Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 8. júní 2022 Mál nr. S - 2002/2022 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Júlí Karlsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Zbigniew Baranowski ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 26. apríl 2022, á hendur Zbigniew Baranowski, kt. [...] , [...] , Reykjavík, I. Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, föstudaginn 15. maí 2020, ekið bifreiðinni [...] við hús nr. [...] , þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. II. Fyrir umferðar - og fíkniefnalagabrot með því að hafa, mánudaginn 1. mars 2021, ekið bifreiðinni [...] óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhr ifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 205 ng/ml) um Hátún í Reykjavík, við hús nr. [...] , þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og haft í vörslum sínum 9,70 g af maríhúana, sem lögregla fann í tösku ákærða við leit í bifreiðinni [...] . Telst b rot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efn i nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 2 III. Fyrir þjófnað með því að hafa, laugardaginn 19. júní 2021, í félagi við þekktan aðila, í verslun [...] í Kringlunni, Reykjavík, stolið fatnaði samtals að söluverðmæti kr. 224.422, - . Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. IV. Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, laugardaginn 21. ágúst 2021, ekið bifreiðinni [...] Reykjavík, við Bíldshöfða, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. V. Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, laugardaginn 20. nóvember 2021, ekið bifreiðinni [...] Suðurlandsveg í Reykjavík, við Rauðhóla, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er kr afist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Krafist er upptöku á 9,70 g af maríhúana, sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 6 5/1974 og 2. mgr . 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði ve rið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegra málsvarnarlauna sér til handa. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum máls ins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. 3 Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 22. apríl 2022, var ákærða gert að greiða sekt með lögreglustjóras átt 20. f ebrúar 2019 meðal annars fyrir ölvunarakstur. Þá var ákærða gert að sæta fangelsi í 60 daga, skilorðsbundið til tveggja ára, með dómi Héraðsdómi Reykjavíkur 26. ágúst 2020 fyrir fíkniefnalagabrot. Brot ákærð a samkvæmt ákæru lið I. var frami ð áður en framangreindur dómur frá 26. ágúst 2020 var kveðinn upp og verður ákærð a því dæmdur hegningarauki nú, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með öðrum brot um hefur ákærð i rofið skilorð dómsins. Verður skilorðsbundin refsing dómsins því tekin u pp og ákærð a gerð refsing í einu lagi, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af sakarefni þessa máls , þess að ákærði hefur greiðlega játað sök fyrir dómi og ákvæðum 60., 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærð a hæfilega ákveðin fangelsi í 90 daga . Með hliðsjón af sakarferli ákærð a eru ekki efni til þess að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti í fimm ár frá birtingu dóms þessa að telja. Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk 9,70 g römm af maríhúana sem hald var lagt á við rannsókn málsins. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 95.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti , og 16 4.571 krónur í a nnan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Einar Laxness aðstoðarsaksóknari . Samúel Gunnarsson aðstoðarmaður dómara kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Zbigniew Baranowski , sæti fangel si í 90 daga . Ákærði er sviptur ökurétti í fimm ár frá birtingu dómsins að telja. Ákærði sæti upptöku á 9,70 g römmum af maríhúana . Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Stefán Karls Kristjánssonar lögmanns, 95.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti , og 164.571 krónur í annan sakarkostnað. Samúel Gunnarsson