Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 15. október 2020 Mál nr. S - 6323/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars (Auðbjörg Lísa Gústafsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Lís u Thúy Ngo Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 29. september 2020, á hendur Lísu Thúy Ngo, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa þann 5. júlí 2020 að [...] í Reykjavík, h aft í vörslum sínum 132 kannabisplöntur og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upp töku á 132 kannabisplöntum, skv. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðfer ð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og ákærðu hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærða hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærðu og öðrum gögnum málsins að ákærða er sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök og eru brot hennar rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærða er fædd [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 23 . september 2020 hefur hún ekki sætt refsingu áður. Horfir það ásamt skýl ausri játningu ákærðu fyrir 2 dómi til refsimildunar. Ákærða kveðst vera með tvö börn á framfæri og gripið til þess ráðs að rækta plönturnar vegna fjárhagsvanda. Þá hefur ákærða lagt fram vottorð [...] . Með hliðsjón af framangreindu og sakarefni málsins þyk ir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 5 mánuði , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð ar upptæk ar til ríkissjóðs 132 kannabisplöntur sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærða greiði 237.677 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Haukur Gunnarsson aðstoðarsaksóknari fyrir Auðbjörg u Lís u Gústafsdótt u r aðstoðarsaksóknar a . Arna Sigurjónsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærða, Lís a Thúy Ngo , sæti fangelsi í 5 mánuði en fresta skal fullnustu refsi ngarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940. Upptæk ar eru gerð ar til ríkissjóðs 132 kannabisplöntur. Ákærða greiði 237.677 í sakarkostnað. Arna Sigurjónsdóttir