Ár 2019, miðviku daginn 3. júlí , er á dómþingi Héraðsdóms Reykjaness, sem háð er að Fjarðargötu 9, Hafnarfirði, kveðinn upp í máli nr. E - 977/2018: Sigríður Svanborgardóttir (Ingólfur Vignir Guðmundsson lögmaður) gegn Magnúsi Valþórssyni og Framkvæmd og þjónustu ehf. ( Almar Þ. Möller lögmaður) svofelldur d ó m u r : Mál þetta, sem þingfest var 10. október 2018 og dómtekið 31 . maí sl., var höfðað með stefnu birtri 5. október 2018 . Stefn andi er Sigríður Svanborgardóttir, kt. , Hveramörk 16, Hveragerði. Stefndu eru Framkvæmd og þjónusta ehf., kt. , Stapahrauni 7, Hafnarfirði og Magnús Valþórsson , kt. , Norðurbakka 11A Hafnarfirði. Dómkröfur stefn anda eru þær að einkahlutafélaginu Framkvæmd og þjónustu ehf., kt. , Stapahrauni 7, Hafnarfirði, verði slitið með dómi. Þá er gerð sú krafa að áfrýjun dóms hindri ekki aðför eftir dóminum. Þá er krafist málskostnaðar. Stefndu krefjast sýknu af dómkröfu m stefnanda auk málskostnaðar úr hendi hans. Aðalmeðferð fór fram þann 31 . maí s l. og var málið dómtekið að málflutningi loknum. Málsatvik: Á árinu 200 3 hófu s tefnandi og stefndi Magnús Valþórsson sambúð og eignuðustu dreng í september 200 4 . Þann 26. desember 2004 stofnuðu þau saman félagið Framkvæmd og þjónustu ehf. , samanber stofnsamning sem er dagsettur þann dag. S tofnhlutafé félagsins var 500.000 krónur og skráðu hvort um sig stefnandi og stefndi Magnús sig fyrir 250.000 krónum af hlutafé og var það allt greitt . Í stjórn félagsins var stefndi skráður formaður stjórnar og stefnandi meðstjórnandi. Þá var stjórnarmönnum báðum veitt prókúra. 2 Samþykktir fyrir félagið voru undirritaðar sama dag. Þann 28. desember 2004 var tilk y nning um stofnun fé la gsins móttekin hjá ríkisskattstjóra. Í tilkynningu til r íkisskattstjóra var tekið fram að stjórn félagsins hefði forkaupsrétt á viðskiptum með hluti félagsins. Tilgangur félagsins var samkvæmt stofnsamningi smásala á netinu, verktakaþjónusta, ferðaþjónus ta og ljósmyndaþjónusta . Með bréfi til Fyrirtækjaskrár þann 31. mars 2005 tilkynnti stefnandi að hún segði sig úr stjórn félagsins og afturkallaði prókúr u sína. Á árinu 2006 var félagið Ljósþing ehf. stofnað og eignaðist Framkvæmd og þjónusta 90% allra h luta í félaginu. Stefnandi tók virkan þátt í stjórn félagsins og kom að fundum og vinnu fyrir hönd beggja félaganna við að afla þeim verkefna hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þegar stefnandi varð þess áskynja að stefndi Magnús leyndi hana upplýsingum og gögnum t reysti hún honum ekki og sagði hún sig úr stjórn Framkvæmdar og þjónustu ehf. Þann 18. október 2007 slitu aðilar sambúð sinni og fóru sameiginlega með forsjá sonar síns . Þann 1. október 2014 tilkynnti Magnús Valþórsson til Fyrirtækjaskrár breytingu á stjórn stefnda Framkvæmd og þjónustu ehf. þannig að Magnús var áfram formaður stjórnar og Margrét Rán Magnúsdóttir meðstjórnandi. Samkvæmt skattframtölum stefnanda og Magnúsar vegna gjaldáranna 2006 til 2007 var hlutur þeirra í stefnda að fjárhæð 500.000 krónur talinn fram. Á skattfratölum stefnanda fyrir gjaldárin 2008 og 2009 , 2010 og 2011 var hlutabréfaeign hennar í stefnda í árslok 250.000 krónur. Á árinu 2011 fylgir skattframtali skýrsla 3.23, viðbót við auðlegðarskattsstofn vegna stefnda , og segir þa r að raunvirði hlutanna sé 36.610.900 krónur. Á árunum 2012 til og með 2018 er hlutabréfaeign stefnanda talin fram á nafnverði, 250.000 krónur. Ársreikningar stefnda frá árunum 2005 til og með 2017 liggja fyrir í málinu. Í ársreikningi ársins 2005 er teki ð fram að Magnús Valþórsson og Sigríður Svanborgardóttir séu 50% eigendur hvort. Var tap á rekstrinum það rekstrarár. Í ársreikningi rekstrarárið 2006 voru sömu aðilar skráðir eigendur og var ð hagnaður á árinu. Í ársreikningi fyrir rekstrarárið 2007 er tek ið fram að í lok ársins hafi verið tap á rekstrinum og Magnús Valþórsson sé einn eigandi hlutafjár félagsins. Þá er tekið fram að keyptir eigna r hlutir í félögum hafi verið að andvirði 13.530.000 krónur. Á rekstrarárinu 2008 er hagnaður af 3 rekstri félagsins og þá er einnig tekið fram að félagið eigi 90% í Ljósþingi ehf. Er eignarhlutur í því félagi talinn fram í ársreikningum til og með ár inu 2017. Staðfesting úr hlutaskrá hins stefnda félags frá 1. nóvember 2007 liggur fyrir þar sem fram kemur að stefndi Magnús er eigandi 100% hluta félagsins. Samkvæmt gögnum málsins seldu stefnandi og stefndi Magnús sitt hvora eignina í maí 2004 og keyptu sér saman íbúð að Hringbraut 5 í Hafnarfirði. Í febrúar 2007 seldu þau þá íbúð. Voru þau eigendur að eigninni til helminga. Stefndi Framkvæmd og þjónusta ehf. keypti, samkvæmt kaupsamningi þann 13. maí 2005 , fasteig n að Fornubúðum 10 í Hafnarfirði og var kaupverðið 6.500.000 krónur. Þá eign seldi félagið aftur þann 17. ágúst 2006 og var söluverðið 9.400.000 krónur. Þann 31. ágúst 2007 var millifært af bankareikningi stefnda Framkvæmdar og þjónustu ehf. 3.200.000 krónur , þann 28. september 2007 var aftur millifært af reikningi félagsins yfir á bankareikning stefnanda , 1.800.000 