Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 14. apríl 2021 Mál nr. S - 45/2021 : Ákæruvaldið ( Sigurður Hólmar Kristjánsson aðstoðarsaksóknar i ) g egn Björgvin i Brag a Ólafss yni ( enginn ) Dómur A Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið 30. mars sl. er höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra með ákæru 3. mars 2021, á hendur Björgvini Braga Ólafssyni, , til heimilis að , Dalabyggð, ,, fyrir umferðar - og hegningarlagabrot: I. með því að hafa, að kvöldi mánudagsins 2. nóvember 2020, ekið bifreiðinni um bifreiðarstæði við afgreiðslustöð N1 við Norðurlandsveg á Blönduósi, óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa tetrahýdrókannabínóls (tetrahýdrókannabíonól (svo) í blóði reyndist 1,7 ng/ml), Tel st brot ákærð a varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019. II. með því að hafa síðdegis föstudaginn 6. nóvember sama ár, í því skyni að fá bifreið þá er frá greinir á ákærulið I, úr vörslum lögreglu, falsað tölvupóst í nafni skráðs eiganda bifreiðarinnar, , sem ákærði framvísaði í blekkingarskyni með tölvup óstsendingur; til vakthafandi lögreglumanna á lögreglustöðinni á Blönduósi umrætt sinn. Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 Þess er krafist að ákærð i verði dæmd ur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaða r og til að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019. B 2 Ákærði sótti ekki þing og boðaði ekki forföll þegar málið var þingfest 30. mars sl. Málið er því dæmt með vísan til 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sak amála enda er þess getið í fyrirkalli sem birt var fyrir stjúpmóður ákærða á lögmætan hátt 17 . mars sl. að svo mætti fara með málið. Þar sem ákærði hefur ekki látið málið til sín taka verður með vísan til þess sem að framan er rakið að líta svo á að hann v iðurkenni háttsemi þá sem honum er í ákæru gefin að sök og telst sök hans þar með nægilega sönnuð enda er ákæran í samræmi við gögn málsins og brot hans þar réttilega fært til refsiákvæða. Um málsatvik vísast til ákæru. Samkvæmt vottorði sakaskrár gekkst ákærði undir greiðslu sektar 20. júní 2018 fyrir akstur undir áhrifum áfengis auk þess sem hann var sviptur ökurét t i í 10 mánuði. Í 95. gr. umferðarlaga er ekki mælt fyrir um ítrekunaráhrif að því er refsingu varðar. Með í stoð í 5. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga er löng venja fyrir því að við ákvörðun refsinga fyrir umferðarlagabrot sé litið til fyrri brota af sömu tegund þannig að viðurlög þyngist frá einni viðurlagaákvörðun til annarrar til að tryggja varnaðaráhrif þeirra. Hefur þá verið tekið mið af skilyrðum 71. gr. almennra hegningarlaga fyrir ítrekunaráhrif brota. Er því litið svo á að ákærði sé öðru sinni að aka undir áhrifum áfengis eða ávana - og fíkniefna. Ákærði er einnig sakfelldur fyrir brot gegn 155. gr. almennra hegningarlaga e n háttsemi hans er lýst í ákæru. Við ákvörðun refsingar fyrir það brot er rétt að horfa til þess að ákærði hefur þær málsbætur að blekking hans fólst í því að hann var einungis að reyna að fá lögreglu til að afhenda sér bifreið föður síns, sömu bifreið og hann ók undur áhrif um ávana - og fíkniefna nokkrum dögum áður. Verður við ákvörðun refsingar ákærða því horft til ákvæða 2. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. Að þessu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 30. daga fangelsi og 150.000 króna sekt til ríkissjóðs ríkissjóðs en 12 daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Efni eru til að fresta fullnustu fangelsisrefsingarinnar og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr . almennra hegningarlaga. Þá ber að svipta ákærða ökurétti í þrjú ár frá birtingu dómsins að telja. Með hliðsjón af niðurstöðu málsins ber, með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála að dæma ákærða til greiðslu sakarkostnaðar. Samkvæmt yfirl iti sækjanda nam sakarkostnaður á rannsóknarstigi málsins alls 141.167 krónum en sá kostnaður féll til við töku og rannsókn á blóð - og þvagsýnum úr ákærða. Leitað var eftir 3 áfengi (etanóli) í blóði og þvagi ákærða og nam kostnaður við þá leit 22.996 krónum en ákærða er ekki gefið að sök að hafa ekið undir áhrifum áfengis og verður hann því ekki dæmdur til að greiða kostnað sem af þessu hlaust. Annan kostnað sem fram kemur á yfirliti sækjanda ber ákærða að greiða. Af hálfu ákæruvaldsins sótti málið Sigurður Hólmar Kristjánsson aðstoðarsaksóknari lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Björgvin Bragi Ólafsson , sæti fangelsi í 30 daga og greiði 150.000 króna sekt til ríkissjóðs en 12 daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Fullnustu fangelsisrefsingar ákærða er frestað og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. . Ákærði er sviptur ökurétti í þrjú ár frá birtingu dómsins að telja . Ákærði greiði 118.171 krónu í sakarkostnað. Halldór Halldórsson