Héraðsdómur Reykjaness Dómur 16. apríl 2021 Mál nr. E - 2518/2019 A (Ívar Þór Jóhannsson lögmaður) gegn B (Agnar Þór Guðmundsson lögmaður) Mál þetta, sem var dómtekið 19. mars 2021, var höfðað 10. desember 2019, af A , í , gegn B, í . Endanleg dómkrafa stefnanda er að stefndi verði dæmdur til að greiða henni 11.888.628 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um ve xti og verðtryggingu af 3.000.000 króna frá 15. nóvember 2016 til 8. desember 2016, en af 3.409.648 krónum frá þeim degi, og með 4,5% ársvöxtum samkvæmt 1. mgr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 af 8.478.980 krónum frá 15. nóvember 2016, hvort tveggja til 26. júlí 2018 og dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. júlí til greiðsludags. Jafnframt krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda líkt og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál. Stefndi krefst aðallega s ýknu af öllum kröfum stefnanda, en til vara að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda. I. Helstu málsatvik Hinn 14. nóvember 2016 innritaðist eiginmaður stefnanda, þá ára að aldri, til áfengismeðferðar á meðferðarheimilið sem rekið er af stefnda. Kom hann þangað í fylgd stefnanda eftir hádegi umræddan dag og var undir áhrifum áfengis við komuna. Við innritun upplýsti eiginmaður stefnanda að hann hefði átt við langva randi áfengisvanda að stríða og að hann hefði áður sótt áfengismeðferðir á vegum ríkisspítalanna og SÁÁ. Óumdeilt er að við innritun voru honum afhent lyf sem ætluð 2 voru til afeitrunar, nánar tiltekið 100 mg af lyfinu Risolid, 50 mg af lyfinu Truxal og 50 mg af lyfinu Phenergan. Lyfin afhenti C , ófaglærður starfsmaður, sem jafnframt annaðist innritun skjólstæðinga og eftirlit með þeim í umræddan dag án undangengis samráðs við lækni. Enn fremur er óumdeilt að engin heilsufarsskoðun fór fram á eiginmanni stefnanda áður en honum voru afhent umrædd lyf. Þá er og óumdeilt að enginn faglærður starfsmaður var á vakt í umræddan dag. Um klukkan fjögur í eftirmiðdaginn lagðist eiginmaður stefnanda svo til svefns í herbergi sem honum hafði verið úthlutað. Laust eftir klukkan ellefu um kvöldið leit C inn til hans og var hann þá látinn. C mun hafa verið eini starfsmaðurinn á vakt frá klukkan hálffimm umræddan dag með um 30 vistmenn í sinni umsjá. Andlátið var tilkynnt lögreglu og fóru tveir lögregluþjónar á vettv ang. Í skýrslu sem rituð var af öðrum þeirra kemur auk annars fram að C hafi tekið á móti þeim við komu þeirra í . Hann hafi vísað þeim inn á herbergi þar sem eiginmaður stefnanda hafi legið látinn á gólfinu. Þá kemur fram að C hafi tjáð skýrsluhöfundi að hinn látni hafi verið látinn sofa frá því að hann kom í eftirmiðdaginn svo að áfengisvíman rynni af honum. Er C hafi litið inn til hins látna laust fyrir miðnætti hafi hann legið hreyfingarlaus á gólfinu. Engin lífsmörk hafi verið með honum auk þess sem hann hafi verið kaldur viðkomu. C hafi því ekki reynt endurlífgunartilraunir og hringt beint í Neyðarlínuna. Enn fremur kemur fram í skýrslunni að vakthafandi læknir á bakvakt hjá heilsugæslunni í Mosfellsbæ hafi úrskurðað eiginmann stefnanda látinn og út búið dánarvottorð. Skömmu síðar hafi starfsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur komið á vettvang og flutt hinn látna í líkhúsið í Fossvogi. Í kjölfarið hafi lögregluþjónn farið ásamt presti að heimili hins látna og tilkynnt stefnanda andlátið. Í skýrslu sem D, læ knir í , tók af C vegna atviksins hinn 21. nóvember 2016 kemur fram að C hafi tekið á móti eiginmanni stefnanda og átt við hann stutt tal. Hann hafi verið undir áhrifum áfengis og eiginkona hans upplýst að hún hefði gefið honum tvo drykki auk þess sem h ann hefði drukkið meira sjálfur. Hann hafi komið inn vegna að minnsta kosti tveggja mánaða drykkju. Enn fremur kemur þar fram að eiginmaður stefnanda hafi fengið lyfin Risolid 100 mg, Truxal 50 mg og Phenergan 50 mg afhent skömmu áður en hann hafi farið in n á herbergi sitt. Þá kemur fram að hann hafi haft sögu um háþrýsting og magabólgur og framvísað lyfjunum Daren og Omeprazol við komu. Í skýrslunni segir svo að eiginmanni stefnanda hafi verið fylgt inn á herbergi og hann kvatt sitt fólk um klukkan þrjú. R étt eftir síðasta lyfjatíma klukkan ellefu um kvöldið hafi C 3 athugað með hann og komið að honum köldum en ekki stífum liggjandi á bakinu á gólfinu ofan á sænginni sinni. Hann hafi verið farinn að blána á fingrum og kringum C hafi kannað lífsmörk og fundið að hann var látinn. Hann hafi þá farið án þess að hreyfa við neinu og hringt strax í Neyðarlínuna og að svo búnu í forstöðukonu og umsjónarmann meðferðarheimilisins. Umsjónarmaðurinn haf i komið fyrstur á staðinn og stuttu síðar lögregla ásamt vakthafandi lækni frá heilsugæslu Mosfellsbæjar. Hann hafi verið úrskurðaður látinn og að sögn lögreglu og þess læknis væri ekki að sjá að dauðsfallið hafi borið að með saknæmum hætti. Að beiðni aðs tandenda var framkvæmd réttarkrufning á eiginmanni stefnanda hinn 22. nóvember 2016. Krufninguna framkvæmdi E meinafræðingur og er krufningarskýrsla hans dagsett 24. janúar 2017. Í niðurstöðu skýrslunnar kemur fram að rannsóknin bendi til þess að dánarorsö k hafi verið banvænar hjartsláttartruflanir og/eða brátt hjartadrep. Þá kemur fram að hinn látni hafi verið undir slævandi áhrifum af blöndu etanóls og klórdíazepoxíðs. Þau efni sem niðurstöður lyfja - og eiturefnamælininga sýni séu ekki metin vera samverka ndi í andláti hans, í ljósi óyggjandi niðurstaðna við krufningu, varðandi hjarta - og æðasjúkdóma, sem teljist vera dánarmeinið. Í niðurlagi skýrslunnar kemur svo fram að rannsóknarniðurstaðan og aðstæðurnar eins og þeim er lýst í lögregluskýrslu bendi ster klega til þess að dauðsfallið hafi verið afleiðing sjúkdóms, þ.e. náttúrulegt dauðsfall. Engin merki séu um að aðrir hafi komið að andlátinu. Í tengslum við réttarkrufninguna óskaði E meinafræðingur eftir því að Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði framkvæmdi lyfjaleit í þvagi og blóði hins látna. Í matsgerð rannsóknarstofunnar, sem er dagsett 17. janúar 2017 og undirrituð af þeim F lyfjafræðingi og G deildarstjóra, kemur fram að niðurstöður rannsóknanna bendi til þess að hinn látni h afi tekið lækningalega skammta af cítalóprami, stóra lækningalega skammta af klórdíazerpoxíði og neytt áfengis. Gera megi ráð fyrir því að hann hafi verið undir miklum slævandi áhrifum af blöndu etanóls, klórdíazepoxíði og umbrotsefna þess og kunni það að hafa átt þátt í andláti hans. Hinn 22. nóvember 2016 tilkynnti D, þá læknir í hlutastarfi í , landlækni um atvikið á grundvelli 1. mgr. 10. gr. laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu. Með vísan til rannsóknarskyldu landlæknis samkvæmt 2. mgr. sama ákvæðis óskaði embættið með bréfi hinn 22. desember 2016 eftir afriti af öllum gögnum vegna innlagnar 4 eiginmanns stefnanda og andláts hans, upplýsingum um það hvaða læknir hefði ekki verið litið inn til hans frá klukkan þrjú og til klukkan ellefu umræddan dag. Upplýsingabeiðni landlæknis var svarað af fyrrnefndri D hinn 16. janúar 2017. Í svari hennar kemur fram að hún beri ábyrgð á lyfjaveitingum til allra vistmanna í . Þar s é notað gamalt lyfjaskema sem enn sé notað við sumar heilbrigðisstofnanir landsins. Í hafi ákveðnir starfsmenn rétt til að veita þessi lyf án þess að hafa beint samráð við lækni. Hún hafi veitt fjórum starfsmönnum sem allir hafi unnið sem umsjónarmenn slíkt leyfi til að veita lyfin í hennar nafni. Þetta fyrirkomulag hafi verið við lýði í um árabil. Það hafi hins vegar verið aflagt í desember 2016 og afeitrun og aðhlynningu fólks undir áhrifum vímuefna með öllu hætt í . Í fyrrgreindu svari D við u pplýsingabeiðni landlæknis kemur aukinheldur fram að annríki hafi valdið því að ekki hafi verið litið inn til eiginmanns stefnanda oftar umræddan dag. Þá kemur fram að C hafi fyrst tjáð henni að hann hafi ekki litið inn til hans fyrr en um klukkan ellefu u m kvöldið. Við nánari umhugsun hafi hann hins vegar tjáð henni að hann hafi einnig litið inn til hans um kvöldmatarleytið og þá hafi hann legið sofandi í rúmi sínu. Vinnureglan hafi hins vegar verið sú að þegar skjólstæðingar komu í og voru undir áhrif um vímuefna skyldi líta til með þeim á klukkustundarfresti. Það hafi hins vegar brugðist umræddan dag en C hafi verið eini starfsmaðurinn í húsi með þrjátíu vistmenn í sinni umsjá. Með bréfi hinn 20. janúar 2017 tilkynnti embætti landlæknis að framangrein du máli væri lokið. Í bréfinu kemur fram að embættið telji það vera rétta ákvörðun hjá lækni og stjórnendum að hætta með öllu afeitrun fólks sem komi þangað undir áhrifum vímuefna. Það sé ekki nægileg fagmönnun til staðar til að geta veitt slíka heilbr igðisþjónustu. Þá kemur fram að nauðsynlegt sé að mati landlæknis að setji sér reglur sem tryggi nægilega mönnun starfsfólks til að sinna þeim einstaklingum sem þar dvelja. Með bréfi hinn 11. júní 2018 kröfðust stefnandi og aðrir erfingjar eiginmanns hennar viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna andláts hans á þeim grundvelli að það hafi borið að með saknæmum hætti. Með bréfi hinn 26. júní 2018 sendu þau svo sundurliðun á bótakröfu sinni. Umræddum bréfum var svarað með bréfi stefnda hinn 23. októb er 2018 þar sem bótaskyldu var hafnað. Stefnandi höfðaði svo mál þetta rúmu ári síðar. 5 Í þinghaldi í málinu hinn 25. mars 2020 voru þær H, lyf - og hjartalæknir, og I , lungna - og ofnæmislæknir, dómkvaddar að beiðni stefnanda til að leggja mat á hvort mistö k hafi verið gerð við innritun, lyfjagjöf, eftirlit og meðhöndlun sem eiginmaður stefnanda hlaut í umræddan dag og hvort rekja megi andlát hans til hinna meintu mistaka. Í matsbeiðninni voru þau atriði sem óskað var mats á nánar tilgreind auk þess sem matsmönnum var falið að svara níu matsspurningum. Í lok matsgerðar þeirra, sem dagsett er hinn 29. maí 2020, er kafli sem ber yfirskriftina samantekt og álit. Þar kemur fram að matsmenn telji að æskilegra hefði verið að heilsufar eiginmanns stefnanda hefði verið metið af fagaðila og samráð haft við lækni varðandi ákvörðun um lyfjameðferð. Þá telji matsmenn að æskilegra hefði verið að nánara eftirlit hefði verið haft með honum eftir lyfjagjöf. Í framhaldi af því segir svo að matsmenn telji líklegast að dánar orsökin hafi verið banvænar hjartsláttartruflanir og/eða brátt hjartadrep vegna undirliggjandi hjartasjúkdóms. Matsmenn telji þó ekki hægt að útiloka að lyfin sem eiginmaður stefnda fékk í hafi átt þátt í andlátinu. Þá telji matsmenn ekki hægt að útilo ka að nánara eftirlit en það sem viðhaft var í hefði getað komið í veg í fyrir andlát hans. Nánar verður vikið að efni matsgerðarinnar síðar eftir því sem tilefni er til. II. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Dómkrafa stefnanda er reist á því að stefndi beri fulla skaðabótaábyrgð á því slysi og tjóni sem varð þegar eiginmaður hennar lést í umsjá stefnda að , enda megi rekja andlátið til saknæmra atvika sem stefndi beri skaðabótaábyrgð á samkvæmt sakarreglu íslensks skaðabótaréttar og meginregl unni um ábyrgð vinnuveitanda á skaðaverkum sem starfsmenn hans valda með saknæmum og ólögmætum hætti við framkvæmd starfa sinna. Byggir stefnandi í fyrsta lagi á því að eftirliti með eiginmanni hennar hafi verið ábótavant. Af gögnum málsins, sér í lagi er indi embættis landlæknis frá 20. janúar 2017, megi glöggt ráða að starfsmaður hafi ekki sinnt nægilega vel eftirliti með honum. Samkvæmt vinnureglum frá 9. júní 2016 um fyrstu komu skjólstæðings til læknis sem liggi frammi í málinu hafi reglan verið sú að við komu skjólstæðinga skyldi mæla lífsmörk, blóðþrýsting, hita o.fl. Þessu hafi ekki verið sinnt við komu eiginmanns stefnanda og sé það vítavert g áleysi. Að sögn D læknis hafi vinnureglan verið sú þegar skjólstæðingar komu í og voru undir áhrifum vímuefna að eftirlit með viðkomandi skyldi framkvæmt á klukkustundar fresti. Umrætt sinn hafi eftirlit hins vegar ekki verið 6 framkvæmt nema hugsanlega einu sinni á sjö og hálfri klukkustund. Af gögnum málsins sé jafnframt ljóst að hinn ófaglærði starfsmaður, sem hafi verið umsjónarmaður þetta kvöld, hafi verið eini starfsmaðurinn í húsi eftir klukkan hálffimm með þrjátíu vistmenn á sinni ábyrgð. Hafi fag mönnun í því verið alvarlega ábótavant þrátt fyrir ábendingar embættis landlæknis í fyrirliggjandi úttekt hans á meðferðarheimilinu sem gerð hafi verið vorið 2016. Telja verði að svo mikið frávik frá skráðum hátternisreglum sé þess eðlis að það sé sakn æmt. Sérstaklega verði að telja það vítavert í ljósi þess að eiginmanni stefnanda hafi verið gefinn stór skammtur af slævandi lyfjum ofan í áfengið sem fyrir hafi legið að hann hefði neytt sama dag. Stefndi, sem rekstraraðili , beri ábyrgð á tjóni stefn danda á grundvelli vinnuveitendaábyrgðar á saknæmum verkum umrædds starfsmanns . Stefnandi byggir í öðru lagi á því að lyfjagjöf til eiginmanns hennar hafi ekki verið framkvæmd af aðila með tilskilin réttindi. Samkvæmt bréfi D frá 16. janúar 2017 hafi starfsmaður framkvæmt lyfjagjöfina í hennar nafni og án þess að hafa beint samráð við lækni. Slík framkvæmd fái ekki staðist ákvæði 1. mgr. 11. gr. reglugerðar nr. 241/2004 um val, geymslu og meðferð lyfja á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum, þar s em fram komi að lyf megi aðeins gefa sjúklingi samkvæmt skriflegum fyrirmælum læknis eða fyrirmælum gefnum samkvæmt viðurkenndum reglum viðkomandi stofnunar. Þá kveði 9. gr. siðareglna lækna á um að læknar skuli gæta ítrustu varkárni við ávísun lyfja. Niðu rstöður Rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræði beri með sér að eiginmaður stefnanda hafi verið undir miklum slævandi áhrifum etanóls við andlát. Þá hafi komið fram við skýrslutöku af stefnanda fyrir dómi að hún hefði vakið athygli þess starfsmanns sem annaðist lyfjagjöfina á því að stærð þeirra skammta sem eiginmanni hennar hafi verið gefnir hafi verið langt umfram það sem hann væri vanur að neyta. Hafi því verið rík ástæða til að sýna sérstaka aðgát og varúð við lyfjagjöf. Það hafi ekki verið gert og v erði að telja það sérstaklega vítavert gáleysi. Í áðurnefndri úttekt embættis landlæknis á gæðum og öryggi þjónustu komi fram að stofnanir í heilbrigðisþjónustu eigi að veita notendamiðaða þjónustu og að virða skuli lög um réttindi sjúklinga nr. 74/199 7. Í séu að jafnaði þrjátíu einstaklingar af báðum kynjum sem þangað komi í áfengis - og vímuefnameðferð, sumir í sína fyrstu meðferð en aðrir eftir langvarandi neyslu. Verklag sem viðhaft hafi verið við lyfjagjafir í uppfylli ekki skilyrði um að ve ra notendamiðað og hafi ekki tryggt réttindi hins látna samkvæmt 3. gr. laga nr. 74/1997 til fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ hafi verið á á 7 umræddum tíma, enda hafi verið stuðst við gamalt lyfjaskema við lyfjagjöf. Af þessu telji stefnandi ljóst a ð verulegir vankantar hafi verið á lyfjagjöf til eiginmanns hennar umræddan dag. Stefndi beri ábyrgð á að verkferlar og framkvæmd sé í samræmi við lög og reglur, en einnig vinnuveitendaábyrgð á störfum læknisins umrætt sinn. Séu skilyrði sakarreglunnar og reglunnar um vinnuveitendaábyrgð því jafnframt uppfyllt varðandi þennan þátt í andláti eiginmanns hennar. Um sök stefnda og starfsmanna hans vísar stefnandi aukinheldur til matsgerðar hinna dómkvöddu matsmanna. Þar komi skýrt fram að framkvæma hefði átt l æknisskoðun áður en eiginmanni hennar voru gefin lyf, mæla hefði átt lífsmörk hans og blóðþrýsting, framkvæma hefði átt lyfjagjöf í samráði við lækni, taka hefði átt tillit til heilsufarssögu hans og ástands fyrir lyfjagjöf auk þess sem átt hefði að einsta klingsmiða lyfjagjöfina. Í matsgerðinni komi að sama skapi fram að 100 mg af klórdíazepoxíði sé of hár skammtur í ljósi aldurs eiginmanns stefnanda og eftirlitsleysis í , óvarlegt hafi verið að gefa honum þrjú slævandi lyf í einu sem og að gefa honum kl órprótixen án undanfarandi læknisskoðunar enda geti það valdið lífshættulegum hjartsláttartruflunum. Enn fremur komi fram í matsgerðinni að eftirlit með eiginmanni stefnanda hafi verið ófullnægjandi sem og fagmönnun í . Um orsakatengsl milli sakar stef nda og starfsmanna hans og andláts eiginmanns hennar vísar stefnandi til niðurstöðu matsgerðar Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði þar sem fram komi að eiginmaður hennar hafi við andlát verið undir miklum slævandi áhrifum af blöndu e tanóls, klórdíazepoxíðs og umbrotsefna þess og kunni það að hafa átt þátt í andláti hans. Þá renni matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna stoðum undir sönnun orsakatengsla en þar komi fram að líklegt sé að áhrif lyfjanna hafi verið meðvirkandi þáttur í andláti eiginmanns hennar. Loks vísar stefnandi í þessu sambandi til þess að aðstöðumunur aðila þegar komi að sönnun atvika leiði til þess að túlka beri hugsanlegan vafa stefnanda í hag. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til greiðslu skaða - og miskab óta að fjárhæð 11.888.628 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta. Krafan sundurliðast þannig að 409.648 króna er krafist í bætur vegna útfararkostnaðar á grundvelli 1. málsliðar 1. mgr. 12. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, en 3.000.000 króna í miskabætur á grundv elli 2. mgr. 26. gr. sömu laga. Þá er krafist 8.478.980 króna í bætur fyrir missi framfæranda á grundvelli 13. gr. laganna. Fram kemur í stefnu að fjárhæðin miðist við lágmarksbætur 8 samkvæmt ákvæðinu sem hafi verið uppreiknuð miðað við verðlagsbreytingar s amkvæmt 15. gr. sömu laga. Nánari grein er gerð fyrir útreikningum í stefnu. Að því er kröfu stefnanda um vexti og dráttarvexti áhrærir var upphaflega gerð krafa um að miskabætur bæru vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtrygging u frá 14. nóvember 2016 til 8. desember 2016 en frá þeim degi var gerð krafa um að samanlagðar bætur vegna miska og útfararkostnaðar bæru vexti samkvæmt sama ákvæði til 26. júlí 2018 er mánuður væri liðinn frá því að bótakrafa stefnanda var birt stefnda. Þ á var upphaflega gerð krafa um að bætur fyrir missi framfæranda bæru 4,5% ársvexti samkvæmt 16. gr. laga nr. 50/1993 frá 14. nóvember 2016 til 26. júlí 2018. Loks var gerð krafa um dráttarvexti af samanlögðum bótum vegna miska, útfararkostnaðar og missis f ramfæranda frá 26. júlí 2018 til greiðsludags. Við aðalmeðferð málsins gerði stefnandi þá leiðréttingu á kröfugerð sinni að 15. nóvember 2016 skyldi vera upphafsdagur vaxta af kröfum hans um miskabætur og bætur fyrir missi framfæranda. Að öðru leyti stendu r kröfugerðin óbreytt. Um lagarök vísar stefnandi kröfum sínum til stuðnings til hinnar almennu sakarreglu og reglunnar um vinnuveitendaábyrgð sem og ákvæða skaðabótalaga nr. 50/1993, með síðari breytingum. Þá vísar stefnandi til laga nr. 74/1997 um rétti ndi sjúklinga og lyfjalaga nr. 93/1994, hvort tveggja með áorðnum breytingum, reglugerðar um gæðavísa sem notaðir eru til að meta gæði og árangur innan heilbrigðisþjónustunnar nr. 1148/2008, reglugerðar um val, geymslu og meðferð lyfja á sjúkrahúsum og öðr um heilbrigðisstofnunun nr. 241/2004 og reglugerðar um menntun, réttindi og skyldur áfengis - og vímuefnaráðgjafa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi nr. 1106/2012. Stefnandi vísar enn fremur til laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu varðandi kröfur hans um vexti og dráttarvexti sem og viðeigandi ákvæða laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að því er aðild og fyrirsvar stefnda og varnarþing varðar sem og kröfu hans um málskostnað. Loks vísar stefnandi til laga um virðisaukaskatt nr. 50/1998, með síðar i breytingum, um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun. III. Helstu málsástæður og lagarök stefnda Stefndi hafnar því að bera skaðabótaábyrgð á andláti einginmanns stefnanda á grundvelli sakarreglu skaðabótaréttar og reglunnar um vinnuveitendaábyrgð sem og að orsakasamband sé á milli meintrar saknæmrar háttsemi, sem stefndi beri ábyrgð á, og andláts hans. Stefndi byggir sýknukröfu sína nánar tiltekið á því að gögn málsins staðfesti 9 að eiginmaður stefndu hafi látist af náttúrulegum orsökum og að ekkert í mál inu bendi til þess að atvik hafi verið með þeim hætti að stefndi beri ábyrgð á þeim. Þannig hafi niðurstaða krufningar verið afdráttarlaus um það að hvorki þau lyf sem hann fékk við innritun í né nokkuð annað hafi átt þátt í andláti hans líkt og fram k omi í krufnin g arskýrslu. Fyrir liggi að eiginmaður stefndu hafi verið ára gamall þegar hann lést og hafi þá átt við drykkjuvanda að etja um lengri tíma. Þegar hann hafi innritað sig í meðferð í hafði hann verið við drykkju um lengri tíma en fram ko mi í stefnu um lengri tíma í rúminu. Þess utan liggi fyrir að hann hafi tekið lyf vegna blóðþrýstings og magabólgna. Í krufningarskýrslunni komi skýrt fram að dánarorsök hans hafi verið banvænar hjartsláttartruflanir og/eða brátt hjartadrep og andlát hans hafi verið af náttúrulegum orsökum. Þegar af þeirri ástæðu sé ljóst að stefndi beri ekki ábyrgð á andláti hans og beri því að sýkna hann af kröfum stefnanda. Stefndi byggir aukinheldur á því að hvorki sé til staðar orsakasamband milli lyfjagjafar eiginmanns stefnanda í né þess að ekki var litið oftar inn til hans eftir að hann lagðist til hvílu annars vegar og andláts hans hins vegar. Niðurstaða krufningari nnar taki af allan vafa á því að þau lyf sem hafi verið í blóði hans hafi ekki verið samverkandi þáttur í andláti hans. Við komu í umrætt sinn hafi ástand eða einkenni eiginmanns stefnanda hvorki verið með þeim hætti ná hafði hann neinar þær umkvartani r sem gáfu tilefni til þess að honum yrði vísað á sjúkrahús til skoðunar. Umsjónarmaðurinn C , sem tekið hafi á móti honum við innritun í , hafi gefið honum lyf samkvæmt lyfjaskema sem notast hafi verið við í 20 ár. Um hafi verið að ræða lyfin Risolid 10 0 mg, Truxal 50 mg og Phenergan 50 mg sem notuð séu til að slá á fráhvörf og aðstoða viðkomandi við að sofna. Ekkert orsakasamband sé milli þeirra lyfja sem hann fékk og andláts hans og beri stefnandi sönnunarbyrðina á því að svo hafi verið. Að innritun lo kinn hafi C vísað honum til herbergis síns, setið hjá honum í nokkra stund og hafi hann svo lagst til hvílu og sofnað. Um kvöldmatarleytið hafi C svo litið aftur til hans venju samkvæmt og hafi hann þá verið sofandi í rúmi sínu. Þegar hann hafi litið aftur til hans eftir síðasta lyfjatímann um kvöldið um klukkan