krónur, . Samkvæmt gögnum málsins og framburði aðila fyrir dómi voru þessar millifærslur til stefnanda vegna söl u á fasteigninni að Fornubúðum 10 í Hafnarfirði. Á skattframtölum stefnda Magnúsar fyrir tekjuári ð 2007 er talin fram hlutabréfaeign hans í Framkvæmd og þjónust u ehf. í upphafi árs 250.000 krónur, keypt á árinu að nafnvirði 250.000 krónur , og hlutabréfaeig n í lok árs 500.000 krónur og hlutabréfaeign hans í Ljósþingi ehf. í upphafi árs 490.000 krónur, keypt á árinu að nafnvirði 10.000 krónur , og í lok árs er hlutabréfaeign hans í Ljósþingi ehf. 500.000 krónur. Á skattframtölum stefnda Magnúsar er talin fram á árunum 2008 til 2017 hlutabréfaeign í hinu stefnda félagi og Ljósþingi ehf. 500.000 krónur í hvoru félagi að nafnvirði. Samkvæmt gögnum málsins var ágreiningur á milli stefnanda og stefnda Magnúsar vegna kröfu um aukið meðlag með syni þeirra og umgeng n i . Í bréfi stefnanda til sýslumanns, mótteknu 15. apríl 2013 , grein ir stefnandi frá því að stefndi Magnús eigi fyrirtækið Ljósþing og titli Magnús sig framkvæmda stjóra. Í bréfi stefnanda, sem móttekið er 26. ágúst 2014 hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, tíundar stefnandi umgengni við son þeirra og telur m.a. upp eignir stefnda Magnúsar sem hún segir vera m.a. Norðurbakki 11A sem fyrirtæki hans Ljósþing ehf. eigi. Einnig f yrirtækið Ljósþing ehf. og fyr irtækið Framkvæmd og þ jónust a ehf. Í bréfi frá stefnanda til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna ágreinings um aukið meðlag og umgengni sonar þeirra þann 15. febrúar 2010 tilgreinir stefnandi að samkvæmt fésbóka r færslum stefnda Magnúsar 4 megi sjá að fy rirtæki stefnda Magnúsar gangi vel, hann hafi nýverið keypt sér sumarbústað í Grímsnesi og sé með tugi milljóna í innistæðum . Í tölvupósti sem stefndi Magnús sendi stefnanda þann 19. janúar 2018 segir að stefndi sé löngu hættur að skilja hvað stefnandi sé að fara, hún megi fá Framkvæmd og þjónustu ef það er það sem sé að plaga stefnanda, hann vilji ekkert eiga það 50/50 með stefnanda. Þá segir að þau hafi selt allar þeirra eignir og stefnandi fengið vel rúmlega það sem henni hafi borið. Þá segir að ef hún vilji skipta á Framkvæmd og þjónustu , sem hafi bara verið peningar inni á bók, sala sem hafi komið frá Fornubúðum og peningar sem komu úr Hringbrautinni , þá þurfi hann ekki að hugsa sig um í eina mínútu og segi bara já takk. Þann 21. desember 2018 seldi s tefndi Framkvæmd og þ jónusta ehf. fasteignina að Stapahrauni 7 í Hafnarfirði til Ljósþings ehf. Kemur fram í afsalinu að fasteignamat eignarinnar hafi verið 16.650.000 krónur. Með skattframtali stefnanda fyrir tekjuárið 2018 fylgdi yfirlit yfir hlutafjáreign stefnanda í Framkvæmd og þ jónustu ehf., að nafnvirði 250.000 krónur. Fyrir sama tekjuár er á skattframtali stefnda Magnúsar tali ð fram hlutafé í Ljósþingi ehf. að nafnvirði 500.000 krónur og í Framkvæmd og þjónustu ehf. að upphæð 500.000 krónur. Með bréfi 12. mars 2018 krafðist stefnandi þess að haldinn yrði aukafundur í félaginu innan fjórtán daga frá dagsetningu bréfsins. Þá var gerð krafa um að í síðasta lagi sjö dögum fy rir aukafund skyldi umboðsmaður hluthafa fá aðgang að fundargerðabók hins stefnda félags auk þess að fá aðgang að hlutaskrá félagsins ásamt upplýsing um um arðgreiðslur. Með svarbréfi lögmanns stefndu þann 19. mars 2018 var málavöxtum í bréfi frá 12. mars mótmælt og að stefnandi væri ekki meðal hluthafa í félaginu. Var kröfum stefnanda hafnað. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir kröfur sínar á því að hún ha fi verið annar stofnandi að hinu stefnda félagi ásamt stefnanda Magnúsi Valþórssyni og sé eigandi að 50% eignar hlut félagsins enn í dag. Hún hafi hvorki selt né ráðstafað með neinum hætti 50% eignarhlut sínum í félaginu. Þá hafi hún talið fram 50% eignarhl ut s inn í stefnda á skattframtölum, síðast árið 2017. Stefnandi vísar til þess að eigið fé félagsins Framkvæmd ar og þjón u st u ehf. miðað við 31. desember 201 7 hafi verið 7 1 . 410.848 krónur og því séu ve ruleg verðmæti fólgin í félaginu og þess vegna lögvarðir hagsmunir stefnanda verulegir . S tefnandi vísar til þess að hún hafi því verulega og brýna hagsmuni af málarekstri þessum. 5 Stefnandi vísar til þess að stjórn og aðalfundur félagsins Framkvæmd og þjónusta ehf. hafi á aðalfundum á árunum 2014 til og með ár inu 201 8 tekið ákvörðun um og samþykkt að greiða samtals 5 0 milljónir króna í arð til hluthafa. Stefnandi , sem eigi helming all ra hluta í félaginu , h afi hins vegar ekki fengið neinar a rðgreiðslur frá félaginu . Stefnandi byggir á því að stefndi Magnú s hafi með ólögmætum og saknæmum hætti ráðstafað hlut d eild hennar í umræddum arðgreiðslum annað en honum hafi borið skylda til . Þetta hafi stefndi Magnús gert í krafti stöðu sinnar í félaginu Framkvæmd og þjónusta ehf. Stefnandi vísar til þess að með bréfi lögmann s hennar , dags. 12. mars 2018, til stefnda Magnúsar sem stjórnarmanns og framkvæmdastjóra Fram k væmdar og þjónustu ehf. hafi þeirri áskorun verið beint til félagsins