Héraðsdómur Reykjaness Dómur 2. mars 2021 Mál nr. S - 3277/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir saksóknarfulltrúi ) g egn Svein i Annas i Pálss yni Dómur Mál þetta sem var dómtekið 19. febrúar sl. höfðaði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru 8. desember 2020 á hendur ákærða Sveini Annasi Pálssyni, kt. [...] , [...] : fyrir eftirtalin umferðarlagabrot með því að hafa: 1. Þriðjudaginn 17. desember 2019 ekið bifreiðinni [...] óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 95 ng/ml) um Vesturhóla í Reykjavík, við Dúfnahóla, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Sunnudaginn 6. september 2020 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 240 ng/ml) um Á lftanesveg í Garðabæ, við Hraunholtsbraut, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og haft í vörslum sínum 0,04 g af amfetamíni og 15,20 g af maríhúana sem lögregla fann við leit í bifreiðinni. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58 . gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/ 2018. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Þá er krafist upptöku á 0,04 g af amfetamíni og 15,20 g af maríhúana samkvæmt 6. mgr. 5. gr. lag a nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 2 Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákær ði er fæddur í apríl árið [...] og hefur samkvæmt framlögðu sakavottorði dagsettu 30. nóvember 2020 sjö sinnum áður sætt refsingu. Brot ákærða í fyrri ákærulið var framið fyrir uppkvaðningu dóms Héraðsdóms Reykjaness 24. apríl 2020 og verður ákærða því dæm dur hegningarauki hvað þann ákærulið varðar . Með þeim dómi var ákærði dæmdur í 2 mánaða fangelsi skilorðsbundið í tvö ár. Með háttsemi ákærða í seinni ákærulið rauf ákærði skilorð ið og verður sá dómur tekin upp og dæmdur sbr. 60., 77. og 78. gr. almennra h egningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærða nú þykir hæfilega ákveðin óskilorðsbundið fangelsi í 4 mánuði. Með vísan til framangreinds þykir, í samræmi við kröfugerð ákæruvalds og með vísan til 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 , og vísan til 101. gr. og 102. gr. þágildandi umferðarlaga nr. 50/1987, rétt að svipta ákærða ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Á grundvelli 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 verður ákærða gert að sæta upptöku á 15,20 g af maríhúana og 0.04 amfetamíni sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins . Samkvæmt úrslitum málsins, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður ákærða gert að greiða allan sakarkostnað. Ákærði dæmist því til að greiða útlagða n kostnað vegna rannsókna á lífsýnum, samtals 184.394 krónur. Ólafur Egill Jónsson aðstoðarmaður dómara kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Sveinn Annas Pálsson, sæti fangelsi í 4 mánuði. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði sæti upptöku á 15,20 g af maríhúana og 0,04 g af amfetamíni. Ákærði greiði 184.394 í sakarkostnað. Ólafur Egill Jónsson