Héraðsdómur Reykjaness Dómur 12. febrúar 2020 Mál nr. E - 1265/2017 : Dverghamrar ehf. ( Hildur Sólveig Pétursdóttir lögmaður ) g egn Kópavogsbæ ( Guðjón Ármannsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið þann 15 . janúar 2020, er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjaness með stefnu birtri þann 8. desember 2017. Stefnandi er Dverghamrar ehf., kt. 000000 - 0000 , Lækjarbergi 46, 221 Hafnarfirði. Stefndi er Kópavogsbær , Digranesvegi 1 , 20 0 Kó pavogi. Í endanlegum dómkröfum gerir s tefnandi aðallega þá kröfu að stefndi verði dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð 564.056.588 krónur með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 23. júní 2015 til 1. mars 2017 en m eð dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi gerir til vara þá kröfu að viðurkennd verði bótaskylda stefnda. Þá krefst s tefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi . Stefndi krefst þess að verða sýknaður af kröfum stefnanda . Þá krefst hann málskostnaðar að skaðlausu með hliðsjón af framlagð ri vinnuskýrslu yfir málið , og að teknu tilliti til kostnaðar við öflun yfirmatsgerðar. Málsatvik: Í jan úar 2015 auglýsti stefndi til umsóknar byggingarleyfi í Glaðheimum í Kópavogi fyrir fjölbýlishús. Í auglýsingunni sagði : lóðum í Glaðheimum reit 2 ásamt öllum fylgigögnum skal skila í þjónustuver Kópavogsbæjar fyrir kl. 13 Í auglýsingunni var vísað um nánari upplýsingar til heimasíðu stefnda , þar sem meðal annars var að finna skjal um verklag við úthlutun á byggingarrétti lóða við Glaðheima, sem hafði að geyma tiltekin matsviðmið um mat á hæfi ums ækjenda um 2 lóðirnar . S kyldi fjárhagsst aða metin 30%, byggingars aga 30% og áform umsækjenda um hönnun, útfærslu og útlit hús a metin 40%. Innan hvers viðmiðs var síðan að finna nánari upplýsingar. Þannig kom fram u m fjárhagsstöðu umsækjenda að ófrávíkjanleg gögn vær i ársreikningur síðasta árs undirritaður af löggiltum endurskoðanda og skrifleg staðfesting án fyrirvara frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og mögulega lánafyrirgreiðslu . Þá var í skjalinu vísað til 3. og 6. gr. úthlutunarreglna til lögaðila , og er þar vísað til reglna Kópavogsbæjar um úthlutun á byggingarrétti fyrir íbúðarhúsnæði til lögaðila, dags. 25. nóvember 2014. Í nefndum úthlutunarreglu m Kópavogsbæjar segir í 3. og 6. gr. að umsækjendur skul i geta sýnt fram á að þeir hafi fjárhagslega getu til að standa undir kostnaði við öflun lóðar og byggingu mannvirkja, í samræmi við þau viðmið sem bæjarstjórn setur , og að umsækjandi skuli leggja fram ársreikning síðasta árs áritaðan af löggiltum endurskoð anda auk skriflegrar staðfestingar án fyrirvara frá banka eða lán a stofnun um mögulega lánafyrirgreiðslu, auk gagna er gefa upplýsingar um flekklausa byggingarsögu. Stefnandi fyllti út af þessu tilefni sérstakt umsóknareyðublað , sem hann lagði inn þann 3 . mars 2015 , þar sem hann sækir um byggingarrétt að tilteknum lóðum. Óumdeilt er að umsókn stefnanda barst tímanlega og var undirrituð af forsvar s manni stefnanda, og að henni fylgdu þau gögn sem krafist var samkvæmt framangreindu, þ. á. m. ársreikningur ársi ns 2014, en jafnframt er óumdeilt að sá ársreikning u r var ekki undirritaður af löggiltum endurskoðanda . Þá kemur fram á umsóknareyðublaðinu að með undirritun þess staðfes t i umsækjandi að allar upplýsingar séu réttar, og að viðkomandi hafi kynnt sér alla sk ilmála og reglur , sem um lóðarúthlutunina og viðkomandi lóðir gilda, og sé reiðubúinn að hlíta þeim. Á vegum stefnda var skipaður sérstakur v innuhópur um úthlutun byggingar r éttar í Glaðheimum. Vinnuhópurinn skilaði tillögum sínum 14. apríl 2015, þar sem fram kemur að borist hafi 39 umsóknir. Þá kemur fram að a f hálfu stefnda hafi veri ð sett tiltekin matsviðmið um mat á hæfi umsækjenda, er byggði st á þeim viðmiðum sem að framan getur, um fjárhagsstöðu, byggingarstöðu og viðmið um áform umsækjenda u m hönnun, útfærslu og útlit þess húss sem sótt sé um að byggja. Einnig kemur fram að innan hvers mats viðmiðs séu veitt stig. Þannig v æri sem dæmi um viðmið um fjárhagsstöðu veitt 10 stig fyrir umbeðinn ársreikning áritaðan af löggiltum endurskoðanda, en en gin stig væru veitt fyrir óundirritaðan ársreikning og ársreikning áritaðan af skoðunarmanni. 3 Samkvæmt tillögum vinnuhópsins var lagt til við bæjarráð að stefnanda yrði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðinni Álalind 4 - 8 í Kópavogi. Á fundi bæjarráðs þann 16. apríl 2015 samþykkti bæjarráð tillögu vinnuhópsins um að veita stefnanda byggingarrétt á þeirri lóð og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Á fundi bæjarstjórnar þ ann 28. apríl 2015 var afgreiðslu málsins frestað, og fært til bókar að því v æri vísað að nýju til bæjarráðs . Í fundargerð vinnuhópsins, dags. 5. maí 2015 kemur fram, að með vísan til þess að bæjarstjórn hafi frestað afgreiðslu málsins hafi vinnuhópurinn komið saman á ný og yfirfarið mat sitt , og sé matið óbreytt frá því sem fram hafi komið á fundi vinnuhópsins þann 28. apríl 2015, en þá hafi eftirfarandi breyting hafi verið gerð á tillögum ú thlut unar : M eð hliðsjón af þeirri breytingu væri annar umsækjandi en stefnandi , eða N ehf. , talinn hæfastur umsækjenda um lóðina að Álalind 4 - 8 í Kópavogi. Með bréfi sviðsstjóra umhverfissviðs Kópavogsbæjar, dags. 5. maí 2015, var á grundvelli niðurstaðna vinnuhópsins lagt til að þeim umsækjanda yrði ge finn kostur á byggingarrétti að nefndri lóð. Í bréfi stefnanda, dags. 8. maí 2015 til bæjarráðs Kópavogs, komu fram skýringar stefnanda á því að ekki hafi fylgt ársreikningur undirritaður af löggiltum endurskoðanda, en jafnframt var þess óskað að væri ekki fallist á þær skýringar yrði stefnanda gefinn hæfilegur frestur til þess að uppfylla skilyrðið. Með tölvupósti stefnanda, dags. 19. maí 2015, til verkefnastjóra stjórnsýslusviðs stefnda, var óskað upplýsinga um það hvort ársreikningur stefnanda, áritaður af löggiltum endurskoðanda k æ mist að á fundi bæjarráðs þann 21. maí 2015. ársreikningnum og sett hann með erindi Dverghamra í bæjarráð. Þyrfti að fá hann á Ársreikningurinn , áritaður af löggiltum endurskoðanda var móttekin n af bæjarráði þann 20. maí 2015 , Í fundargerð bæjarráðs þann 21. maí 2015 kemur fram að framangreint bréf stefnanda, dags. 8. maí 2015 , hafi verið lagt fram , og b æjarráð vísi erindinu til sviðstjóra umhverfissviðs og bæjarlögman ns til umsagnar . Í fundargerð bæjarráðs, dags. 18 . júní 2015 , kemur fram að borist hafi minnisblað frá lögfræðingi lögfræðideildar stefnda, dags. 15. júní 2015, um athugasemdir stefnanda. Væri niðurstaðan sú að ekki væru skilyrði til að fallast á kröfur st efnanda um að hann fengi lóðinni Álalind 4 - 8 úthlutað. Á sama fundi var ákveðið að leggja til við bæjarstjórn að N ehf. yrði gefinn kostur á byggingarrétti á umræddri lóð. Tillaga bæjarráðs var síðan samþykkt í bæjarstjórn þann 23. júní 2015 . 4 Stefnandi sendi bæjarstjórn stefnda bréf, dags. 23. júní 2015, þar sem stefnandi vekur athygli stefnda á því að ákvörðunin sé ólögmæt og krefst þess að málið verði tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar stefnda. Stefndi hafnaði þeirri beiðni stefnanda og vísaði athugasemdum stefnanda á bug með bréfi, dags. 6. júlí 2015. Bréfinu fylgdi minnisblað bæjarlögmanns stefnda, dags. 15. júní 2015. Með bréfi, dags. 22. j úlí 2015 , fór s tefnandi fram á það að fá gögn varðandi þann aðila sem f ékk byggingarrétt að lóðinni, á samt byggingasögu þess félags , en var synjað um þær upplýsingar með bréfi lögfræðings Kópavogs, dags. 13. ágúst 2015. Stefn andi kærði þá ákvörðun stefnda að synja um afhendingu gagnanna þann 27. ágúst 2015, með kæru til innanríkisráðuneytisins. Þann 18. se ptember 2015 kærði stefnandi enn fremur til ráðuneytisins ákvörðun stefnda um að synja stefnanda um úthlutun lóðarinnar. Með úrskurðum innanríkisráðuneytisins, dags. 30. janúar 2017, var ákvörðun stefnda, dags. 13. ágúst 2015, um að synja stefnanda um aðgang að gögnum annars vegar felld úr gildi, og ákvörðun stefnda frá 23. júní 2015 um úthlutun byggingarréttar að Álalind 4 - 8 metin ólögmæt. Hins vegar kom fram í forsendum um síðargrein da úrskurðinn að ekki yrði fram hjá því litið að sá umsækjandi sem fékk bygginga r réttinn hefði skilað inn fullgildum gögnum með umsókn sinni, og með tilliti til réttmætra væntinga hans þætti ekki rétt að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi, þrátt fyrir þá a nnmarka sem ráðuneytið taldi vera á málsmeðferðinni. Stefnandi lagði meðal annars fram í málinu eftirfarandi gögn : Úthlutunarreglur Kópavogsbæjar, dags. 25. nóvember 2014, verklag við úthlutun lóða við Glaðheima, dags. 6. janúar 2015, t illögur vinnuhóps, d ags. 14. a príl 2015, yfirlit yfir ákvarðanir bæjarráðs Kópavogs og fundargerð, dags. 18. júní 2015, gögn sem fylgdu lóðarumsókn, fundargerð bæjarstjórnar, dags. 23. júní 2015 og 15. júlí 2015, tölvupóstsamskipti, dags. 17. m ars 2015 og 19. maí 2015, afrit bréfa stefnanda til stefnda, dags. 8. maí 2015 og 8. ágúst 2017, framangreinda úrskurði innanríkisráðuneytis, verðmat Fasteignarsölunnar Mikluborgar, dags. 8. ágúst 2017, forsendur kostnaðarmats, dags. 19. október 2017, kostnaðaráætlun við byggingu fjölbýl ishúss við Álalind 4 - 8, dags. 24. október 2017 , útprentun úr gæðahandbók stefnda, verkáætlun stefnanda vegna Álalindar 4 - 8, yfirlit yfir eigendur, yfirlit yfir eigendur N ehf., reglur Kópavogsbæjar um úthlutun á byggingarrétti fyrir íbúðarhúsnæði, samþykkt ar 11. október 2011, reglur Kópavogsbæjar um úthlutun á byggingarrétti fyrir íbúðarhúsnæði, dags. 8. september 2005 , verðlista, kaupsamninga vegna fasteigna að Álalind 4 - 8 , og skipulagstillögur vegna úthlutunar. 5 Stefndi lagði meðal annars fram: Auglýsingu sem birtist í dagblöðum í janúar 2015 vegna lóðarúthlutunarinnar, umsókn stefnanda, dags. 2. mars 2015, tölvupóst til stefnanda, dags. 16. apríl 2015, fundargerð ir vinnuhóps á vegum stefnda um umsóknir, yfirlit yfir einkunnagjöf umsækjenda, bréf sviðs s tjóra umhverfissviðs stefnda, dags. 5. maí 2015, og greinargerð þess umsækjanda sem fékk lóð inni úthlutað , og send var innanríkisráðuneyti, dags. 26. október 2016 . Stefnandi krafðist þess með matsbeiðni, dags. 19. febrúar 2018, að dómkvaddir yrði tveir hæf ir og óvilhallir matsmenn, löggiltur fasteignasali og bygginga r verkfræðingur til þess að meta framlegð vegna ólögmætrar úthlutunar stefnda á lóðinni að Álalind 4 - 8 í Kópavogi. Til að framkvæma hið umbeðna mat voru skipað ir þann 8. mars 2018 þeir Gunnar Sv a var Friðriksson , löggiltur fasteignasali og lögmaður, og Hjalti Sigmundsson, byggingar tæknifræðingur. Í niðurstöðu matsgerðar þeirra, dags. 19. júní 2018, kemur fram að framlegð af byggingu og sölu hússins hefði verið mismunur á söluverði og byggingarkostn aði, eða 443.040.522 krónur. Stefndi krafðist þess í yfirmatsbeiðni, dags. 28. september 2018, að dómkvaddir yrðu þrír hæfir og óvilhallir yfirmatsmenn, fasteignasali, viðskiptafræðingur og aðili með sérþekkingu á sviði byggingar húsnæðis, til þess að met a framlegð stefnanda, auk kostnaðar og mögulegra tekna af sölu íbúða að Álalind 4 - 8 í Kópavogi. Til að framkvæma matið voru skipaðir Auðunn Elíson, byggingarverkfræðing ur, Reynir Erlingsson, löggil tur fasteignasa li, og Knút ur Þórhallsson, löggil tur endursk oðand i. Í niðurstöðu yfirmatsgerðar, dags. 5. apríl 20 1 9 , er heildarframkvæmdakostnaður metinn 2.188.620.573 krónur, eða 388.508 kr ónur pr. fermetra, en sölutekjur af sölu íbúðanna hefði num ið 2.596.623.508 krónu m eða 460.934 kr ónur pr. fermetra, og framl egð því 38 8.956.872 krónur. Aðilaskýrslu fyrir dómi g af Karl Heimir Birgisson, framkvæmdastjóri stefnanda. Vitnaskýrslur gáfu Salvör Þórisdóttir, lögfræðingur stefnda, Helga Björk Þorsteinsdóttir, skoðunarmaður stefnanda, Hjalti Sigmundsson , byggingartæknifræðingur og undirmatsmaður, Gunnar Sv avar Friðriksson, löggiltur fasteignasali, lögmaður og undirmatsmaður, Knútur Þórhallsson, löggiltur endurskoðandi og yfirmatsmaður, Auðunn Elísson, byggingarverkfræðingur og yfirmatsmaður, og Reynir Erl ingsson, löggiltur fasteignasali og yfirmatsmaður. Málsástæður og lagarök stefnanda: 6 Stefn andi krefst skaðab óta vegna ólögmætrar og saknæmrar háttsemi stefnda . Stefnandi bendir á að s amkvæmt meginreglum skaðabótaréttar ber i að gera tjónþola eins settan og ef bótaskyld háttsemi hefði ekki átt sér stað. Stefnandi eigi því kröfu til þess að verða jafnsettur fjárhagslega og ef réttarbrot stefnda hefði ekki orðið. Tjón stefnanda fel i st í því að af væntanleg ri úthlutun lóðarinnar Álalind 4 - 8 í Kópavogi hafi ekki orðið, og stefnandi því orðið af hagnaði og þar með framlegð. Stefnandi gerir þá kröfu að stefndi bæti stefnanda það tjón sem hann varð fyrir við það að tekin hafi verið ómálefnaleg og ólögmæt ákvörðun við afgreiðslu stefnda við lóðaúthlutun á Glaðheimasv æðinu. Hin ólögmæta ákvörðun stefnda hafi valdið stefnanda umtalsverðu fjártjóni sem nem i missi framlegðar sem hann hafi orðið fyrir vegna ákvörðunar stefnda. Hefði stefnanda verið úthlutað lóðinni hefði hann byggt tilskilið hús á lóðinni, sem hann hefði s elt með hagnaði. Stefnandi sé mjög reyndur á sviði bygginga r framkvæmda og grundvallast skaðabótakrafa hans á missi framlegðar/hagnaðar af verkinu miðað v ið söluverð hvers fermetra í byggingunni . Stefnandi gerir kröfu um greiðslu 564.056.588 krón a , sem mi ði st við niðurstöðu í undirmati, sem s tefnandi telur að miða skuli við frekar en niðurstöðu yfirmats, að viðbættum kostnaði sem ekki komi fram í matinu, og staðfest hafi verið af matsmönnum fyrir dómi að hafi gleymst. Um ó lögmæt a og bótaskyld a háttsemi bæj arstjórnar stefnda byggir stefnandi á því að jafnræðisreglu hafi ekki verið gætt við ákvörðun stefnda og að ákvörðunin hafi verið ólögmæt. Stefnandi hafi uppfyllt öll skilyrði í úthlutunarreglunum og hefði átt að ganga framar N ehf. við úthlutunina. Stefnandi bendir á að stefndi hafi skipað sérstakan vinnuhóp til að rýna vandlega í umsóknirnar og gefa þeim stig. Skyldi sá umsækjandi valinn sem hefði mestan stigafjölda. Vinnuhópurinn hafi kom ist að þeirri niðurstöðu, á grundvelli ítarl egrar rannsóknar á öllum umsóknum, að stefnda skyldi úthlutað lóðinni. Sú ákvörðun vinnuhópsins hafi verið samþykkt í bæjarráði, en ákvarðanir bæjarráðs séu í raun endanlegar þegar ekki sé um að ræða fjárhagslega mikilvægar ákvarðanir. Stefnandi bendir á að hann hafi skilað inn ársreikningi undirrituðum af skoðunarmanni. Tilgangur ársreikningsins við úthlutun lóðarinnar hafi óumdeilanlega verið sá að fyrir lægi hvort fjárhagsstaða umsækjanda væri með þeim hætti að hann hefði fjárhagslega burði og getu til að byggja á lóðinni. Ársreikningur stefnanda hafi borið þess glögg merki og sé fjárhagsleg geta stefnanda margföld á við getu N . Stefnandi byggir á því að það hafi verið ómálefnalegt og í raun ólögmætt hjá stefnda að hengja sig í 7 formsatriði eins og þ au að löggiltur endurskoðandi áriti reikninginn í stað þess að horfa á efnisleg skilyrði um fjárhagslega burði umsækjandans. Þegar bornir séu saman ársreikningar stefnanda vegna ársins 2014 og N vegna sama árs komi í ljós að hagnaður stefnanda hafi verið 194.44 2.965 krónur samanborið við hagnað N , 1.981.702 krónur. Þá hafi eiginfjárstaða stefnanda verið mun betri en N . Stefnandi hafi verið í góðri trú um að fullnægjandi væri að skila ársreikningi árituðum af skoðunarmanni , eins og hann hafði ávallt gert við úthl utanir hjá stefnda. Stefnand i bendir á að honum sé skv. lögum ekki skylt að kjósa sér endurskoðanda, sbr. 1. mgr. 98. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006, og h afi í gegnum tíðina skilað ársreikningi með þeim hætti til stefnda án athugasemda við lóðaúthlut un. Stefnandi byggir á því að stefnda hafi borið að gera sérstaka og rækilega grein fyrir því í umsókninni að verið væri að gera strangari kröfur til ársreikninga við umsóknina en lög mæltu fyrir um. Það hafi stefndi ekki gert og því ber i að meta skilyrði 6. gr. úthlutunarreglna stefnda um áritun endurskoðandans ólögmæt a, þar sem öllum lagaákvæðum og efnisskilyrðum hafi verið fullnægt. Stefndi haf i aldrei nokkurn tímann gert athugasemd við að ársreikningar væru með áritun skoðunarmanns. Eins og bygginga r sag a stefnanda ber i með sér mátti stefnda einnig vera kunnugt um sterka fjárhagsstöðu stefnanda og getu til að ráða við verkefni eins og byggingu á umræddri lóð . Hafi það verið afstaða stefnda að breyta um stefnu og fara eftir bókstaflegum orðum úthlutunarreg lnanna, hefði það verið vönduð stjórnsýsla að upplýsa umsækjendur rækilega um breytta framkvæmd og að setja fyrirvara um að ekki teldist fullnægjandi að ársreikningur væri áritaður af skoðunarmanni, þó svo að lög um ársreikninga nr. 3/2006 gerðu ekki svo r íkar kröfur. Stefnandi byggir einnig á því að ársreikningi , árituðum af löggiltum endurskoðanda , hafi verið komið til stefnda áður en ákvörðun var tekin í málinu og hafi því legið til grundvallar við ákvörðun málsins. Með því að bæta úr og skila honum árituðum hafi stefnandi ekki verið að leggja fram nýtt skjal, heldur að skila nákvæmlega sama ársreikningi með þessum formkröfum uppfylltum. Stefndi get i því ekki litið svo á að ársrei kningurinn hafi ekki verið kominn í tæka tíð eða hafi ekki legið fyrir við ákvörðunartökuna. Stefnandi bendir á að e kki kom i fram í verklagi við úthlutun lóðanna hvernig einkunnagjöf yrði háttað ef á skorti að fullnægjandi gögnum yrði skilað. Stefnda , sem sveitafélagi , hafi því borið að vekja athygli umsækjenda á því hvaða afleiðingar það 8 kynni að hafa væru gögnin ekki sett fram í samræmi við áskilnað verklagsins. Það hafi stefndi ekki gert. Stefndi h a f i ekki frjálst mat um afleiðingar þess að ársreikn ingur hafi ekki verið áritaður af endurskoðanda. Mat stjórnvalda verð i að vera reist á málefnalegum sjónarmiðum og takmark i efnisreglur laga um ársreikninga þetta mat stjórnvalda. Stefnda sem stjórnvaldi sé ekki stætt á því að hafna umsókn á grundvelli þes s að einungis skoðunarmaður hafi ritað undir ársreikninginn. Stefnda hafi b orið að byggja ákvörðun sína um lóðaúthlutun á stjórnarmiðum sem augljóslega væru til þess fallin að ná fram því markmiði sem ársreikningurinn átti að uppfylla, sem var efnislega að ganga úr skugga um fjárhagsgetu umsækjenda. Sú stjórnvaldsákvörðun sem fel ist í ákvörðun um lóðaúthlutun þ urfi að byggjast á því sjónarmiði að umsækjendur séu til þess hæfir að byggja á lóðinni. Áritun löggilts endurskoðanda vinn i ekki að því markmiði. Sa mþykkt umsókn um lóð hafi f alið í sér verulega fjárhagslega hagsmuni fyrir umsækjendur , en stefndi hafi lagt ómálefnaleg sjónarmið til grundvallar ákvörðun sinni . Samkvæmt tillögum vinnuhóps, dags. 14. apríl 2015, hafi 10 stig verið gefin fyrir skil á ársr eikning i árituðum af löggiltum endurskoðanda. Engin stig hafi hins vegar verið gefin fyrir skil á ársreikning i árituðum af skoðunarmanni og engin stig fyrir skil á óundirrituðum ársreikningi. Engar kröfur hafi verið gerðar til efnisinnihalds ársreikningsin s, svo sem um rekst r arniðurstöður , eða lágmarkskrafa um eigið fé. Stefndi virðist formsins vegna aðeins hafa gert kröfu um skil á ársreikningi. Að því er varð i fjármögnunina sjálfa, sem sé kjarninn í því að geta staðið við byggingu á byggingarreit, hafi verið gert að skilyrði að staðfestingin sem lögð væri fram væri án fyrirvara og sérstaklega undirstrikað í reglunum án fyrirvara . Slík staðfesting hafi gefið 9 stig. Þrátt fyrir slíkt þungavigtarskilyrði fengu umsækjendur , sem skiluðu inn staðfestingu me ð fyrirvara , 5 - 7 stig. Þannig hafi staðfesting , sem ekki var til samræmis við skilyrðið , ekki verið útilokuð eins og gert var með ársreikninga sem voru undirritaðir af skoðunarmanni, heldur hafi umsækjendur fengið aðeins lægri einkunn fyrir þennan hluta , o g það þ rátt fyrir að augljóst væri að lánsloforð með fyrirvara væri í raun ekkert lánsloforð. Þetta hafi nefndin talið í betra samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Þannig ligg i ljóst fyrir að þrátt fyrir kröfu um ófrávíkjanleg gögn, hafi skilyrði að því er varðar efni ekki verið ófrávíkjanleg þegar á reyndi. Mismunar og ójafnræðis hafi gætt eftir því hvaða gögn voru ekki fullnægjandi. Jafnræðisregla stjórnsýslulaga bygg ist á því að leysa ber i sambærileg mál á grundvelli sömu sjónarmiða en þá reglu ha fi stefndi brotið og sé því bótaskyldur gagnvart stefnanda . 