Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 8 . október 2021 Mál nr. S - 597/2020 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra (Agnes Björk Blöndal saksóknarfulltrúi) g egn Einar Már Þórólfsson ( Sunna Axelsdóttir lögmaður ) Dómur 1 Mál þetta, sem var dómtekið 7. september sl., var höfðað með tveimur ákærum lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, á hendur Einari Má Þórólfssyni, kt. , , Húsavík. 2 föstudagskvöldið 3. júlí 2020, ekið bifreiðinni , undir áhrifum áfengis (í blóðsýni úr ákærða mældist áfengismagn 1,74 ), frá versluninni Extra - 24 við Mýraveg á Akureyri, um Mýraveg, Þingvallastræti, Dalsbraut, Borgarbraut og Skessugil, þar sem hann lagði bifreiðinni og hætti akstrinum við hús nr. . Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 3. mgr. 49. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákæ rði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er þess krafist að ákærði verði sviptur ökurétti samkvæmt 99. gr. og 101. gr. 3 ví að hafa aðfaranótt sunnudagsins 27. september 2020, ekið bifreiðinni , undir áhrifum áfengis Húsavík, uns hann ók á umferðarskilti við gangbraut yfir Héðinsbraut og aka áfram þrátt fyrir að hann hafi skemmt umferðarmerkið, niður Naustagil og eftir Hafnarstétt, þar sem hann lagði bifreiðinni og síðan neitað að veita atbeina við rannsókn málsins með því að gefa blóðsýni þegar farið var fram á það eftir handtöku og flutn ing hans á lögreglustöðina á Akureyri, sem varð til þess að lögreglan þurfti að beita hann líkamlegu valdi til að yfirbuga hann og taka blóðsýnið. Telst þetta varða við 2. mgr. 13. gr., 1. mgr., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 2. mgr., sbr. 3. mgr. 52. gr., sbr. 1 . mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er þess krafist að ákærði verði sviptur ökurétti samkvæmt 99. gr. og. 101. gr. 2 Ákæran v ar leiðrétt við upphaf aðalmeðferðar á þann veg að í stað tilvísunar til lögreglustöðvarinnar á Akureyri var vísað til lögreglustöðvarinnar á Húsavík. Þá var tilvísun til 2. mgr. 12. gr. breytt í tilvísun til 2. mgr. 13. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 , sem s amræmist atvikalýsingu í ákæru . Það athugist að verjandi hafði vakið athygli ákæruvaldsins á þessu með tölvupósti á fyrri stigum málsins og hefði verið rétt að leiðrétta ákæruna þá þegar. I. I.1. Á kær a , dagsett 12. október 2020 4 Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru, dagsettri 12. október 2020. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið, eins og nánar greinir í refsiákvörðunarkafla , án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. I.2. Ákæra, dagsett 26. nóvember 2020 5 Ákærði neitar s ök samkvæmt ákæru dagsettri 2 6 . nóvember 2020 og krefst sýknu af kröfum ákæruvaldsins, en til vara lægstu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun samkvæmt málskostnaðaryfirliti verjanda . Málsatvik. Rannsókn. Sönnunarfærsla. 6 Samkvæmt lögregluskýrslu var lögreglumaður nr. 0420 á leið til vinnu á Húsavík um kl. 6:00 að morgni 27. september 2020 er hann varð þess var að umferðarskilti við gangbraut yfir Héðinsbraut á milli Sundlaugar Húsavíku r og Vodafone vallarins hafði verið ekið niður. Hélt lögreglumaðurinn á vettvang ásamt lögreglumanni nr. 1811. Á vettvangi lá brak úr bifreið ásamt stuðara með númeri bíls í eigu föður ákærða. Eftir að hafa rannsakað og hreinsað vettvang röktu lögreglumenn irnir áberandi vökvaslóð sem lá frá vettvangi og niður á bryggju. Segir í skýrslunni að þar hafi lögreglumennirnir fundið bílinn sunnan við Helguskúr, rétt við bílastæði merkt Fish and chips. Lá vökvaslóðin að framenda bílsins, sem var án framstuðara. Ákær ði hafi setið undir stýri bifreiðarinnar og bjórdós legið á gólfinu fyrir framan hann. Bíllinn hafi ekki verið í gangi er að var komið. Ákærði hafi verið sjáanlega mjög ölvaður, en þó með meðvitund. Hann hafi þusað óskiljanlegt tal út í loftið. Kveikjulásl yklar bílsins fundust við líkamsleit í vasa ákærða. Ákærði var færður á lögreglustöð grunaður um ölvun við akstur. Á lögreglustöðinni hafi ákærði verið ósamvinnuþýður og gert tilraun til að fara burt af stöðinni. Þá hafi hann neitað því að gefa blóðsýni og streist á móti, sem endað hafi með handalögmálum og valdbeitingu lögreglu. Þurft hafi að setja hann tvívegis í handjárn og loks hafi blóðsýni verið tekið af honum með valdi kl. 7:30, þar sem engin leið hafi verið að fá hann til samþykkis. 3 Klukkustund síð ar var tekið blóð úr ákærða á ný með samþykki hans. Ekki reyndist unnt að yfirheyra ákærða sökum ölvunarástands hans. Jós hann fúkyrðum og hótunum yfir lögreglumenn, sem óku honum heim í framhaldinu. 7 Blóðsýni sem tekið var úr ákærða var fært til rannsókna r og var niðurstaða hennar sú að áfengismagn í blóði ákærða hafi verið 2.6 2 8 Við skýrslutöku fyrir lögreglu þann 30. september 2020 neitaði ákærði sök. Kvaðst hann hafa farið í gleðskap hjá vini sínum, en nánast ekkert muna eftir kvöldinu frá því hann ko engar skýringar á því hvernig bíllinn hafi komist frá Fosshóteli, þar sem hann lagði honum er hann hóf drykkju, og niður á höfn. Þá hafði hann engar skýringar á því hvað hann hafi verið að gera undir stýri bílsins er hún fannst, né heldur hvers vegna kveikjuláslykill bílsins hafi verið í vasa hans. Fullyrti hann að lykillinn væri alltaf geymdur í kveikjulás bílsins og að einhver annar hljóti að hafa ekið bílnum niður á höfn. Ga t hann þó engan tilgreint í því sambandi. Hvað varðar mótþróa við lögreglu kvaðst ákærði ekkert muna eftir því. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi 9 Ákærði neitaði sök og gaf skýrslu fyrir dómi. Gat hann engar sennilegar skýringar gefið á því hvernig bíllinn hafi getað komist niður á höfn án hans tilverknaðar, né hvers vegna hann hafi verið undir stýri bílsins með kveikjuláslykilinn í vasanum, ef hann var ekki ökumaður bílsins. Fullyrti ákærði að einhver annar hljóti að hafa ekið bifreiðinni því hann m yndi muna það ef hann hefði gert það sjálfur, þar sem þetta væri óvenjuleg háttsemi. Annars kvaðst ákærði nánast ekkert muna frá öðrum atburðum þessa kvölds, hvorki hvernig hann komst niður á höfn, hvað hann var að gera inni í bifreiðinni né heldur að hann hafi verið í átökum við lögreglumenn og ausið þá fúkyrðum og líflátshótunum á lögreglustöðinni. Taldi ákærði lykilinn hafa verið í kveikjulásnum þar sem hann skildi við bílinn er hann hóf drykkju og því hefði einhver annar getað ekið bílnum. Sennilegasta skýringin á því að hann hafi sjálfur setið í ökumannssæti bílsins niðri á bryggju væri sú að hann hafi líklega farið að leita að bílnum og fundið hann niður á bryggju. 10 Lögreglumenn sem komu að málinu gáfu skýrslu fyrir dómi og staðfestu það sem fram kemur í lögregluskýrslum, ásamt því að greina nánar frá því hvernig rannsókn á vettvangi var háttað, rakningu slóðar eftir bílinn frá árekstrarstað og niður á bryggju og háttsemi ákærða á lögreglustöð eftir handtöku. Þá lýstu þeir verksummerkjum þar sem skiltið hafði verið ekið niður og ákomum á bíl ákærða. Myndir liggja einnig fyrir í málinu sem sýna vökvapoll undir framenda bílsins ásamt því að framstuðara vantaði á bí linn . Þá liggur fyrir myndskeið í málinu af framgöngu ákærða á lögreglustöðinni. Læknir nr. 25 23, sem tók blóðsýni af ákærða á lögreglustöðinni gaf skýrslu fyrir dómi og staðfesti að ákærði hafi ekki veitt samþykki fyrir blóðtöku, heldur streist á móti lögreglumönnum þar til hann var færður í handjárn. 