Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2 9 . maí 2020 Mál nr. S - 2515/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Margrét Herdís Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Christopher Joshua Elstun ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 7. apríl 2020, á hendur Christopher Joshua Elstun, Framnesvegi 58a, Reykjavík, f yrir nytjastuld með því að hafa, mánudaginn 1. október 2018, í félagi við X , tekið bifreiðina R í heimildarleysi þar sem hún stóð á þjónustuverkstæði Bílabúðar Benna, Tangarhöfða 8 í Reykjavík en X ók bifreiðinni um götur höfuðborgarsvæðisins og um Vesturl andsveg við Fiskilæk, Akranesi , og áfram um Vesturlandsveg en bifreiðin fannst kyrrstæð á gatnamótum Vesturlandsvegar og Borgarfjarðarbrautar í Borgarfirði. Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var þa ð tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. 2 Ákærði hefur skýlaust játað brot sitt . Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfær t til refsiákvæð is í ákæru. Ákærði er fæddur í desember 1990 . S akaferill hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar. Með hliðsjón af framangreindu og sakarefni þessa máls þykir re fsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu/birtingu dóms þessa að haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði málsvarnarþóknun verjanda, sem í dómsorði greinir. Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Margrét Herdís Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari. Símon Sigvaldason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Christopher Joshua Elstun , sæti fangelsi í 30 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. la ga nr. 22/1955. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns 91.760 krónur. Símon Sigvaldason