9 Stefnandi vísar og til niðurstöðu úrskurðar innanríkisráðuneytisins, dags. 30. janúar 2017, þar sem fram komi að það hafi hvorki verið málefnalegt né í samræmi við jafnræðisreglu að sveitarfélag g eti við stjórnsýsluframkvæmd sína, þar sem verið sé að meta umsækjendur um tiltekin gæði, vikið frá sumum ófrávíkjanlegum skilyrðum í reglum sínum en öðrum ekki. Þá segi jafnframt að líta verði til þess að við endurskoðað mat stefnda hafi N fengið einkunni na 8,5 en stefnandi einkunnina 7,8. Þannig sé ekki loku fyrir það skotið að stefnandi hefði fengið hærri einkunn hefði ársreikningurinn verið tekinn til greina í stað þess að gefa stefnanda einkunnina 0 án nokkurs mats. Í annan stað byggir stefnandi á því að hann hafi mátt hafa réttmætar ástæður og væntingar til þess að uppfærður ársreikningur stefnanda, sem skilað var 20. maí 2015, yrði tekinn gildur og fullnægjandi sem hluti af umsókn hans um byggingarréttinn. Ber i jafnframt að hafa í huga í þessu samband i að uppfærður ársreikningur hafi efnislega og algjörlega verið sá sami og skilað var inn með umsókninni, einungis hafi kom ið til áritun ar endurskoðanda á uppfært eintak. Þannig hafi einungis verið skortur á formskilyrði gagnvart skilyrðum stefnda, en ekki efnisskilyrði. Það verð i að teljast óeðlilegt og ekki í takt við almenna og vandaða stjórnsýsluframkvæmd að ekki megi leiðrétta form, ef efnið er óbreytt. Áritun endurskoðanda h afi enga þýðingu við mat á fjárhagsstöðu umsækjenda, enda aðeins krafist áritu nar endurskoðanda en ekki sérstakrar áritunar endurskoðanda. Áritun og staðfesting endurskoðanda get i verið með ýmsum hætti , og get i hún meðal annars falið í sér aðstoð við gerð ársreiknings en þá fel i áritun og staðfesting endurskoðanda ekki í sér álit en durskoðanda á ársreikningi. Ljóst sé að áritun og staðfesting löggilts endurskoðanda vott i hvorki að efni reiknings sé rétt né að fjárhagsstaða félags sé góð. Stefnandi telur að s tefndi hafi við verklag sitt verið bundinn af úthlutunarreglum Kópavogsbæjar, dags. 25. nóvember 2014 . Í 7. gr. reglnanna segi að við afgreiðslu umsókna skuli gæta jafnræðis og að öðru leyti ákvæða 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um þá skyldu stjórnvalds að gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti. Þá segi í 8. gr. að við mat á umsóknum sé tekið tillit til möguleika umsækjanda til að ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma, upplýsinga um fjárhagsstöðu og að byggingarsaga umsækjanda innihaldi ekki veruleg brot á byggingarskilmálum. Ársreikningar séu þarna ekki gerðir að aðalatrið i í umsóknum umsækjenda heldur upplýsingar um fjárhagsstöðu og byggingarsögu. Enn og aftur virðist sem krafa um ársreikning sé tilkomin vegna þess að aðilar vilji hafa hann sem hluta af umsókninni formsins vegna frekar en efnisins 10 vegna. Þá sé einnig rétt að benda á 9. gr. reglnanna, sem segi að umsókn sem sé ranglega útfyllt eða innih aldi ekki fullnægjandi upplýsingar geti leitt til þess að hún verði ekki tekin til greina. Þarna sé því um heimildarákvæði að ræða. Hins vegar ber i að gæta þess að í tilfelli stefnanda hafi ekki verið um að ræða ranglega útfyllta umsókn eða skort á upplýsingum, aðeins skort á áritun. Þannig mætti leiða af ákvæðinu að ekki hafi verið heimilt að horfa fram hjá umsókn stefnanda. Stefnandi bendir á að v innuhópur stefnda hafi lagt t il að byggingarrétti að lóðinni að Álalind 4 - 8 yrði úthlutað til stefnanda. Bæjarráð hafi samþykkt tillögur vinnuhópsins þann 16. apríl 2015 án athugasemda og bæjarlögmaður setið þann fund. Samkvæmt 13. gr. úthlutunarreglnanna sk uli , að lokinni úthlutun og staðfestingu bæjarstjórnar á tillögum bæjarráðs, senda öllum umsækjendum svör við umsóknum. Þannig séu hendur bæjarstjórnar til að samþykkja og/eða synja tillögum bæjarráðs bundnar og lítið svigrúm gefið , því að það sé hlutverk bæjarstjórnarinnar að staðf esta tillögur bæjarráðsins. Slík ályktun sé í fullu samræmi við 33. gr. samþykkta Kópavogsbæjar, sbr. og 35. gr. sveitastjórnarlaga nr. 138/2011, sem segi að bæjarráði sé heimil fullnaðarafgreiðsla mála , sem ekki varða verulega fjárhag bæjarsjóðs eða stofn ana hans, enda sé ekki ágreiningur innan ráðs eða við bæjarstjóra um ákvörðunina. Samkvæmt bókun bæjarráðs þann 16. apríl 2015 hafi allir nefndarmenn bæjarráðs samþykkt tillögur vinnuhópsins. Þannig verð i að telja að bæjarstjórn hafi skort valdheimild til að vísa málinu aftur til bæjarráðs í stað þess að samþykkja þær tillögur sem lágu fyrir. Sérstaklega ber i að horfa til þess að ákvörðunin g angi þvert gegn niðurstöðu vinnuhópsins , sem skipaður var til að gera tillögur í málinu. Engu að síður ákveð i bæjarstjórnin þann 28. apríl 2015 að fresta málinu og vísa því að nýju til bæjarráðs. Um valdþurrð af hálfu bæjarstjórnar hafi verið að ræða. Búið hafi verið að úthluta lóðinni til stefnanda með óafturkræfum hætti og stefnandi haft réttmætar væntingar til að ætla að bæjarstjórn staðfesti ákvörðun bæjarráðs. Þegar bæjarstjórn hafi ákv eðið að taka u - beygju í málinu og ganga þvert gegn niðurstöðu bæjarráðs og tillögu vinnuhóps , hafi það verið gert án þess að stefnandi væri formlega upplýstur um ákvörðun bæjar stjórnarinnar. Stefnandi hefði þurft að sækja sér þær upplýsingar sjálfur og hann í kjölfarið sent bréf til bæjarráðsins, dags. 8. maí 2015. Bæjarstjórn stefnda hafi ekki gætt að grundvallarreglum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 , svo sem andmælarétti stefnanda sem tilgreindur sé í 13. gr. stjórnsýslulaga. Stefnandi hafi sen t inn ársreikning með áritun löggilts endurskoðanda þann 20. maí 2015, sem hafi því legið fyrir þegar bæjarráð vísaði málinu aftur til sviðsstjóra umhverfissviðs og 11 bæjarlögmanns til umsagnar þann 21. maí 2015 , og einnig þegar ný ákvörðun bæjarráðs var tekin um að hafna umsókn stefnanda þann 18. júní 2015 . Stefnandi telur þannig að þrátt fyrir að stefndi hafi veitt stefnanda heimild til að leggja fram ársreikning með áritun löggilts endurskoða nda hafi bæjarráð tekið ákvörðun sína á þeim forsendum að ársreikningur með áritun hefði aldrei borist. Með móttöku stefnda á ársreikningnum með áritun hafði stefnandi réttmætar væntingar um að erindi hans yrði afgreitt í samræmi við upphaflega samþykkt st efnda. Ákvörðun bæjarstjórnar g angi einnig þvert gegn meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga, enda hafi ákvörðun bæjarstjórnar um synjun verið verulega íþyngjandi og ljóst að hún gekk þvert gegn þeim viðmiðum sem lögð hafi verið fram til grundvallar í till ögu vinnuhópsins, sem hafi sérstaklega verið skipaður til að meta umsóknirnar. Hafi bæjarráð eða bæjarstjórn ætlað að breyta ákvörðun vinnuhópsins , og þar með þeim viðmiðun sem vinnuhópurinn setti sér, hefðu ríkar og málefnalegar ástæður þurft að liggja þa r að baki. Samkvæmt vinnureglum vinnuhópsins hefur skortur á árituðum ársreikningi ekki í för með sér höfnun umsóknar heldur áhrif á einkunnagjöf. Af öllu framangreindu og með vísan til niðurstöðu innanríkisráðuneytisins þann 30. janúar 2017 í máli stefnan da gegn stefnda m egi ráða að ákvörðun bæjastjórnar stefnda þann 23. júní 2015, sem staðfesti ákvörðun bæjarráðs um úthlutun lóða við Álalind 4 - 8 , hafi verið með öllu ólögmæt, ómálefnaleg og óásættanleg. Stefndi ber i því bótaábyrgð á þessari ákvörðun bæjars tjórnar sinnar á grundvelli almennu sakarreglunnar og almennra regl n a skaðabótaréttar um vinnuveitendaábyrgð. Stefnandi byggir á því að hann hafi verið hæfari og hefði átt að fá lóðina. Af dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands m egi draga þá ályktun að réttur t il bóta fyrir tapaðan hagnað, og þar með framlegð, sé fyrir hendi þegar sannað sé að tjónþoli hafi staðið framar öðrum umsækjendum um úthlutun lóða og þannig borið rétt til úthlutunar. Í tillögum vinnuhóps vegna úthlutunar byggingarréttar á Glaðheimasvæðinu, dags. 14. apríl 2015, k omi fram að viðmið um fjárhagsstöðu umsækjanda skuli vega 30% í mati vinnuhópsins. Innan þess liðar séu gefnar einkunnir fyrir ársreikninga, fjármögnun og vanskil. Viðmið um byggingarsögu umsækjanda hafi svo vegið 3 0% í mati vinnuhópsins en undir þeim lið séu gefnar einkunnir fyrir fyrri verkefni umsækjanda og lykilstarfsmanna og byggingarsögu. Þess ber i að geta að engin stig séu veitt þeim umsækjendum sem haf i enga byggingarsögu. Þá hafi áform umsækjanda um hönnun, útfærslu og útlit vegið 40% í mati vinnuhópsins. Á grundvelli framangreindra þriggja 12 matsþátta hafi vinnuhópurinn lagt til að stefnandi fengi úthlutað byggingarrétti á Glaðheimasvæðinu að Álalind 4 - 8. Stefnandi telur ljóst með vísan til tillagna vinnuhóps um einkunnagjöf fyrir hin ófrávíkjanlegu gögn að ef ársreikningur stefnanda hefði verið tekinn til greina, hvort sem um er að ræða þann sem skilað var með umsókn , og er fullnægjandi samkvæmt lögum um ársreikninga og hjá skattayfirvöldum, eða sami ársreikni ngur að viðbættri undirritun endurskoðanda sem skilað var 20. maí 2015, og áður en ákvörðunin var tekin, þá hefði stefnandi átt að fá 10 stig fyrir þennan lið. Í öllu falli, ef miðað sé við verklag stefnda við einkunnagjöf annarra liða, hefði stefnandi læg st geta ð fengið 8 stig fyrir liðinn. Þannig hefði heildareinkunn stefnanda með réttu átt að vera á bilinu 8,6 - 8,8 en ekki 7,8 og þar með hærri en einkunn N upp á 8,5. Þá byggir stefnandi á því að við einkunnagjöf ina hefði átt að líta til efnis ársreiknin ganna, fjárhagsstöðu og fjárhagsstyrks umsækjenda , og þá hefði stefnandi án efa verið mun hærri en N . Stefnandi byggir á því að hann hafi verið mun hæfari til að fara með byggingarréttinn en sá aðili sem bæjarráð stefnda úthlutaði byggingarréttinum á fundi sínum þann 18. júní 2015. Stefnandi h afi sýnt fram á það með því einu að benda á að það hafi verið ólögmætt og ómálefnalegt að líta svo á að stefnandi hefði ekki skilað ársreikningi, vegna þess eins að hann hafi ekki verið áritaður af endurskoðanda með um sókninni. Ársreikningi með áritun hafi verið skilað fyrir fund bæjarráðs 21. maí 2015, og h efði ársreikningurinn verið tekinn til greina hefði einkunn stefnanda hækkað úr 7,8 í 8,8, sem er 0,3 stigum hærra en N fékk og var grundvöllur úthlutunar til þeirra . Stefnandi telur því ljóst að hann hefði hlotið úthlutun lóðarinnar að Álalind 4 - 8 hefði hin ólögmæta málsmeðferð og ákvörðun ekki átt sér stað , enda h afi verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að stefnandi hafi verið hæfari en N ehf. sem úthlutað var umræ ddri lóð á grundvelli hinnar ólögmætu ákvörðunar. Enn fremur sé á það bent að samkvæmt vottorði fyrirtækjaskrár sé N ekki bygginga r félag og tilgangur félagsins ekki bygging íbúðarhúsnæðis , heldur sé um að ræða eignarhaldsfélag með þann tilgang að leigja út atvinnuhúsnæði. Auk þessa sé vert að benda á skort á bygginga r sögu félagsins. Samkvæmt mati vinnuhóps vegna úthlutunar byggingarréttar á Glaðheimasvæðinu hafi sá þáttur gilt, eins og áður hefur komið fram, 30%. Fyrir bygginga r sögu umsækjanda hafi vinnuhópurinn hæst gefið 9 í einkunn. Athygli sé vakin á því að bygginga r saga N hafi hafist á árinu 200 9, og frá þeim tíma falist í frágangi á þremur byggingum fyrir atvinnu húsnæði, en í þessu máli hafi verið um að ræða umsókn um íbúðarhúsalóð. Í 13 framlögðu dómskjali megi finna yfirlit yfir bygginga r sögu stefnanda , sem frá árinu 1988 h afi byggt um 26 íbúðarhúsnæði , og um helmingur þeirra verið í Kópavogi. Stefnandi og N hafi feng ið sömu einkunn fyrir bygginga r sögu eða einkunnina 9. Mætti telja þá niðurstöðu allt að því hjákátlega. Af framangreindu m egi því vera ljóst að einkunn stefnanda hefði, ef hin ólögmæta ákvörðun hefði ekki átt sér stað, átt að hækka en einnig mætti rökstyðja að einkunn N hefði átt að lækka töluvert með vísan til skorts á bygginga r sögu. Þá sýn i ársreikningur N að eiginfjárstaða félagsins hafi verið neikvæð og skuldir umfram eignir , og sé vakin athygli á að skuld við eigendur sé um 750 milljónir kr óna. Þannig verð i að telja líkur á því að ákvörðun stefnda um að hafna umsókn stefnanda hafi verið byggð á annarlegum sjónarmiðum til hagsbóta fyrir aðila , sem var ekki jafnhæfur og stefnandi. Um tjón stefnanda bendir stefnandi á að b rot stefnda haf i haft þær afleiðingar að hann hafi orðið fyrir verulegum missi hagnaðar sem svar i til þeirrar framlegðar sem verkið hefði skilað til reksturs stefnanda , samkvæmt mati undirmatsmanna. Stefnandi telur að ö ll skilyrði hinna almennu skaðabótareglna um huglæga afstöðu, orsakatengsl, og sennilega afleiðingu blasi við og stefnda mátt vera þa u ljós þegar hann hafi tekið hina umdeildu ákvörðun. Stefndi hafi t ekið saknæma og ólögmæta ákvörðun sem hafi valdið stefnanda fjártjóni og öll skilyrði skaðabóta séu því uppfyllt. Með vísan til framangreinds geri stefnandi því aðallega kröfu um greiðslu s kaðabóta að fjárhæð 564.056.588 krónur úr hendi stefnd a. Byggist sú fjárhæð á framlegð sem komi fram í undirmati málsins, að teknu tilliti til þess sem fram hefði komið í skýrsl u Hjalta Sigmundssonar matsmanns fyrir dómi, um að ekki hafi verið tekið tillit til endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á verkstað, sem hafi verið yfirsjón af þeirra hálfu , og með lækkun byggingarkostnaðar, myndi framlegð aukast. Hvað varðar kröfu stefnanda um vexti og dráttarvexti krefst stefnandi þess að upphafstími vaxta ver ði tjónsdagur, þ.e. sá dagur er ólögmæt ákvörðun bæjarstjórnar um úthlutun lóðarinnar Álalind 4 - 8 var tekin. Þá krefst stefnandi þess að upphafstími dráttarvaxta verði sá dagur er mánuður var liðinn frá því að innanríkisráðuneytið komst að þeirri niðurstöð u að ákvörðun stefnda væri ólögmæt, þ.e. sá dagur sem tjónsatvik sannanlega lágu fyrir og unnt var að meta fjárhæð bóta . Til vara krefst stefnandi þess að upphafstími dráttarvaxta verði ákveðinn mánuði frá þingfestingardegi máls þessa en til þrautavara að upphafstími verði sá dagur er mánuður er liðinn frá því að matsgerð dómkvaddra matsmanna liggur fyrir. 14 Stefnandi byggir varakröfu sína um viðurkenningu bótaskyldu úr hendi stefnda vegna þeirrar ákvörðunar stefnda að hafna því að úthluta stefnanda byggingarrétti að Álalind 4 - 8 í Kópavogi þann 6. júlí 2015 á sömu málsástæðum og reifaðar hafa verið í aðalkröfu og vísast til þe irra . Telji dómurinn ósannað hvert hið fjárhagslega tjón stefnanda var krefst stefnandi þess að viðurkenndur verði réttur hans til skaðabóta úr hendi stefnda. Stefnandi hafi orðið fyrir missi framlegðar vegna ákvörðunar stefnda og vísast sem áður segir til þess sem reifað er hér að ofan. Auk þess telur stefnandi að viðurkenna beri rétt hans til miskabóta úr hendi stefnda. Samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 sé heimilt að láta þann sem ábyrgð beri á ólögmætri meingerð gegn persónu annars manns greiða honum miskabætur. Eins og rakið h afi verið hafi stefndi farið á svig við meginreglur stjórnsýsluréttar við úthlut un lóðarinnar að Álalind 4 - 8 í Kópavogi. Þetta ólögmæta og saknæma framferði stefnda, sem hafi bitnað á stefnanda, hafi verið þess eðlis að fullnægt sé skilyrðum til greiðslu miskabóta. Stefnandi byggir mál þetta á sveita r stjórnarlögum nr. 138/2011, lögum um ársreikninga nr. 3/2006, stjórnsýslulögum nr. 37/1993, lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála, lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 og almennum reglum skaðabótaréttar. Um málskostnaðarkröfu sína vísar stefnandi t il 1. mgr. 129. gr. og 1. mgr. 130 gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi hafnar aðal - og varakröfu stefnanda og þeim málsástæðum sem hann færir fyrir kröfunum. Stefndi telur ákvörðun sína um höfnun á umsókn st efnanda og einkunnagjöf vegna ársreikningsins hafa verið lögmæta og málefnalega. Engri saknæmri háttsemi sé til að dreifa og ekki séu uppfyllt önnur skilyrði sakarreglunnar. Loks mótmælir stefndi fjárhæð dómkröfu stefnanda og telur hana ekki endurspegla me int tjón stefnanda. Stefndi bendir á að e kki sé mælt fyrir um það í lögum hvernig standa skuli að úthlutun byggingarréttar á lóðum af hálfu sveitarfélaga. Um sé að ræða verkefni sveitarfélags sem ekki f alli innan lögbundins hlutverks þess og sé því um eink aréttarlegan gerning að ræða. Við sölu byggingarréttarins hafi því gil t sömu reglur og um hvers konar önnur einkaréttarleg fasteigna viðskipti, þ.e. lög nr. 40/2002 um fasteign a kaup, lög nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga og 15 meginreglu r samningaréttarins. Vegna þessa einkaréttarlega eðlis verð i að játa sveitarfélögum talsver t svigrúm þegar kemur að því að leggja mat á framkomnar umsóknir, t.d. hversu mikið vægi tilteknir þættir eiga að hafa og hvernig einkunnagjöf eigi að vera háttað fy rir hvern og einn þátt. Stefndi telur að það sé ekki á færi dómstóla að endurskoða það mat nema það sé beinlínis ómálefnalegt eða sveitarfélagið hafi brotið gegn jafnræði þeirra sem sækjast eftir byggingar réttinum. Tekið sé fram í því sambandi að sveitarf élög njóta stjórnarskrár bundins sjálfstæðis og sjálfstjórnar, sbr. 78. gr. stjórnarskrárinnar, og haf i á grundvelli þess umtalsvert svigrúm til þess að móta ferli af þessu tagi. Endurskoðunarvald dómstóla sé því takmarkaðra en ella. Kjarnaatriði málsins a ð mati stefnda sé að stefnandi hafi ekki skilað þeim gögnum sem hann átti að skila með umsókn sinni. Stjórnvöldum sé að sjálfsögðu heimilt að setja málefnaleg og skýr skilyrði fyrir umsóknum, t.d. um umsóknarfrest, gagnaframlagningu o.þ.h. Krafan um afhend ingu ársreiknings , sem væri áritaður af löggiltum endurskoðand a, hafi verið skýr. Hún hafi kom ið fram í 6. gr. úthlutunarreglnanna og sérstaklega verið áréttuð í áðurnefndum matsviðmiðu m . Þá hafi kom ið fram , bæði í blaðaauglýsingu vegna lóðaúthlutunarinnar og á umsóknareyðublaðinu , að umsóknunum ásamt fylgigögnum ætti að skila inn eigi síðar en 3. mars 2015. Leiðbeiningarnar hafi verið skýrar og gilt gagnvart öllum umsækjendum. Allir umsækjendur hafi feng ið s ama umsóknarfrest og átt að skila sömu gögnum. Langflestir umsækjendur hafi skil að umbeðnum gögnum með réttum hætti. Stefndi get i ekki borið ábyrgð á því ef stefnandi h afi misskilið kröfur um gagnaframlagningu eða ekki lesið leiðbeiningarnar nægjanlega vel . S tefndi mátti því, þegar við opnun umsókna, hafna umsókn stefnanda. Stefndi kaus þó að gera það ekki með svo fortakslausum hætti, heldur gaf hann stefnanda einungis 0 í einkunn fyrir umræddan matsþátt, eins og nánar verð i vikið að . Stefndi telur í þessu sambandi nauðsynlegt að mótmæla því sem stefnandi h aldi ársreikningi undirrituðum af löggiltum endurskoðanda. Taka verð i fram að jafnvel þótt starfsmaður, sem undi rb úi fundi bæjarráðs, taki við gögnum og leggi þau með erindi félagsins fyrir bæjarráð sé ekki hægt að álykta sem svo að þar með hafi með formlegum hætti verið samþykkt að taka viðkomandi gögn, sem hafi borist eftir að umsóknarfresti lauk , inn í mat á því hvort stefnandi uppfyllti skilyrði úthlutunarreglna. Umræddur starfsmaður h afi enga heimild til að taka slíka ákvörðun, enda sé það í höndum bæjarstjórnar að taka endanlega ákvörðun um úthlutun lóðar og hvaða gögn séu lögð til 16 grundvallar slíkri ákvörðun. yrði tillit til hins áritaða ársreiknings við yfirferð umsókna, líkt og hann h aldi fram. Stefndi bendir á að í umsóknarferlinu hafi einnig komið fram beiðnir frá öðrum bjóðendum , sem h a fi ósk að ef tir því að koma á framfæri frekari gögnum eftir lok umsóknarfrests, m.a. ársreikningum árituðum af löggiltum endurskoðanda. Aldrei hafi komið til greina af hálfu stefnda að heimila stefnanda eða öðrum umsækjendum að koma frekari gögnum á framfæri eftir að umsóknarfrestur rann út. Slíkt hefði brotið gegn því jafnræði sem ferli af þessu tagi eiga að tryggja. Ef stefndi hefði heimila ð einum aðila að leiðrétta eða breyta umsókn sinni væri auðvelt að sjá fyrir sér hvernig slíkt myndi enda , allir umsækjendur myndu vilja leiðrétta og betrumbæta umsókn sína eftir að henni h efði verið skilað og umsækjandinn fengið upplýsingar um efni annarra umsókna. Stefndi verð i einfaldlega að setja þá reglu, sem g angi jafnt yfir alla, að einungis sé tekið ti llit til þeirra gagna sem ber i st fyrir lok umsóknarfrests. Hér verð i ekki síst að hafa í huga að það gagn , sem stefnandi lagði síðar fram , hafi ekki einu sinni verið til þegar umsóknarfrestur rann út og í raun ekki verið til fyrr en tveimur og hálfum mánu ð i eftir að fresturinn rann út. Stefnandi hafi því ekki verið aldi fram, enda hafi ekki verið um að ræða gagn sem hafði gleymst eða misfarist heldur hafi stefnandi í raun verið að óska eftir því að koma á framfæri nýju gag ni , sem hann h afði ekki getað lagt fram með upphaflegri umsókn sinni. Það hl jóti