1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júlí 2019 í máli nr. S - 418/2019: Ákæruvaldið (Sonja H. Berndsen saksóknarfulltrúi) gegn X ( Brynjólfur Eyvindsson lögmaður) Mál þetta, sem dómtekið var 2. júlí 2019 var höfðað með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgar svæðinu, dags. 14. maí 2019 , á hendur: X , kt. [...] , Dvalarstaður: [...] , [...] Reykjavík, fyrir brot gegn barnaverndarlögum, með því að hafa í samskiptum við A kt. [...] í gegnum samskiptaforritið Facebook þann 16. júlí 2016 sýnt henni vanvirðandi há ttsemi og ósiðlegt athæfi, nánar tiltekið með því að senda henni eftirfarandi skilaboð: 1. nekt í því, er það eitthvað sem þú hefðir mögulega áhuga á? Auðvitað vel 2. 3. 4. 5. Telst þetta varða við 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Mál nr. 007 - 2016 - 75039 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar er lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. 2 Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. lag a um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sitt. Sannað er með játningu ákærða og ö ðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Ákærði hefur ekki áður gerst sekur um brot gegn barnavernd arlögum . Háttsemi ákærða er litin alvarlegum augum en hún beind ist gegn barnungri stúlku. Til málsbóta horfir að hann gekkst greiðlega við broti sínu og greiddi brotaþola miskabætur auk annars kostnaðar . Þá liggur fyrir staðfesting um að ákærði hafi leitað aðstoðar við áfengisvanda sínum sem hann nú fylgir eftir með á framhaldandi meðferð. Mál þetta er ekki umfangsmikið . K æra var lögð fram í desember 2016 og lauk rannsókn í apríl 2017. Ákæra var gefin út 14. maí 2019. Verður ákærða ekki kennt um drátt á málinu. Með hliðsjón af ofangreindu verður ákvörðun um refsingu fre stað og fellur hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns eins og nánar greinir í dómsorði. Sigríður Hjaltested hérað sdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákvörðun um refsingu ákærða X skal frestað og fellur hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns Brynjólfs Eyvindssonar lögmanns, 126.480 krónur . Sigríður Hjaltested