og stefnda Magnúsar að bo ða til aukafundar í félaginu. Þeirri áskorun hafi ekki verið sinnt af hálfu stefndu . Þá hafnar stefnandi þeirri fullyrðingu lögmanns stefnda dags. 19. mars 2018 að stefnandi sé ekki á meðal hluthafa í félaginu sem rangri og tilhæfulausri . Í því sambandi sé vísað til bréfs lögmanns stefnanda dags. 23. mar s 2018 þar sem því hafi verið beint til stefndu að koma á framfæri frekari skýringum eða sjónarmiðum varðandi þá afstöðu að stefnandi væri ekki hluthafi í félaginu en engar frekari skýringar eða sjónarmið bárust frá stefndu. Stefnandi vísar til þess að í s tofngögn um Framkvæmdar og þjónustu ehf. k omi fram að allt hlutafé félag s ins að fjárhæð 500.000 krónur hafi verið greitt við stofnun félag s ins. Þá k omi fram í stofngögnum félagsins að stefnandi eigi 250.000 krónur í hlutafé í félaginu sem er helming ur hlut a í félaginu. Byggir s tefnandi á því að hún hafi ekki ráðstafað eignarhlut sínum í félaginu og því sé hún enn í dag , eins og allar götur frá árinu 2004 , löglegur og rétt mætur eigandi helmings hluta í Framkvæmd og þjónust u ehf. Stefnandi byggir á því að ste fnd u hafi með ólögmætum hætti staðið að framkvæmd arð greiðslna vegna rekstraráranna 2013 til 201 7 með því að ráðstafa ekki helmingi fjárhæðar umræddra arðgreiðslna, eða 2 5 milljónum króna , allt að teknu tilliti til fjármagnstekjuskatts , til stefnanda . Stef nandi byggir á því að stefndu hafi skilyrðislaust borið að greiða henni helmi nginn af arðgreiðslum vegna re k st raráranna 2013 til 201 7 , en stefnandi fékk engan arð greiddan frá Framkvæmd og þjónustu ehf. Á þessu beri félagið Framkvæmd og þjónusta ehf. og stefndi Magnús sem stjórnarmaður , framk v æmdastjóri og hluthafi í félaginu ábyrgð . Stefnandi byggir á því að stefndi Magnús hafi sem stjórnarmaður og framkvæmdastjóri félagsins Framkvæmdar og þjónustu ehf. ekki sinnt áskorun um að boða 6 til aukafundar í félaginu þrátt fyrir áskorun þess efnis frá stefnanda, sem hluthafa í félaginu Framkvæmd og þjónusta ehf. sem fer með helming hluta í félaginu. S tefnandi byggir á því að stefndi Magnús hafi stöðu sinnar vegna hjá félaginu Framkvæmd og þjónustu ehf. ekki greitt stefnanda arð samkvæmt ákvörðun aðalfunda í félaginu og með því að verða ekki við kröfu stefnanda um að boða til aukafundar hafi stefndi Magnús sem hluthafi , framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í félaginu Framkvæmd og þjónustu ehf . af ásetningi misnot að aðstöðu sína í félaginu . Stefnandi byggir á því að fullnægt sé skilyrðum 81. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög til þess að krefjast dóms fyrir því að félaginu Framkvæmd og þjón u sta ehf. verði slitið á þeim grundvelli að stefndi Magnús Valþórsson sem hluthaf i hafi með ótilhlýðilegum hætti og af ásetningi misnotað aðstöðu sína í félaginu og brotið lög um einkahlutafélög. Samkvæmt ársreikningum sem stefndi Magnús áritar einn er hann sagður vera eini hluthafi félagsins , sem s é rang t . Þá hafi stefndi Magnús sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í félaginu Framkvæmd og þjónusta ehf. ekki ráðstafað arði til stefnanda sem eigi helming all ra hluta í félaginu. Með hinni ólögmætu og saknæmu háttsemi stefnda Magnúsar hafi hann misnota ð aðstöðu sína sem stjórnarmaður og hluthafi í félaginu Framkvæmd og þjónusta ehf. Með vísan til málsástæðna og lagaraka stefnanda ber i að fallast á dóm kröfu stefnanda um að einkahlutafélaginu Framkvæmd og þjónust u ehf., kt. 701204 - 3870, Stapahrauni 7, Hafnarfirði, verði með dómi slitið. Þá sé með vísan til hagsmuna stefnanda og ólögmætrar háttsemi stefnda Magnúsar gerð sú krafa að áfrýjun dóms fresti ekki eða hindri ekki aðför eftir dóminum . Stefnandi byggir kröfur sínar á ákvæðum laga nr. 134/1994 um einkahlutafélög, einkum 81. gr. laganna . Kröfu um að áfrýjun dóms hindri ekki aðför byggir stefnandi á 114. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa um málskostnað styðst við 1. mgr. 130. gr. sömu laga og varða ndi varnarþing vísast til 1. mgr. 32. og 33. gr. sömu laga. Málsástæður og lagarök stefn du . Stefndu krefjast sýknu af kröfum stefnanda. Til vara krefjast stefndu þess að í stað félagsslita Framkvæmdar og þjónustu ehf., kt. 701204 - 3870 , skuli félagið innan frests og fyrir verð sem ákveðið er í dóminum leysa til sín hlutabréf stefnanda í félaginu. Þá krefjast stefndu málskostnaðar úr hendi stefnanda . Stefndi kveður sambúð aðila hafa gengið illa og síðla sumars 2006 hafi þau tekið ákvörðu n um sambúðarslit. Hafi þá vinna hafist við e ignaskipti þeirra á milli með sölu 7 fasteignar þeirra að Hringbraut 5 í Hafnarfirði og fasteignar í eigu stefnda Framkvæmdar og þjónustu ehf. að Fornubúðum 10, Hafnarfirði. Sambúðarslitum hafi lokið með formlegum hætti á árinu 2007 og það ár hafi eignaskiptum milli stefnanda og stefnda Magnúsar einni g lokið. Stefndi Framkvæmd og þjónusta ehf. bygg ir sýknukröfu sína á aðildarskorti. Í málinu kref ji st stefnandi þess að félaginu Framkvæmd og þjónustu ehf. verði slitið með dómi. Samkvæmt 81. gr. laga um einkahlutafélög nr. 138/1994 séu það einungis hluthafar sem get i krafist dóms fyrir því að félagi skuli slitið. Samkvæmt hlutaskránni sé stefndi Magnús einn eigandi alls hlutafjár í félaginu. Þar sem st efnandi sé ekki hluthafi í félaginu get i hún ekki haft uppi kröfu um slit þess. Ber i því að sýkna í málinu vegna aðildarskorts til sóknar, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá byggir stefndi Framkvæmd og þjónusta ehf. á því að k rö fu um slit einkahlutafélags samkvæmt 81. gr. laga um einkahlutafélög nr. 138/1994 verð i aðeins beint að einkahlutafélaginu sjálfu, en ekki hluthöfum þess. Því ber i að sýkna stefnda Magnús vegna aðildarskorts, skv. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðfer ð einkamála. Stefndu byggja á því að stefnandi sé ekki hluthafi í hinu stefnda félagi. Stefndi Magnús sé einn eigandi allra hluta í hinu stefnda félagi samkvæmt hlutaskrá félagsins. Þessi aðstaða leiði til þess að sýkna verð i stefndu af kröfum stefnanda, sé ekki fallist á að þessi aðstaða leiði til sýknu vegna aðildarskorts. Í 19. gr. laga nr. 138/1994 sé að finna reglur um að halda skuli sérstaka hlutaskrá í einkahlutafélögum og um þýðingu hennar. Hlutaskrá h afi að geyma upplýsingar um það hvaða hlutir séu til í félaginu og hverjir séu eigendur þeirra. Réttarstaða hluthafa ráðist hverju sinni af því hverjir séu skráðir eigendur í hlutaskrá. Hlutaskrá veiti sönnun um mikilvægustu undirstöðuatriði varðandi félagið, þ ar með taldar eignarheimildir. Þannig b er i félagi að fara eftir hlutaskrá sinni varðandi ýmis réttindi til handa hluthöfum, t.d. um fundarboð og greiðslu arðs til hluthafa. Gildi skráningar í hlutaskrá sé lögbundið sönnunargagn fyrir því að rétthafi hlutabréfs geti beitt félagslegum réttindum sínum í einkahlutafélagi. Þar sem stefnandi sé ekki skráður hluthafi í félaginu samkvæmt gildandi hlutaskrá , sem h afi verið óbreytt í fjölda ára, get i hún ekki haft uppi kröfu um slit á félaginu skv. 81. gr. laga nr. 138/1994. Slíkt úrræði sé einungis tækt fyrir aðila sem skráður sé sem hluthafi í viðkomandi félagi. Þegar af þeim sökum ber i að sýkna stefndu af kröfum stefnanda. Við útgáfu stefnu hafi stefnanda verið kunnugt um að hún væri ekki skráður hluthafi 8 í félaginu, eins og komi fram í bréfi stefnanda þann 19. mars sl. Af þeim sökum hafi henni fyrst borið að afla sér dóms til viðurkenningar á eignarheimild sinni í félaginu áður en hún ge ti haft uppi kröfur sem aðeins skráðir hluthafar samkvæmt hlutaskrá get i sett fram. Eins og fram hefur komið hafi stefnandi og stefndi Magnús slitið samvist ir á árinu 2007. Á því ári hafi einnig farið fram eignaskipti þeirra á milli. Stefndi Magnús hafi eigna st allt hlutafé í félaginu Framkvæmd og þjónustu ehf. en stefnandi hafi fengið greidda fjármuni út úr félaginu. Engar lögfestar reglur séu til um skipti eigna og skulda við sambúðarslit. Litið hafi verið á sambúðarfólk sem tvo sjálfstæða einstaklinga í þessu tilliti. Það hafi verið talin meginregla um fjárhagslegt uppgjör við slit á óvígðri sambúð að h vor aðili um sig teljist eiga þau verðmæti sem hann hafi komið með inn í búið og öðrum eignum sé skipt til helminga. Við upphaf sambúðar hafi aðilar átt hvort sína fasteign. Hinn 5. maí 2004 hafi stefndi Magnús selt sína íbúð fyrir 14.300.000 krónur. Tvei mur dögum síðar hafi stefnandi selt sína íbúð fyrir 14.400.000 krónur. Með kaupsamningi undirrituðum 10. maí 2004 hafi stefnandi og stefndi Magnús keypt saman fasteignina Hringbraut 5 í Hafnarfirði, og kaupverðið verið 18.000.000 króna. Hvort um sig hafi v erið skráð fyrir 50% eignarhlut í fasteigninni. Hinn 9. janúar 2007 hafi stefnandi og stefndi Magnús samþykkt kauptilboð í fasteignina og hafi söluverðið verið 32.400.000 krónur. Samkvæmt kauptilboðinu hafi seljendur átt að fá greiddar 14.365.459 krónur í peningum. Þá hafi kaupendur skuldbun dið sig til að yfirtaka áhvílandi skuldir að fjárhæð 18.034.541 króna . Kaupsamningur hafi ve rið undirritaður 29. janúar 2007. Á þeim tíma hafi legið fyrir nýrri upplýsingar um áhvílandi veðskuldir. Frávikið hafi þó ve rið óverulegt í krónum talið frá því sem grein t sé í samþykktu kauptilboði. Við undirritun kaupsamnings hafi kaupendur greitt verð fas teignarinnar , 12.900.000 krónur. Þá hafi, samhliða gre iðslu kaupverðs , farið fram uppgjör milli seljenda fa s teignarinnar o g Draumahús s fasteignasölu nnar sem hafi annast sölu íbúðarinnar. Samkvæmt kvittun sem gerð hafi verið af þessu tilefni og aðilar undirrit að hafi kaupendur greitt seljend um 11.916.049 krónur við undirritun kaupsamnings . Hinn 2. febrúar 2007 hafi stefndi Mag nús fengið greiddar 5.958.025 krónur, sem hafi verið hans helmingur af greiðslu seljenda vegna sölu fasteignarinnar og s tefnandi hafi á sama tíma fengið jafn háa greiðslu inn á sinn bankareikning. Afsal vegna sölu fasteignarinnar hafi farið fram 2. júlí 20 07. Samkvæmt kostnaðaruppgjöri sem aðilar hafi undirritað hafi eftirstöðvar kaupverðs ins verið greiddar seljend um, að upphæð 1.369.258 krónur . Stefndi hafi þann