Héraðsdómur Vesturlands Dómur 1. febrúar 2022 Mál nr. S - 227/2021 : Lögreglustjórinn á Vesturlandi (Emil Sigurðsson aðstoðarsaksóknari) g egn Jón i V . Pálss yni Dómur Mál þetta höfðaði lögreglustjórinn á Vesturlandi með ákæru 8 . nóvember 20 21 á hendur ákærða, Jóni V. P álssyni , kt. ... , ... , Akranesi . Málið var dómtekið 20 . janúar 20 22 . Í ákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærða fyrir líkamsárás, með því ,, að hafa að kvöldi þriðjudagsins 24. nóvember 2020, í húsnæði við ... á Akranesi, veist með ofbeldi að A... , kt. ... , snúið hana niður á þrep í stigagangi, þrýst henni niður og tekið hana hálstaki, allt með þeim afleiðingum að A... hlaut verki yfir mjóbaki, miðju baki og vinstri handlegg, grunnt yfirborðssár rétt fyrir neðan vinstra viðbein, roða við hægra eyra og niður að háls (2 cm að lengd) og mikil eymsli við þreifingu, roða við gagnauga, eyra og niður að háls vinstra megin sem og eymsli við þreifingu yfir svæðinu og bakvið eyra, þreifieymsli yfir barka, vinstra gagnauga, efri hlutar brjóstkassa beggja vegna og aftan á hálsi með leiðni upp í höfuð, tvo marbletti á mörkum brjóstakassa og handakrika vinstra megin, tvo marbletti á v instri olnboga, tvo marbletti á innanverðum vinstri upphandlegg og yfirborðsmar á vinstri framhandlegg. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Í málinu hefur A... , kt. ... , krafist að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 1.500.000, - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 24. nóvember 2020 en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2021 frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærðu verði gert að greiða málskostnað að mati dóms ins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið það brot sem honum er gefið að sök í ákæru og er játning hans studd sakargögnum. Eru því efn i til að leggja dóm á 2 málið samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir brotið, sem réttilega er fært til lagaákvæða í ákæru. Við ákvörðun refsingar er þess að gæta að ákærði hefur greiðleg a gengist við brotinu og er með hreint sakavottorð og þá hefur ákærði einnig fallist á bótaskyldu. Að öllu þessu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi. Eftir atvikum þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum 2 árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærð i almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Af hálfu brotaþola er krafist miskabóta úr hendi ákærða . Ákærði hefur viðurkennt bótaskyldu en lagt fjárhæð kröfunnar í mat dómsins. Í samræmi við þetta ve rður krafan tekin til greina með þeirri breytingu að miskabætur verða ákveðnar hæfilegar 200.000 krónur . Einnig verður fallist á vaxtakröfu brotaþola þannig að vextir reiknist frá 24. nóvember 2020 og dráttarvextir frá 14. janúar 2022, en þá var mánuður li ðinn frá því krafan var kynnt ákærða með birtingu fyrirkalls, sbr. 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001. Þá verður ákærða gert að greiða brotaþola málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn svo sem greinir í dómsorði. Engan sakarkostnað leiddi a f rannsókn og rekstri málsins. Guðfinnur Stefánsson, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Jón V. Pálsson , sæti fangelsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Ákærði greiði A... 2 0 0 .000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá 24 . nóvember 20 20 til 1 4. janúar 20 22 , en með drát tarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags og 18 0.000 krónur í málskostnað. Guðfinnur Stefánsson