Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 2. júní 2020 Mál nr. S - 57/2020 : Lögreglustjórinn á Vestfjörðum ( Karl Ingi Vilbergs s on lögreglustjóri ) g egn Wieslaw Bogumil Nesteruk og Dariusz Nesteruk ( Kristján Óskar Ásvaldsson lögmaður ) Dómur I Mál þetta, sem þingfest var 20. apríl 2020 og dómtekið miðviku daginn 20. maí sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Vestfjörðum þann 20. mars sl., á hendur Wieslaw Bogumil Nesteruk, kt. 000000 - 0000 , og Dariusz Nesteruk, kt. 000000 - 0000 , báð um til heimilis að , . fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa í félagi, miðvikudaginn 22. janúar 2020, haft í fórum sínum, til söludreifingar, á sameiginlegu heimili sínu að , 12,0 millilítra af kannabisblönduðum vökva, 39,44 grömm af amfetamíni, 65,18 grömm af maríhúana og 2 ecstasy - töflur, sem lögregla fann við húsleit. (314 - 2020 - 254) Telst þetta varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 1. og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. rgl. nr. 789/2010 og 513/2012. II. Á hendur Wieslaw Bogumil Nesteruk, fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa miðvikudaginn 22. janúar 2020, ekið bifreiðinni , frá sjúkrahúsinu á Ísafirði, við Torfnes, ófær um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði 2 mældist 120 ng/ml af amfetamíni), að eldsneytisafgreiðslustöð N1 við Hafnarstr æti 21, þar sem lögregla hafði afskipti af honum. (mál nr. 314 - 2020 - 260) Telst þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 50. gr, sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar, ákærð a Wieslaw Bogumil Nesteruk t il sviptingar ökuréttar skv. 99. og 101. gr. nefndra umferðarlaga og báðum til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á 39,44 grömmum af amfetamíni, 65,18 grömmum af maríhúana, 12,0 millilítrum af kannabisblönduðum vökva og 2 ecstasy - töflum, með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, ásamt síðari breytingum, 10,0 millilitrum af Dromostanolone og 10,0 millilitrum af Testosteron, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins, skv. 2. mgr. 68. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963 og 3. mgr. 48. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 og að endingu kr. 73.000 í reiðufé, sem lögregla lagði hald á, skv. 1. tl . 1. mgr. 69. gr . b almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 . 1. gr. laga nr. 60/1980, og 2. mgr. 14. gr . reglugerðar nr. 233/2001 . Í þinghaldi 20. maí sl. féll ákæruvaldið frá hluta ákæruefnisins gagnvart ákærða Dariusz. Eftir þá breytingu varð I hluti ákærunnar svohljóðandi: f yrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa í félagi, miðvikudaginn 22. janúar 2020, haft í fórum sínum, til söludreifingar, á sameiginlegu heimili sínu að 65,18 grömm af maríhúana og 9,72 grömm af amfetamíni sem lögregla fann við leit í svefnherbergi ákærða Dariusz og ákærða Wieslaw fyrir að hafa á sama tíma haft í risherbergi til eigin nota 29,72 grömm af amfetamíni 12,0 millilíta af Að öðru leyti stendur ákæran óbreytt. Af hál fu ákærðu var ekki gerð athugasemd við breytingu ákærunnar. II 3 Ákærðu mættu bá ðir við fyrirtöku málsins 20. maí sl. og viðurkennd u skýlaust að hafa gerst sek ir um þá háttsemi sem þeim er gefin að sök í ákæru , eins og henni var breytt í því sama þinghaldi . Þá samþykktu ákærðu upptökukröfu ákæruvalds samkvæmt ákæruskjali. Með vísan til skýlausrar játningar ákærð u og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning þeirra beggja væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1 . mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að verjanda ákærð u og fulltrúa ákæruvalds hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Um málsatvik er vísað til ákæru