sama dag fengið greiddan sinn hluta söluverðsins , 684.629 krónur. Stefnandi 9 fékk á sama tíma jafn háa greiðslu inn á bankareikning sinn nr. 0313 - 26 - 1147 en það reikningsnúmer hafi hún gefið upp við undirritun afsal s . Eignaskipti milli aðila vegna sölu fasteignarinnar að Hringbraut 5 hafi samkvæmt framansögðu farið þannig fram að stefnandi og stefndu hafi fengið í sinn hlut jafn háar greiðslur eftir að búið var að greiða kostnað vegna sölunnar. Að því er varð i félagið Framkvæmd og þjónust u ehf. þá hafi félagið keypt fasteign þegar aðilar voru í sambúð að Fornubúðum 10 í maí 2005, fyrir 6.500.000 krónur. Í tengslum við sambúðarslit milli aðila og eignaskipti hafi fasteignin verið seld. Kaupsamningur um sölu eignarinnar hafi verið undirritaður 17. ágúst 2006. Söluverð eignarinnar hafi verið 9.400.000 krónur, sem samkvæmt kaupsamning i skyldi greiða þannig að 7.000.000 króna vær u grei ddar við undirritun kaupsamnings og 2.400.000 krónur mánuði eftir afhendingu eignarinnar. Degi eftir undirritun kaupsamnings hafi 6.803.250 krónur verið greiddar inn á bankareikning félagsins. Hinn 31. ágú st 2006 hafi félagið greitt . 3.200.000 krónur inn á bankareikning í eigu stefnanda. Hinn 20. september 2006 hafi eftirstöðvar kaupverðs ins, 2.423.567 krónur , verið greiddar inn á bankareikning Framkvæmdar og þjónustu ehf. Átta dögum síðar hafi félagið greitt 1.800.000 krónur inn á bankareikning í eigu stefnanda. Þá hafi stefnandi einnig fengið frekari greiðslur við eignaskiptin. Samkomulag hafi verið milli aðila um að stefndi Magnús eignaðist hlut stefnanda í Framkvæmd og þjónustu ehf. Eignaskiptin hafi þannig farið fram að stefnandi fékk í sinn hlut reiðufé en eignarhlutur stefnda Magnúsar var skilinn eftir í félaginu. Í árslok 2006 hafi stefnandi enn verið skráður ei gandi að helmingshlutafé í Framkvæmd og þjónustu ehf. en eftir að endanleg eignaskipti höfðu farið fram milli aðila á árinu 2007 í tengslum við sambúðarslit þeirra hafi hlutaskrá félag s ins verið uppfærð og stefndi einn skráður eigandi alls hlutafjár í féla ginu. Í skattframtali stefnda Magnúsar , sem lagt er fram með greinargerð þessari , er gerð grein fyrir breytingu á eignarhaldi hans í hinu stefnda félagi. Samkvæmt skattskýrslunni hafi stefndi Magnús átt í upphafi árs 250.000 króna hluti í félaginu en í lo k árs hafi hann átt 500.000 króna hluti. Öll árin h afi hann gert grein fyrir eignarhlut sínum í hinu stefnda félagi. Öðrum eignum, s.s. innbúi , hafi verið skipt milli aðila með sama hætti. Sambúðarslitum og eignaskiptum hafi endanlega verið lokið í október 2007. Frá þessum tímapunkti hafi stefndi Magnús einn verið skráður eigandi alls hlutafjár í Framkvæmd og þjónustu ehf. Því til stuðnings m egi vísa til ársreikninga sem stefnandi hafi lagt fram. Stefnandi h afi í skattskilum sínum handskráð inn eignarhlut sinn í félaginu 10 eftir að hafa ráðstafað eignarhlut sínum til stefnda Magnúsar í tengslum við eignaskipti þeirra á milli í kjölfar sambúðarslita. Þessi einhliða skráning stefnanda í skattskilum sínum get i ekki haft sönnunargildi um raunverulegt eignarhald á hlutum í félaginu. Í tengslum við hinar ýmsu deilur sem upp haf i komið milli aðila eftir skilnað þeirra h afi stefnandi ítrekað talað um eignarhlut stefnda í Framkvæmd og þjónustu ehf. sem eign stefnda Magnúsar. Það hafi fyrst verið á árinu 2018, þegar aðilar deildu um heimild stefnanda til að fara með son þeirra til ársdvalar í Danmörku, sem stefnandi hafi haft orð á því að hún væri eigandi helmings hlutafjárins. Fram að þeim tíma hafi hún ávallt viðurkennt eignarhlutinn sem eign stefnda Magnúsar enda h afi það verið í samræmi við eignaskiptasamkomulag þeirra á milli sem endanlega var frágengið 2007. Það hafi svo verið viku eftir að forsjármáli stefnanda gegn stefnda Magnúsi hafi verið vísað frá Héraðsdómi Suðurlands sem stefna máls þessa hafi verið gefin út. Hinn 15. febrúar 2010 hafi stefnandi sent bréf til s ýslumannsins í Hafnarfirði vegna beiðni hennar um breytta umgengni og aukið meðlag. Í bréfinu segi m.a: að honum vegni nokkuð vel. Þ ess má líka sjá stað í fésbókarfærslum hans af skemmtunum fyrirtækisins. Nýverið keypti hann sér sumarbústað í Grímsnesi. Magnús hefur allatíð talað stendur vel með 80 mil Orkuvei tu Reykjavíkur. Síðan ég sleit sambúð minni við Magnús hefur hann keypt sér 1) krossara 2) snjósleða 3) Fellihýsi 4) Sumarbústað. Maður sem getur leyft sér þetta er að mínu mati ekki illa staddur. Ég tel það vera mjög alvarlegt ef Magnús getur minnkað laun sín í gegnum fyrirtækið sitt til þess eins að þurfa ekki að greiða það sem honum ber til Í skrifum stefnanda sé beinlín is talað um fyrirtæki stefnda Magnúsar og hvergi minnst á að fyrirtækið sé í sameign hennar og Magnúsar. Umrædd skrif hafi verið andsvar við gögnum og greinargerð sem stefndi Magnús hafi skilað inn til sýslumanns 25. janúar 2010. Hinn 1. júlí 2010 hafi sýs lumaður kveðið upp úrskurð þar sem stefnda Magnúsi var gert að greiða stefnanda 1,25% lágmarksmeðlag. Stefnandi hafi verið ósátt við úrskurð sýslumanns og ritað af því tilefni greinargerð skrifaða í Esbjerg í Danmörku til embættisins. Bréfið sé ódagsett e n hafi einnig verið sent til s ýslumannsins á Selfossi 15. apríl 2013. Í bréfinu segir m.a.: kemur fram að Magnús hafi ekki lokið menntun í rafvirkjun og starfaði hjá Ljósþingi. 11 Sannleikurinn er aftur sá að Magnús á fyrirtækið Ljósþ ing og titlar Magnús sig framkvæmdastjóra á öllum bréfum sem hann sendir til sýslumanns. Sýslumannsfulltrú a er alveg kunnugt um það. Einnig er Magnúsi gefinn frestur ítrekað til að skila inn launaseðlum, þar sem hann gengur svo langt að biðja gjaldkeran n s inn að lækka sig í launum á launaseðlum til að geta lagt fram hjá sýslumanni. [...] . Ekki heldur er hann beðin um að skila inn ársskýrslu eða ársuppgjöri á fyrirtæki sínu, það finnst mér einnig mjög Enn á ný tal i stefnandi um fyrirtæki í eigu stefnda Magnúsar en minnist ekk i á að hún eigi eignarhlut í því. Stefnandi hafi aftur átt í samskiptum við sýslumann í ágúst 2014, sbr. greinargerð sem hún sendi embættinu vegna beiðni stefnda Magnúsar um niðurfellingu á auknu meðlagi . Í greinargerð stefnanda segir m.a: eignartekjur s.s. arðgreiðslur, húsaleigu, fjármagnstekjur. Þ að rétt a er að Magnús á þó nokkuð af eignum. [...] 6. Fyrirtækið Ljósþing k.t. 6 10305 - 2369 7. Fyrirtækið Framkvæmd og þjónusta k.t. 701204 - 3870 Fer ég fram á að Magnús skili inn ársskýrslum fyrirtækja sinna síðustu ára, skýrslu um eignatekjur og arðgreiðslur síðustu ára. Magnúsi ber að segja satt og rétt frá árskýrslu og uppgjöri fyri rtækja sinna. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem Magnús reynir að breyta launaseðlum sínum í þeim eina tilgangi að greiða ekki aukameðlag með drengnum. Í bæði skiptin sem ég sótti um aukameðlag fékk hann hátt í 3 mánaða frest til að breyta þeim eða læ kka töluvert enda hefur Magnús í tvígang þurf t að fá heimsókn skattyfirvalda á fyrirtækjum sínum. Hefur bókarinn hans, alltaf séð um að lækka launaseðla hans í Í greinargerð stefnanda sé því lýs t yfir af hennar hálfu að stefndi Magnús sé eigandi fyrirtækisins Framkvæmdar og þjónustu ehf. og ítrekað sé talað um fyrirtækið sem eign Magnúsar eins. Ekkert hafi verið á það minnst að stefnandi væri eigandi að helmings hlutafé félagsins á móti stefnda M agnúsi. Á árinu 2016 hafi stefndi kært úrskurð sýslumannsins á Selfossi til i nnanríkisráðuneytisins. Í ágúst og september 2016 hafi stefnandi átt í samskiptum við starfsmann i nnanríkisráðuneytisins vegna málsins. Hinn 12. september 2016 hafi stefnandi 12 se nt tölvupóst til ráðuneytisins. Með tölvupóstinum hafi fylgt tvö viðhengi. Annars vegar afstaða stefnanda á árinu 2016 og hins vegar afstaða stefnanda til niðurfellingar á meðlagi frá árinu 2014. Um sé að ræða sama skjal og sé rakið á dómskjali 78 og hafi áður verið rakið. Í hinu nýja bréfi til i nnanríkisráðuneytisins sé ítrekað talað um að fyrirtækin séu í eigu stefnda Magnúsar. Því sé mótmælt sem fram k omi í bréfinu að Magnús hafi komið eignum undan er eignaskipti hafi farið fram. Í bréfinu sé þess krafist að stefndi Magnús i þess merki að við eignaskipti á árinu 2007 hafi einkahlutafélagið Framkvæmd og þjónusta komið í hlut stefnda Magnúsar eftir að uppgjör þeirra á milli hafði farið fram. Stefndu byggja á því að sk ilyrði 81. gr. laga nr. 138/1994 séu ekki uppfyllt . Skilyrði þess að fá dóm fyrir slitum einkahlutafélags séu samkvæmt ákvæðinu ströng þar eð greinin gerir ráð fyrir því að um ásetningsbrot sé að tefla og að auki að um sé að ræða misnotkun. Stefndu benda á að um sé að ræða undantekningarreglu sem skýra verð i þröngt. Þannig segi í athugasemdum við ákvæðið að ekki sé líklegt að ákvæðinu verði beitt enda sé því fyrst og fremst ætlað að gilda þegar hluthöfum stand i engin önnur úrræði til boða. Það eigi ekki við í þessu máli, enda stand i stefnanda ýmis önnur vægari úrræði til boða. Því sé mótmælt að stefndu hafi af á setningi misnotað aðstöðu sína í félaginu eða tekið þátt í brotum á lögum um einkahlutafélög eða samþykktum Framkvæmdar og þjónustu ehf. Um þetta vís i st til fyrri umfjöllunar og þeirrar staðreyndar að við eignaskipti milli stefnanda og Magnúsar hafi eignar hlutur stefnanda í Framkvæmd og þjónustu ehf. komið í hlut stefnda. Því sé mótmælt að stefndi Magnús hafi með ólögmætum og saknæmum hætti ráðstafað arðgreiðslum annað en honum hafi borið . Umrædd arðgreiðsla hafi verið greidd til eina hluthafa félagsins sam kvæmt hlutaskrá þess. Komist dómstólar hins vegar síðar að þeirri niðurstöðu, þvert gegn væntingum stefnda Magnúsar, að uppfæra beri hlutaskrá félagsins þannig að stefnandi verði skráður eigandi helmings hlutafjár í félaginu sé því lýst yfir að henni verð i tryggt skaðleysi þannig að hún verði eins sett og ef hún hefði verið skráður hluthafi í félaginu á þeim tíma. Stefndu byggja á því að stefnandi hafi glatað rétti vegna t ómlæti s. Á árinu 2018, þegar liðin hafi verið tólf ár frá sambúðarslitum aðila, hafi fyrst verið sett fram krafa af hálfu stefnanda um eignarhlut í hinu stefnda félagi. Þessi langi tími sem h