að vera augljósara en frá þurfi að segja að slíkt kom að sjálfsögðu ekki til greina. Að mati stefnda verði heldur ekki séð að hin umdeilda krafa um áritun endurskoðanda sé sé rstaklega íþyngjandi , og h aldi stefnandi því ekki einu sinni fram. Umsækjendur ber i ábyrgð á umsóknum sínum og að réttum gögnum sé skilað. Ef þeir telj i einhver skilyrði ósanngjörn eða ómálefnaleg sé þeim í lófa lagið að benda á það og óska þess að viðkoma ndi skilyrð um sé breytt eða rökstu dd betur. Þar sem stefnandi gerði ekkert slíkt verð i að líta svo á að hann hafi fallist á að umsókn hans yrði að vera í samræmi við þær kröfur og þau skilyrði sem stefndi setti fram, þ.m.t. að hann þyrfti að skila ársreikn ingi árituðum af endurskoðanda. S tefnandi hafi ekki uppfyllt skýrar kröfur um fylgigögn, og hafi ekki gert athugasemdir við þær kröfur . Með vísan til framangreinds sé því alfarið hafnað að ákvörðun stefnda hafi brotið gegn jafnræði bjóðenda og meðalhófi e ða verið bygg ð á ómálefnalegum sjónarmiðum. Ákvörðunin hafi þvert á móti einmitt verið tekin til þess að gæta jafnræðis, þannig að allir sætu við sama borð. Ef stefndi hefði heimilað stefnanda að leggja fram frekari gögn 17 eftir lok umsóknarfrests hefði stefndi brotið með alvarlegum hætti gegn jafnræði annarra bjóðenda. Með hliðsjón af eðli þessa ferlis stefnda hafi j afnframt ekki verið til staðar raunhæfur kostur til að beita vægari leiðum en gert var. Stefndi bendir á að e f umsókn uppfylli ekki kröfur þá stand i til boða tveir kostir að meginstefnu til. Fyrri kosturinn sé að meta umsókn ógilda, þannig að hún komi ekki til greina, en hinn sé að gefa umsækjandanum, sem ekki uppfyllir kröfurnar, lægri einkunn fyrir skort á gögnum. Stefndi tel ji raunar að be tur hefði farið á því að útiloka umsókn stefnanda með öllu, þ.e. að umsókn hans hefði ekki átt að koma til greina þegar af þeirri ástæðu að umrætt gagn vantaði, en ákveðið hafi verið að láta þetta ekki ráða úrslitum heldur ætti sá sem ekki skilaði ársreikn ingi í samræmi við kröfur að fá 0 stig fyrir þann þátt. Stefndi gætti því ýtrasta meðalhófs að því leyti að umsókn stefnanda var ekki vísað frá heldur fékk hann 0 í einkunn fyrir þennan tiltekna lið og hefði því í raun enn getað komið til greina sem viðsem jandi stefnda. Það sé því rangt, sem stefnandi h aldi fram, að Með sömu rökum og rakin haf i verið hér að framan hafi ákvörðunin verið málefnaleg, enda einkunnagjöf stefnda í beinum tengslum við þau skilyrði sem höfð u verið sett fram , með skýrum hætti gagnvart öllum bjóðendum. Þar að auki sé krafan um að löggiltur endurskoðandi áriti ársreikning í rökrænu samhengi við þær kröfur sem stefndi gerir um fjárhagslegan styrk umsækjenda. Endurskoðendur gegna enda mikilvægu h lutverki og ber i ríka faglega ábyrgð. Skoðunarmenn yfirfar i einungis ársreikninga og kann i í því sambandi bókhaldsgögn félagsins og aðra þætti er varða rekstur þess og stöðu, sbr. 2. mgr. 102. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga. Þá þurf i skoðunarmenn aðei ns að uppfylla fremur fábrotin almenn hæfisskilyrði, sbr. 2. mgr. 97. gr. laga nr. 3/2006. Endurskoðendur séu á hinn bóginn opinberir sýslunarmenn við framkvæmd starfa sinna, sbr. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 79/2008, og ber i þeim að rækja störf sín í samræmi v ið alþjóðlega endurskoðunarstaðla og alþjóðlega staðla um gæðaeftirlit sem teknir hafa verið upp í íslenskan rétt, sbr. 9. og 31. gr. laganna. Þar að auki þurfa endurskoðendur að vera löggiltir, og þannig að standast sérstaklega þunga prófraun og sé þeim s kylt að sækja sér endurmenntun, sbr. 2., 5. og 7. gr. laga nr. 79/2008. Þá árit i endurskoðandi ársreikning þar sem fram eig i að koma upplýsingar um endurskoðunina og álit endurskoðandans á umræddum ársreikningi, sbr. 11. gr. laga nr. 79/2008, og áritunin s kal vera í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Með áritun endurskoðandans k omi hann á framfæri áliti sínu á ársreikningnum og hvort hann sé í 18 meginatriðum í samræmi við lög og reikningsskilaaðferðir. Áritun endurskoðanda sé því þýðingarmikið atriði og tryggi það gagnvart þriðja manni að ársreikningurinn hafi verið yfirfarinn af fagmennsku og kostgæfni. Það sé því ekki líku saman að jafna. Yfirferð skoðunarmanns á ársreikningi sé allt annars eðlis en áritun löggilts endurskoðanda. Hér hafi menn því e aldi fram, heldur hafi einmitt verið um að ræða málefnalega kröfu , sem hafi verið til þess fallin að varpa eðlilegu og raunhæfu ljósi á fjárhagsstöðu umsækjenda. Ekki skipti máli þótt stefnandi hafi síðar lagt fram ársreikning áritaðan af endurskoðanda, enda hafði mat stefnda farið fram á grundvelli þeirra gagna sem voru lögð fram með umsóknum umsækjenda . Þess sé enn fremur a lfarið hafnað að stefnda hafi borið að gera sérstaka og mæltu fyrir um. Krafan um ársreikning áritaðan af löggiltum endurskoð anda hafi verið mjög skýr, eins og áður sé rakið. Jafnframt sé nauðsynlegt að nefna, þó tt það skipti ekki máli fyrir efnisniðurstöðu málsins, að mati stefnda, að það sé raunar rangt, sem stefnandi h aldi fram í stefnu, að honum sé ekki skylt að kjósa sér en durskoðanda eða láta endurskoðunarfyrirtæki endurskoða ársreikninga sína. Niðurstaða efnahagsreiknings stefnanda vegna ársins 2014 hafi verið 617.100.810 krónur og velta hans yfir einn milljarður króna. Stefnanda hafi því verið skylt að láta endurskoða árs reikninga sína, sbr. 1. og 2. tölulið 1. mgr. 98. gr. fyrrgreindra laga. Jafnvel þótt fyrrgreind skilyrði ættu ekki við um stefnanda skipti það ekki máli að mati stefnda, enda hefði stefnandi vel getað látið endurskoðanda yfirfara og árita ársreikninginn m eð það að markmiði að uppfylla þær kröfur sem stefndi hafði sett fram í úthlutunarreglum og matsviðmiðum. Enn fremur sé það rangt sem stefnandi h aldi fram að engar kröfur hafi verið gerðar til efnisinnihalds ársreikningsins. Þvert á móti k omi fram í 3. gr. úthlutunarreglna Kópavogsbæjar að umsækjendur eig i að sýna fram á að þeir hafi fjárhagsleg a getu til að standa undir kostnaði við öflun lóðar og byggingu mannvirkja í samræmi við þau viðmið sem bæjarstjórn set ji . Þetta ákvæði hafi sérstaklega verið árétta ð í skjali um verklag við úthlutun á byggingarrétti lóða við Glaðheima . Tilgangurinn með árituðum ársreikningi hafi því verið að ganga úr skugga um að umsækjendur uppfylltu áðurnefnt skilyrði í 3. gr. úthlutunarreglnanna. Allir þeir árituðu ársreikningar , sem hafi verið l agðir fram í umsóknarferlinu , hafi endurspegl að fullnægjandi fjárhagsstöðu bjóðenda , og því ekki komið til þess að kanna þyrfti hvort umsækjandi hefði svo slæma fjárhagsstöðu að hann ætti ekki skilið fullt hús stiga í þessum tiltekna matsþæ tti. 19 Þá hafnar stefndi því að stefnandi hafi mátt hafa væntingar um að geta skilað ársreikningi sem ekki var áritaður af löggiltum endurskoðanda vegna þess að hann hafi áður skilað slíkum gögnum við fyrri úthlut a n ir . S tefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á að einhvers konar bindandi stjórnsýsluframkvæmd hafi myndast að þessu leyti. Fyrir það fyrsta hafi stefnandi aldrei áður fengið lóðum úthlutað á grundvelli þágildandi úthlutunarreglna, sem tóku gildi 25. nóvember 2014 . Engin fram kvæmd hafði því skapast gagnvart honum á grundvelli hinna nýju reglna. Hinar nýju úthlutunarreglur hafi einmitt verið settar í tengslum við hina fyrirhuguðu lóðaúthlutun í Glaðheimum vegna þess að fyrirsjáanleg var mikil eftirspurn eftir lóðunum og því mik ilvægt að setja strangar og skýrar reglur sem giltu gagnvart öllum bjóðendum. Þá hafi t.d. verið gerðar afar strangar kröfur um útlit mannvirkja og settir nákvæmir skilmálar þar að lútandi, sem ekki hafði verið gert áður. Markmiðið hafi verið að fá inn aði la sem sýnt gætu fram á að þeir gætu staðið við fjárskuldbindingar sínar og klárað verkið á réttum tíma. Af þeim sökum hafi verið mikilvægt að herða á reglunum. Þá sé ljóst að þótt stefndi hafi ekki gert athugasemd við það á grundvelli eldri úthlutunarregl na að stefnandi legði fram ársreikning áritaðan af skoðunarmanni , hafi það ekki g efið stefnanda væntingar um að hann gæti skilað ófullnægjandi gögnum. Stjórnsýsluframkvæmd getur ekki skapast í kringum það sem sé í ósamræmi við reglur. Stefndi haf i þar að a uk i hvorki beint né óbeint gefið einhverjar yfirlýsingar um það að stefnandi gæti til allrar framtíðar skilað inn ófullnægjandi gögnum. S érstaklega mikil áhersla hafi verið lögð á það við hina umdeildu úthlutun að öllum gögnum yrði skilað og þeim yrði skil að í réttu formi. Hafi þetta verið gert bæði í áðurnefndum matsviðmiðum, þar sem kom fram að um ófrávíkjanlegt gagn væri að ræða, og sérstaklega áréttað bæði í auglýsingu og á umsóknarblöðum að öllum fylgigögnum yrði að skila með umsókninni. Einnig hljót i að vera alvarleg þversögn fólgin í því að telja sér ekki skylt að leggja fram ársreikning , sem sé endurskoðaður af löggiltum endurskoðanda, en afhenda samt slíkt gagn löngu síðar og freista þess þannig að bæta úr annmörkum á umsókn sinni, eins og stefnan di gerði. Stefndi telur einnig r étt að nefna, þar sem stefnandi geri mikið úr því atriði, að fyrirtæki sem skiluðu lánsfjárloforði með fyrirvara fengu ekki 0 stig fyrir það matsviðmið. Í tilviki Álalindar 4 - 8 hafi fyrirtækið Íbúðarhús ehf. skilað lánsfjár loforði með fyrirvara og f engið fyrir vikið 5 af 9 stigum. Sérstök sjónarmið hafi aftur á móti gilt hvað varðaði þetta matsviðmið. Um hafi verið að ræða nýja framkvæmd og matskennt ákvæði, ólíkt skilyrðinu um að ársreikningar skyldu áritaðir af löggiltum e ndurskoðanda. 