Héraðsdómur Reykjaness Dómur 6. september 2021 Mál nr. S - 146/2021: Ákæruvaldið (Daníel Reynisson aðstoðarsaksóknari ) gegn X (enginn) Dómur: Mál þetta var þingfest 6 . september 2021 og dómtekið sama dag. Málið höfðaði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 11. janúar 2021 á hendur ákærða, [ X ] , búsettum í Svíþjóð, með lögheimili að [...] , Svíþjóð, fyrir eftirtalin hegningarlagabrot framin á tímabilinu 20. ágúst til 29. nóvember 2013: 1. Fjársvik, en til vara umboðssvik, með því að hafa í sex skipti á tímabilinu 20. ágúst til 29. október svikið út vörur hjá Nova ehf. að andvirði 759.940 krónur með því að gefa upp við kaupin greiðslukortaupplýsingar kreditkorts móður sinnar, [ A ] , en ákærði hafði komist yfir kortaupplýsingarnar og notfærði sér þær í blekkingarskyni og án heimildar eiganda og misnotaði þannig aðstöðu sína. Voru færslurnar sem hér segir: Tilvik Dags. Vara Fjárhæð í kr. 1. 20.08.2013 Samsung Galaxy S4 sími 99.990 2. 03.09.2013 Samsung Galaxy S4 sími 99.990 3. 14.10.2013 Apple iPhone 5 16 GB sími 99.990 4. 16.10.2013 Apple iPhone 5s 16GB sími 179.990 5. 22.10.2013 Samsung Galaxy S4 sími 99.990 6. 29.10.2013 Apple iPhone 5s 16GB sími 179.990 2. Fjársvik, en til vara umboðssvik, með því að hafa í sex skipti á tímabilinu 13. október til 25. nóvember svikið út eldsneyti hjá Olíuverslun Íslands að andvirði samtals 58.276 krónur með því að nota ÓB lykil sem greitt var fyrir með kreditkorti móður ha ns [A] en ákærði hafði komist yfir greiðslukortaupplýsingar umrædds korts og notfærði sér 2 þær í blekkingarskyni og án heimildar eiganda og misnotaði þannig aðstöðu sína. Voru færslurnar sem hér segir: Tilvik Dags. Staður Fjárhæð í kr. 1. 13.10.2013 ÓB Njarðvík 11.960 2. 16.10.2013 ÓB við Fjarðarkaup, Hafnarfirði 6.398 3. 20.10.2013 ÓB Njarðvík 7.125 4. 25.10.2013 ÓB Njarðvík 13.011 5. 30.10.2013 ÓB Njarðvík 8.099 6. 25.11.2013 ÓB Njarðvík 11.683 3. Fjársvik, en til vara umboðssvik, með því að hafa í fimm skipti á tímabilinu 9. október til 26. nóvember svikið út inneignarkort í verslunum Bónus að andvirði samtals 370.000 krónur með því að hringja í skrifstofu Bónus og gefa upp kortaupplýsingar tveggja greiðslukorta til kaupanna, annars vegar korts móður sinnar , [A] og hins vegar korts [ B ] , en ákærði hafði komist yfir greiðslukortaupplýsingarnar og notfærði sér þær í blekkingarskyni og án heimildar eigenda og misnotaði þannig aðstöðu sína. Voru færslurnar sem hér segir: Tilvik Dags. Eigandi Kreditkorts Fjárhæð í kr. 1. 9.10.2013 A 50.000 2. 14.10.2013 A 100.000 3. 30.10.2013 A 100.000 4. 25.11.2013 A 70.000 5. 26.11.2013 B 50.000 4. Fjársvik, en til vara umboðssvik, með því að hafa 25. nóvember svikið út Logitech hátalarakerfi hjá Tölvulistanum ehf. að andvirði 100.790 krónur með því að gefa upp við kaupin greiðslukortaupplýsingar kreditkorts fyrrgreinds [B] en ákærði hafði komist yfir kortaupplýsingarnar og notfærði sér þær í blekkingarskyni og án heimildar eiganda og misnotaði þannig aðstöðu sína. 5. 3 Fjársvik, en til vara umboðssvik, með því að hafa 29. nóvember svikið út Asus leikjafartölvu hjá Tölvulistanum ehf. að andvirði 300.790 krónur með því að gefa upp við kaupin greiðslukortaupplýsingar kreditkorts [C] frá Slóveníu en ákærði hafði komist yfir kortaupplýsingarnar og notfærði sér þær í blekkingarskyni og án heimildar eiganda og misnotaði þannig aðstöðu sína. 6. Fjársvik, en til vara umboðssvik, með því að hafa 29. nóvember svikið út vörur hjá Elko að andvirði samtals 67 4.975 krónur með því að gefa upp við kaup þeirra greiðslukortaupplýsingar kreditkorts [D] en ákærði hafði komist yfir kortaupplýsingarnar og notfærði sér þær í blekkingarskyni og án heimildar eiganda og misnotaði þannig aðstöðu sína. Voru færslurnar sem hé r segir: Tilvik Dags. Vara Fjárhæð 1. 29.11.2013 heimsendingu 604.990 2. 