og gagna málsins. Það er mat dómsins að játni ng ákærð u samræmist rannsóknargögnum málsins og verð a þeir því sakfelld ir fyrir þá háttsemi sem þeim er gefin að sök í ákæru og eru brot þeirra þar rétt heimfærð til refisiákvæða. III Við ákvörðun refsingar verður til þess litið að brot samkvæmt ákærulið I . var unnið í sameiningu og horfir það til refsiþyn g ingar sbr. 2. mgr. 70 . gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Til ref s ilækkunar horfir að ákærðu hafa viðurkennt brot sín skýlaust og verið samvinnuþýðir við rannsókn málsins. S a kaferill ákærða Dariusz hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar hans sem þykir hæfileg ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Að virtum atvikum málsins og skýlausrar játningar ákærða , þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Ákærði Wiesl a w Bogumil á nokkurn sakaferil að baki og var síðast dæmdur í Hér a ðsdómi Vestfjarða 27. júní 2019 til greiðslu sek tar fyrir vörslur fíkniefna. Þykir refsing ha ns , með vísan til ofanritaðs og með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði. Með vísan til 99. og 4. mgr. 101 . gr. umferðarlaga nr. 77/2019 ber a ð svipta ákærða ök u rétti í 6 mánuði. Með vísan til 2 35. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 verður ákærða Dariusz gert að greiða hluta sakarkostnaðar málsins, sem er þóknun skipaðs verjanda hans, Kristjáns Óskars Ásvaldssonar lögmanns, 168.640 krónur að teknu tilliti til 4 virðisaukaskatts. Þá verður ákæ rði Wiesl a w Bogumil, á grundvelli sama lagaákvæðis, dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar samtals að fjárhæð 532.639 krón u r . Það er þóknun skipaðs verjanda hans Kristjáns Óskars Ásvaldssonar lögmanns 91.760 krónur og þóknun áður skipaðs verjanda hans Magnúsar D. Nor ð da h l lögmanns 281.015 krónur auk útlagðs ferð a kostnaðar lögmannsins 60.607 krónu r auk annars sakarkostnað ar sem samkvæmt yfirliti lögreglu nemur 99.257 krónu m Við ákvörðun þóknunar lögmanna hefur verið tek ið mið af virðisaukaskatti. Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 ásamt síðari breytingum eru upptæk gerð 39,44 grömm af amfetamíni, 65,18 grömm af maríhúana, 12,0 millilítr ar af kannabisblönduðum vökv a og 2 ecstasy - töflu r. Með vísan til 2. mgr. 68. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963 og 3. mgr. 4 9 . gr. lyfjalaga nr. 93/1994 eru upptæk gerð 10,0 millilitr ar af Dromostanolone og 10,0 millilitr ar af Testosteron, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins, og 73.000 krónur í reiðufé, sem lögregla lagði hald á, skv. heimild 1. tl . 1. mgr. 69. gr . b almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 , sbr. 1. gr. laga nr. 60/1980, og 2. mgr. 14. gr . reglugerðar nr. 233/2001 . Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærð i , Wieslaw Bogumil Nesteruk , sæti fangelsi í fjóra mánuði. Ákærði, er sviptur ökurétti í sex mánuði , frá birtingu dóms þessa að telja . Ákærði greiði 532.639 krónur í sakarkostnað, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns Kristjáns Óskars Ásvaldssonar lögmanns 91.760 krónur og þóknun áður skipaðs verjanda Magnúsar D. Norðdahl lögmanns 281.015 krónur auk útlagðs ferðkostn aðar lögmannsins 60.607 krónur. Ákærð i , Dariusz Nesteruk , sæti fangelsi í tvo mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , með áorðn um breytingum. Ákærði greiði 168.640 í sakarkostnað, sem er þóknun skipaðs verjanda hans, Kristjáns Óskars Ásvaldssonar lögmanns. 5 Upptæk eru gerð 39,44 grömm af amfetamíni, 65,18 grömm af maríhúana, 12,0 millilítr ar af kannabisblönduðum vökva og 2 ecstas y - töflu r , 10,0 millilitr ar af Dromostanolone , 10,0 millilitr ar af Testosteron, og 73.000 krónur í reiðufé . Bergþóra Ingólfsdóttir