Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 24. febrúar 2021 Mál nr. S - 218/2020 : Ákæruvaldið (Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari ) g egn D egi Grím i Ingvas yni ( Sigmundur Guðmundsson lögmaður ) (Ívar Þór Jóhannesson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 19. janúar sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 12. maí 2020 , á hendur Degi Grími Ingvasyni, [...] , [...] , ráðist að A og tekið hann hálstaki og hert að með þeim afleiðingu m að hann hlaut skrapsár og eymsli hægra megin á hálsi. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegnin garlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Í málinu gerir A , bótakröfu á hendur ákærða að fjárhæð kr. 500.000 - , með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/ 2001, um vexti og verðtryggingu frá 25. nóvember 2019 til þess dags er mánuður er liðinn frá bótakröfu þessarar, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist að ákærði greiði málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi er lagður verður fram við aðalmeðferð málsins ef til kemur, að viðbættum Ákærði krefst þess að refsing verði látin niður falla en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. Hann krefst þess að bótakröfu brotaþola verði vísað frá dómi, til vara sýknu af bótakröfu en til þrautavara að bætur verði lækkaðar verulega. Þá er krafist hæfilegra málsvarnarlauna til handa skipuðum verjanda. 2 I Þann 25. nóvember 2019 var brotaþoli, A , við vinnu við býlið [...] . Hann sat í bílstjórasæti bifreiðar með b ílstjórahurðin a op na þegar ákærði kom þar akandi að, steig út úr bifreið sinni og gekk til brotaþola . Óumdeilt er að ákærði tók þar í ákærða en d eilt um hvort ákærði tók brotaþola hálstak i með höndum sínum og herti að eða hvort hann tók í hálsmál brotaþola og sneri upp á og um það hvort ákærði olli þeim áverkum brotaþola sem greinir í ákæru. II Ákærði kvaðst hafa komið akandi að [...] , hann hafi verið að skutla unnustu B sem sé ábúandi þar. Hann hafi séð brotaþola þar fyrir utan og reynt að leiða það hjá sér þó hann væri mjög reiður brotaþola þar sem hann hafi nokkrum dögum áður komist að því að eiginkona hans og brotaþoli ættu í ástarsambandi . Brotaþoli hafa stork að honum með því að dra ga fingur yfir háls sér. Fokið hafi í ákærða og hann ætt að brotaþola, rifið í hálsmál hans og snúið upp á. C , ábúandi að [...] , sem hafi staðið við fjósdyrnar um 2 - 3 metra frá þeim , hafi verið snöggur til þeirra og stoppað þetta. Takið hafi því varað mjög skamm an tím a . Ákærði kvaðst ekki telja áverkana vera af sínum völdum, brotaþoli hafi valdið þeim sjálfur eða fengið einhvern til þess. Þó sé ekki útilokað að hann hafi rekist þannig í að hann hafi klórast. Ákærði kvað þáverandi eiginkonu sína og brotaþola enn vera í sambandi . Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa verið að leita brotaþola uppi, hann átt erindi að [...] og tilviljun að hann rakst þar á brotaþola. Eftir þetta hafi hann ekki verið í samskiptum við b rotaþola að öðru leyti en því að brotaþoli hafi hringt í ákærða og krafið hann um fé til að eiginkona hans myndi samþykkja lög skilnað. Vitnið A kvað st hafa verið við vinnu við [...] . Hann hafi verið að aðstoða við flutning nauta frá bænum , ekið Nizzan Ter rano með gripaflutningakerru aftan í . Hann hafi verið að bakka kerrunni að fjósdyrunum, en það hafi gengið brösuglega og hann því stoppað. Hann hafi setið í bifreiðinni með hurðina opna og ákærði gengið að honum og tekið hann hálstaki . Hann kvaðst telja, m iðað við áverkana, að ákærði hafi tekið um háls hans með annar r i hendi. Hann hafi þó aðallega verið að hugsa um að anda þar sem takið hafi þrengt að. Aðspurður kvaðst brotaþoli telja skrapsár in hafa verið eftir neglur ákærða. Brotaþoli kvað C hafa staðið aftan við kerruna þegar ákærði kom, en komið til þeirra og stöðvað