29.11.2013 Playstation 3 tölva og snúra 74.980 Er framangreind háttsemi ákærða talin varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en til vara við 249. gr. sömu laga og þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist af hálfu ákæruvaldsi ns að ákærða verði með vísan til 69. gr. almennra hegningarlaga gert að sæta upptöku á ætluðum ávinningi brots samkvæmt 6. ákærulið, þ.e. Asus leikjafartölvu (munanúmer [...] ) sem lögregla haldlagði við húsleit á heimili ákærða 7. júlí 2014. Í ákæru eru te knar upp eftirfarandi einkaréttarkröfur: E krefst þess f.h. Nova ehf., [...] , að ákærði verði dæmdur til greiðslu 759.940 króna skaðabóta vegna háttsemi sinnar samkvæmt 1. ákærulið. F krefst þess f.h. Olíuverslunar Íslands hf., [...] , að ákærði verði dæmdu r til greiðslu 58.276 króna skaðabóta vegna háttsemi sinnar samkvæmt 2. ákærulið, með skiptist þannig: Af kr. 11.960 vegna máls nr. 1 (13.10.2013), kr. 6.398 vegna máls nr. 2 (1 6.10.2013), kr. 7.125, - vegna máls nr. 3 (20.10.2013), kr. 13.011 vegna máls nr. 4 (25.10.2013), kr. 8.099, - vegna máls nr. 5 (30.10.2020) og kr. 11.683, - vegna máls nr. 6 (25.11.2013), þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvaxt a samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim dögum er fram koma í 4 G krefst þess f.h. Haga ehf., [...] , að ákærði verði dæmdur til greiðslu 370.000 króna skaðabóta ve gna háttsemi sinnar samkvæmt 3. ákærulið, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 26. nóvember 2013 til þess dags er liðinn er mánuður frá birtingu kröfunnar, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu lag a til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu að mati dómsins. H krefst þess f.h. Elko ehf., [...] , að ákærð i verði dæmdur til greiðslu 674.975 króna skaðabóta vegna háttsemi sinnar samkvæmt 6. ákærulið, með vöxtum 8. gr. laga nr. 38/2001 fr á 29. nóvember 2013 til 10. apríl 2014 og dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., 1. mgr. 6. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá 10. apríl 2014 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins. Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögl ega birtingu ákæru og fyrirkalls í lögbirtingablað i 5. ágúst 2021 og boðaði ekki forföll. Verður málið því dæmt á grundvelli heimildarákvæðis a. liðar 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkalli til ákærða að þann ig gæti farið um meðferð málsins léti hann undir höfuð leggjast að mæta fyrir dóm. Samkvæmt síðastgreindu og með hliðsjón af framburði ákærða hjá lögreglu og öðrum rannsóknargögnum málsins telst háttsemi ákærða samkvæmt 1. - 6. ákærulið sönnuð í skilningi 10 8. og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 og þykir hún í öllum tilvikum réttilega heimfærð til refsiákvæða samkvæmt 248. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann 30. janúar 2014 dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir umferðar lagabrot og lauk afplánun þeirra refsingar 3. mars 2015. Þá gekkst hann 2. maí 2014 undir 100.000 króna sekt fyrir umferðarlagabrot. Ákærði er nú sakfelldur fyrir fjársvikabrot framin haustið og veturinn 2013. Með brotunum auðgaðist ákærði um tæpar 2.300.0 00 krónur. Samkvæmt 78. gr. almennra hegningarlaga ber nú að dæma ákærða hegningarauka við ofangreindar refsingar 30. janúar og 2. maí 2014 er samsvari þeirri þyngingu hegningar, sem kynni að hafa orðið, ef dæmt hefði verið um öll brotin í fyrra máli. Þá v erður refsing og tiltekin samkvæmt reglum 77. gr. laganna. Að þessu gættu og með hliðsjón af þeim mikla drætti sem varð á rannsókn máls og útgáfu ákæru og engin skýring hefur fengist á þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði. Með hliðs jón af því hve langt er um liðið síðan ákærði framdi brotin kemur ekki annað til álita en að skilorðsbinda refsinguna og skal 5 hún niður falla að liðnu einu ári frá dómsbirtingu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Að kröfu ákæruvald sins og með vísan til 69. gr. almennra hegningarlaga ber að gera upptæka Asus leikjafartölvu (munanúmer lögreglu [...] ), sem vísað er til í 5. ákærulið. Framlagðar skaðabótakröfur eru fyrndar í skilningi 1. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuré ttinda og ber því að sýkna ákærða af þeim kröfum. Engan sakarkostnað leiddi af rannsókn og meðferð málsins. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í þrjá mánuði en fresta skal fullnustu þeirra r refsingar og hún niður falla að liðnu einu ári frá dómsbirtingu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði sæti upptöku á Asus leikjafartölvu (munanúmer lögreglu [...] ). Ákærði er sýkn af framlögðum bótakröfum í málinu. Jónas Jó hannsson