20 Í skilyrði matsviðmiðanna um lánsfjármögnun án fyrirvara sé raunar fólgin ákveðin þversögn , því að s é raunar beinlínis gert ráð fyrir því að yfirlýsingin sé að einhverju leyti bundin fyrirvara, hafi verið talið í betra samræmi við meðalhófsreglu að leggja mat á lánsfjárloforðið og gefa því einkunn í samræmi við efni þess. Ekki sé hægt að jafna því saman við skýra og hlutlæga kröfu um að ársreikningur eigi að vera áritaður af löggiltum endurskoðanda. Þá haf ði einkunnagjöf varðandi þennan matsþátt engin áhrif á innbyrðis stöðu stefnanda og N ehf. og hafði því engin áhrif á hagsmuni þess fyrrnefnda. Stefndi hafnar því sem stefnandi h aldi fram í stefnu að bæjarstjórn hefði átt að gæta að einhvers konar andmæla rétti stefnanda. Andmælaréttur geti ekki átt við í málinu, enda hafi skýrlega verið tekið fram í gögnum málsins hvaða gögn áttu að fylgja með umsókn umsækjenda. Augljóslega hafi verið óþarft að veita stefnanda færi á að tjá sig um þetta, enda hafi ákvörðun in verið byggð á því grundvallarsjónarmiði að einungis ætti að taka tillit til þeirra gagna sem voru send stefnda innan umsóknarfrests. Þá hafði stefnandi komið á framfæri sjónarmiðum sínum að þessu leyti og rökstutt hvers vegna hann teldi að hinn áritaði ársreikningur ætti að komast að í matinu, sbr. bréf lögmanns hans, dags. 8. maí 2015. Þar sem afstaða hans til málsins lá fyrir var óþarft að veita honum á ný kost að tjá sig um þetta atriði. Stefndi hafnar því einnig að stefnandi hafi verið hæfari en N e hf. og hafi því átt að fá lóðina. Vísað sé til þess sem áður hefur verið rakið varðandi það hvers vegna ekki hafi annað komið til greina en að gefa stefnanda 0 stig fyrir hinn umdeilda matsþátt. Þá sé ítrekað að stefndi fái illa séð hvernig það get i verið í verkahring dómstóla að endurmeta einkunnagjöf að þessu leyti. Hvað sem fyrrgreindu líð i telur stefndi einnig að fullyrðingar stefnanda að þessu leyti séu rangar. Stefndi hafnar því þannig að fjárhagsstaða N ehf. sé verri en fjárhagsstaða stefnanda. Hér m egi nefna að eignir N ehf. námu 952.877.256 krónum á árinu 2014 en á sama tíma námu eignir stefnanda 617.100.810 krónum. Þá m egi geta þess að ef skuldir N ehf. við eigendur félagsins væru dregnar frá skuldum þess sé eigið fé félagsins jákvætt um rúmlega 64 5 milljón ir krón a , sbr. einnig sjónarmið N fyrir innanríkisráðuneytinu, dags. 25. október 2016. N ehf. sé því tvímælalaust fjárhagslega sterkt félag og hafi í öllu falli aldrei verið talin ástæða til þess að gefa félaginu lægri einkunn en 10 fyrir þann árs reikning sem var lagður fram með umsókn 21 félagsins. Þessu til viðbótar m egi nefna að það sé einfaldlega rangt, sem stefnandi h aldi fram, að N ehf. hafi fengið jafnháa einkunn og stefnandi fyrir byggingarsögu, sbr. matsliði 2.1 og 2.2 í matsviðmiðum. Hið rét ta sé að báðir aðilar hafi skil að inn yfirlýsingu um að byggingarsaga þeirra innihéldi ekki veruleg brot á byggingarskilmálum á tímabilinu frá árinu 2009, sbr. gr. 2.2 í matsviðmiðum, og þeir fengið jafnháa einkunn fyrir þetta matsviðmið, þ.e. 9 stig. Hinn þátturinn í matinu hafi snúið að upplýsingum um verkefni frá árinu 2009, sbr. gr. 2.1 í matsviðmiðum. Rétt sé að stefnandi h afi sinnt fleiri verkefnum á þessu tímabili en N og fékk því 9 stig af 15 , en N h afi þó sinnt nokkrum umfangsmiklum verkefnum á síðustu árum og fékk því 7 stig af 15. Stefnandi h afi ekki fært fyrir því gild rök að þessi einkunnagjöf sé röng eða ósanngjörn og sé ekki á færi dómstóla að endurmeta þetta mat stefnda. Matið hafi ver ið málefnalegt og forsvaranlegt, enda v erið gerður greinarmunur á umsækjendunum tveimur vegna þess að byggingarsaga stefnanda var betri en N . Þá hefði ekki skipt máli þótt stefnandi hefði fengið fullt hús stiga fyrir byggingarsögu sína (15 stig af 15), því að það hefði aðeins skilað honum einkunninni 8,4 sem hefði ekki dugað, enda fékk N einkunnina 8,5. Stefndi hafnar því jafnframt, sem haldið sé fram af hálfu stefnanda, að upphafleg ákvörðun bæjarráðs frá 16. apríl 2015 hafi falið í sér endanlega ákvörðun um úthlutun lóðarinnar til stefnanda. Af 1. gr. úthlutunarreglna stefnda sé ljóst að bæjarráð geri aðeins tillögu til bæjarstjórnar um úthlutun og endanleg ákvörðun um úthlutun sé af þeim sökum í höndum bæjarstjórnar, sbr. einnig 13. gr. reglnanna. Bæjars tjórn h afi hvorki á grundvelli sveitarstjórnarlaga né með samþykktum sínum framselt vald sitt að þessu leyti til bæjarráðs. Hin endanlega ákvörðun um úthlutun byggingarréttar hafi því verið tekin af hálfu bæjarstjórnar 23. júní 2015 þegar byggingarréttinum var úthlutað til N ehf. Hafi þetta einnig verið áréttað í tölvupósti til allra umsækjenda, dags. 16. apríl 2016, þar sem sérstaklega hafi verið bæjarstjórnar . ari því fjarri að stefnandi hafi haft einhvers konar réttmætar væntingar um það að ákvörðun bæjarráðs frá 16. apríl 2015 hafi í reynd falið í sér úthlutun lóðarinnar honum til handa. Þessu til viðbótar sé ljóst að samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup verð i samningur u m kaup á fasteign ekki bindandi fyrr en tilboð h afi verið samþykkt af móttakanda með undirskrift. Þannig sé gerð krafa um skriflegt form samninga þegar k omi að fasteignakaupum. Þar sem stefndi samþykkti aldrei tilboð stefnanda með skriflegum hætti komst al drei á samningur á milli þeirra. Að lokum varðandi þetta atriði telur stefndi að kröfugerð stefnanda sé í reynd í ósamræmi 22 við málsástæðu hans að þessu leyti. Ef stefnandi tel ji að stefndi hafi í raun þegar gengið til samninga við hann hefði stefnandi vænt anlega átt að krefjast útgáfu afsals strax á árinu 2015, en ekki bóta eins og hann gerir nú . Stefndi hafnar bótakröfu málsins. Það sé talin forsenda fyrir bótaskyldu í málum af svipuðum toga að stefnanda takist að sanna að semja hefði átt við hann ef rétti lega hefði verið staðið að málum. Stefnandi ver ði þannig að sanna að hann hafi staðið öðrum umsækjendum framar að því er varð i umsókn um byggingarréttinn að Álalind 4 - 8. Stefndi telur að útilokað sé að komast að þeirri niðurstöðu í þessu tilviki. Um það at riði bendir stefndi á eftirfarandi: Í fyrsta lagi sé ljóst, eins og áður sé rakið, að stefnandi hafi fengið lægri einkunn en N ehf., sbr. fyrri umfjöllun, og gat því ekki komið til greina að samið yrði við hann. Jafnvel þótt fallist yrði á að stefndi hefði átt að gefa honum einhver stig fyrir ársreikninginn sem var lagður fram með umsókninni hefði það engu máli skipt fyrir endanlega niðurstöðu málsins. Þannig ligg i fyrir að stefnandi hefði þurft að fá 8 af 10 stigum fyrir þennan þátt til þess að hljóta hærr i einkunn en N ehf., en aldrei hefði komið til greina að veita svo háa einkunn fyrir ársreikning sem var í ósamræmi við hinar skýru kröfur stefnda. Nær væri að horfa til þess að í tilviki Álalindar 4 - 8 fékk Íbúðarhús ehf. 5 af 9 stigum fyrir að skila lánsf járloforði með fyrirvara, sem er um 55% af stigafjöldanum. Ef stefnandi hefði t.d. fengið 6 af 10 (60%) fyrir að skila ársreikningi í andstöðu við kröfur stefnda hefði endanleg einkunn hans orðið 8,4, sem er lægri einkunn en N ehf. fékk (8,5). Ef stefnandi hefði fengið 7 af 10 (70%) hefði endanleg einkunn orðið jafnhá og N ehf. fékk og hefði því þurft að varpa hlutkesti. Það sé því með öllu ósannað að stefnandi hafi verið besti umsækjandinn, jafnvel þótt tekið hefði verið efnislegt tillit til þess gagns sem hann lagði fram með umsókn sinni. Í það minnsta verður ekki séð að það sé á færi dómstóla að fara að geta sér til um þetta eða ákveða hversu mörg stig stefnandi hefði átt að fá fyrir þennan þátt málsins. Í öðru lagi , eins og áður v a r rakið, sé um að ræða einkaréttarlegan gerning. U m söluna gilt u því almennar reglur samningaréttarins, s.s. um samningsfrelsi stefnda. Samningsfrelsinu hafi að þessu leyti ekki verið settar sambærilegar skorður og t.d. þegar opinberir aðilar bjóða út innkaup sín á grundvelli l aga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Stefnandi gat því ekki haft sambærilegar væntingar og bjóðendur í opinberum innkaupum um að gengið yrði til samninga við hann. Bótaskylda gagnvart honum getur því ekki komið til greina. Í þessu sambandi verð i einkum að hafa í huga að áðurnefnd 23 matsviðmið hafi einmitt ekki verið annað en viðmið, sem þýði að ekki hafi verið um að ræða fastar valforsendur sem stefndi hafi verið bundinn af við endanlega ákvörðun í málinu. H vergi hafi komið fram að fallist yrði á þá umsókn se m hlyti hæstu einkunn , ákvörðunin um það við hvern yrði gengið til samninga hafi verið í höndum bæjarstjórnar en ekki valnefndarinnar. Stefnandi ætti því ekki einu sinni lögvarinn rétt til bóta, jafnvel þótt hann hefði fengið flest stig að mati valnefndari nnar. Þar sem um einkaréttarlegan gerning hafi verið að ræða hafði stefndi einfaldlega frjálst val um það hvaða umsókn varð fyrir valinu, að því gefnu að slík ákvörðun væri byggð á málefnalegum forsendum. Þá verð i að hafa í huga að stefndi hefði vel getað hætt við söluna og hafnað þannig öllum umsóknum, án þess að það hefði skapað honum bótaskyldu, enda gild i ekki sambærilegar reglur um það að hætta við sölu byggingarréttar eins og höfnun allra tilboða á grundvelli laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Þess u nátengt sé sú staðreynd að engin lagaskylda hvíldi á stefnda að auglýsa umræddar lóðir til sölu. Þannig hefði stefndi í raun getað selt lóðirnar til áhugasams kaupanda, án þess að gefa öðrum tækifæri til að bjóða í eignina, rétt eins og í hefðbundnum ein karéttarlegum viðskiptum. Stefnandi hafi ekki átt lögvarinn rétt til þess að bjóða í byggingarréttinn og því útilokað að stefndi hafi valdið honum tjóni með saknæmum og ólögmætum hætti. Það sé þó almennt talið betur í samræmi við jafnræðisreglu að auglýsa byggingarrétti til sölu. Þótt stefndi hafi þannig kosið að auglýsa byggingarréttinn sé ekki hægt að leggja ríkari skyldur á herðar hans en myndu eiga við ef lóðin hefði ekki verið auglýst til sölu. Auglýsingin hafi því ekki skapað sjálfstæðan rétt eða rétt mætar væntingar. Stefnd i telur, e f það verð i talið leiða af jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins að stefnda hafi verið skylt að auglýsa eignina til sölu , að það sé ljóst að með hinni opinberu auglýsingu hafi jafnræðis verið gætt, þar sem allir sem höfðu áhuga á eigninni áttu jafna möguleika til þátttöku. Þegar k omi að úthlutun takmarkaðra gæða felist í jafnræðisregl unni það að bjóða gæðin út, en í því fel ist ekkert loforð til umsækjenda um að gengið verði að tilboði þeirra á grundvelli ákveðinna skilyrða, öðrum en þeim að ákvörðunin verð i að vera byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Jafnræðis reglan leiði þannig ekki til þess að stefndi hafi verið skyldugur til þess að velja eina umsókn framar öðrum. Eftir að umsóknir hafi verið lagðar fram hafi einfaldlega g ilt reglur einkaréttarins um kaupsamninginn og aðdraganda hans. Stefnd a hafi því, á grundvelli meginreglunnar um samningsfrelsi aðila, verið frjálst að semja við þann sem hann vildi eða hafna öllum umsóknum, sbr. fyrri umfjöllun. 