ellefu hafi hann komið að honum látnum á gólfinu við hliðina á rúminu. Ástand hans hafi ekki gefið tilefni til að litið væri til hans á klukkutíma fresti þar sem hann sofnaði fljótt og hélst svefn. Sú viðmiðunarregla að líta ætti til vistmanna í afeitrun á klukkutíma fresti hafi átt við þegar ástand þeirra hafi verið með þeim hætti að tilefni hafi verið til, þ.e. þegar um hafi verið 10 að ræða óróleika, mikla vanlíðan vegna fráhvarfa eða slíkt, en því h afi ekki verið fyrir að fara hjá eiginmanni stefnanda. Ekkert óeðlilegt hafi verið við það að litið væri til hans um kvöldmatarleytið til að kanna hvort hann vildi borða og svo aftur eftir síðasta lyfjatíma. Þá bendir stefndi á að þær vinnureglur um fyrstu komu skjólstæðings til læknis sem stefnandi telji að hafi verið brotnar eigi ekki við í þessu máli. Um sé að ræða viðmiðunarreglur um fyrstu komu til læknis og allir vistmenn hafi hitt lækni inna þriggja sólarhringa eftir innritun. Reglurnar kveði á u m að í þeirri læknisheimsókn skuli farið yfir neyslusögu og heilsufarssögu, framkvæmd heilsufarsskoðun og mæld lífsmörk. Eiginmaður stefndu hafi innritað sig í á þriðjudegi og læknir komið á staðinn tvisvar í viku. Hann hefði því með réttu hitt lækni t veimur dögum síðar, þar sem hann hefði gengist undir almenna læknisskoðun og sögutöku. Þá vísar stefndi til þess að við innritun í hafi C umsjónarmaður stuðst við lyfjaskema sem í gildi hafi verið og stuðst hafi verið við í í 20 ár. Hafi hann gefi ð lyfin á ábyrgð og með leyfi D sem starfað hafi sem læknir í á þeim tíma. Stjórnvöld hafi haft vitneskju um þetta fyrirkomulag þar sem embætti landlæknis hafi gert úttekt á starfsemi vorið 2016. Stefndi bendir einnig á að landlæknir hafi lokið kön nun sinni á máli þessu án frekari eftirmála. Því til viðbótar hafi lögregla ekki talið ástæðu til að hefja rannsókn á andláti eignmanns stefnanda. Stefndi byggir á því að matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna breyti engu um framangreint enda staðfesti hún ek ki orsakasamband á milli meintrar saknæmrar háttsemi stefnda eða starfsmanna hans og andláts eiginmanns stefnanda. Þá hafi matsmenn horft framhjá veigamiklum atriðum á borð við sjúkrasögu eiginmanns stefnanda og niðurstöðu þvag - og blóðrannsóknar Rannsókna rstofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði eða ekki kannað þau með viðhlítandi hætti. Með henni sé því í engu móti hnekkt afdráttarlausri niðurstöðu krufningarskýrslunnar enda hvorugur hinna dómkvöddu matsmanna meinafræðingur að mennt. Stefnandi be ri sönnunarbyrði fyrir því að stefndi beri skaðabótaábyrgð á andláti eiginmanns hennar á grundvelli sakarreglunnar og reglunnar um vinnuveitendaábyrgð og að orsakasamband sé á milli andlátsins og hinnar meintu saknæmu háttsemi sem stefndi beri ábyrgð á. Á grundvelli fyrirliggjandi gagna og þess sem að framan sé rakið sé hins vegar ljóst að eiginmaður stefnanda hafi látist af náttúrulegum orsökum og að 11 stefndi beri ekki skaðabótaábyrgð á andláti hans. Beri því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Varakröfu sína um verulega lækkun á kröfum stefnanda byggir stefndi í fyrsta lagi á því að útlögðum kostnaði sé ekki gerð fullnægjandi skil í stefnu líkt og lög um meðferð einkamála nr. 91/1991 áskilja heldur látið við það sitja að vísa til framlagðra kvittana. Ekk i liggi fyrir nein gögn um að þessi kostnaður hafi í reynd verið greiddur eða hver hafi greitt hann. Þá liggi ekki fyrir upplýsingar um greiðslur frá þriðja aðila sem komi til frádráttar samkvæmt 2. mgr. 12. gr., sbr. 4. mgr. 5. gr., skaðabótalaga nr. 50/1 993. Sé því óhjákvæmilegt að sýkna stefnda af þessum kröfulið. Stefndi byggir í öðru lagi á því að ekki sé útlistað í stefnu hvernig atvik þessa máls eigi undir 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og beri því að sýkna stefnda af þeim kröfulið. Þá sé því enn fremur mótmælt að atvik málsins hafi verið með þeim hætti að um stórfellt gáleysi hafi verið að ræða en fyrir því beri stefnandi sönnunarbyrði og beri því af þeirri ástæðu einnig að sýkna stefnda af þessum kröfulið, jafnvel þó svo að hann verði ta linn bera ábyrgð á andláti eiginmanns stefndu. Verði talið sýnt að stefndi hafi valdið andlátinu með stórfelldu gáleysi sé fjárhæð kröfunnar aukinheldur sérstaklega mótmælt sem of hárri. Telji stefnandi að við ákvörðun bóta beri að líta heildstætt til atvi ka málsins, áralangrar framkvæmdar við veitingu meðferðarúrræðis, vitneskju heilbrigðisyfirvalda um framkvæmdina, aldurs hins látna og vitneskju þjónustuþega um að meðferð í sé ekki meðferð á sjúkrahúsi, líkt og meðferðarúrræði hjá Vogi og Landspít ala Háskólasjúkrahúsi. Í þriðja lagi byggir stefndi á því að miðað við þær forsendur sem fram komi í útreikningi á lágmarksbótum til maka vegna missis framfæranda samkvæmt 13. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 sé útreikningur bótanna rangur og því beri að sýk na stefnda af þeim kröfulið. Þá mótmælir stefndi kröfum um vexti og dráttarvexti. Upphafstíma vaxta er mótmælt sem röngum en krafist sé vaxta frá 14. nóvember 2016 sem tilgreindur sé sem tjónsdagur. Eiginmaður stefndu hafi hins vegar látist 15. nóvember 2 016. Þá hafi gögn um útfararkostnað fyrst verið lögð fram við þingfestingu þessa máls 18. desember 2019. Í fjárkröfu sem stefnandi hafi sent stefnda hinn 26. júní 2018 sé gerð krafa um 1.000.000 króna vegna útfararkostnaðar án nokkurs rökstuðnings eða gagn a. Sé því ótækt að miða upphaf dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu við þann dag. Þá sé í stefnu á því byggt að upphæð lágmarksbóta til maka samkvæmt 13. 12 gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 miðist við lánskjaravísitölu í ágúst 2019 en krafist sé dráttarvaxta af upphæðinni frá 26. júlí 2018. Stefndi mótmæli kröfu um dráttarvexti af þessum kröfulið sem rangri, þar sem vextir og verðbætur falli niður frá þeim tíma sem krafist sé dráttarvaxta. Enn fremur byggi stefndi á því að svo mikil óvissa hafi verið um mögulega greiðsluskyldu stefnda í ljósi gagna málsins að ótækt sé annað en að miða upphafstíma dráttarvaxta við annað tímamark en þegar leyst hafi verið úr ágreiningi aðila fyrir dómstólum, þ.e. frá dómsuppsögu. Um lagarö k vísar stefndi til sakarreglu skaðabótaréttar og reglunnar um vinnuveitendaábyrgð. Þá vísar stefndi til laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007, lyfjalaga nr. 93/1994, reglugerðar um val, geymslu og meðferð lyfja á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofn unum nr. 241/2004 og laga um réttindi sjúklinga nr. 74/1997. Enn fremur vísar stefndi til laga um vexti og verðtryggingu nr. 241/2004 og laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Varðandi kröfu um málskostnað vísar stefndi til XXI. kafla laga nr. 91/1991 og t il laga um virðisaukaskatt nr. 50/1998 varðandi kröfu um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun. IV. Niðurstaða Líkt og að framan er rakið reisir stefnandi kröfur sínar um skaða - og miskabætur á því að andlát eiginmanns hennar megi rekja til saknæmra atvika sem stefndi beri ábyrgð á á grundvelli sakarreglunnar og reglunnar um vinnuveitendaábyrgð. Í meginatriðum byggir stefnandi á því að sök stefnda og starfsmanna hans felist í fyrsta lagi í því að eiginmaður hennar hafi fengið lyf án undangenginnar læknisskoð unar, án þess að samráð hafi verið haft við lækni og án þess að sérstakt tillit hafi verið tekið til heilsufarssögu hans og ástands. Í öðru lagi á því að lyfjagjöfin sem slík hafi verið stórkostlega gálaus. Þannig hafi skammtar verið of stórir, óvarlegt ha fi verið að gefa honum þrjú slævandi lyf á sama tíma, óvarlegt hafi verið að gefa honum Truxal (klórprótixen) án undangenginnar læknisskoðunar auk þess sem lyfjagjöfin hafi falið í sér frávik frá fyrirmælum sérlyfjaskrár. Í þriðja lagi byggir stefnandi svo á því að ófullnægjandi eftirlit hafi verið haft með eiginmanni hennar og loks á því að fagmönnun í hafi verið ófullnægjandi. Stefndi hafnar því að bera skaðabótaábyrgð á andláti eiginmanns stefnanda á framangreindum grundvelli og byggir einkum á því a ð orsakasamband milli meintra saknæmra atvika og andláts eiginmanns stefnanda sé ekki fyrir hendi enda liggi fyrir að hann hafi látist af náttúrulegum orsökum. 