Héraðsdómur Austurlands Dómur 8. júní 2022 Mál nr. S - 37/2022 : Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) g egn A ( Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður ) Dómur . I. 1. Mál þetta, sem dómtekið var 2 5. maí 2022, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni 14. mars sl., en móttekinni 2. maí sl., á hendur A , kennitala , með óskráð heimilisfang á : ,, fyrir umferðarlagabrot í með því að hafa seinnipart fimmtudagsins 17. febrúar 2022, sviptur ökurétti, ekið bifreiðinni , vestur á , á móts við , þar sem lögreglan stöðvaði aksturinn. Telst þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/201 9. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. 2. Skipaður verjandi, Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður, krefst þess fyrir hönd ákærða að hann verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst verjand inn hæflilegrar málflutningsþóknuna r . I I. 1. Fyrir dómi hefur ákærði skýlaust viðurkennt sök, líkt og háttsemi hans er lýst í ákæru. Játning ákærða er í samræmi við rannsóknargögn lögreglu. 2. Að ofangreindu virtu og með lýstri játningu ákærða, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm er að áliti dómsins nægjanlega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem í ákæru greinir, en brot hans er þar réttilega heimfærð til laga. Verður lagður dómur á málið án f rekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Að ofangreindu virtu verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. II. 1. Ákærði, sem er fæddur árið , hefur samkvæmt sakavottorði sakaskrár ríkisins áður sætt refsingum. Ákærð a var samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness , þann 16. maí 2019 , gert að greiða sekt til ríkissjóðs vegna ölvunaraksturs , en hann var þá jafnframt sviptur ökurétti tímabundið . Þá var ákærð a gert að gre iða sekt fyrir umferðarlagabrot, þ. á m. vegna ölvunar - og sviptingaraksturs , þ ann 26. f ebrúar 2020 , samkvæmt sátt Lögreglustjórans á höfðuborgarsvæðinu , en brotin framdi ákærði 17. n óvember 2019 . Loks var ákærði með sátt Lögreglustjórans á Norðurlandi eys tra , þann 26. júni 2020 , gert að greiða sekt vegna umferðarlagabrot a , þ. á m vegna sviptingaraksturs , en brotin framdi ákær ð i 25. maí 2020 . 2. Í máli þessu hefur ákærði enn verið fundinn sekur um umferðarlagabrot, þ. e. s viptingarakstur, og er það í þriðja skiptið sem það gerist. Að ofangreindu virtu og lýstum sakarferli þykir refsing ákærða eftir atvikum hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga, sem ekki þykir fært að skilorðsbinda. 3. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til 2 35. gr. laga nr. 88/2008 ber að dæma ákærða til að greiða sakarkostnaðar , en t il þess er að líta að ekki féll til kostnaður við lögreglurannsókn málsins. Að þessu virtu ber að dæma ákærða til að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, Gunnar s Ing a Jóhannsson a r lögmanns , sem þyk ir hæfilega ákveðin 111.600 krónur , að meðtöldum virðisaukaskatti . Af hálfu ákæruvalds fór með málið Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, A , sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði greiði 1 1 1. 600 krónur í sakarkostnað, og er þar um að ræða þóknun skipaðs verjanda hans, Gunnar Ingi Jóhannsson lögmanns . 3