24 Með vísan til alls framan greinds sé ekki uppfyllt það grundvallarskilyrði bótaskyldu í málum af þessum toga að stefnandi hafi átt lögvarinn rétt til þess að samið yrði við hann á grundvelli niðurstaðna umsóknarferlisins. Þar sem stefndi hafi ekki brotið gegn rétti eða hagsmunum st efnanda hafi skort á að grundvallarskilyrði skaðabóta um saknæmi og ólögmæti væru uppfyllt. Að mati stefnda sé s kilyrði um orsakasamhengi og sennilega afleiðingu ekki heldur uppfyllt. Í aðalkröfu stefnanda sé krafist bóta vegna þess meinta hagnaðar sem h ann tel ji að hann hefði notið ef hann hefði fengið að kaupa byggingarréttinn að Álalind 4 - 8. Stefnandi h aldi því ekki fram að verð byggingarréttarins hafi verið undir markaðsverði, heldur sé byggt á því að ef stefnandi hefði keypt lóðina hefði hann byggt f jölbýlishús á henni, selt íbúðirnar í fjölbýlinu og haft af því umtalsverðan hagnað. Samkvæmt þessu verð i að ganga út frá því að kaupverð byggingarréttarins hafi verið í samræmi við markaðsvirði hans á þessum tíma. Að mati stefnda sé útilokað að aðili geti orðið fyrir hagnaðartjóni vegna þess að hann gat ekki keypt fasteign á markaðsvirði. Slíkt fel i í raun í sér rökleysu. Ef ákvörðun stefnda hafi verið ólögmæt kom i aðeins vangildisbætur til greina, þ.e. bætur fyrir útlagðan kostnað stefnanda af því að undi rbúa umsókn sína. Kröfur og málatilbúnaður stefnanda g angi aftur á móti aðeins út á það að hann eigi rétt á bótum fyrir missi hagnaðar , efndabætur , og ge ti hann ekki breytt þeim málsgrundvelli. Þá sé ljóst að það framtíðartjón sem hann tel ji sig hafa orðið fyrir sé ekki í neinu sambandi við ákvörðun stefnda hinn 23. júní 2015. Bótakrafa stefnanda hl jóti enda að þurfa að miða við það meinta tjón sem hann hafi orðið fyrir vegna ákvörðunar stefnda þann dag, en það tjón hafi ekkert verið eins og áður sé rakið. Hagstæð þróun fasteignaverðs á síðustu árum get i ekki talist til tjóns , sem stefndi eigi að hafa valdið stefnanda, enda hafi sú þróun með öllu verið ófyrirsjáanleg. Stefnd i telur að í þessu sambandi verði einnig að líta til þess að stefnandi hefði alltaf með raunhæfum hætti getað takmarkað hið meinta tjón sitt. Hann hefði getað fjárfest í uppbyggingu annarra fasteigna og haft hagnað af þeim í staðinn og þannig nýtt mannskap, sem annars hefði unnið á lóðinni við Álalind 4 - 8, í önnur verkefni. Virðis t raunar augljóst að stefnandi hefði algerlega getað komið í veg fyrir meint tjón sitt með þessum hætti. M egi í þessu sambandi nefna að fljótlega eftir að umsókn hans hafi verið hafnað í hinu umdeilda ferli h afi hann hafi ð uppbyggingu í Mánatúni í Reykjaví k og h afi einnig haft með höndum fjölbreytt og stór verkefni síðan þá. Stefnandi h afi því væntanlega takmarkað tjón sitt að fullu og sé skorað á hann að upplýsa um þau verkefni 25 sem hann h afi tekið að sér frá árinu 2015 , og þann hagnað sem hann h afi haft af þeim, eða mun i hafa í tilviki ólokinna verkefna. Ef stefnandi verð i ekki við þeirri áskorun verð i þess farið á leit við dóminn, sbr. 1. mgr. 68. gr. laga nr. 91/1991, að lagt verði til grundvallar að stefnandi hafi náð að takmarka hugsanlegt tjón sitt að fullu. Stefndi byggir á því að t jón stefnanda sé í öllu falli ósannað. Meint tjón byggi st á forsendum sem sé algjörlega óljóst hvort gengið hefðu eftir, þ.e. að hann hefði byggt fasteignirnar og selt þær með hagnaði. Að mati stefnda sé því alfarið hafnað að útreikningur tjóns geti bygg s t á svo óljósum, óvissum og ófyrir sjáanlegum forsendum. Alkunna sé að fasteignaverð h afi hækkað umtalsvert á árunum 2015 - 2017 og get i hækkun fasteignaverðs á þessum tíma aldrei talist sennileg afleiðing af þeirri háttsemi stefnanda að hafna umsókn stefnanda í júní 2015. Stefndi mótmælir dráttarvaxtakröfu stefnanda, enda h afi hann aldrei komið á framfæri fullnægjandi upplýsingum um bótakröfu sína samkvæmt 9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Stefndi hafnar varakröfu stefnanda og vísa r til allra þeirra raka og sjónarmiða sem rakin ha fi verið hér að framan. Varakrafa stefnanda sé þar að auki, að mati stefnda, ódómtæk, enda sé hvergi í henni tiltekið vegna hvers og gagnvart hverjum bótaskyldan e igi að vera, eingöngu að bótaskylda stefnda verði viðurkennd. Ótækt er að gera svo opna og óljósa kröfu. Stefndi hafnar því alfarið að uppfyllt séu skilyrði til greiðslu miskabóta, enda málsástæða stefnanda að þessu leyti vanreifuð. Hvergi k omi fram í hver ju miskinn eigi að vera fólginn, auk þess sem hann sé með öllu ósannaður. Þá hefði væntanlega þurft að tilgreina miskabótakröfuna sérstaklega í dómkröfunni sjálfri ef fallast ætti á hana. Sætir loks furðu að hún sé einungis höfð uppi sem hluti af viðurkenningarkröfu stefnanda en sé ekki hluti af aðalkröfu ha ns. Um lagarök er vísað til meginreglna stjórnsýsluréttar, þ.m.t. jafnræðisreglunnar og réttmætisreglunnar. Þá er vísað til meginreglna samninga - og kröfuréttar um gerð samninga, skuldbindingargildi loforða og skaðabætur innan samninga. Að þessu leyti er einnig vísað til laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga og nr. 40/2002 um fasteignakaup. Einnig er vísað til sakarreglunnar og annarra meginreglna skaðabótaréttar, þ.m.t. um takmörkun tjóns, orsakasamband og sennilega afleiðingu. Kraf an um málskostnað styðst við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Forsendur og niðurstaða: 26 Stefndi byggir á því að ákvörðun um úthlutun byggingarréttar sé einkaréttarleg ur gerning ur , og að um hann gildi ákvæði laga nr. 40/2002 um fasteignakaup . S tefnandi by ggir á því að um stjórnvaldsákvörðun sé að ræða. Af dómi Hæstaréttar í máli nr. 151/2010 verður ráðið að ákv örðun um úthlutun lóða og byggingarréttar á vegum sveitarfélaga sé stjórnsýsluákvörðun, en samningar gerðir á grundvelli slíkrar úthlutunar séu eink aréttarlegs eðlis. Með vísan til þess , sbr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 , telst ákvörðun um úthlutun stefnda á byggingarrétti að lóðinni Álalind 4 - 8 í Kópavogi , á árinu 2015, stjórnsýsluákvörðun. Stefnandi krefst skaðabóta úr hendi stefnda á grundve lli meintrar ólögmætrar og saknæmrar háttsemi stefnda við úthlutun framangreind s bygginga r rétt ar . Kemur því til skoðunar sakarreglan og meginreglur skaðabótaréttarins. Stefnandi krefst hins vegar ekki ógildingar á stjórnsýslu ákvörðun stefnda . S ú stjórnsýslu ákvörðun er snýr að úthlutun byggingarréttarins sjálfs kemur því ekki til efnislegrar úrlausnar dómsins . D ómurinn mun því ekki endurskoða matskennda þætti , svo sem fagleg t mat vinnuhóps á vegum stefnda , eða l eggja mat á hæfi stefnanda í samanbur ði við hæfi þess umsækjanda sem fékk út hlut að byggingarréttinum. V ið mat á meintu ólögmæti og saknæmi, ber að mati dómsins að skoða hvort málsmeðferðin við úthlutun ina hafi verið lögle g , hvort ómálefnaleg sjónarmið hafi búið að baki og hvort gætt hafi verið leiðbeiningar, meðalhófs og jafnræðis . Ekki er mælt fyrir um það í lögum hvernig standa skuli að úthlutun byggingarréttar á vegum sveitarfélaga, en ó umdeilt er að stefndi er til þess bær . Stefnandi telur hins vegar að um valdþurrð bæjarstjórnar stef nda hafi verið að ræða með því að fresta afgreiðslu málsins þann 28. apríl 2015, og taka þá ákvörðun að vísa málin u að nýju til bæjar r áðs . Byggir stefnandi á því að ákvörðun bæja r ráðs þann 16. apríl 2015, sem hafi verið í samræmi við tillögur vinnuhóps ste fnda , hafi falið í sér fullnaðarafgreiðsl u málsins , sbr. 32. gr. samþykkta um stjórn stefnda og skýringa r af heimasíðu stefnd a um að afgreiðsla bæjarráðs sé fullnaðarafgreiðsla, sbr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 . Þannig hafi verið búið að úthlu ta lóðinni til stefnanda með óafturkræfum hætti og stefnandi haft réttmætar væntingar til að ætla að bæjarstjórn staðfesti ákvörðun bæjarráðs. Samkvæmt tilvitnuðum ákvæðum fer bæjarstjórn stefnda með fullnaðarafgreiðslu umsókna um byggingarrétt, nema lög m æli á annan veg, eða sýnt hafi verið fram á að fullnaðarafgreiðsla málsins hafi verið falin bæjarráði. Í úthlutunarreglum stefnda um úthlutun á bygginga r rétti fyrir íbúðarhúsnæði til lögaðila, dags. 25. nóvember 2014, sem 27 óumdeilt er að eigi við í málinu, kemur fram að bæjarráð annist afgreiðslu umsókna um byggingarrétt og geri tillögu til bæjarstjórnar um úthlutun. Í tölvupósti sem sendur var öllum umsækjendum eftir fund bæjar r áðs þann 16. apríl 2015 er getið um samþykki b æjarráðs, en jafnframt er athygli umsækjenda vakin á því að endanleg afgreiðsla fari fram á fundi bæjarstjórnar þann 28. apríl 2015. Með þessum hætti liggur ekki annað fyrir í málinu en að fullnaðarafgreiðsla á úthlutun byggingarréttar ins hafi verið í hönd um bæjarstjórnar . E kki er því hægt að fallast á þá málsástæðu að um valdþurrð bæjarstjórnar hafi verið að ræða , um að taka ákvörðun um frestun málsins og að vísa því að nýju til bæjarráðs. Í 13. gr. í tilvitnuðum úthlutunarreglum , kemur fram að eftir lok úthlutunar og staðfestingu bæjarstjórnar á tillögum bæjarráðs skuli senda öllum umsækjendum svör við umsóknum. Stefnandi gat því ekki haft réttmætar væntingar til þess að honum yrði úthlutað byggingar réttinum fyrr en eftir staðfestingu bæjarstjórnar. Þá v erður ekki séð að stefnda hafi borið , með vísan til ákvæð is 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að gefa stefnanda kost á því að andmæla ákvörðun bæjarstjórnar um að fresta afgreiðslu máls og vísa því aftur til bæjarráðs. Óumdeilt er að stefndi er ekki bu ndinn af lögum eða settum reglum um það hvaða úthlutunarreglur gildi um úthlutun á byggingarrétti á vegum stefnda, svo framarlega sem að baki þeim úthlutunar reglum liggi málefnaleg sjónarmið. Í a uglýsing u um ú thlutun byggingarrétt ar lóða við Glaðheima , kemur fram að umsóknareyðublöð og úthlutunarreglu r séu á heimasíðu stefnda . Með undirritun umsókn ar um byggingarréttinn staðfesti stefnandi að allar veittar upplýsingar væru réttar og að hann hefði kynnt sér alla skilmála og reglur sem um lóðarúthlutunina og um viðkomandi lóðir gilda, og væri reiðubúinn að hlíta þeim. Í 6. gr. úthlutunarreglna frá 2 5 . nóvember 2014, kemur fram að umsækjandi skuli leggja fram ársreikning síðasta árs áritaðan af löggiltum endurskoðanda , en