13 A. Eins og áður greinir liggur fyrir í málinu matsgerð þeirra H, lyf - og hjartalæknis, og I , lu ngna - og ofnæmislæknis. Þær voru dómkvaddar að beiðni stefnanda til að leggja mat á hvort mistök hafi verið gerð við innritun, lyfjagjöf, eftirlit og meðhöndlun sem eiginmaður hennar hlaut í umræddan dag og hvort rekja megi andlát hans til hinna meintu mistaka. Í matsbeiðninni voru þau atriði sem óskað var mats á nánar tilgreind auk þess sem matsmönnum var falið að svara níu matsspurningum. Í fyrsta lagi var lagt fyrir matsmenn að svara því hvort verklagi við innritun eiginmanns stefnanda til afeitrunar í hafi verið hagað eins vel og unnt var með hliðsjón af fyrirliggjandi þekkingu og venjum læknavísinda. Nánar var svo tilgreint í matsbeiðni hverju skyldi svarað í tengslum við þessa matsspurningu. Samandregið voru svör matsmanna á þann veg að æskileg t hefði verið að læknisskoðun hefði verið framkvæmd á eiginmanni stefnanda og mældur hjá honum blóðþrýstingur og hjartsláttartíðni áður en honum voru gefin lyfin Risolid, Phenergan og Truxal sem og að umrædd lyfjagjöf hefði verið ákveðin í samráði við lækn i. Enn fremur að æskilegt hefði verið að taka tillit til heilsufarssögu og aldurs eiginmanns stefnanda, niðurstaðna læknisskoðunar, lífsmarka - og blóðþrýstingsmælingar áður en honum voru gefin umrædd lyf auk þess sem rétt hefði verið að einstaklingsmiða ly fjagjöfina. Í öðru lagi var matsmönnum falið að svara því hvort þeir skammtar sem eiginmanni stefnanda voru gefnir af lyfjunum Risolid, Phenergan og Truxal hafi verið of stórir og/eða hættulegir að teknu tilliti til aldurs og heilsufars hans, þess sem fram kemur í sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar, þess að hann var undir áhrifum áfengis og þess að lyfjagjöf fór fram án undanfarandi læknisskoðunar. Í svari matsmanna við þessari spurningu kemur fram að 100 mg af klórdíazepoxíði (Risolid) sé heldur hár skammtur til að gefa ára gömlum manni á meðferðarheimili þar sem náið eftirlit sé ekki í boði. Þá verði að teljast óvarlegt að gefa ára gömlum manni þrjú slævandi lyf samtímis við slíkar aðstæður. Enn fremur sé óvarlegt að gefa ára gömlum manni klórpróxiten (Truxal) án undangenginnar læknisskoðunar. Í þriðja lagi var lagt fyrir matsmenn að svara því hvort, með hliðsjón af fyrirliggjandi þekkingu og venjum læknavísinda, hafi verið haft nægilegt eftirlit með eiginmanni stefnanda eftir að hann var innritaður og fékk umrædd lyf og þar til hann fannst látinn klukkan ellefu um kvöldið. Í svari matsmanna kemur fram að æskilegra 14 hefði verið að hafa eftirlit með honum fyrr til að kanna hvaða áhrif lyfjagjöfin hefði haft á hann. Í fjórða lagi var óskað eftir að matsmen n svöruðu því hvort, með hliðsjón af fyrirliggjandi þekkingu og venjum læknavísinda, nægileg fagmönnun hafi verið fyrir hendi í til þess að öruggt væri að framkvæma afeitrun eiginmanns stefnanda með þeim aðferðum sem beitt var. Í svari matsmanna við þe ssari spurningu kemur fram að æskilegt hefði verið að betri fagmönnun hefði verið í umræddan dag til þess að öruggt hefði verið að framkvæma afeitrun. Í fimmta lagi var lagt fyrir matsmenn að svara því hvort orsakatengsl væru fyrir hendi á milli ófulln ægjandi verklags við innritun eiginmanns stefnanda og andláts hans, að því gefnu að svar við fyrstu matsspurningunni væri á þá lund. Í svari matsmanna við þessari spurningu kemur fram að hugsanlega hefði mátt koma í veg fyrir andlát eiginmanns stefnanda me ð því að aðlaga meðferð að heilsufari hans. Þá hefði hugsanlega verið hægt að koma honum til aðstoðar og koma í veg fyrir andlát hans ef eftirlit hefði verið meira með honum eftir að hann innritaðist í . Ekki sé þó hægt að fullyrða að um um bein orsakatengsl sé að ræða. Í sjötta lagi var lagt fyrir að matsmenn að svara því hvort orsakatengsl væru fyrir hendi milli þess að eignmaður stefnanda hafi fengið of stóra lyfjaskammta og andláts hans, að því gefnu að svar matsmanna við matsspurningu tvö vær i á þann veg. Í svari matsmanna við þessari spurningu kemur fram að ekki sé hægt að fullyrða að þeir lyfjaskammtar sem eiginmaður stefnanda fékk hafi verið of stórir en áhætta fylgi því að gefa róandi lyf og eftirlit hefði þurft að vera meira. Ekki sé hægt að fullyrða að bein tengsl séu á milli stærðar lyfjaskammta og andláts eiginmanns stefnanda en líklegt sé að áhrif lyfjanna hafi verið meðvirkandi þáttur í andláti hans. Í sjöunda lagi var matsmönnum falið að svara því hvort orsakatengsl væru fyrir hendi milli ófullnægjandi eftirlits með eiginmanni stefnanda og andláts hans, að því gefnu að svar matsmanna við matsspurningu þrjú væri á þá leið. Í svari matsmanna við þessari spurningu kemur fram að telja megi að eftirlit með eiginmanni stefnanda hafi verið ó fullnægjandi miðað við að hann var bæði undir áhrifum áfengis og róandi lyfja. Ekki sé þó hægt að fullyrða með óyggjandi hætti að um orsakatengsl sé að ræða á milli hins ófullnægjandi eftirlits og andláts hans. Í áttunda lagi var lagt fyrir matsmenn að sva ra því hvort orsakatengsl væru fyrir hendi milli ónógrar fagmönnunar í og andláts eiginmanns stefnanda, að því gefnu 15 að svar þeirra við matsspurningu fjögur væri á þá lund. Í svari matsmanna við þessari spurningu kemur fram að mögulegt sé að ef meiri f agmönnun hefði verið til staðar, þá hefði önnur lyfjameðferð verið valin eða ráðlagt að framkvæma afeitrun á annarri stofnun sem hefði getað veitt betra eftirlit og aukna fagþjónustu eða eftirlit með eiginmanni stefnanda verið meira. Hvort það hefði verið nægjanlegt til að koma í veg fyrir andlát hans sé hins vegar óvíst. Loks var matsmönnum falið að svara því hvort fleiri en einn af þeim mögulegu orsakaþáttum sem tilgreindir væru í matsspurningum fimm til átta hefðu myndað samverkandi orsakatengsl við andl át eiginmanns stefnanda. Í svari matsmanna kemur fram að þær séu sammála því sem fram komi í krufningarskýrslu um að dánarorsökin hafi líklegast verið banvænar hjartsláttartruflanir og/eða brátt hjartadrep vegna undirliggjandi hjartasjúkdóms. Matsmenn telj i þó ekki hægt að útiloka að lyfin sem eiginmaður stefnanda fékk í hafi átt þátt í andláti hans. Gerð er grein fyrir þeim forsendum sem eru að baki svari matsmanna við síðastgreindri matsspurningu framar í matsgerðinni í kafla sem ber yfirskriftina um mögulega dánarorsök. Í þeim kafla er vikið að fyrirliggjandi krufningarskýrslu og af henni telja mats menn ljóst að eiginmaður stefnanda hafi verið með ógreindan kransæðasjúkdóm og hjartabilun. Þá kemur fram að ekki sé unnt að slá því föstu að þeir hjartasjúkdómar hafi dregið hann til dauða, en það verði þó að teljast líklegt að hjartasjúkdómarnir hafi átt stóran þátt í dauða hans og séu líklegasta undirliggjandi dánarmeinið eins og fram komi í krufningarskýrslunni. Með þessa sjúkdóma hafi eiginmaður stefnanda verið í talsverðri áhættu á að fá brátt hjartadrep og lífshættulegar hjartsláttartruflanir sem hvo rt tveggja geti valdið skyndidauða. Skyndidauða eða óvænt og skyndilegt andlát sem gerist hjá einstaklingi með undirliggjandi kransæðasjúkdóm sé talið að oftast megi rekja til banvænna hjartsláttartruflana frá slegli. Þá verði að teljast ólíklegt að þau sl ævandi lyf sem eiginmaður stefnanda hafi fengið við innlögn í hafi dregið hann beint til dauða. Hins vegar séu einstaklingar með kransæðasjúkdóm og sérstaklega hjartabilun í aukinni áhættu á að fá súrefnisskort við töku slævandi lyfja auk þess sem súre fnisskortur auki líkur á blóðþurrð og hjartsláttartruflunum hjá þessum sjúklingum. Í þessu sambandi vísa matsmenn sérstaklega til þess að lyfið klórprótixen (Truxal) geti valdið lengingu á QT bili og lífshættulegum hjartsláttartruflunum og það beri því að nota með varúð hjá einstaklingum sem eru með hjarta - og æðasjúkdóma. Þá séu alkóhólistar gjarnan með truflun á kalíum - og magnesíumbúskap sem einnig geti ýtt 16 undir hjartsláttartruflanir þegar klórprótixen er notað. Rétt hefði því verið að fá hjartalínurit áður en klórprótixen var gefið. Þær H og I gáfu báðar skýrslu við aðalmeðferð málsins og staðfestu matsgerð sína og svöruðu spurningum um efni hennar. Í vitnisburðum þeirra beggja kom auk annars fram að það lyf sem helst hafi verið varhugavert að gefa eigi nmanni stefnanda án undangenginnar læknisskoðunar og við þær aðstæður sem fyrir hendi voru í væri lyfið Truxal sem líkt og rakið væri í matsgerðinni gæti valdið lengingu á QT bili og lífshættulegum hjartsláttartruflunum. Enn fremur kom fram í vitnisbur ði þeirra beggja að svör við matsspurningum sex og níu þar sem annars vegar kemur fram að líklegt sé að lyfin sem eiginmaður stefnanda fékk í hafi verið meðvirkandi þáttur í andláti hans og hins vegar að ekki sé unnt að útiloka að lyfin hafi átt þátt í andláti hans væru miðuð við samverkandi áhrif allra þriggja lyfjanna. B. Ágreiningslaust er að eiginmanni stefnanda voru afhent lyf samkvæmt lyfjaskema ætluð til afeitrunar við komu í umræddan dag. Það er enn fremur ágreiningslaust að þau lyf voru af hent honum af C , ófaglærðum starfsmanni, án undangenginnar læknisskoðunar. Umræddur starfsmaður afhenti lyfin í nafni D læknis og hafði til þess hennar heimild. Samkvæmt gögnum málsins mun það fyrirkomulag hafa verið viðhaft í um árabil að læknir veiti ófaglærðum starfsmönnum heimild til að veita umrædd lyf án undangenginnar læknisskoðunar og án samráðs við lækni enda viðvera læknis í takmörkuð. Þau C og D gáfu bæði skýrslu við aðalmeðferð málsins og staðfestu framangreint. Í vitnisburði C kom aukin heldur fram að almennt hefðu allir sem voru undir áhrifum áfengis við komu í fengið sömu lyf og í sömu skömmtum afhent án þess að nokkurt einstaklingsbundið mat færi fram. Það færi þó eftir kyni hversu stórir skammtar af Risolid hefðu verið gefnir. Þan nig hefðu karlmenn fengið 100 mg af Risolid en konur 75 mg. Enn fremur kom fram í vitnisburði C að innritun eiginmanns stefnanda umræddan dag hefði verið með öllu hefðbundin og eins og aðrar innritanir sem hann hefði komið að í sínu starfi. Auk matsgerðar hinna dómkvöddu matsmanna liggur í málinu fyrir úttekt embættis landlæknis á gæðum og öryggi þjónustu sem unnin var vorið 2016. Í úttektinni er bent á ýmislegt sem betur má fara að því leyti og meðal annars talið að stefnumörkun, vinnulag og gæðastarf þarfnaðist verulegra umbóta og að mönnun þarfnaðist umbóta á ákveðnum sviðum. Í úttektinni kemur auk annars fram að flestir fái 17 afeitrunarmeðferð í og að eftirlit sé haft með þeim á meðan á fráhvörfum stendur. Ekki eru gerðar athugasemdir við það af h álfu embættisins eða það hvernig staðið er að lyfjagjöf en bent á að auka þurfi fagmönnun. Hins vegar geri embættið alvarlegar athugasemdir við að ekki séu til skriflegar verklagsreglur um eftirlit með þeim sem eru í fráhvörfum enda geti verið um mjög veik a einstaklinga að ræða. Þá tilkynnti D læknir landlækni um andlát eiginmanns stefnanda líkt og áður er rakið og rannsakaði embættið málið í framhaldinu. Í svari D við upplýsingabeiðni embættisins í tengslum við þá rannsókn er áður greindu fyrirkomulagi vi ð lyfjaveitingar í lýst. Þá kemur fram að þetta fyrirkomulag hafi verið við lýði í um árabil. Það hafi hins vegar verið aflagt í desember 2016 og afeitrun og aðhlynningu fólks undir áhrifum vímuefna með öllu hætt í . Í vitn is burði D fyrir dómi k om auk annars fram að ákvörðun um að leggja framangreint fyrirkomulag af hefði verið tekin í kjölfar úttektar embættis landlæknis á starfseminni vorið 2016 og hún hafi átt að koma til framkvæmda 1. janúar 2017. Hafi sú ákvörðun meðal annars verið tekin í l jósi þess að fagmönnun í var ekki næg og því heppilegra að afeitrun væri lokið þegar einstaklingar kæmu til dvalar í . Athugasemdir embættis landlæknis hvað það varðar hafi hins vegar ekki verið alvarlegri en svo að ákveðið hafi verið í samráði við embættið að sú breyting skyldi ekki taka gildi fyrr en eftir nokkurn tíma. Í kjölfar andláts eiginmanns stefnanda hafi svo verið ákveðið að hún kæmi til framkvæmda fyrr. Hið sama kom fram í vitnisburði C . Í fyrrgreindu svari D við upplýsingabeiðni embættis landlæknis kemur aukinheldur fram að annríki hafi valdið því að ekki var litið inn til eiginmanns stefnanda oftar umræddan dag. Vinnureglan hafi verið sú að þegar skjólstæðingar komu í og voru undir áhrifum vímuefna skyldi litið til með þeim á klukkus tundarfresti. Það hafi hins vegar brugðist umræddan dag en C hafi verið eini starfsmaðurinn í húsi með þrjátíu vistmenn í sinni umsjá. Í vitnisburði D fyrir dómi kom fram að um hafi verið að ræða vinnureglu sem hún hafi verið að reyna að innleiða í . Ef tir henni hafi hins vegar ekki verið farið í öllum tilvikum. Í vitnisburði C kom hins vegar fram að hann kannaðist ekki við umrædda vinnureglu. Hann hafi viðhaft þá vinnureglu að líta til skjólstæðinga eftir þörfum. Ef þeir hafi látið ófriðlega hafi hann l itið til þeirra oftar. Annars ekki. Það eftirlit sem haft hafi verið með eiginmanni stefnanda umrætt sinn hafi því verið á allan hátt hefðbundið. Með bréfi hinn 20. janúar 2017 tilkynnti embætti landlæknis að framangreindu máli væri lokið. Í bréfinu kemur fram að embættið telji það vera rétta ákvörðun hjá lækni 18 og stjórnendum að hætta með öllu afeitrun fólks sem komi þangað undir áhrifum vímuefna enda ekki nægileg fagmönnun til staðar til að geta veitt slíka heilbrigðisþjónustu. Þá kemur fram að nauðsy nlegt sé að mati landlæknis að setji sér reglur sem tryggi nægilega mönnun starfsfólks til að sinna þeim einstaklingum sem þar dvelja. Af þessu bréfi má ráða að embættið hafi ekki talið tilefni til frekari aðgerða vegna málsins. C. Í fyrirliggjandi mat sgerð hinna dómkvöddu matsmanna er því ekki svarað með afgerandi hætti hvort mistök hafi verið gerð við innritun, lyfjagjöf, eftirlit og meðhöndlun sem eiginmaður stefnanda hlaut í . Með hliðsjón af öðru því sem þar kemur fram, úttekt embættis landlækni s á gæðum og öryggi þjónustu sem og málslokabréfi embættisins vegna þessa máls er hins vegar að mati dómsins ljóst að lyfjagjöf til eiginmanns stefnanda og eftirlit með honum í framhaldi af þeirri lyfjagjöf í umræddan dag var um margt aðfinnsluverð . Þannig liggur fyrir í málinu að ekkert mat fór fram á heilsufari hans eða ástandi áður en honum voru gefin þrjú slævandi lyf eftir að hafa neytt áfengis og eftirlit með honum í framhaldinu var lítið sem ekkert óháð því hver vinnureglan í var að því l eyti. Að mati dómsins má í grunninn rekja hvort tveggja til ófullnægjandi mönnunar á til að veita þá meðferð sem þar var í boði sem stefndi ber eðli máls samkvæmt ábyrgð á sem rekstraraðili meðferðarheimilisins. Að mati dómsins hefði ótvírætt verið æsk ilegra með hliðsjón af aldri eiginmanns stefnanda að lyfjagjöf til hans hefði verið ákveðin af lækni að undangenginni skoðun í stað þess að afhenda honum lyf samkvæmt lyfjaskema án þess að fram færi nokkurt mat á heilsufari hans eða ástandi. Því til stuðni ngs vísast meðal annars til afgerandi niðurstöðu hinna dómkvöddu matsmanna um að óvarlegt sé að gefa a gömlum manni þrjú slævandi lyf samtímis á meðferðarheimili þar sem náið eftirlit sé ekki í boði sem og að óvarlegt sé að gefa ára gömlum manni klórprótixen án undangenginnar læknisskoðunar. Enn fremur töldu hinir dómkvöddu matsmenn 100 mg af klórdíazepoxíði heldur háan skammt að gefa ára gömlum manni á meðferðarheimili þar sem náið eftirlit sé ekki í boði. Stefnandi byggir auk annars á því að það hafi falið í sér brot á skráðum hátternisreglum að ófagflærður starfsmaður skuli hafa gefið eiginmanni hennar lyf samkvæmt lyfjaskema án undangenginnar læknisskoðunar. Því til stuðnings vísar stefnandi einkum til þess að samkvæmt vinnulagsreglum f rá 9. júní 2016 um fyrstu 19 komu skjólstæðings til læknis sem liggi frammi í málinu hafi reglan verið sú að við komu skjólstæðinga skyldi mæla lífsmörk, blóðþrýsting, hita o.fl. Það hafi hins vegar ekki verið gert í tilviki eiginmanns stefnanda áður en honum voru gefin umrædd lyf. Í vitnisburði D læknis fyrir dómi kom fram að umræddar vinnulagsreglur hafi átt við þegar skjólstæðingar hittu hana í fyrsta skipti. Hún hafi verið í 30% starfi í og haft þar viðveru tvo daga í viku. Þá daga hafi hún hitt þá skjólstæðinga sem þar dvöldu og umræddar vinnulagsreglur átt við um þær skoðanir. Það hafi hins vegar almennt ekki verið svo að skjólstæðingar væru skoðaðir af lækni áður en þeim voru afhent lyf samkvæmt áðurnefndu lyfjaskema. Að mati dómsins verður að le ggja framburð D til grundvallar hvað þetta varðar. Fær hann og stoð í því að í umræddum vinnulagsreglum kemur skýrlega fram að allir skjólstæðingar skuli fá tíma hjá lækni á fyrstu tveimur til þremur sólarhringunum frá komu eða eftir atvikum haft samband v ið lækni varðandi lyfjameðferð fáist ekki tími. Þá kemur enn fremur fram að skjólstæðingar skuli gangast undir almenna læknisskoðun og sögutöku innan tveggja til þriggja sólarhringa frá komu. Er það því mat dómsins að lyfjagjöf til eiginmanns stefnanda umr æddan dag hafi ekki falið á sér brot á tilvitnuðum vinnulagsreglum. Stefnandi vísar í þessu sambandi einnig til 1. mgr. 11. gr. reglugerðar nr. 241/2004 um val, geymslu og meðferð lyfja á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Í umræddu ákvæði sem ber yfirskriftina lyfjaskömmtun á deildum kemur fram að lyf megi aðeins gefa sjúklingi samkvæmt skriflegum fyrirmælum læknis eða fyrirmælum gefnum samkvæmt viðurkenndum reglum viðkomandi stofnunar. Verður þetta ákvæði ekki skilið öðruvísi en svo að það fyrirko mulag við lyfjagjöf sem við lýði var í og áður hefur verið lýst falli þar undir og því hafi lyfjagjöf til eiginmanns stefnanda ekki falið í sér brot á ákvæðinu. Loks vísar stefnandi hvað þetta varðar til þess að umrætt fyrirkomulag við lyfjagjöf í standist ekki kröfur 3. gr. laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga. Í umræddu ákvæði er með almennum hætti kveðið á um tiltekin samfélagsleg réttindi sjúklinga. Þannig segir í 1. mgr. ákvæðisins að sjúklingur eigi rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu s em á hverjum tíma er völ á að veita og í fyrri málslið 2. mgr. að sjúklingur eigi rétt á þjónustu sem miðist við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á. Er því um ákveðnar meginreglur að ræða fremur en beinar hátternisreglur se m dómurinn fær ekki séð að brotið hafi verið gegn umrætt sinn með hliðsjón af eðli starfsemi . Í því sambandi er til þess að líta að um var að ræða 20 fyrirkomulag við lyfjagjöf sem samkvæmt gögnum málsins og vitnisburðum þeirra C og D hafði tíðkast í á n athugasemda af hálfu embættis landlæknis um árabil án vandkvæða. Hvað það varðar er sérstaklega vert að árétta að í áðurnefndri úttekt embættis landlæknis á gæðum og öryggi þjónustu sem fram fór vorið 2016 voru ekki gerðar athugasemdir við slíkt fyri rkomulag við lyfjagjöf. Að öllu framansögðu virtu fól það að mati dómsins ekki í sér brot á þeim skráðu hátternisreglum sem stefnandi vísar til að ófaglærður starfsmaður hafi gefið eiginmanni hennar lyf samkvæmt lyfjaskema þó svo að dómurinn telji líkt og áður greinir að æskilegra hefði verið að lyfjagjöf til hans hefði verið ákveðin af lækni að undangenginni skoðun. Líkt og áður er vikið að var læknir í eingöngu með viðveru tvo daga í viku og verður það hvernig lyfjagjöf til eiginmanns stefnanda var há ttað umrætt sinn því í grunninn rakið til mönnunar í enda enginn læknir við störf þann dag sem hann innritaðist. Eftirliti með eiginmanni stefnanda í kjölfar lyfjagjafar umræddan dag var að mati dómsins ábótavant. Óumdeilt er að klukkan fjögur í eftirm iðdaginn lagðist eiginmaður stefnanda til svefns í herbergi sem honum hafði verið úthlutað. Um klukkan ellefu um kvöldið leit C inn til hans og var hann þá látinn. Í vitnisburði C fyrir dómi kom fram að hann hefði einnig litið inn til hans um klukkan sex o g þá hefði hann verið sofandi. Óumdeilt er að ekki var litið inn til hans í önnur skipti. Líkt og að framan er rakið er málum blandið hver vinnureglan í var í þessu sambandi. Þannig kemur fram í svari D læknis við upplýsingabeiðni embættis landlæknis a ð vinnureglan hafi verið sú að líta skyldi til skjólstæðinga í afeitrun á klukkustundar fresti. Í vitnisburði hennar fyrir dómi kom hins vegar fram að hún hefði verið að reyna að innleiða umrædda vinnureglu en eftir henni hafi ekki verið farið í öllum tilv ikum og í vitnisburði C kom fram að hann kannaðist ekki við umrædda vinnureglu. Óháð því hver vinnureglan var í þessu sambandi verður að mati dómsins að teljast varhugavert að gefa ára gömlum manni þrjú slævandi lyf ofan í áfengi án þess að kanna freka r en gert var hvaða áhrif lyfjagjöfin hefði haft á hann. Virðist það ekki hafa verið gert vegna anna umræddan dag en fyrir liggur að C var einn á vakt seinni partinn með þrjátíu skjólstæðinga í sinn umsjá. Verður slælegt eftirlit með eiginmanni stefnanda u mræddan dag því rakið beint til ófullnægjandi mönnunar í þvert á ábendingar embættis landlæknis í fyrrgreindri úttekt. Þar eru enn fremur gerðar alvarlegar athugasemdir við að ekki skuli vera til skriflegar verklagsreglur um eftirlit með þeim sem eru í afeitrun þar sem um mjög veika einstaklinga geti verið að 21 ræða. Úr því hafði ekki verið bætt þó svo að afeitrun hafi áfram verið framkvæmd þar um sinn. Samkvæmt framansögðu má því að mati dómsins í grunninn rekja hvort tveggja það hvernig staðið var að ly fjagjöf til eiginmanns stefnanda umræddan dag sem og eftirliti með honum í framhaldinu til mönnunar á umræddan dag. Er það mat dómsins með hliðsjón af matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna, úttekt embættis landlæknis á gæðum og öryggi þjónustu sem og málslokabréfi embættis landlæknis vegna