Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 19. mars 2020 Mál nr. E - 3102/2019 : Ólafur Ingi Gunnarsson ( Guðjón Ólafur Jónsson lögmaður ) g egn íslenska ríkinu ( Ólafur Helgi Árnason lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var höfðað með stefnu birtri 27. júní 2019, var dómtekið 12. mars sl. Stefnandi er Ólafur Ingi Gunnarsson, til heimilis að [ --- ] , Reykjavík, en stefndu eru Bjarni Benediktsson, til heimilis að [ --- ] , Garðabæ, og Þórdís Kolbrún Reykfjör ð Gylfadóttir, [ --- ] , Kópavogi, f.h. íslenska ríkisins. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð 3.000.000 króna auk vaxta samkvæmt 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, frá 30. september 2014 til 27. júní 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi greiðslu málskostnaðar. Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað. Til vara krefst stefndi verulegrar lækkunar á dómkröfum og að í því tilviki verði málskostnaður felldur niður. I. Upphaf málsins má rekja til húsleitar lögreglu fimmtudaginn 25. september 2014 hjá þriðja aðila, A , en þar fann lögregla og lagði hald á mikið mag n fíkniefna og 390.000 krónur í reiðufé. Við leit í bifreið A fann lögreglan gulan minnismiða þar sem búið var að rita tvö farsímanúmer. Fyrst númerið [ --- ] sem stefnandi er skráður fyrir og [ --- ] og textann Í framhaldinu krafðist lögreglan úrskurðar héraðsdóms um að fjarskiptafyrirtæki veitti lögreglu upplýsingar um öll símtöl í og úr númerinu [ --- ] sem er eins og áður 2 segir símanúmer sem stefnandi er skráður fyrir. Var úrskurður þess efnis kveðinn upp 29. september 2014. Í skýrslutöku yfir, A , 30. september 2014, kom fram að hann hefði sótt 605.000 krónur hjá óþekktum aðila í Reykjavík og farið þaðan upp í Breiðholt þar sem hann hefði náð í fíkniefni í skiptum fyrir 200.000 kró nur. Í skýrslutökunni var A sérstaklega spurður um samskipti hans við eiganda númersins [ --- ] en A vildi ekki tjá sig um það. Í skýrslutökunni kom fram að A hefði sótt 605.000 krónur til aðila sem hann vildi ekki nefna á nafn en sá hefði búið innst í botnl angagötu í Reykjavík og passaði önnur lýsing hans á staðháttum við þá götu sem stefnandi bjó í á þessum tíma. Lögreglan fór í kjölfarið að þáverandi heimili stefnanda að [ --- ] í Reykjavík, innst í botnlangagötu, þar sem farið var í húsleit með samþykki st efnanda. Þar fann lögreglan og lagði hald á farsíma með númerinu [ --- ] . Var stefnandi handtekinn, grunaður um aðild að stórfelldu fíkniefnalagabroti, og hann færður á lögreglustöðina að Hverfisgötu. Í skýrslutöku yfir stefnanda 1 . október 2014 var hann m.a . spurður út í tengsl hans við [ --- ] og tiltekin símtöl en stefnandi neitaði aðild að málinu og ýmist svaraði spurningum lögreglu á þann hátt að hann myndi ekki atburði eða kysi að tjá sig ekki. Í framhaldi af skýrslutökunni fór lögreglan fram á gæsluvarð hald yfir stefnanda á grundvelli þess að rökstuddur grunur væri um aðild hans að fíkniefnainnflutningi og sölu og dreifingu fíkniefna. Var stefnandi færður fyrir dómara og með úrskurði sama dag var stefnanda gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 6. október 2014 og skyldi hann sæta einangrun. Var úrskurðurinn staðfestur með dómi Hæstaréttar 3. október 2014 í máli nr. 644/2014. Stefnandi var fluttur í fangelsið að Litla - Hrauni 2. október 2014 þar sem hann var í gæsluvarðhaldi í rúma tvo sólarhringa þar til hann var sóttur af lögreglu 4. október 2014 og fluttur til yfirheyrslu á lögreglustöðinni að Hverfisgötu. Voru svör stefnanda við spurningum lögreglu með sama hætti og áður. Var hann látinn laus að skýrslutöku lokinni um kl. 13:25. Málinu var vís að til ríkissaksóknara 31. ágúst 2015 en hann sendi lögreglu málið aftur til frekari rannsóknar og að henni lokinni, 5. október 2016, var málið sent til héraðssaksóknara til frekari meðferðar. Með bréfi héraðssaksóknara 19. janúar 2018 var stefnanda tilkyn nt um niðurfellingu málsins, sbr. 145. gr. laga nr. 88/2008, um 3 meðferð sakamála, að því er varðaði þátt stefnanda að málinu, en þrír aðrir höfðu þá réttarstöðu sakbornings í málinu. II . 1. Helstu málsástæður stefnanda. Stefnandi byggir á því að handtakan 3 0. september 2014 og eftirfarandi frelsissvipting hafi verið bersýnilega ólögmæt, sbr. 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, þar sem mælt sé fyrir um það að maður skuli eiga rétt til skaðabóta hafi hann verið sviptur frelsi að óse kju. Auk þess byggi stefnandi kröfu sína um bætur á 246. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, sem kveði á um hlutlæga bótaábyrgð ef sakamál er fellt niður þar sem maður er borinn sökum. Þá sé það enn fremur skilyrði að um hafi verið að ræða ráðstafan ir samkvæmt IX. XIV. kafla laganna, sbr. 2. mgr. 246. gr. sömu laga. Stefnandi hafi sætt aðgerðum í þágu rannsóknar á máli, sem síðar hafi verið fellt niður gagnvart honum. Ætti bótaréttur stefnanda því að vera nokkuð óumdeildur enda hafi hann ekki sýnt a f sér háttsemi sem ætti að leiða til lækkunar eða niðurfellingar bóta. Því beri stefndi skaðabótaábyrgð á hlutlægum grundvelli. Við ákvörðun bóta til stefnanda þurfi að líta til þess að ekkert tilefni hafi verið til handtöku hans og engin heimild hafi veri ð til frelsissviptingar auk þess sem hún hafi verið ónauðsynleg og staðið lengur en nauðsyn hafi borið til. Stefnandi tekur fram að þegar hann var handtekinn hafi lögreglan ekkert haldbært haft um ætlaðan þátt hans í umræddu broti. Hafi lögreglan byggt á upplýsingum sem fengnar hafi verið í kjölfar úrskurðar 29. september 2014, þar sem símafyrirtækjum hafi verið gert skylt að upplýsa lögreglu um það hvaða símanúmer hringt hefði verið í og úr númerinu [ --- ] . Ekki verði séð að lögreglan hafi nýtt sér umræddan úrskurð fyrr en 2. október 2014. Í lögregluskýrslu þeirri sem rituð hafi verið í tilefni af handtöku stefna nda [ --- ] tengist afhendingu á fjármunum og mögulega tengst með nokkrum hætti afhendingu á fjármunum til fíkniefnakaupa og því síður mög ulegri afhendingu fíkniefna. Stuttu eftir handtökuna 30. september 2014 hafi verið tekin skýrsla af öðrum sakborningi í málinu, A . Sá hafi ekki kannast við nafn stefnanda eða haft upplýsingar um hver væri eigandi númersins [ --- ] . Ekkert hafi komið fram í skýrslutökunni sem hafi bent 4 til hlutdeildar stefnanda í meintu broti og því síður að hann hafi verið tengdur brotinu sjálfu að öðru leyti. Stefnandi vísar til 90. gr. laga nr. 88/2008 , um meðferð sakamála, um heimild lögreglu til að handtaka mann ef röks tuddur grunur leikur á að hann hafi framið brot sem sætt geti ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg vegna tilgreindra skilyrða í a - c - liðum ákvæðisins. Að mati stefnanda hafi ekki verið fyrir hendi rökstuddur grunur um að hann hefði framið brot sem gæti sætt á kæru. Tildrög þess að stefnandi hafi verið flæktur í umrætt mál virðist mega rekja til þess að gulur minnismiði hafi fundist í húsleit í bifreið annars sakbornings í málinu en við húsleit hjá honum hafi fundist mikið magn af amfetamíni auk áhalda og 390.00 0 krónur í reiðufé. Á framangreindan minnismiða hafi verið búið að rita tvö farsímanúmer en annað þeirra hafi verið númer stefnanda. Þá hafi staðið á miðanum botnlangagata. Á þeim grundvelli virðist sem lögreglan hafi farið að heimili stefnanda, sem þá haf i átt heima í botnlangagötu, gert þar húsleit með leyfi stefnanda, og í kjölfarið handtekið stefnanda þegar farsími hans fannst. Að mati stefnanda sé útilokað að skilyrðið um rökstuddan grun hafi verið uppfyllt með því einu að farsímanúmer stefnanda hafi v erið ritað á gulan minnismiða í bifreið annars sakbornings og því að stefnandi hafi átt heima í botnlangagötu. Stefnandi tekur fram að þau meintu sönnunargögn sem lögregla hafi aflað meðan stefnandi sat í gæsluvarðhaldi hafi verið þess eðlis að stefnandi hefði aldrei haft möguleika á því að spilla þeim. Þess vegna hafi handtaka hans ekki uppfyllt skilyrði 1. mgr. 90. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, um að hún væri nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir að sönnunargögnum væri spillt. Að mati ste fnanda liggi fyrir að umrædd handtaka og frelsissvipting hafi verið ólögleg og óforsvaranleg enda hafi ekki verið uppi aðstæður sem hafi getað réttlætt hana. Þar sem stefnandi hafi verið samstarfsfús við lögreglu hefði verið nær að boða hann til skýrslutök u frekar en að handtaka hann til að taka af honum skýrslu. Hefðu þess konar vinnubrögð verið í samræmi við meðalhófsreglur 2. mgr. 13. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, 3. mgr. 53. gr. og 2. mgr. 93. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, og 12. gr. stjórn sýslulaga nr. 37/1993. Hafi greindar meðalhófsreglur allar verið þverbrotnar, og handtakan því verið ólögmæt. Stefnandi byggir einnig á því að frelsissviptingin hafi varað mun lengur en efni hafi staðið til. Ekkert tilefni hafi verið til að halda honum eftir fyrri yfirheyrsluna 30. 5 september 2014, enda hafi hann enga hugmynd haft um málið eða hver aðkoma hans að því hefði átt að vera. Stefnandi vísi til þess að klukkan 16:15 þann 1. október 2014, klukkutíma áður en stefnandi hafi verið færður fyrir dóm ara, hafi verið tekin skýrsla af öðrum sakborningi í málinu, B . Sá kvað stefnanda aldrei hafa geymt eða afhent peninga fyrir sig. Hafi því ekki verið uppi aðstæður sem hefðu getað réttlætt gæsluvarðhald yfir stefnanda, sbr. a - lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 8 8/2008, um meðferð sakamála, enda ekki fyrir hendi rökstuddur grunur. Þann 2. október 2014 klukkan 14:11 hafi framangreindur A verið færður aftur til skýrslutöku. Þar kvaðst hann hafa sótt peninga hjá þeim aðila sem hafi átt númerið [ --- ] , sem stefnandi ha fi verið skráður fyrir. Kvaðst hann einnig hafa tengst stefnanda í gegnum sakborninginn B . Þann 3. október 2014 hafi B verið færður til skýrslutöku. Hafi hann kosið að tjá sig ekki um málið. Þann 4. október 2014 hafi stefnandi svo verið sóttur í gæsluvarðhald og færður í annað sinn til skýrslutöku hjá lögreglu og að henni lokinni hafi honum verið tilkynnt að hann væri lau s úr gæsluvarðhaldi. Stefnandi byggi á því að ekki hafi verið uppi aðstæður sem hafi réttlætt gæsluvarðhaldsvist stefnanda, sbr. a - lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, enda hafi aldrei verið fyrir hendi rökstuddur grunur um að stefn andi væri sekur um brot sem gæti varðað fangelsisrefsingu. Þá sé að mati stefnanda ekki með nokkru móti unnt að sjá hvernig hann hafi átt að hafa áhrif á rannsókn málsins ef hann hefði verið frjáls ferða sinna. Þau rannsóknargögn sem lögregla hafi aflað vi ð rannsókn á aðild stefnanda hafi annars vegar verið skýrslutökur af öðrum sakborningum sem á þeim tíma sátu í gæsluvarðhaldi og hins vegar símagögn um samskipti milli aðila sem hafi átt sér stað nokkru áður. Það liggi í augum uppi að stefnandi hafi ekki g etað haft áhrif á framburð frelsissviptra manna. Þá hefði hann, eðli málsins samkvæmt, ekki getað gert fjarskiptafyrirtækjum að eyða gögnum um símtöl sín við þá menn. Loks byggi stefnandi á því að hann hafi ekki sýnt af sér háttsemi sem eigi að leiða til þess að bætur hans verði lækkaðar eða felldar niður, sbr. 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Stefnandi reisir kröfur sínar á því að hann hafi orðið fyrir miska vegna handtöku 30. september 2014 og frelsissviptingar í kjölfarið þar sem stefnanda hafi verið gert að sitja í einangrun. Framangreint sé verulega íþyngjandi inngrip í frelsi einstaklinga. Miski stefnanda felist í handtöku, gæsluvarðhaldsvist, óþægindum, þjáningum og 6 mannorðsmissi. Þá hafi stefnandi þurft að vera í einangrun al lan gæsluvarðhaldstímann sem hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir andlega líðan hans, enda hafi hún verið honum gríðarlega þungbær. Stefnandi vísi til þess að hann hafi m.a. misst úr námi meðan á gæsluvarðhaldsvistinni stóð og einnig eftir að henni lauk vegna þeirra afleiðinga sem gæsluvarðhaldið hafi haft fyrir andlega heilsu hans. Þá hafi stefnandi átt kærustu en því sambandi hafi lokið vegna frelsissviptingar stefnanda. Þá hafi liðið þrjú ár og þrír mánuðir þar til stefnandi fékk loks að vita að hann v æri laus allra mála hjá lögreglu og ákæruvaldi vegna þessa. Stefnandi telji að með hliðsjón af framangreindu hafi hann orðið fyrir miska í skilningi b - liðar 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sem stefnda beri að bæta. Geri stefnandi kröfu um 3.000.000 krón a í miskabætur. 2. Helstu málsástæður og lagarök stefnda Stefndi mótmælir málsástæðum stefnanda og tekur fram að tvö símanúmer hafi verið skráð á umræddan minnismiða sem hafi fundist við húsleit lögreglu þar sem meðal annars fannst mikið magn fíkniefna o g umbúðir til fíkniefnainnflutnings. Annað númerið ið. Eigandi þess númers hafi sett sig í samband við stefnanda í tengslum við afhendingu peninga og þar með hafi verið komin tenging stefnanda við mál sem var til rannsóknar. Þegar staðfest hafi verið að stefnandi væri eigandi símanúmersins [ --- ] hafi hann verið handtekinn á grundvelli almennu heimildarinnar í 1. mgr. 90. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Samkvæmt 1. mgr. 90. gr. laga nr. 88/2008 sé frumskilyrði handtökuheimildar að rökstuddur grunur leiki á að maður hafi framið brot sem sætt geti ákæru en ekki þurfi að liggja ljóst fyrir hvað nákvæmlega það sé sem hann hafi gerst sekur um eða hver þáttur hans sé í því broti sem sé til rannsóknar. Í því tilviki sem um ræðir hafi augljóslega verið fyrir hendi rökstuddur grunur um að stefnandi hefði f ramið brot sem sætt gæti ákæru. Hafi því skilyrði 1. mgr. 90. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, verið fyrir hendi og handtakan því lögmæt. Stefndi byggir á því að eðlilegt og nauðsynlegt hafi verið í þágu rannsóknar málsins, sem þá hafi verið á f rumstigi, að úrskurða stefnanda í gæsluvarðhald til að koma í veg fyrir að hann gæti spillt rannsókn málsins með því að koma undan munum eða hafa áhrif á samseka eða vitni. Rannsókn hafi verið haldið áfram með eðlilegum hætti þá daga 7 sem stefnandi hafi set ið í gæsluvarðhaldi en hann hafi verið látinn laus um leið og hans þáttur taldist upplýstur. Því séu engin efni til að fallast á að hann hafi verið sviptur frelsi lengur en nauðsyn hafi borið til. Málið hafi verið fellt niður gagnvart stefanda, eins og fr am hafi komið. Þannig sé skilyrði 1. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 uppfyllt. Þá komi til skoðunar hvort stefnandi eigi rétt til bóta á grundvelli 2. mgr. 246. gr. sömu laga, og ef svo er hvort fella megi þær niður eða lækka þær. Við handtöku stefnanda og úrskurð um gæsluvarðhald yfir honum hafi legið fyrir rökstuddur grunur um að stefnandi hefði framið brot sem sætt gæti ákæru og því hafi verið fyrir hendi skilyrði handtöku og gæsluvarðhalds. Hafi það orðið til þess að styrkja grunsemdir lögreglunnar. Legi ð hafi fyrir að stefnandi hafði átt í samskiptum við einn þeirra sakborninga sem síðar hafi verið ákærður, A . Komið hafi fram í skýrslutöku af A hjá lögreglu að samskipti þeirra hefðu átt sér stað í júlí 2014 og 20. september 2014, þegar stefnandi afhenti A 605.000 krónur og A sótti fíkniefnin í Breiðholt og afhenti þar 200.000 krónur. Hafi stefnandi engu að síður fullyrt að hann þekkti ekki A , sem hann hafði átt í miklum samskiptum við, og aðspurður sagðist hann ekki viss um hvort hann hefði afhent peninga na laugardaginn 20. september 2014. Framburður stefnanda hafi borið öll þess merki að hann hefði vitneskju um málið sem hann leyndi fyrir lögreglu. Þótt stefnanda hafi ekki verið skylt að svara spurningum um meinta refsiverða háttsemi hafi honum mátt vera ljóst mikilvægi þess að skýra greinilega og án undanbragða frá aðkomu sinni að málinu. Með því að neita að tjá sig um málavexti og sinn þátt í því hafi stefnandi stuðlað að aðgerðum lögreglu gegn sér. Því séu skilyrði fyrir hendi til að fella niður bætur a ð mati stefnda. III. Stefnandi hefur höfðað mál þetta á hendur stefnda til heimtu miska bóta fyrir ólögmæta handtöku og gæsluvarðhald að ósekju. Er krafan byggð á 246. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, b - lið 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrár Íslands og 5. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Samkvæmt 1. mgr. 2 46 . gr. laga nr. 88/2008 á maður sem hefur verið borinn sökum í sakamáli rétt til bóta ef mál hans hefur verið fellt niður eða hann verið sý knaður með endanlegum dómi án þess að það hafi verið gert vegna þess að hann var talinn ósakhæfur. Í 2. mgr. segir síðan að dæma skuli bætur vegna þvingunarráðstafana, þar 8 með talið gæsluvarðhalds, ef skilyrði 1. mgr. eru fyrir hendi. Þó má fella niður bæt ur eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á. Einnig er til þess að líta að réttur til skaðabóta vegna frelsissviptingar að ósekju er varinn af 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar og 5. mgr. 5. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Samkvæmt 1. mgr. 90. gr. laga nr. 88/2008 er lögreglu rétt að handtaka mann ef rökstuddur grunur leikur á að hann hafi framið brot sem sætt getur ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyri r áframhaldandi brot, til að tryggja návist hans eða öryggi hans eða annarra, ellegar til að koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum. Fram er komið að ástæður þess að stefnandi var handtekinn á heimili sínu hinn 30. september 2014 voru grunsemdir l ögreglu um aðild hans að stórfelldum fíkniefnainnflutningi og sölu og dreifingu fíkniefna. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 1. október 2014 var stefnanda gert að sæta gæsluvarðhaldi til 6. október 2014, á grundvelli rannsóknar hagsmuna með vísan til a - lið ar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 , og gert að sæta einangrun . Hæstiréttur Íslands staðfesti úrskurðinn 3. október 2014 í máli nr. 644/2014 og féllst á að skilyrði a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála , væru fyrir hendi . Rannsókn málsins laut að meintu broti gegn 173. gr. a í almennum hegningarlögum nr. 19/1940 og lauk málinu með niðurfellingu saksóknar, sbr. 145. gr. laga nr. 88/2008, hvað þátt stefnanda varðaði, sbr. bréf héraðssaksóknara dagsett 19. janúar 2018. Stefnan di á því rétt á bótum vegna framangreindra rannsóknaraðgerða, nema hann hafi valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á , sbr. 2. málsl. 2. mgr. 2 46. gr. laga nr. 88/2008. Fyrir liggur að frumrannsókn lögreglu leiddi í ljós að stefnand i var skráður fyrir símanúmerinu [ --- ] sem ritað var á minnismiða sem fannst við leit lögreglu í bifreið hjá öðrum sakborningi, A , en við húsleit hjá A hafði fundist mikið magn fíkniefna auk umbúða sem notaðar voru til að flytja efnin til landsins. Rannsók n lögreglu hafði einnig leitt í ljós að notandi símanúmersins [ --- ] gæti hafa tengst afhendingu fjármuna sem notaðir voru til að fjármagna kaup á efnunum sem fundust við húsleitina. Lögreglan hafi því farið að heimili stefnanda og gert þar húsleit með hans samþykki þar sem farsími fannst með númerinu [ --- ] . Að mati dómsins er ljóst að stefnandi svaraði ekki spurningum lögreglu greiðlega í skýrslutöku. Hann ýmist neitaði vitneskju um málið, 9 kvaðst ekki muna atburði eða neitaði að tjá sig þegar hann var m.a. spurður um tengsl sín við aðra sakborninga í málinu og samskipti við þá aðila úr númerinu [ --- ] , sem stefnandi var skrápur fyrir. Stefnandi var aftur yfirheyrður af lögreglu 4. október 2014. Af gögnum málsins er ljóst að framburður hans var á sömu leið o g áður, hann ýmist neitaði vitneskju um málið, kvaðst ekki muna atburði eða kaus að tjá sig ekki um það sem hann var spurður að. Fyrir liggur að á þeim tímapunkti taldist þáttur stefnanda upplýstur með framburði annarra sakborninga í málinu og var stefnand i því látinn laus að skýrslutöku lokinni. Það er staðreynd að stefnandi var skráður fyrir símanúmerinu [ --- ] , sem ritað var eins og áður sagði fannst við leit í bifreið sak bornings í fíkniefnamáli sem lögregla var með til rannsóknar. Frumrannsókn lögreglu hafði einnig leitt í ljós samskipti notanda númersins [ --- ] við aðra sakborninga í málinu. Með vísan til þess er fallist á með stefnda að stefnandi hafi á þeim tíma verið t engdur málinu og legið undir rökstuddum grun um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi og sölu og dreifingu fíkniefna. Var því fullt tilefni til að handtaka stefnanda 30. september 2014. Voru skilyrði 1. mgr. 90. gr. laga nr. 88/2008 því uppfyllt. Und andráttur stefnanda á svörum í skýrslugjöf lögreglu 1. október 2014 gaf að mati dómsins lögreglu tilefni til að rannsaka frekar þau atriði sem sneru að stefnanda, hugsanlega þátttöku hans í brotunum og krefjast gæsluvarðhalds yfir honum . Þegar meta skal hv ort skilyrði séu fyrir bótaskyldu stefnda vegna gæsluvarðhalds stefnanda verður ekki litið fram hjá því að stefnandi var ófús til að skýra frá og lýsa sínum þætti í málinu í öndverðu. Hann ýmist neitaði vitneskju um málið eða neitaði að tjá sig. Að því vir tu þykir stefnandi í upphafi hafa stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á. V erður því ekki fallist á það með stefnanda að hann eigi rétt á bótum fyrir gæsluvarðhald að ósekju. Þá verður ekki fallist á það með stefnanda að gæsluvarðhaldið hafi staðið lengur en nauðsyn bar til, eða að ekki hafi verið gætt meðalhófs við meðferð málsins, sbr. ákvæði 3. mgr. 53. gr. og 2. mgr. 93. gr. laga nr. 88/2008. Er til þess að líta að stefnandi var látinn laus 4. október 2014, um leið og lögregla taldi hans þátt að málinu upplýstan með framburði annarra sakborninga, en stefnandi hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 6. október 2014. Ber með vísan til þess a að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda í málinu. Rétt þykir að málskostnaður milli aðila fal li niður. 10 Stefnandi var veitt gjafsókn með bréfi dómsmálaráðherra dagsettu 5. mars 2019 . Gjafsóknarkostnaður stefnanda, greiðist því úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans sem þykir hæfilega ákveðin, 850.000 krónur . Af hálfu stefnan da flutti málið Hrafnkell Oddi Guðjónsson lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Ólafur Helgi Árnason lögmaður. Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af kröfum stefnanda, Ólafs Inga Gunnarssonar, í máli þessu. Málskostnaður milli aðila fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði , þar með talin þóknun lögmanns hans, Guðjóns Ólafs Jónssonar, að fjárhæð 850.000 krónur . Ragnheiður Snorradóttir