4 Niðurstaða 11 Að mati dómsins eru skýringar ákærða, þess efnis að einhver annar hafi tekið bílinn traustataki og ekið honum niður að bryggju, fjarstæðukenndar. Ákærði fannst sjálfur ofurölvi undir stýri bílsins með kveikjuláslyklana í vasanum. Hann gat engar skýringar g efið á því hvernig bíllinn komst þangað, né heldur hvers vegna hann hafi fundist ölv aður nokkrum mánuðum áður, þar sem aðstæður voru sambærilegar. Þá skýrði hann svo frá fyrir lögreglu að hann myndi ekkert eftir kvöldinu. Á sama veg bar hann fyrir dómi, utan þess að hann taldi að hann myndi muna eftir ölvunarakstrinum. Er þessi framburður ákærða algjörlega órökréttur, enda liggur fyrir að hann mundi ekkert eftir öðrum óvenjulegum atvikum, svo sem því að hann var handtekinn, slóst við lögreglu og jós fúkyrðum og líflátshótunum yfir lögreglumenn og var loks beittur valdi til blóðtöku vegna m ótþróa. Trúverðugleiki framburðar ákærða er enginn, frekar en trúverðugleiki framburðar hans um brot það sem hann framdi 3. júlí 2020, en þvertók fyrir allt þar til hann loks játaði brotið fyrir dómi er hann stóð frammi fyrir yfirgnæfandi sönnunargögnum. Þ rátt fyrir að vitni hafi ekki verið að akstri bílsins niður á bryggju, verður engin önnur skynsamleg ályktun dregin af þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu en sú að ákærði sjálfur hafi ekið bílnum þangað eftir að hafa ekið niður umferðarskilti með þeim af leiðingum að framstuðari bílsins varð eftir á vettvangi árekstursins. Engin ílát undan drykkjarföngum fundust á vettvangi, önnur en ein bjórdós á gólfi bílsins. Er því ljóst að drykkja ákærða átti sér stað áður en hann settist undir stýri bílsins. Þykir þv í hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um ölvunarakstur þann sem honum er gefinn að sök í ákæru, dags. 26. nóvember 2020. Þá þykir einnig sannað að ákærði hafi sýnt lögreglu mótþróa og neitað að veita atbeina við rannsókn málsins með því að gefa blóðsýni þegar farið var fram á það eftir handtöku og flutning hans á lögreglustöðina á Húsavík , sem varð til þess að lögreglan þurfti að beita hann líkamlegu valdi til að yfirbuga hann og taka blóðsýnið. Verður ákærði því sakfelldur fyrir þá hátt semi sem honum er gefin að sök, en háttsemi ákærða er réttilega heimfærð til refsiákvæða eftir leiðréttingu ákæru. II. Refsiákvörðun 12 Ákærði hefur samkvæmt framansögðu verið fundinn sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt framangreindum ákærum dagsettum 12. október og 26. nóvember 2020 . 13 Ákærði hlaut dóm 17. apríl 2019 fyrir líkamsárás. Var refsing ákveðin fangelsi í 6 mánuði, skilorðsbundið í 2 ár. Með brotum þeim sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir rauf hann skilorð dómsins. Samkvæmt heimi ld í 60. gr. almennra hegningarlaga og dómvenju þykir rétt að láta skilorðsdóminn haldast en gera ákærða refsingu sér í lagi vegna þessa máls. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 630.000 króna sekt og komi 32 5 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ek ki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins að telja. 14 Með vísan til 99. gr. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 ber að svipta ákærða ökurétti í 5 ár frá birtingu dómsins að telja. 15 Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, þ.e. þóknun skipaðs verjanda síns, eins og hún ákveðst í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum, og kr. 141.752 í annan sakarkostnað. Agnes Björk Blöndal, saksóknarfulltrúi flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Hlynur Jó nsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við málinu þann 11. júní 2021, en hafði ekki afskipti af því fyrr. Fyrir dómsuppsögu var gætt ákvæða 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. Dómso r ð: Ákærði, Einar Már Þórólfsson, greiði 630.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa en sæti ella fangelsi í 32 daga. Ákærði er sviptur ökurétti í fimm ár frá birt ingu dómsins að telja. Ákærði greiði mál svarnar þóknun skipaðs verjanda sín s, Sunnu Axelsdóttur lögmanns, 288.610 krónur , og greiði jafnframt kr. 141.752 í annan sakarkostnað.