afi liðið h afi eðli málsins samkvæmt haft í för með sér að torsóttara sé að afla gagna til 13 stuðnings kröfum stefndu . Af þessum sökum sé á því byggt af hálfu stefndu að krafa stefnanda sé niðurfallin sökum tómlætis. Þannig hefur stefnandi aldrei á þessum tíma óskað eftir gögnum um félagið, ekki gert athugasemdir við að fá ekki sent fundarboð á vegum félagsins, ekki gert athugasemdir við að eignarhlutur hennar í félaginu hafi ekki verið forskráður í skattframtal hennar o.s.frv. Fullt tilefni hafi verið til þess hafi stefnandi raunverulega talið sig enn vera eiganda helmings hlutafjár í félaginu. Þessi vanræksla stefnanda sýni þvert á móti að stefnandi hafi viðurkenn t að félagið væri alfarið eign stefnda Magnúsar. Stefndu vísa til meginreglna kröfuréttar um tómlæti sem fel i í sér að kröfuhafi verði að gæta réttar síns og halda honum til haga. Kröfuhafi verð i að bera hallann af vanrækslu sinni . Sá langi tími sem stefnandi hafi látið líða þar til hún hafði uppi kröfu sína fel i í sér tómlæti af hennar hálfu sem leiði til þess að allar meintar kröfur hennar á hendur stefndu séu fallnar niður, verði talið að þær hafi verið fyrir hendi á einhverjum tímapunkti. Stefndu byggja kröfur sínar um sýknu einnig á ólögfestum reglum kröfuréttarins um óréttmæta auðgun. Í dómaframkvæmd h afi verið viðurkennt að við tilteknar aðstæður verði þeim sem hafi án réttmætar ástæðu öðlast verðmæti sem tilheyri öðrum , og þannig auðgast á hans kostnað, gert að skila eiganda eða þeim sem hafi orðið fyrir tjóni andvirði þeirrar auðgunar. Skilyrði þess sé annars vegar að um tjón annars sé að ræða og hins vegar að auðgun hins sé í beinum tengslum við það tjón. Fyrir ligg i að v erðmæti Framkvæmdar og þjónustu ehf. haf i meira og minna öll orðið til eftir sambúðarslit aðila. Virðisaukningu félagsins m egi eingöngu rekja til starfsemi félagsins Ljósþings ehf. sem Framkvæmd og þjónusta ehf. hafi keypt eftir sambúðarslit aðila. Ljóst s é að stefndi Magnús hefði aldrei keypt félagið Ljósþing ehf. fyrir hönd Framkvæmdar og þjónustu ehf. eftir erfið sambúðarslit við stefnanda hefði hann órað fyrir að hún væri enn eigandi helmings hlutafjár í félaginu. Þannig h afi stefndi til að mynda gengis t í umtalsverðar ábyrgðir fyrir Ljósþing ehf. svo að félagið g æ ti aflað tekna. Stefnandi h afi enga aðkomu haft að tekjuöflun félagsins né undirgengist nokkra ábyrgð í þágu þess. Í stefnu sé þess krafist að gangi dómur stefnanda í vil verði kveðið á um það í dómi að áfrýjun dóms hindri ekki aðför eftir dóminum. Í stefnu sé þessi krafa stefnanda ekki rökstudd nánar. Að mati stefndu sé ekki tilefni í máli þessu til að víkja frá almennum reglum sem um þetta gild i . Verði þvert gegn væntingum talið að skilyrði séu til að víkja frá almennum reglum um aðför sé þess krafist að það verði háð því skilyrði að stefnandi 14 setji tryggingu við aðför, sbr. 2. ml. 5. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991. Um varakröfu vísa stefndu til 2. mgr. 81. gr. laga nr. 138/1994. Stefndu vísa til þeirra lagaákvæða og meginreglna sem vísað sé til hér að framan. Einkum sé vísað til 16. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, 19. og 81. gr. laga um einkahlutafélög nr. 138/1994 og til meginreglna kröfuréttar. Málskostnaðarkrafa byggist á 130. gr. laga um meðferð einkamála. Skýrslur fyrir dómi. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu stef n andi og stefndi Magnús. Verður vitnað til þeirra eftir því sem tilefni gefst til við úrlausn málsins. Forsendur o g niðurstaða. Dómkröfur stefnanda í máli þessu eru þær að einkahlutafélaginu Framkvæmd og þjónustu ehf., kt. 701204 - 3870, Stapahrauni 7, Hafnarfirði, verði slitið með dómi. Þá er gerð sú krafa að áfrýjun dóms hindri ekki aðför eftir dóminum. Um félagið Framkvæmd og þjónusta ehf. gilda lög nr. 138/1994. Stefnandi byggir kröfu sína á 1. mgr. 81. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög en þar segir að hluthafar, sem ráði yfir minnst 1/5 hlutafjár, geti krafist dóms fyrir því að félagi skuli slitið á þeim g rundvelli að hluthafar hafi af ásetningi misnotað aðst ö ðu sína í félaginu eða tekið þátt í brotum á lögum þessum eða samþykktum félagsins. Er þá til úrlausnar hvort stefnandi uppfylli þau skilyrði að vera hluthafi. Eins og rakið er í málavöxtum stofnuðu stefnandi og stefndi saman félagið Framkvæmd og þjónusta ehf. samkvæmt samþykktum félagsins og tilkynningu til Hlutafélagskrár þann 26. desember 2004. Lögðu báðir aðilar til hlutafé, 250.000 krónur hvor um sig. Þá var stefndi Magnús aðalmaður í stjórn og stefnandi meðstjórnandi. Voru bæði með prókúru og rétt til að rita félagið. Stefnandi tilkynnti Fyrirtækjaskrá þann 31. mars 2005 að hún segði sig úr stjórn félagsins ásamt því að afturkalla prókúru til að rita félagið . Aðilar voru á þessum tíma í sambúð og höfðu keypt sér fasteign saman ásamt því að þau eignuðust son í september 2004. Samkvæmt gögnum málsins og framburði aðila var sambúðin stormasöm og var henni endanlega slitið á árinu 2007. Á sama tíma var fasteign í