Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 9. september 2020 Mál nr. S - 4472/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Margrét Herdís Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Birgi Rúnar i Benedikts syni Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 14. júlí 2020, á hendur Birgi Rúnari Benediktssyni, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir tilraun til fjársvik a með því að hafa , f immtudaginn 1. mars 201 8, í blekkingarskyni skilað inn tjónstilkynningu , með þeim upplýsingum að bifreiðin [...] hafi ekið á bifreiðina [...] , til Varðar trygginga hf., kt. [...] og þannig reynt að sv íkja út fé úr lögboðinni ábyrgðartryggingu bifreiðarinn ar [...] en það var annað ökutæki sem ók á bifreiðina [...] . Telst brot þe tta varða við 248. gr. , sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þ á er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar . Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 , um meðferð sakamála , og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot s itt . Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfær t til refsiákvæð is í ákæru. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til hand a . Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt sakavottorði ákærða, dagsettu 7. júlí 2020, á hann að baki langan sakarferil og hefur hann hlotið þrettán refsidóma á rin 1 997 til 2014 , fyrir margvísleg brot, einkum hegningar - og fíkniefnalagabrot, þ.m.t. auðgunarbr ot, en auk þess hefur ákærði gengist undir fjórar sektargerðir lögreglustjóra árið 2011, vegna umferðar - og fíkniefnalagabrota. Ákærði hefur samkvæmt framangreindu vottorði ítrekað gerst sekur um auðgunarbrot nú síðast með dómi 9. september 2014 þar sem 2 ákærði var dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir þjófnað. Við ákvörðun refsingar verður því litið til 2 55. gr. , sbr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af því sem að framan greinir og því að um tilraunabrot er að ræða, sem ákærði hefur já tað greiðlega, og þar sem ekkert fjártjón hlaust af verknaði hans, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga . Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Baldvin Einarsson aðstoðarsaksóknari fyrir M argréti Herdísi Jónsdóttur aðstoðarsaksóknara. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir , aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Birgir Rúnar Benediktsson, sæti fangelsi í 30 daga . Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir