinni Y , kt. , hrækt framan í hana mat og síðan hrint henni þannig að hún féll á gólfið og rak höfuðið í, með þeim afleiðingum að hún hlaut 2,5 cm skurð yfir hægri augabrún, sem sauma þurfti saman með fjórum sporum og töluvert mar undir skurðinum á áverkasvæðinu. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. II. Með því að hafa föstudaginn 29. j anúar 2021, verið með í vörslum sínum á þáverandi heimili/dvalarstað sínum að , 0,84 grömm af amfetamíni, 2,32 grömm af maríhúana og 2,75 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fí kniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14 gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á efni því, sem lögreglan lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrá nr. 45.310, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Einkaréttarkrafa: 2 Í málinu gerir Y , kt. , , Akureyri, þá k röfu að ákærði verði dæmdur til að greiða henni skaðabætur að fjárhæð kr. 3.000.000, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr., laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26.01.2021, en síðan með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim deg i er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi var birt sakborningi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar til handa réttargæslumanni að viðbættum virðisaukaskatti að mati réttarins eða skv. 2 Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Hann krefst þess að bótakröfu verði vísað frá dómi, til vara sýknu af bótakröfunni en þrautavara að hún verði lækkuð verulega. Þá er krafist hæfilegra málsvarnarlauna til handa skipuðum verjanda ákærða. Ákær uliður I Málsatvik 3 Samkvæmt gögnum lögreglu hringdi brotaþoli í lögreglu að kvöldi 26. janúar 2021 og kvað fyrrverandi kærasta sinn, ákærða í þessu máli, hafa hertekið íbúð sína og hafa lamið sig um daginn . Erfiðlega hafi gengið að skilja brotaþol a sem hafi ekki viljað fá aðstoð lögreglu strax þar sem hún væri ekki lengur í íbúðinni. Hún hafi svo kom ið á lögreglustöð 28. janúar 2021, og sagst vilja kæra ákærða fyrir þjófnað á eigum sínum, nytjastuld, líkamsárás og kynferðisbrot. Hún hafi óskað efti r að fá nálgunarbann á ákærða og að honum yrði vísað af heimilinu. 4 Við skýrslutöku hjá lögreglu 28. janúar 2021 skýrði brotaþoli svo frá, v arðandi það atvik sem hér er til umfjöllunar , að um viku fyrr, hafi hún verið að ræða við ákærða um að hann yrði að fara úr íbúðinni. Hann hafi setið við eldhúsborðið og verið að borða og hrækt matnum yfir hana. Hún hafi þá reiðst og öskrað á ákærða sem hafi hrint henni . Hún hafi lent með höfuðið í gólfinu og sár opnast við hægra gagnauga. Hann hafi reynt að fá hana til að fara ekki á sjúkrahús eða fara með henni þangað. Hún hafi ekki viljað það og farið þangað ein. Starfsmenn þar hafi grunað að þetta væru afleiðingar heimilisofbeldis og viljað taka myndir af áverkunum en hún hafi ekki samþykkt það. 5 Þ ann 29. janúar 2021 ákvað lögreglustjóri að ákærði skyldi sæta nálgunarbanni í þrjá mánuði þannig að bann væri lagt við því að hann kæmi á eða í námunda við heimili hennar að á Akureyr i. Miðaðist það við 50 metra radíus umhverfis heimilið, mælt frá miðju íbúðar eða húss. Þá væri honum óheimilt að setja sig í samband við brotaþola, nálgast hana á almannafæri, vinnustað hennar eða hafa samskipti við hana í síma, tölvu eða á annan hátt geg n vilja hennar. Í kjölfarið var ákærð a gert að afplán a refsingu samkvæmt eldri dóm um . 6 Rannsókn annarra kæruatriða en þeirra sem hér eru til meðferðar var hætt, samkvæmt tilkynningu þar um dags. 27. september sl. 7 Fyrir liggur áverkavottorð A forstöðulæknis bráðamóttöku, dags. 15. febrúar 2021. Þar kemur meðal annars fram að brotaþoli hafi leitað á bráðamóttöku 19. janúar 2021 og lýst því að kærasti hennar hafi hrint henni með þeim afleiðingum að hún hafi dottið á gólfið, lent á vinstri hönd o g svo á höfði. Hún hafi fengið skurð á hægra gagnauga og töluvert 3 blætt. Hún hafi ekki náð að stöðva blæðinguna og því leitað á bráðamóttöku en ekki haft aðra áverka eða óþægindi. Á höfði hafi verið um 2,5 cm sár yfir hægri augabrún, um 1 cm að dýpt. Skurð ur hafi verið saumað ur með fjórum sporum og lagst vel saman. Hún hafi ekki viljað láta mynda áverkann og ekki leitað aftur á bráðamóttöku. Framburðir ákærða og vitna fyrir dómi 8 Ákærði kvað framburð brotaþola vera hreinan uppspuna . Aðspurður kvaðst ákærði aldrei hafa lagt hendur á brotaþola, mögulega hafi hann einhvern tíman hrækt á hana en ekki þennan dag, enda hafi þau ekki hist þá. Hann kvað þau hafa verið í sambandi, þau hafi fyrst byrjað saman í maí 2019. Þau hafi leigt íbúðina þar sem atvik urðu og f lutt inn í desember 2020. Hann hafi komist að því að brotaþoli hafi skráð sig eina sem leigutaka þó ætlunin hafi verið að leigja hana saman. Í kjölfarið hafi komið upp leiðindamál þar sem hann hafi látið hana fá fé til að greiða tryggingu fyrir íbúðinni en hún ekki skilað því áfram til leigusala, og þau rifist vegna þess á þessum tíma . Dagana fyrir 19. janúar 2021 hafi hann lítið sem ekkert séð brotaþola, og ekki þann dag . Hún hafi verið í neyslu . Fyrir þennan dag hafi hann verið búinn að skipta um lás á íbúðinni eftir að brotaþoli hafi komið þar inn að nóttu ásamt tveimur mönnum. Ákærði gaf þær skýringar á ásökunum brotaþola að hún hafi nýtt áverka, sem hann viti ekki hvernig séu til komnir , til að bera á hann sakir í þeim tilgangi að losna við hann úr íb úðinni, enda hafi þau á þessum tíma deilt um hvort þeirra skyldi búa þar áfram. Vísaði hann til framlagðra samskipta milli sín og leigusala frá 26. janúar 2021 varðandi þennan ágreining þeirra , og þess að h ann hafi verið látinn afplán a eldri dóm í kjölfar ásakana nna . 9 Brotaþoli kvað þau ákærða hafa verið í slitróttu, stormasömu sambandi í um tvö ár. Hún hafi flutt til í lok október 2020, til ákærða. Þau hafi svo flutt í um miðjan desember 2020. Þau hafi rifist mikið og ákærði beitt hana andlegu ofbe ldi. Hún kvað þau hafa hætt saman 13. janúar. Hún hafi viljað að hann yfirgæfi íbúðina sem hefði verið leigð á hennar nafni, og hún hafi greitt tryggingu fyrir . Hann hafi þó greitt eitthvað inn á trygginguna . Þ au hafi verið búin að ræða þetta í síma en ákærði neitað að fara . Þ ennan dag hafi hún farið til hans til að ræða við hann . Ákærði hafi verið að borða, þau hafi rifist og hann hrækt á han a mat . Hún hafi þá brjálast og sagt honum að drulla sér út. Hann hafi þá staðið upp og ýtt í efri hluta líkama he nnar , hún hafi ýtt í hann til baka á svipað a n máta , og hann þá aftur ýtt þannig að hún hafi dottið á gólfið og fengið skurð á ennið . Hún hafi snúist í fallinu , ekki náð að setja hendur fyrir sig og lent með andlitið í gólfi nu. Ákærði hafi ekki viljað að hú n færi á sjúkrahús og sagt að hún gæti saumað þetta sjálf. Hún hafi sett á þetta plástur en blæðing ekki stöðvast og hún hafi því farið á sjúkrahúsið. Hún hafi lofað ákærða að koma aftur, og gert það . Þ au hafi þá haldið áfram að rífast og ákærði tekið af h enni fjármuni, húslykla og bíl lykla. Hún hafi því farið þaðan allslaus. Hún hafi svo leitað til lögreglunnar því hún hafi ekki fengið eigur sínar aftur, það hafi verið nokkrum dögum síðar. Aðspurð kvað brotaþoli leigusalann hafa haft samband og tjáð henni að ákærði væri að reyna að fá leigusamninginn færðan á sitt nafn. Hún kvaðst ekki telja að það hafi verið sama dag og hún leitaði til lögreglu. Hún kvaðst hafa búið þarna til mánaðamóta febrúar/mars 2021 og greitt leigu fram að þeim tíma. Hún kvaðst hafa u pplifað kvíða í kjölfarið og fengið lyf við honum. Líða n hennar fari þó batnandi. 4 10 Vitnið A læk n ir kvaðst ekki sjálfur hafa hitt brotaþola heldur hafa unnið vottorðið upp úr bráðamóttökuskrá. Aðspurður hvort lýsing á skurð inum samræmist því að hún hafi len t á flötu gólfi kvað vitnið erfitt að fullyrða það, en velti fyrir sér hvort eitthvað hafa verið fyrir á gólfinu sem hafi getað rifið upp skurð. Ólíklegt væri að slíkur áverki y rði til við lendingu á sléttu gólfi, en ekki útilokað. Niðurstaða 11 Ákærða er gefið að sök að hafa, þriðjudaginn 19. janúar 2021, á þáverandi heimili hans og brotaþola ráðist að brotaþola, hrækt framan í hana mat og síðan hrint henni þannig að hún féll á gólfið og rak höfuðið í, með þeim afleiðingum að hún hlaut 2,5 cm sku rð yfir hægri augabrún. Ákærði og brotaþoli eru ein til frásagnar um atvik. Ákæran byggir á frásögn brotaþola af atvikum en ákærði hefur alfarið neitað sök. 12 Fyrir liggur að brotaþoli leitaði á bráðamóttöku þennan dag með þann áverka sem lýst er í ákæru og samkvæmt vottorði skýrði hún þar frá því að kærasti hennar hafi hrint henni, hún hafi lent á vinstri hönd og svo á höfði. Fyrir dómi lýsti hún því að hafa lent beint með andlitið á gólfið , án þess að bera hendur fyrir sig. Vitnið A læknir kvað ólíklegt að áverki af þessum toga hlytist af falli á slétt gólf en það væri ekki útilokað. 13 Samkvæmt 108. gr. laga nr. 8 8 /2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærð a og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verð ur hann því aðeins sakfelld ur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. sömu laga. 14 Eins og að framan greinir eru ákærði og brotaþoli ein til frásagnar og stendur þar orð gegn orði . Ákærði bar að hafa ekkert hitt brotaþola á þessum tíma, og lýsti hann því einnig í skýrslu hjá lögreglu þann 29. janúar 2021 að hafa ekkert séð hana nema í þau skipti sem hann hafi vaknað við að hún væri að brjótast inn ásamt nafngreindum mönnum. Þann 3. j anúar 2021 var lögreglu tilkynnt um mikil læti, öskur og grát frá íbúðinni og því ljóst að mögulegt væri að nágrannar hefðu einnig heyrt til þeirra , h af i komið til átaka 19. janúar 2021. G ö gn bera þó ekki með sér að kann að hafi verið hvort nágrannar hafi orðið varir við háre y sti úr íbúðinni þennan dag, eða gætu að öðru leyti borið um atvik . Þá liggur ekkert fyrir um aðstæður í eldhúsinu þar sem meint atvik varð, svo sem um það hvers konar gólfefni var þar. Að áliti dómsins hafa ekki verið færðar viðhl ítandi sönnur á að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í þessum ákærulið og verður hann því sýknaður af þeim sakargiftum . Ákæruliður II 15 Við meðferð málsins féll ákæruvaldið frá sakargiftum að því er lýtur að vörslum á 0,84 grömmum af amfetam íni. Ákærði hefur játað sök að öðru leyti. Er sannað með játningu hans , sem fær stoð í gögnum málsins , að ákærði sé sekur um þá háttsemi sem greinir í ákæru, að frátöldum vörslum á 0,84 grömmum af amfetamíni, og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Refsing, skaðabætur, önnur viðurlög og sakarkostnaður 5 16 Ákærði er nú sakfelldur fyrir að hafa verið með í vörslum sínum 2,32 grömm af marijúana og 2,75 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni. Sakaferill hans hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar. Er refsing hans ákveðin 74.000 króna sekt til ríkissjóðs. Skal sex daga fangelsi koma í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá uppsögu dóms að telja . 17 Þar sem ákærði er sýkn saka samkvæmt ákærulið I verður bótakröfu brotaþola vísað frá dómi, sbr. 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008. 18 Á kærði er aðeins sakfelldur fyrir smávægilegt brot sem hann játaði, en sýknaður að öðru leyti . Því greiðist a llur sakarkostnaður úr ríkissjóði eins og nánar grein ir í dómsorði. Það athugist að á rannsóknarstigi var brotaþola tilnefndur réttargæslumaður og verður þóknun fyrir þann starfa greidd úr ríkissjóði. Á hinn bóginn var lögmaður brotaþola ekki skipuð réttargæslumaður við meðferð málsins fyrir dómi og eru því ekki lagaskilyrði fyrir því að þóknun fyrir þann hluta málsins greiðist úr ríkissjóði. Arnbjörg Sigurðardóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. D ó m s o r ð : Ákærði, X , greiði 74.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppsögu dóms þessa en sæti ella fangelsi í sex daga. Bótakröfu brotaþola, Y , er vísað frá dómi. Gerð eru upptæk 2,32 grömm af marijúana og 2,75 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni . Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Snorra Sturlusonar lögmanns, 432.450 krónur , 58.500 króna ferðakostnað ur hans og þóknun tilnefnds réttargæslumanns br otaþola á rannsóknarstigi máls , Auðar Harnar Freysdóttur lögmanns, 153.450 krónur .