eigu hins stefnda félags, Framkvæmd ar og þjónust u ehf., að Fornubúðum 10 í Hafnarfirði seld. Voru fjármunir í kjölfar sölunnar millifærðir yfir á bankareikning stefnanda sem stefnandi kvað fyrir dóminum að hafi verið hennar hlutdeild í fasteigninni sem helmings eigandi að félaginu en ekki uppgjör milli aðila vegna sambúðarslitanna. Mótmælti stefnandi því að þeir fjármunir 15 hefðu verið greiddir henni gegn því að stefndi Magnús yrði eigandi að hennar hlutum í félaginu. Á tekjuárinu 200 7 taldi stefndi Magn ús fram og gerði grein fyrir því á skattframtali sínu að hann hefði átt að nafnvirði 250.000 króna hlut í Framkvæmd og þjónustu ehf. í upphafi árs og 500.000 króna hlut í lok árs. Frá þeim tíma taldi hann fram eignarhlut sinn á skattframtölum 500.000 krón u r í hinu stefnda félagi. Í skattframtölum stefnanda frá árunum 2007 til 2017 er eignarhlutur hennar ával l t talinn fram að fjárhæð 250.000 krónur. Í gögnum málsins er útskrift úr hlutaskrá félagsins þann 1. nóvember 2007 þar sem fram kemur að stefndi Mag nús sé eigandi 100% hluta í hinu stefnda félagi. Þá liggur frammi hlutafjármiðið vegna eigna og tekna ársins 2018 með skattframtali stefnda Magnúsar þar sem hlutur hans í félaginu sé 500.000 krónur. G ögn frá árinu 2007 vegna sambúðarslita og ágreinings aðila um umgengni og meðlagsgreiðslur vegna sonar þeirra liggja frammi . Kemur þar ítrekað fram í bréfum stefnanda að stefndi sé eigandi að hinu stefnda félagi. Hvergi er að því vikið að stefnandi sé einnig eigandi að félaginu. Þá er hvergi að finna í gögnu m málsins né upplýst af hálfu aðila að stefnandi hafi gert athugasemdir við að vera ekki boðuð á hluthafafundi í þau tíu ár sem liðu frá uppgjöri aðila vegna sambúðarslitanna og þar til stefnandi gerði fyrst kröfu um upplýsingar um félagið frá stefndu þann 12. mars 2018. Ágreiningslaust er með aðilum að þau hafi gengið frá fjárhagslegu uppgjöri sínu við sambúðarslit þeirra á árinu 2007 og var hluti þess uppgjörs sala á fasteign þeirra að Hringbraut 5 í Hafnarfirði. Ekki er ágreiningur um að uppgjör vegna þeirrar sölu hafi farið fram milli aðila. Í ársreikningi hins stefnda félags fyrir rekstrarárið 2007 kemur fram að rekstrarafkoma ársins var neikvæð um tæplega 800.000 krónur. Þá voru eignir félagsins fasteign í árslok , 7.285.000 krónur , og hlutabréf í félögum , 13.530.000 krónur , eða samtals 21.270.000 krónur. Skuldir félagsins voru í árslok 23.660.000 krónur. Samkvæmt ársreikningi Ljósþings ehf. árið 2006 var stefndi Magnús framkvæmdastjóri í því félagi en ekki skráður eigandi hluta í því félagi. Ekk i liggur fyrir í gögnum hvenær á árinu 2007 Framkvæmd og þjónusta ehf. eignaðist hlut í Ljósþingi ehf. Ágreiningur aðila snýr að því hvort uppgjör á sölu á fasteigninni að Fornubúðum 10 í Hafnarfirði , sem var í eigu hins stefnda félags , hafi fali ð í sér samkomulag um að stefndi Magnús yrði eigandi að félaginu að fullu eða hvort stefnandi yrði hluthafi áfram í félaginu eða ekki. 16 Eins og rakið er að framan hefur stefnandi ítrekað bent á það , í skrifum sínum vegna ágreinings um meðlag og umgengni til sýslu manns, að stefndi Magnús sé eigandi að Fyrirtæki og þjónustu ehf. ásamt því að eiga aðrar eignir. Stefndi Magnús fullyrti fyrir dóminum að greiðslur til stefnanda við sölu á Fornubúðum 10 hafi verið endanlegt uppgjör milli þeirra vegna sambúðarslitanna og hafi hlutur stefnanda í hinu stefnda félagi verið hluti uppgjörsins. Þess vegna hafi hann talið eignarhluta sinn að fullu fram til skatts á tekjuárinu 2007 . Af gögnum málsins , því að stefndi Magnús taldi allt frá uppgjörsári þeirra 2007 að hann væri eiga ndi að 100% hlutum í hinu stefnda félagi og framburði aðila telur dómurinn að stefndi Magnús hafi sýnt fram á það að stefnandi hafi samið svo um á árinu 2007 að stefndi Magnús fengi hluti hennar í félaginu gegn uppgjöri á fjármunum félagsins. Þá verður að telja, þrátt fyrir að stefn andi hafi talið fram eignarhluta sinn í félaginu á skattframtali, það ekki veita næga sönnun fyrir því að hún sé eða hafi átt að vera eigandi að helmingshlut félagsins eftir sambúðarslit þeirra. Telur dómurinn stefnda Magnús hafa sýnt fram á að hann hafi verið eigandi að 100% hlut félagsins frá árinu 2007 enda hníga öll gögn til þess . Að þessu öllu virtu kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að stefnandi eigi ekki hluti í félaginu og skorti því aðild til að krefjast slita á félagi nu eins og gert er í stefnu. Að þessum niðurstöðum fengnum eru ekki efni til að taka aðrar kröfur stefnanda til úrlausnar. Verða stefndu því sýknuð í máli þessu. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnandi dæmd til að greiða stefnd u samtals 1.5 00.000 krónur í málskostnað. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Við uppkvaðningu dóms þessa er gætt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Dómsorð. Stefnd i , Framkvæmd og þjónusta ehf . sýkn í máli þessu. Stefndi Magnús Valþórsson er sýkn í máli þessu. Stefnandi greiði stefndu samtals 1.5 00.000 krónur í málskostnað. Ástríður Grímsdóttir