Endurupptökudómur Úrskurður miðvikudaginn 6. október 2021 í máli nr . 28 /2021 Endurupptökubeiðni Kristjáns S. Guðmundssonar 1. Dómararnir Eiríkur Elís Þorláksson, Karl Axelsson og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni dagsettri 20. júní 2021 fór endurupptökubeiðandi fram á endurupptöku á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 11. janúar 2002 í máli nr. M - 51/2001. Málsatvik 3. Af gögnum málsins verður ráðið að endurupptökubeiðandi hafi sem matsbeiðandi , ásamt Elínu R. Finnbogadóttur , farið fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 3. júlí 2001 að dómkvaddur yrði matsmaður til að leggja mat á fjárhagslegt tjón þeirra vegna þess að meðeigandi þeirra hafi í gar ði við fasteign þeirra að Rauðagerði 39 í Reykjavík. Matsmál þetta fékk númerið M - 51/2001 við Héraðsdóm Reykjavíkur. 4. Á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur þann 30. jú lí 2001 var Steinþór Einarsson , skrúðgarðyrkjumeistari , dómkvaddur til starfans. Matsgerð han s dags ett 27. október 2001 var lögð fram í þinghaldi 30. nóvember 2001. Í sama þinghaldi kröfðust endurupptökubeiðandi og nefnd Elín þess að d ómkvaddur yrði nýr matsmaður. Byggðu þau kröfu sína á því að hinn dómkvaddi matsmaður hefði í matsgerð sinni í eng u fjallað um þau atriði sem honum var falið að meta. 5. Matsþoli í málinu lagðist gegn því að nýr matsmaður yrði dómkvaddur og var málið tekið til úrskurðar héraðsdóms um þann ágreining . 6. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 11. janúar 2002 var leyst úr ágreiningi aðila. Í forsendum úrskurðarins sagði meðal annars að fallist væri á það með matsbeiðendum að matsmaður hefði ekki metið það sem honum hafi borið samkvæmt dómkvaðningu og bæri því að leggja fyrir matsmanninn að framkvæma kostnaðarmat eins og ósk að hefði verið eftir í matsbeiðni. Hins vegar var ekki fallist á kröfu matsbeiðenda að dómkveðja annan matsmann í stað hins fyrri. Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 7. Endurupptökubeiðandi reisir kröfu sína um endurupptöku meðal annars á því að matsgerð hi ns dómkvadda matsmanns hafi ekki verið á neinn hátt í samræmi við matsbeiðni. Hafi ekki verið annað hægt en að álí ta matsmanninn óhæfan til starfans eða að hann hefði vanrækt starf sitt í ljósi þess sem hann lagði fram sem matsgerð. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 28 /2021 - 2 - 8. Í þinghaldi þann 30. nóvember hafi verið tilkynnt af hálfu dómara málsins að úrskurður yrði kveðinn upp 20. desember 2001. Úrskurður hafi hins vegar ekki verið kveðinn upp þá og hafi því af hálfu matsbeiðenda verið haft símasamband við Héraðsdóm Reykjavíkur ítrekað í desem ber 2001 og janúar 2002 án þess að nokkurt svar hafi fengist um hvenær úrskurður yrði kveðinn upp . 9. Í símtali við starfsmann Héraðsdóm s Reykjavíkur þann 30. janúar 2002 hafi loks fengist það svar að úrskurðu r í málinu hafi verið kveðinn upp 11. janúar 2002 . Hvorki hafi málsaðilar verið boðaðir til þinghalds né réttar upplýsingar veittar. Dómari málsins hafi ekki boðað til þinghalds í málinu sem sé gróft brot á mannréttindum málsaðila. 10. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 11. janúar 2002 hafi verið viðurkennt að matsgerðin sem hafi þá legið fyrir hafi ekki verið í samræmi við matsbeiðni og væri einskis virði fyrir matsbeiðendur. Þrátt fyrir það hafi héraðsdómur ekki tekið tillit til kröfu matsbeiðenda um skipun á nýjum matsmanni heldur endurskipað matsmanninn t il starfans sem hafi verið gr óft brot á réttindum matsbeiðenda. 11. Samkvæmt upplýsingum, meðal annars frá Héraðsdómi Reykjavíkur, hafi matsmálinu verið lokið með framlagningu matsgerðar þann 27. október 2001. Hafi lögmanni matsbeiðenda verið bent á að skjóta málinu til Hæstaréttar Íslands en það ekki verið unnt nema viðunandi skýringar fengjust . Niðurstaða 12. Í máli þessu er beiðst endurupptöku á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 11. janúar 2002 í máli nr. M - 51/2001. 13. Í 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála segir að hafi héraðsdómur gengið í máli, sem hefur ekki verið áfrýjað, og áfrýjunarfrestur er liðinn, geti Endurupptökudómur orðið við beiðni um að málið verði endurupptekið í héraði ef skilyrði a - eða b - liðar er fullnægt, enda mæli at vik með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi . 14. Framangreint ákvæði 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 gerir samkvæmt orðanna hljóðan aðeins ráð fyrir endurupptöku hafi héraðsdómur gengið í máli en hvergi er viki ð að heimild til að endurupptaka úrskurði héraðsdóms. Í 4. og 5. mgr. 192. gr. sömu laga er jafnframt áréttað að úrskurður Endurupptökudóms skuli fjalla um dóm, sem beiðst er endur upptöku á, og að tekin skuli afstaða til þess hvort áhrif fyrri dóms falli n iður á meðan málið er rekið. Ekki er minnst á úrskurði sem gengið hafa undir rekstri máls eða bundið endi á málsmeðferð. 15. Í úrskurðum Endurupptökudóms í málum nr. 1/2021 , 4/2021 , 9/2021 og 17/2021 er vikið að eldri ákvæðum laga þar sem kveðið var á um endurupptöku einkamála. Í þessum úrskurðum dómsins kemur fram að í eldri lagaákvæðum um endurupptöku mála hefur verið heimilað að endurupptaka dóma en ekki úrskurði. Sem fyrr segir er sama staða uppi hvað varðar núgildandi ákvæði laga nr. 91/1991. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 28 /2021 - 3 - 16. Af öllu framangreindu leiðir að í gildandi lögum er ekki að finna heimild til endurupptöku úrskurðar svo sem endurupptökubeiðandi hefur farið fram á í máli þessu. Samkvæmt því telst beiðni hans um um endurupptöku úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur 11. janúar 20 02 í máli nr. M - 51/2001 bersýnilega ekki á rökum reist í skilningi 1. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. Á þeim grundvelli verður málinu vísað frá Endurupptökudómi með vísan til 1. mgr. 24. gr., sbr. 7. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. 17. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður . Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Endurupptökudómi. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður.