D Ó M U R 17 . október 2019 Mál nr. S - 634 /201 9 : Ákærandi: Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Haukur Gunnarsson saksóknarfulltrúi ) Ákærði: X ( Páll Kristjánsson lögmaður ) Dómari: Arnaldur Hjartarson héraðsdómari 1 D Ó M U R Héraðsdóms R eykjaness fimmtudaginn 17 . október 201 9 í máli nr. S - 634 / 201 9 : Ákæruvaldið ( Haukur Gunnarsson saksóknarfulltrúi ) gegn X ( Páll Kristjánsson lögmaður ) Mál þetta, sem dómtekið var 1 . október sl., höfð aði lögreglustjórin n á höfuðborgarsvæðinu m eð ákæru 18 . j úní sl. á hendur ákærða, X , kt . 000000 - 0000 , [ ... ] í Hafnarfirði : fyrir eftirtalin brot: 1. Brot í nánu sambandi, með því að hafa laugardaginn 26. ágúst 2017 að [ ... ] í Hafnarfirði, v eist með ofbeldi að eiginkonu sinni, A , kt. 000000 - 0000 , tekið hana háls taki og hrint henni, með þeim afleiðingum að hún skall á vegg og fékk kúlu á ennið. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19 / 1940. 2. [...] og líkamsárás, með því að hafa mánudaginn 1. janúar 2018 að [ ... ] í Hafnarfirði , veist með ofbeldi að [...] B , kt. 000000 - 0000 , þegar hún kom inn í íbúðina og rifið í hár hennar með þeim afleiðingum að hár l engingar í hári hennar rifnuðu. Telst brot þetta varða við 217. gr. [...] almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3. Umferðarlagabro t, með því að hafa sunnudaginn 28. apríl 2019 ekið bifreiðinni [ ... ] ) um Reykjavíkurveg við Hótel Norðurey í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 3. mgr. 45. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greið s lu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. og 102. gr. laga nr. 50/1987, sbr. 25. og 26. gr. laga nr. 44/ 1993, sbr. 18. gr. laga nr. 66/2006 . 2 Í þinghaldi 26. ágúst sl. féll ákæruvaldið frá fyrri hluta 2. ákæru liðar , þ.e. ákæru fy r ir meint brot í nánu sambandi gagnvart eiginkonu ákærða. Í þinghaldi 13. september sl. lét sækjandi þess getið að sinn skilningur væri sá að meint brot ákærða í 1 . ákæru lið myndi nú teljast varða við 217. gr. alm ennra hegningarlaga að teknu tilliti til fy r ri bókunar ákæruvaldsins í síðasta þinghaldi. Verjandi lét þess getið við sama tækifæri að hann andmæl t i ekki þessari lagatúlkun. Kröfur ákærða í málinu eru þær að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa. Þá krefst verjandi ákærða hæfilegrar þók nunar sér til handa vegna verjandastarfans. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. g r. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærði hefur j átað sakargiftir og var m álið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda hafði verið gefi nn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Sannað er með skýlaus ri játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru , þó þannig a ð í samræmi við fyrrgreinda bókun sækja nda í þinghaldi verður að líta svo á að háttsemi ákærða í 1. ák ærulið varði við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga . Ákærði er fæddur árið [ ... ] . Við ákvörðun refsingar verður ekki fram hjá því litið að ákærði fra mdi brot sitt í 1. ákærulið gegn eiginkonu sinni, sbr. 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Aftur á móti hefur hann játað brot sín hreinskilnislega og er það virt til refsilækkunar . Þá er langt um liðið síðan brot ákærða í 1. ákærulið var framið auk þes s sem fyrir liggur vottorð um þrálát veikindi ákærða og örorku hans . Með dómi [ ... ] var ákærða gert að sæta skilorðsbundnu fangels i í fjóra mánuði fyrir brot gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga , sbr. 2. mgr. 30. gr. l aga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, auk þess sem honum var gert að greiða sekt að fjár hæð 5.300.000 krónur , en sæta ella fangelsi í 90 daga . Brot sín samkvæmt 1. og 2. ákærulið framdi ákærði fyrir uppkvaðningu dómsins 2 . apríl sl . Með vísan t il 60. gr. almennra hegningarlaga verður skilorðshluti dóms ins frá 2. apríl sl. tekinn upp og ákærð a gerð fangelsisrefsing að nýju fyrir bæði málin eftir reglum 78. gr. sömu laga. 3 Að öllu framangreindu virtu og með vísan til 77. gr. almennra hegningarla g a þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði , en fresta skal fullnustu refsingarinn ar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkva ðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1 940 . Með vísan til tilvitnaðra ákvæða laga nr. 50/1987 í ákæru ber að svipta ákærða ökurétti í tvö á r frá dómsbirtingu að telja. Loks verður ákærði dæmdur til a ð greiða sakarkostnað , þ.m.t. málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns sem ákveðin er með virðisa u kaskatti í dómsorði . Arnaldur Hjartarson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í sex mánuði , en fresta skal fullnustu ref singarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dó m s þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði sæ ti sviptingu ökuréttar í tvö ár frá birtingu dóms þessa að telja . Ákærð i grei ði þóknun skipaðs verjanda síns, Páls Kristjánssonar lögmanns, 210.800 krónur . Þá greiði ákærð i 24.598 krónur í annan sakarkostnað.