rannsóknar þessa máls að mönnun á hafi verið ábótavant með hliðsjón af þeirri meðferð sem þar var veitt. Þannig kemur fram í matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna að æskilegt hefði verið að betri fagmönnun hefði ver ið í umræddan dag til þess að öruggt hefði verið að framkvæma afeitrun. Í úttekt embættis landlæknis kemur fram að mönnun þarfnist umbóta á ákveðnum sviðum og að auka þurfi fagmönnun. Þá kemur fram í nefndu málslokabréfi embættisins að í sé ekki næ gileg fagmönnun til staðar til að veita heilbrigðisþjónustu á borð við afeitrun. Á mönnun í ber stefndi sem rekstraraðili meðferðarheimilisins ótvírætt ábyrgð. D. Samkvæmt krufningarskýrslu E meinafræðings var dánarorsök eiginmanns stefnanda banvænar hjartsláttartruflanir og/eða brátt hjartadrep. Í skýrslunni kemur fram að þau efni sem niðurstöður lyfja - og eiturefnamælinga sýni séu ekki taldar vera samverkandi í andláti hans í ljósi óyggjandi niðurstöðu krufningar varðandi hjarta - og æðasjúkdóma sem t eljist vera dánarmeinið. Þá kemur fram að rannsóknarniðurstaðan og aðstæðurnar eins og þeim er lýst í lögregluskýrslu bendi sterklega til þess að dauðsfallið hafi verið afleiðing sjúkdóms, þ.e. náttúrlegt dauðsfall. Engin merki séu um að aðrir hafi komið a ð því. E gaf skýrslu fyrir dómi og staðfesti framangreinda krufningarskýrslu og svaraði spurningum um efni hennar. Í vitnisburði hans kom auk annars fram að krufningin gæfi til kynna að andlát eiginmanns stefnanda hefði borið brátt að, þ.e. að um svokallað an skyndihjartadauða hafi verið að ræða. Að mati dómsins er fyrirliggjandi matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna óljós og að sumu leyti misvísandi að því er varðar orsakasamband á milli þeirra lyfja sem eiginmanni stefnanda voru gefin við innritun í og óf ullnægjandi eftirlits með honum í kjölfar lyfjagjafar annars vegar og andláts hans hins vegar. Þannig telja matsmenn líklegast að dánarorsökin hafi verið banvænar hjartsláttartruflanir og/eða brátt hjartadrep líkt og fram kemur í niðurstöðu krufningarskýrs lu en telja hins vegar öndvert við 22 hafi átt þess að líta að þær H og I báru líkt og áður greinir báðar fyrir dómi að það af þeim þremur lyfjum sem þær töldu helst varhugavert að gefa eiginmanni stefnanda við þær aðstæður sem fyrir hendi voru í væri lyfið klórprótixen (Truxal) sem og að niðursta ða þeirra varðandi hugsanlegan þátt lyfjanna í andláti hans miðaðist við samverkandi áhrif allra þriggja lyfjanna. Samkvæmt fyrirliggjandi matsgerð Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði, sem undirrituð er af F lyfjafræðingi og G deilda rstjóra, voru hins vegar hvorki Truxal né Phenergan á meðal þeirra lyfja sem fundust við lyfjaleit í þvagi eiginmanns stefnanda. F gaf skýrslu fyrir dómi og staðfesti umrædda matsgerð og svaraði spurningum um efni hennar. Í vitnisburði hennar kom skýrt fra m að ef umrædd lyf hefðu verið í þvagi eiginmanns stefnanda við andlát hans hefðu þau eða niðurbrotsefni þeirra ótvírætt fundist við lyfjaleit enda hafi sérstaklega verið að þeim leitað. Að þessu er í engu vikið í matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna þó svo að vísað sé þar til fyrrgreindrar matsgerðar Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði. Þá kom fram í vitnisburði beggja matsmanna fyrir dómi að þær hefðu ekki kannað þetta frekar heldur einfaldlega gengið út frá því að eiginmaður stefnand a hefði tekið öll þau lyf sem hann hefði fengið afhent og lagt það til grundvallar í matsvinnunni. Með vísan til framangreinds er að mati dómsins ekki hægt að leggja óljósa niðurstöðu matsgerðar hinna dómkvöddu matsmanna til grundvallar um orsakatengsl á m illi þeirra lyfja sem eiginmaður stefnanda fékk við innritun í og andláts hans þvert gegn afdráttarlausri niðurstöðu áðurgreindrar krufningarskýrslu E . Þá telur dómurinn engu breyta þar um þó svo að fram komi í framangreindri matsgerð Rannsóknarstofu H áskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði að gera megi ráð fyrir að eiginmaður stefnanda hafi verið undir miklum slævandi áhrifum af blöndu etanóls, klórdíazepoxíðs og umbrotsefna þess og kunni það að hafa átt þátt í andláti hans. Í því sambandi er til þes s að líta að bæði E og F báru fyrir dómi að hlutverk starfsmanna rannsóknastofunnar væri einvörðungu að greina efni í blóði og þvagi í tengslum við réttarkrufningu og hafi þeir engar frekari upplýsingar undir höndum um viðkomandi einstakling. Það sé svo þe ss meinafræðings sem krufningu annast að leggja mat á dánarorsök á grundvelli þess sem krufning leiðir í ljós með hliðsjón af niðurstöðu lyfja - og eiturefnamælingar. Það gerði E og niðurstaða hans var sú sem áður greinir. 23 Niðurstaða hinna dómkvöddu matsman na um orsakasamband á milli slælegs eftirlits með eiginmanni stefnanda í kjölfar lyfjagjafar umræddan dag er ekki afgerandi. Þannig segir í matsgerð þeirra að ekki sé unnt að fullyrða með óyggjandi hætti að um orsakatengsl sé að ræða milli hins ófullnægjan di eftirlits og andláts hans. Í vitnisburði H fyrir dómi kom fram að um þetta sé ekki hægt að fullyrða enda velti það eðli máls samkvæmt á því hversu brátt andlátið bar að. Með hliðsjón af því að dánarorsök eiginmanns stefnanda var samkvæmt mati bæði E mei nafræðings og hinna dómkvöddu matsmanna banvænar hjartsláttartruflanir og/eða brátt hjartadrep, sem og vitnisburði E fyrir dómi um að niðurstaða krufningarinnar gefi til kynna að um svo kallaðan skyndihjartadauða hafi verið að ræða, verður að mati dómsins að leggja til grundvallar að andlátið hafi borið verulega brátt að. Er það því niðurstaða dómsins að ekki hafi verið leiddar nægar líkur að því að unnt hefði verið að koma í veg fyrir andlát eiginmanns stefnanda jafnvel þó svo að tilhlýðilegt eftirlit hefð i verið viðhaft og fagmönnun verið meiri en raun ber vitni. E. Samkvæmt framangreindu er það mat dómsins að andlát eiginmanns stefnanda verði hvorki rakið til þeirra lyfja sem hann fékk í umrætt sinn né þess að ekki var haft með honum fullnægjandi ef tirlit í kjölfar lyfjagjafar. Í því felst og að ekki hafa verið færðar sönnur á að einhverju hefði breytt þótt læknisskoðun hefði verið framkvæmd og lyfjagjöf ákveðin af lækni með hliðsjón af niðurstöðum hennar og heilsufarssögu eiginmanns stefnanda og ást andi, skammtar þeirra lyfja sem honum voru afhent verið minni eða mönnun í verið meiri umræddan dag. Er því að mati dómsins ekki þörf á að taka endanlega afstöðu til saknæmis eða eftir atvikum saknæmisstigs háttsemi stefnda og starfsmanna hans. Að öllu framansögðu virtu verður stefndi sýknaður af kröfum stefnanda. Með hliðsjón af atvikum málsins þykir rétt að málskostnaður milli aðila falli niður, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefnandi fékk útgefið leyfi til gjafsóknar ve gna rekstrar málsins fyrir héraðsdómi og er gjafsóknin takmörkuð við réttargjöld og lögmannsþóknun. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Ívars Þórs Jóhannssonar, sem er hæfilega ákveðin, með hliðsjón a f tímaskýrslu, 2.200.000 krónur án virðisaukaskatts. 24 Hulda Árnadóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan ásamt meðdómsmönnunum Ingimundi Einarssyni héraðsdómara og Ágústi Erni Sverrissyni lyf - og hjartalækni. Dómsorð: Stefndi, B , er sýknaður af kröfum stefnanda, A . Málskostnaður milli aðila fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Ívars Þórs Jóhannssonar, 2.200. 000 krónur. Hulda Árnadóttir Ingimundur Einarsson Ágúst Örn Sverrisson