Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 1 8 . mars 2021 Mál nr. S - 624/2020 : Ákæruvaldið ( Agnes Björk Blöndal fulltrúi ) g egn X ( Arnar Sigfússon lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 9. mars sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 28. október 2020, á hendur X , kt. , , Akureyri, fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi, en til vara líkamsárás og hótanir, sem framin voru á heimili hans að á Akureyri mánudagskvöldið 2. desember 2019, með því að hafa ráðist á kærustu sína, Y , kt. , hent henni á rúm og slegið hana margítrekað í andlitið með flötum lófa, tekið hana hálstaki með hægri hendi og þrengt að, haldið henni niðri og bitið hana víðsvegar um líkama og andlit, rifið í fatnað hennar þannig að hettupeysa og bolur sem hún var í rifnaði, og síðar einnig rifið nærbuxur sem hún var í og hótað að nauðga henni, og að hafa hótað bæði að birta af henni nektarmyndir og kynlífsm yndband sem hann var með í farsíma sínum og einnig að senda móður myndirnar og myndbandið og að hafa hótað að drepa hana þegar hún ætlaði að yfirgefa herbergið/heimilið. Afleiðingar þessa fyrir brotaþola voru að hún hlaut maráverka á utanverðum vinstri upphandlegg og vinstri öxl, mar við hnúa hægri löngutangar, þrjár rispur sem mynduðu hálfhring á enni, mar á hægri kinn, rispu frá nasavæng hægra megin, mar og rispu á efri vör, mar hægra megin á hálsi, og rispur eða punktblæðingar framan á hálsi. Telst b rot þetta varða við 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum, en til vara 1. mgr. 217. gr. og 233. gr. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði hefur komið fyr ir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst . Verður lagður dómur á málið án frekari sönnu narfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Í ákæru er brot ákærða talið varða við 1. mgr. 218. gr. b . almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en til vara 1. mgr. 217. gr. og 233. gr. sömu laga. Í athugasemdum í greinargerð 2 með lögum um breyting u á almennum hegningarlögum nr. 23/2016, segir að ákvæði 1. mgr. 218. gr. b . sé fyrst og fremst ætlað að ná yfir háttsemi sem staðið hefur yfir í lengri eða skemmri tíma. Þó sé ekki útilokað að einstakt brot geti fallið undir ákvæðið ef það nær tilteknu al varleikastigi. Við mat á grófleika og þar með hvort brot sé stórfellt skal sérstaklega litið til þess hvort stórfellt líkams - eða heilsutjón eða bani hafi hlotist af . Því var ekki fyrir að fara í þessu tilviki. Þá er ekki unnt að leggja til grundvallar með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum að líkams árás ákærða , þ.m.t. hálstak , hafi verið þess eðlis að verknaðurinn verði heimfærður undir 218. gr . b . almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Verður háttsemin því heimfærð undir 1. mgr. 217. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Við ákvörðun refsingar verður litið til þess að ákærði hefur hreinan sakaferil og hefur játað skýlaust frá upphafi . Hins vegar var um að ræða brot sem beindist gegn kærustu ákærða. Með hliðsjón af 1. og 8. tölulið 1. mgr. og 3. m gr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing hæfilega ákvörðuð fangelsi í sex mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dómsorði. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærð i dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, þ. m . t. þóknun skipaðs verjanda síns, á rannsóknarstigi og fyrir dómi og þóknun réttargæslumanns á rannsóknarstigi , eins og greinir í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum. Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í sex mánuði. Fresta ber fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 499.605 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda hans, Arnars Sigfússonar lögmanns, 235.600 krónur og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Sunnu Axelsdóttur lögmanns, 231.105 krónur.