ákærða. Sjálfur hafi hann setið k y rr í bifreiðinni á meðan þetta gerðist og ekkert barist á móti . Aðspurður um hvort hann hafi á þessum tíma verið í ástarsambandi við eiginkonu ákærða kvað st hann hafa verið ástfanginn af henni og hún hafi vitað það, þau hafi verið búin að kyssast . Hann kvað þau nú vera í sambúð . Varðandi líðan sína lýsti hann því að hann hafi verið í sjokki á meðan atlögunni stóð og um stund á eftir. Vitnið C k vað brotaþola hafa verið að aðstoða sig við vinnu. Brotaþoli hafi verið að bakka kerru að fjósi en vitnið farið aftur með kerrunni til að athuga hvort hún væri rétt staðsett. Þegar hann hafi komið til baka hafi hann séð að ákærði var kominn þar að og hafi haldið með báðum höndum um háls brotaþola. Hann hafi sagt ákærða að láta brotaþola í friði og hann hafi fljótt hlýtt því. Hann hafi aðeins tekið aftan í hann en ekki komið til neinna átaka þeirra í milli . Þeir brotaþoli hafi svo haldið áfram vinnu si nni. 3 Eftir að hafa komið nautunum á vagninn hafi þeir farið inn og þá hafi hann séð að brotaþoli var rauður öðrum megin á hálsinum. III Óumdeilt er að ákærði tók í brotaþola en framburðir hans og vitna um nánari lýsing u á því eru ólíkir . Ákærði kveðst ha fa tekið í hálsmál brotaþola og snúið uppá. Brotaþoli kvaðst telja að ákærði hafi tekið hann hálstaki með annarri hendi en vitnið C kv að ákærð a hafi notað báðar hendur. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða, og atvik sem telja má honum í óhag, á ákæruvaldinu. Ber dóminum að skýra vafa um það hvernig ákærði bar sig að honum í hag . Þykir því verða að miða við lýsingu han s sjálfs á atlögunni , þ.e. að hann hafi tekið í hálsmál brotaþola og snúið uppá . Fyrir ligg ur framburður brotaþola og vottorð læknis um áverka þá sem lýst er í ákæru, ákærði kvað klórför á hálsi brotaþola geta verið af sínum völdum og vitni ð C kvaðst hafa séð áverka á hálsi brotaþola skömmu eftir atlöguna. Með vísan til alls framangreinds þykir sannað að ákærði gerst gerst sekur um líksmsárás sem varðar við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Sakaferill ákærða hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar. Ve rður litið til þess að ákærði er ekki sakfelldur fyrir jafn alvarleg a árás og í ákæru er lýst en einnig þess að ákærð i lét ekki af háttseminni af sjálfsdáðum, heldur vegna afskipta vitnisins C . Er refsing hans ákveðin fangelsi í 30 daga en bundin skilorði svo sem í dómsorði greinir. Brotaþoli krefst 500.000 króna í miskabætur. Með háttsemi sinni hefur ákærði bakað sér bótaskyldu. Áverkar voru mjög smávægilegir . Aðspurður um líðan sína kvaðst hann hafa verið í sjokki á meðan árásinni stóð og um stund á eftir . Þ ykja miskabætur hæfilega ákveðnar 50.000 krónur auk vaxta eins og í dómsorði greinir, en ekki liggur fyrir að ákærða hafi verið birt bótakrafan fyrr en við birt ingu fyrirkall s, 13. október 2020. Ákærði greiði brotaþola málskostnað, sem að teknu tilliti til umfangs málsins er ákveðinn 188.480 krónur að virðisaukaskatt i meðtöldum . Með vísan til 235. gr. laga um meðferð sakamála verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, sem er ekki annar en málsv arnar laun skipaðs verjanda hans sem í dómsorði er u tilgreind að virðisaukaskatti meðtöldum . Arnbjörg Sigurðardóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. Fyrir dómsuppsögu var gætt ákvæðis 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. D ó m s o r ð : Ákærði, Dagur Grímu r Ingvason, sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði A 50.000 krónur, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/ 2001 um vexti og verðtryggingu frá 25. nóvember 2019 til 13. nóvember 2020, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði A 188.480 krónur í málskostnað. Ákærði greiði sakarkostnað, þ .e. málsvarnarlaun sk ipaðs verjanda síns , Sigmundar Guðmundssonar lögmanns , 342.395 krónu r .