samhljóða ákvæði v ar að finna í eld ri úthlutunarreglum stefnda . Á heimasíðu stefnda var einnig vísað til skjal s um sérst ök viðmið eða úthlutunarreglu r um lóðirnar : . Í skjali nu , sem fyrirsvarsmaður stefnanda bar fyri r dómi að hafa kynnt sér, kemur skýrt fram að ársreikningur áritaður af löggiltum endurskoðanda sé ófrávíkjanlegt skilyrði . Sagðist fyrirsvarsmaður stefnanda hafa áttað sig á skilyrðinu en stefnandi tekið ákvörðun um að skila inn ársreikning i árituðum af skoðunarmanni eins og gert hafði verið áður um aðrar 28 lóðir án athugasemd a frá stefnda . Spurður hvort það hafi verið mistök af þeirra hálfu , bar hann að undirskrift löggilts endurskoðanda væri formsatriði , en auðvitað hafi það verið mistök að þ ví leyti að þá hefð u aðilar ekki þurft að vera í þessu dómsmáli. Spurður hvort það hafi áður verið áréttað með jafnskýrum hætti að um væri að ræða ófrávíkjanleg gögn, kva ðst hann ekki vita hvernig því hefði verið háttað áður. Á því er byggt af hálfu stefn anda að framangreind viðmið um áritun löggilts endurskoðan d a séu ómálefnaleg og í raun ólögmæt, og beri þess í stað að horfa á efnisleg skilyrði um fjárhagslega burði umsækjenda. Órökstutt er að lög eða reglur banni stefnda að gera kröfu um áritun löggilts endurskoðanda á ársreikning i . Stefndi rökstyður í sinni greinargerð að krafan um áritun löggilts endurskoðanda hafi verið sett í því skyni að leggja mat á fjárhagslegan styrk eða burði umsækjenda . Um löggilta endurskoðendur gild a annars strangar kröfur sem kom a fram í lögum nr. 79/2008 um endurskoðendur , kröfur sem ekki eiga við um skoðunarmenn . Áritun löggilts endurskoðanda á ársreikning hefur því aukið vægi við mat á trúverðugleika þeirra . Vinnuhópur stefnda hefði mögulega getað farið aðra leið við mat sitt á framangrein t , en það leiðir ekki eitt og sér til þess að það viðmið sem stefndi kaus að miða við sé ómálefnalegt. Þá hefur stef nandi ekki sýnt fram á það að stjórnsýsluvenja hafi með einhverjum þeim hætti verið komin á um að miða skyldi við efni ársreikninga. Krafan um áritun endurskoðanda var ekki íþyngjandi fyrir umsækjendur að mati dómsins, og ástæða þess að stefnandi uppfyllt i ekki þá kröfu var einfaldlega sú að hann taldi sjálfur nægilegt að leggja inn ársreikning undirri taðan af skoðunarmanni. Með hliðsjón af þeim viðmiðum sem sett voru sérstaklega um verklag við úthlutun lóða á Glaðheima svæði nu , og stefnanda voru kunn, þar sem það var gert að ófrávíkjanlegu skilyrði að áritun löggilts endurskoðanda fylgdi með ársreikning i, gat stefnandi ekki gengið út frá því að skilyrðið ætti ekki við um hann. Samkvæmt 7. g r. laga nr. 37/ 1993 ber stjórnvaldi skylda til þess að leiðbei na aðilum varðandi þau mál sem snerta starfssvið þ ess. Af gögnum málsins verður ekki séð að stefnandi haf i leitað til stefnda um framangreint hafi hann verið í einhverjum vafa, og þá verður ekki séð að stefnda hafi borið frumkvæði að leiðbeiningarskyldu um atriði sem stefnandi hafði staðfest skriflega að væru sér kunn. Í tillögum vinnuhóps stefnda vegna úthlu tunar byggingarréttar, dags. 14. apríl 2015, kemur fram að umsækjendum hafi verið veitt 10 stig fyrir umbeðinn ársreikning áritaðan af löggiltum endurskoðanda, en engin stig væru veitt fyrir óundirritaðan 29 ársreikning og ársreikning áritaðan af skoðunarmann i. Ljóst er að mistök áttu sér stað við úrvinnslu umsókna, þar sem stefnanda voru gefin 10 stig, eða fullt hús stiga hjá vinnuhópnum, þrátt fyrir að uppfylla ekki framangreind viðmið. Á grundvelli þeirra mistaka gerði vinnuhópurinn tillögu að úthlutun bygg ingarréttarins til stefnanda. Óupplýst er í málinu hv ernig framangreind mistök vinnuhópsins komu í ljós , að öðru leyti en því að það hafi gerst eftir að bæjarráð fjallað i fyrst um málið þann 16. apríl 2015 , og áður en bæjarstjórn fjallaði um málið þann 28. apríl 2015 , en þann sama dag hafði vinnuhópurinn gert tillögu r að breytingum á þeim forsendum að áritun löggilts endurskoðanda vantaði í umsókn stefnanda. Stefn andi leitaði skýringar á frestun bæjarstjórnar og freistaði þess sjálfur með bréfi til bæjar ráðs þann 8. maí 2015, og tölvupóstsamskiptum við starfsmann stefnda þann 19. maí 2015, að koma að árituðum ársreikningi löggilts endurskoðanda fyrir fund bæjar r áðs þann 21. maí 2015. Í svarpósti starfsmanns stefnda kemur fram að h ann geti tekið við ársrei kningnum og sett hann með erindi stefnanda til bæjaráðs. Sá starfsmaður virðist á engan hátt tengjast ákvarðanatöku í málinu . Með móttöku starfsmannsins fólst meðalhóf, sbr. 12. gr. laga nr. 37/1993, en á engan hátt loforð um að litið yrði til þess ársreik nings við afgreiðslu málsins. Á fundi bæjarráðs þann 21. maí 2015 lá fyrir bréf stefnanda, dags. 8. maí 2015 , um athugasemdir hans við úthlutun byggingarréttar , og bæjarráð vísaði málinu til umsagnar svið s stjóra umhverfissviðs og bæjarlögmanns. S tefnda ba r ekki að gæta andmælaréttar , sbr. 13. gr. laga nr. 37/1993 gagnvart stefnanda á þessu stigi málsins , sbr. það sem gat um að framan, en ljóst er að andmæli stefnanda lágu fyrir áður en endanleg ákvörðun var tekin. Endanleg ákvörðun var síðan tekin af bæjarstjórn þann 23. júní 2015, eftir að bæjarráð hafði á fundi þann 18. júní 2015 samþykkt að hafna erindi stefnanda í samræmi við minnisblað frá lögfræðingi lögfræðideildar, dags. 15. júní 2015. Af hálfu stefnanda var á því byggt við munnlega n f lutning málsins að ásetningur hafi verið hjá vinnuhópi stefnda um að brjóta málsmeðferðarreglur. Ekkert liggur fyrir í málinu um meintan ásetning. Samkvæmt 1. mgr. 23. gr. laga nr. 37/199 3 getur stjórnvald breytt ákvörðun sinni þar til hún hefur verið tilk ynnt aðila , sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga. Eins og fram var komið, og getur um í 13. gr. úthlutunarregl na, dags. 25. nóvember 2014, er gert ráð fyrir því að eftir lok úthlutunar og staðfestingu bæjarstjórnar á tillögum bæjarráðs skuli senda öllum umsækjen dum svör við umsóknum. Slík tilkynning var ekki send stefnanda eftir fund bæjarstjórnar þann 28. apríl 2015 , enda staðfesti bæjarstjórn þá ekki tillögur bæjarráðs þar að lútandi. S tefndi hafði því samkvæmt tilgreindum ákvæðum 30 stjórnsýslulaga, fulla heimild til þess að endurskoða tillögur að úthlutun byggingarréttarins, og sú endurskoðun grundvallaðist á því að vinnuhópur stefnda hafði ranglega t al ið að stefnandi hefði skilað inn ársreikningi árituðum af löggiltum endurskoðanda með umsókn sinni þann 3. mars 2015 . Ó umdeilt er í málinu að það gagn barst stefnda 20. maí 2015, eða um tveimur og hálfum mánuði eftir að umsóknarfresti lauk. Að fram angreindu sögðu telur dómurinn að til skoðunar komi hvort jafnræðisregla 11. gr. stjórnsýslulag a nr. 37/1993 hafi verið brotin gagnvart stefnanda , með því að ekki hafi verið horft til þess ársreiknings sem stefnandi skilaði til stefnda samkvæmt framansögðu þann 20. maí 2015, og hvort gætt hafi verið meðalhófs skv. 12. gr. sömu laga í því sambandi. Samkvæmt nefndum ákvæð u m skulu stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti , og ó heimilt er að mismuna aðilum við úrlausn mála . Þ á skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti , og þess þá gæt t að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til . Samkvæmt 9. gr. úthlutunarreglnanna frá 25. nóvember 2014, var heimilt að taka ekki til greina umsóknir sem innihéldu ekki fullnægjandi upplýsingar . Stefndi hefði því á grundvelli þess ákvæðis getað hafnað umsókn stefnanda þegar framangreind mistök komu í ljós um að stefnandi uppfyllti ekki ófrávíkjanlegt skilyrði um að ársreikningur væri áritaður af löggiltum endurskoðanda. Þeirri heimild var ekki b eitt heldur var ákveðið að leiðrétta umsókn stefnanda til samræmis við þau viðmið sem fram koma í tillögum vinnuhópsins, dags. 14. apríl 2015, og með þeim hætti var gætt meðalhófs, skv. 12. gr. laga nr. 37/1993. Ekki liggur annað fyrir í málinu en að allir 39 umsækjendur byggingarréttar að lóðum í Glaðheimum hafi skila ð inn umsókn um og gögnum í síðasta lagi þann 3. mars 2015 . U m það atriði sem hér skiptir máli , um ófrávíkjanleg a k röfu að umsækjendur skiluðu ársreikningi árituðum af löggiltum endurskoðanda, er ekki annað komið fram en að all i r umsækjendur hafi setið við sama borð. Þannig hafi allir þeir sem skiluðu inn ársreikningi í samræmi við gerða kröfu verið metnir með sama hætti, og allir þeir sem ekki uppfylltu þá kröfu verið metnir á sama hátt. Er á þ að fallist með stefnda , að hefði hann gegn betri vitund ekki leiðrétt þau mistök sem komu í ljós , með því að stefnanda hafði verið gefið fullt hús stiga fyrir ársreikning sem ekki uppfyllti gerðar kröfur , og hefði stefnanda einum verið heimilt a ð bæta úr þ ví síðar, með þeim hætti sem að framan 31 gat um , þá hefði það falið í sér brot á jafnræðis reglu stjórnsýslunnar skv. 1 1 . gr. laga nr. 37/1993, gagnvart öðrum umsækjendum, en það verði með engum hætti metið sem brot á þeirri reglu gagnvart stefnanda. Samkvæmt öllu framangreind u þykir ljóst að mál þetta er til komið vegna þess að stefnandi taldi sér heimilt að skila inn gögnum með umsókn um byggingarleyfi með öðrum hætti en auglýstar reglur kváðu á um. Við vinnslu á umsókn stefnanda áttu sér stað mistök hjá vinnuhópi stefnda um tillögur að úthlutun, sem voru leiðrétt , eins og heimilt var , og áður en bindandi ákvörðun bæjarstjórnar lá fyrir. Niðurstaða dómsins er því sú að stefnanda hafi ekki tekist að sanna ólögmæta og saknæma háttsemi stefnda við úthlu tun byggingarréttar lóðarinnar Álalind 4 - 8 í Kópavogi, sem geti leitt til þeirrar bótaskyldu sem krafist er í málinu, og verður stefndi því sýknaður af öllum kröfum stefnanda. M eð vísan til alls framangreinds, og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðfe rð einkamála verður stefn anda gert að greiða stefn da málskostnað, sem þykir hæfileg a ákvarðaður , 7.500.000 króna að meðtöldum virðisaukaskatti . B ogi Hjálmtýsson héraðsdómari , sem dómsformaður, Jón Höskuldss on dómstjór i , og Gústaf Vífilss on , byggingarverkfr æðing ur , kve ða upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi , Kópavogsb æ r , er sýkn af öllum kröfum stefnanda, Dverghamra ehf. Stefn andi greiði stefn da 7.500.000 krónur í málskostnað. Bogi Hjálmtýsson Jón Höskuldsson Gústaf Vífilsson