Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 11. desember 2020 Mál nr. S - 188/2020 : Ákæruvaldið ( Sigurður Hólmar Kristjánsson saksóknarfulltrúi ) g egn Indrið a Ingimundars yni ( enginn ) Dómur I Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið 24. nóvember sl., er höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra, með ákæru 21. október 2020 á hendur Indriða Ingimundarsyni, , , , ,,fyrir umferðarlagabrot , með því að hafa , aðfaranótt föstudagsins 14. ágúst 2020, sviptur ökurétti ævilangt og undir áhrifum áfengis (vínandamagn í blóði reyndist 1,81 um Siglufjarðarveg við Réttarholt í Akrahreppi þar sem ákærði missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar. Teljast brot ákærða varða við 1 mgr. 58. gr. og 1. mgr., sbr. 3. mgr. 49. gr., sbr. 1. mg. 95. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar, sbr. 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77, 2019. II Ákærði sótti ekki þing og boðaði ekki forföll þegar málið var þingfest 24. september sl. Málið er því dæmt með vísan til 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda er þess getið í fyrirkalli s em birt var ákærða sjálfum á lögmætan hátt 13. nóvember sl. að svo mætti fara með málið. Þar sem ákærði hefur ekki látið málið til sín taka verður með vísan til þess sem að framan er rakið að líta svo á að hann viðurkenni háttsemi þá sem honum er í ákæru g efin að sök og telst sök hans þar með nægilega sönnuð enda er ákæran í samræmi við gögn málsins og brot hans þar réttilega fært til refsiákvæða. Ákærði á að baki nokkurn sakarferil en samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur hann sex sinnum frá árinu 1994 hlotið refsidóma og gengist undir sátt fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og fyrir akstur 2 sviptur ökurétti. Síðast 26. júní 2019 en þá var hann sakfelldur fyrir að aka öðru sinni svi ptur ökurétti. Ákærði hefur hins vegar ekki verið sakfelldur fyrr akstur undir áhrifum áfengis eða ávana - og fíkniefna frá því í apríl 2013. Samkvæmt dómvenju og að sakarferli ákærða virtum, sbr. 5. tölulið 5. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, fer um re fsingu ákærða núlíkt og hann hafi tvisvar áður gerst sekur um að aka sviptur ökurétti en litið er á ölvunaraksturinn sem fyrsta brot. Dómvenja stendur til þess að dæma ákærða í 30 daga fengelsi fyrir sviptingaraksturinn og þá þykir rétt með vísan til 4. mg r. 77. gr. almennra hegningarlaga að dæma hann jafnframt til að greiða 210.000 króna sekt til ríkissjóðs, innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, en sæta ella fangelsi í 16 daga. Einnig ber að árétta ævilanga sviptingu ökuréttar. Með hliðsjón af niðurs töðu málsins ber, með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála að dæma ákærða til greiðslu sakarkostnaðar. Samkvæmt yfirliti sækjanda nam sakarkostnaður á rannsóknarstigi málsins alls 109.110 krónum en sá kostnaður féll til við töku og rannsókn á blóð - og þvagsýnum úr ákærða. Leitað var eftir áfengi (etanóli) í blóði og þvagi ákærða. Einnig eftir ávana - og fíkniefnum í blóði og þvagi . Við rannsókn á sýnunum fannst eingöngu alkóhól en ekki önnur efni sem leitað var eftir. Ákærða verður ekki gert a ð greiða kostnað sem til féll við leit að efnum sem ekki fundust. Hins vegar ber honum að greiða kostnað við leit að etanóli og kostnað við matsgerð. Samtals nemur þessi kostnaður 41.324 krónum en annar sakarkostnaður féll ekki til við rannsókn málsins hjá lögreglu. Af hálfu ákæruvaldsins sótti málið Sigurður Hólmar Kristjánsson saksóknarfulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði , Indriði Ingimundarson , sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði greiði 210.000 króna sekt til ríkissjóðs en 16 daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Áréttuð er ævilöng svipting ökuréttar ákærða. Ákærði greiði 41.324 krónur í sakarkostnað. Halldór Halldórsson