Héraðsdómur Reykjaness Dómur 20 . janúar 2023 Mál nr. E - 1247/2022 : Ólafur Grímur Björnsson ( Jón Örn Árnason lögmaður ) g egn Fabrik ehf . ( Sveinn Guðmundsson lögmaður ) Dómur Mál þetta var höfðað þann 23. júní 2022 og dómtekið að lokinni aðalmeðferð þann 25. nóvember 2022. Stefnandi er Ólafur Grímur Björnsson . Stefndi er Fabrik ehf. . Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að gre iða honum 2.069.547 krónur m eð vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8 . gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 1.569.547 krónum frá 7. júní 2021 til birtingardags stefnu , en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga af allri fjárhæðinni frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefs t hann málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst aðallega frávísunar málsins, til vara sýknu en að því frágengnu lækkunar á kröfu stefnanda. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnanda. I Mál þetta varðar málverkið eftir Louisu Matthíasdóttur sem stefnandi key p ti á málverkasýningu á Kjarvalstöðum árið 1974. Þremur árum eftir kaupin fól hann vini sínum, Magnúsi Á. Bjarnasyni, að varðveita málverkið á meðan stefnandi fór erlendis í framahaldsnám. Dvöl stefnanda erlend is mun hafa ílengst til ársins 1995 en óumdeilt er að málverkið var enn í vörslum Magnúsar sumarið 2016 er það var selt fyrir hans milligöngu á uppboði hjá stefnda í Gallerí Fold . Meðal gagna málsins er skráningarseðill Gallerí Foldar vegna verksins og að verkið hafi verið slegið á 1.800.000 krónur. Er uppboðsþóknun tilgreind 14% eða 252.000 krónur og skilaverð 1.548.000 krónur. Er seðillinn stimplaður um greiðslu Gallerí F oldar í heimabanka 7. júní 2016. 2 Óumdeilt er að Magnús Á. Bjarnason mun hafa millifært 1.548.000 krónur á bankareikning stefnanda skömmu eftir að hann tók við söluandvirði fyrrgreinds málverks. Aðilar deila hins vegar um það hvort stefnanda hafi verið kunn ugt um ástæður þess að Magnús millifærði á reikning hans umrædda fjárhæð. Stefnandi k veðst ekki hafa haft hugmynd um að um hafi verið að ræða greiðslu vegna sölu fyrrgreinds málverks. Það hafi verið fyrst árið 2018 sem hann fékk þær upplýsingar hjá viðskip tabanka sínum að millifærslan h efði verið merkt og þá orðið þess áskynja að Magnús hefði selt málverkið á uppboði hjá stefnda. Stefndi kveður stefnanda hins vegar hafa verið meðvitaðan um ástæður millifærslunnar enda hafi hann samþykkt sölu málver ksins fyrir sitt leyti . Af gögnum málsins verður ráðið að stefnandi hafi í ágúst 2018 farið ásamt bróður sínum, Steinbirni Björnssyni, á fund T ryggva P. Friðrikssonar, fyrrum fyrirs varsmanns stefnda , og óskað eftir upplýsingum um kaupanda verksins. Fékk h ann þá afhentan skráningar - og uppgjörsseðil þar sem fram kom að verkið hefði verið selt á uppboði 31. maí 2016 . Þá kom á seðlinum fram að eigandi verksins hefði verið skráður Magnús Á. Bjarnason. Af hálfu fyrirsvarsmannsins voru hins vegar e ngar upplýsingar veittar um nafn kaupanda verksins. Þáverandi lögmaður stefnanda mun í kjölfarið hafa sent Magnúsi bréf, dagsett 16. nóvember 2018, og óskað skýringa á sölu mál verksins. Með tölvubréfi Magnúsar til lögmannsins , dags ettu 9. desember 2018 , vo ru þær skýringar gefnar að salan á málverkinu h efði verið til þess að bæta lausafjárstöðu stefnanda. Í tölvubréfinu var vísað til meðfylgjandi tölvu bréfs Magnúsar til stefnanda frá 28. ágúst 2015 sem Magnús kvað sýna að stefnanda h efði verið kunnugt um þá fyrirætlan Magnúsar að selja myndina. Þar sem stefnandi hefði engar athugasemdir gert við efni tölvubréfsins hefði Magnús beðið fyrirsvarsmann Gallerí Foldar að selja myndina á uppboði í maí 2016. Hæsta mögulega verð hafi fengist fyrir myndina og Magnús la gt greiðsluna beint inn á bankareikning stefnanda. Þá h af i hann sömuleiðis póstlagt skilagrein, sem hefði borist frá Gallerí Fold, til stefnanda . Við þetta hefði stefnandi ekki gert neinar athugasemdir. Tilvitnað tölvubréf Magnúsar til stefn an da frá 28. á gúst 2015 er meðal gagna málsins áhuga á Lovísu, mjög erfitt verðmat sló á 1 - 2 millur uppboð. láttu mig vita hvort ég má ekki Fyrir neðan textann var annað tölvubréf frá 3 Magnúsi, sem virðist hafa verið skeytt við tölvubréfið til stefnanda, en það ber hvorki með sér dagsetningu né upplýsingar um viðtaka nda. Í því tölvubréfi óskaði Magnús eftir verðmati á verk í eigu stefnanda, m .a. hið umdeilda málverk, og kvað stefnanda eiganda verkanna. Með bréfi lögmanns stefnanda til stefnda , dagsettu 6. júní 2019, var ítrekuð krafa um upplýsingar um nafn kaupanda verksins. Þá var gerð krafa um 2.000.000 króna í miskabætur vegna ólögmætrar sölu á málverki stefnanda . Svar barst frá lögmanni stefnda með bréfi, dagsettu 20. j úní 2019. Kom þar fram að þegar myndverkið hefði verið selt hefði ekkert verið kannað sérstaklega hver væri eigandi þess enda hefði Gallerí Fold mátt líta svo á að vörsluaðili væri eigandi verksins. Sú vinnuregla væri ekki viðhöfð að kanna í hvert sinn eigendasögu verka nema eitthvað sérstakt kæm i upp á. Magnús Á. Bjarnason h efði verið tilg reindur eigandi málverksins án frekari athugasemda þar að lútandi . Fyrst t veimur árum eftir söluna hefði hann kynnt sig sem vörslumann verksins og útskýrt hvernig málum hefði verið háttað. Ekki væri unnt að draga stefnda ti l ábyrgðar vegna þessa . Lögmaður stefnanda sendi Magnúsi tölvubréf að nýju 26. ágúst 2020 og óskaði þá eftir upplýsingum um hvort Magnús hefði, er hann afhenti stefnda verkið á sínum tíma, kynnt sig sem umboðsmann eða eiganda þess. Í svarbréfi Magnúsar, dagsettu 7. september 2020 selja málverkið í ágúst 2015 en hann hefði áður sent Gallerí Fold tölvubréf með mynd af málverkinu og kynn t sig sem umboðsmann stefnanda. Stefnandi hefði aldrei svarað tölvubréfinu en miðað við fyrri reynslu af samskiptum þeirra hefði hann gengið út frá að stefnandi læsi bréfin. Magnús hefði talið víst að stefnandi þyrfti á peningum að halda og væri samþykkur sölunni. Þar sem ekkert hefði heyrst frá honum í maí 2016 hefði hann farið með myndina til skráningar hjá Gallerí Fold. Kvaðst Magnús í bréfinu ekki muna hvernig það kom til að hann hefði verið skráður eigandi en það væri augljóslega rangt þar sem Magnús v æri ekki eigandi verksins og hefði engan hag haft af sölunni. Uppboðsandvirðið hefði gengið að öllu leyti til stefnanda en hann hefði ekkert heyrt frá honum í langan tíma eftir það. Stefnandi hefði svo spurt hann hvaða peningar þetta væru og Magnús greint honum frá því án þess að stefnandi hefði gert frekari athugasemdir. Honum þætti þetta miður og langaði að biðja stefnanda afsökunar á þessum mistökum sínum. 4 Með beiðni, dagsettri 10. janúar 2020, fór stefnandi þess á leit við Héraðsdóm Reykjaness að Trygg vi Páll Friðriksson , forsvarsmaður Gallerí Foldar, upplýsti fyrir dómi hver kaupandi verksins hefði verið. Mun Tryggvi hafa verið boðaður fyrir dóm til þess að bera vitni um framangreint 17. mars 2020 en vegna andláts hans varð ekki af þeirri skýrslutöku. Samstarfsmaður Tryggva , Jóhann Ágúst Hansen, var þá kvaddur fyrir dóm í því skyni að veita um ræddar upplýsingar og upplýsti han n um nafn kaupanda verksins fyrir dómi 15. júní 2020. Í kjölfar þess mun stefnandi hafa sett sig í samband við kaupanda mál verksi ns og urðu viðræður þeirra til þess að gerður var samningur þeirra á milli í maí 202 1 um að stefnandi keypti málverkið á 5 .000.000 króna. Eftir að stefnandi eignaðist fyrrgreint málverk að nýju gerði hann kröfu á hendur stefnda og fyrrgreindum Magnúsi um bætur vegna tjóns í kjölfar þess að málverkið var selt án heimildar. Er óumdeilt að sættir tókust milli stefnanda og Magnúsar og lyktaði ágreiningi þeirra á þá leið að Magnús greiddi stefnanda 2.500.000 krónur í bætur vegna málsins. Stefndi mun hins vegar hafa hafnað bótaskyldu. II Málsástæður stefnanda Stefnandi reisir kröfu r sína á því að stefnda beri að bæta honum það tjón sem hann hafi orðið fyrir við að endurheimta málverk ið sem stefndi seldi á uppboði án heimildar. Fyrir liggi að Magnú s Á. Bjarnason hafi gert fyrirsvarsmönnum stefnda grein fyrir því að stefnandi væri eigandi málverksins og kynnt sig sem umboðs - og vörslumann verksins áður en það var selt . Stefndi hafi ekki óskað eftir skriflegu umboði en af óútskýrðum ástæðum skráð Magn ús eiganda verksins á skráningarseð li þess . Umræddur skráningarseðill hafi ekki verið u ndirritaður, en ljóst sé að undirritun sé ætlað að staðfesta að upplýsinga r á skráningarseðli séu réttar og að um réttan eiganda verks sé að ræða eða umboðsmann á hans v egum. Stefndi hafi verið í leyfisskyldri starfsemi samkvæmt lögum nr. 28/1998 um verslunaratvinnnu, sbr. V. kafla laganna um frjáls uppboð. Í þágildandi 8. gr. laganna hafi komið fram að sá sem t æki við lausafé til sölu sk yldi skrá það. Starfsemi stefnda hafi þurft að vera í samræmi við 10. gr. laganna og því hafi sú skylda hvílt á stefnda að sýna fyllstu aðgát við sölu lausafjármuna. Samkvæmt ákvæðinu hafi leyfishafi í sumum tilvikum þurft að krefja seljanda um persónuskilríki og hafi stefnda borið að lei ta eftir staðfestingu á að vörslumaður umrædds málverks hefði rétt eða umboð til þess að selja það . 5 Stefndi gefi sig út fyrir vönduð vinnubrögð sem virðulegt uppboðshús. Aðkoma hans að sölunni hafi hins vegar ekki verið fagleg . Frágangur skjala beri þanni g með sér að fyrirsvarsmenn félagsins hafi sig litlu látið varða hvort vörslumaður verksins hefði nægilegt umboð til sölunnar og þess í stað skráð rangan eiganda í gögnum uppboðshússins. Stefnandi hafi í trekað óskað eftir afriti af undirrituðum skráningars eðli en hann liggi hins vegar ekki fyrir og staðfesti það hin ófullnægjandi vinnubrögð. Sú fullyrðing stefnda , að Magnús Á. Bjarnason hafi kynnt sig sem eiganda verksins , fái ekki staðist. Þar sem málverkið hafi verið selt á uppboði hafi stefnandi átt erfiðara um vik að endurheimta það að nýju. Háttsemi stefnda hafi og aukið á tjón stefnanda þar sem hann hafi ekki fengið upplýsingar um kaupanda verksins fyrr en þeirra upplýsinga hafi verið a flað fyrir dómi. Háttsemi stefnda hafi bæði verið ólögmæt og saknæm. Þá hafi hún leitt til tjóns fyrir stefnanda. Tjónið sem rekja megi til stefnda sé 952.000 krónur, þ.e. þær 5.000.000 króna sem greiddar hafi verið fyrir málver k ið að frádregnum 1.548.000 krónum sem stefnandi hafi fengið g reitt á bankareikning sinn árið 2016 og þeim 2.500.000 krónum sem Magnús hafi greitt honum í sáttagreiðslu í mars 2022. Við fyrrgreinda fjárhæð bætist lögmannskostnaður að fjárhæð 1.417.500 króna sem hafi fallið til við að hafa uppi á málverkinu auk 321.594 króna vegna lögmannskostnaðar við að endurheimta verkið. Óbætt fjártjón stefnanda sé því 2.691.094 krónur . Fyrir liggi að málverk stefnanda hafi verið slegið á 1.800.000 krónur á uppboði. Af þeirri fjárhæð hafi stefndi dregið 252.000 krónur sem söluþóknun auk þess sem kaupandi verksins hafi greitt 20% uppboðsgjald ásamt höfundarréttargjaldi. Stefnandi hafi ekki fengið sundurliðaðar fjárhæðir frá stefnda en s korað sé á stefnda að leggja fram gögn sem varð i uppgjörið gagnv art kaupanda. Verði stefndi ekki við því verði að leggja til grundvallar að kaupandi hafi greitt um 110.850 krónur í höfundarréttargjald, 360.000 krónur í uppboðsgjald til stefnda og 86.400 krónur í virðisaukaskatt af þeirri þóknun. Samtals hafi kaupandi þ ví greitt um 446.400 krónur til viðbótar við þær 1.800.000 krónur sem slegið uppboðsverð hafi verið eða um 2.246.400 krónur. Ljóst sé að kaupandinn hafi alltaf átt rétt á að fá þá fjárhæð endurgreidda þegar hún skilaði málverkinu. Mismunur á þeirri fjárhæð sem kaupandi hafi greitt og því sem skilað hafi verið til stefnanda af kaupverðinu sé 698.400 krónur (2.246.400 1.548.000 = 698.400). Af þeirri fjárhæð hafi runnið 612.000 krónur (360.000 + 252.000) beint til stefnda sem þóknun. Stefnandi geri kröfu um að stefndi bæti beint fjárhagslegt tjón sem rakið verði til þóknunar stefnda og 6 gjalda sem leggist á vegna uppboðsins. Þá geri stefnandi kröfu um bætur vegna ófjárhagslegs tjóns, en hann hafi verið sviptur eign sinni án þess að hafa haft það ákvörðunarvald sem eignarétti fylgir. Stefnandi hafi ekki ráðið því hvort verkið v æri selt og þá fyrir hvaða verð. Þá hafi ekki verið óskað eftir undirritun á skráningarseðil og þannig aflað staðfestingar á heimild stefnanda til ráðstöfunar á verkinu . Loks hafi s tefndi ekki aðstoðað stefnanda við að endurheimta verkið heldur þvert á móti neitað að veita upplýsingar um kaupanda með þeim afleiðingum að endurheimt reyndist erfiðari. Um nánari sundurliðun krafna sinna vísar stefnandi til þess að l ögmannskostnaður við að end urheimta málverkið hafi samkvæmt áðurgreindu numið 1.739.094 krónum og geri stefnandi kröfu um að stefndi beri helming þess kostnaðar, ekki síst vegna tregðu hans við að aðstoða stefnanda við að endurheimta verkið. Sé því gerð krafa um bætur sem nemi helmi ngi lögmannskostnaðar sem fallið hafi til áður en dómsmálið var höfðað eða 869.547 krónur auk 700.000 krón a vegna fjárhagslegs tjóns sem rakið verði til stefnda. Loks sé gerð krafa um 500.000 krónur í miskabætur. Beri stefnda samkvæmt þessu að greiða stefn anda 2.069.547 krónur vegna þess tjóns sem rakið verði til stefnda vegna saknæmrar og ólögmætrar háttsemi félagsins. Um lagarök vísar stefnandi til meginreglu skaðabótaréttar, einkum sakarreglunnar, auk meginreglna samninga - , kröfu - og neytendakauparéttar . Þá vísar stefnandi til laga nr. 28/1998 um verslunaratvinnu sem voru í gildi árið 2016. Málsástæður stefnda Kröfu sína um frávísun reisir stefndi á því að kröfugerð stefnanda sé svo vanreifuð og óljós að á hana verði ekki lagður dómur, sbr. d. lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Aðild stefnda sé að sama skapi órökstudd og óskýrð. Loks sé ekki fullnægt e. l ið 80. g r. fyrrgreindra laga um skýrleika málsástæðna og samhengi þeirra. Stefnandi far i um víðan völl í kröfugerð sinni og erfitt sé að staðreyna á hvaða grundvelli málið sé sótt. Stefnandi geri auk þess kröfu um greiðslu skaðabóta úr hendi stefnda vegna ófjárhagslegs tjóns sem stefnandi telji sig hafa orðið fyrir en ekki verði með nokkru m óti ráðið af stefnu hvernig sú fjárhæð sem gerð sé krafa um sé fundin út auk þess sem lagatilvísanir skorti. Sýknukröfu sína reisir stefndi í fyrsta lagi á aðildarskorti. Með öllu sé óljóst með hvaða hætti stefndi geti borið ábyrgð á háttsemi sem þriðji a ðili, Magnús Á. Bjarnason, hafi valdið. Stefnandi byggi rétt sinn á sölu á umræddu málverki en engin gögn liggi fyrir um samningssamband hans við stefnda. Um hafi verið að ræða samningssamband milli stefnanda og Magnúsar sem eigi sér langa sögu og stefndi hafi ekki komið að. Þar sem 7 ekkert réttarsamband sé milli aðila beri að sýkna stefnda vegna aðildarskorts, sbr. 2. m gr. 16. g r. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í öðru lagi byggir stefndi sýknukröfu sína á því að skilyrði skaðabóta séu ekki uppfyllt í málinu. Sala á málverkinu hafi farið fram í samræmi við venju í viðskiptum af þessu tagi enda hafi stefndi mátt líta svo á að vörsluaðili væri eigandi verksins. Sú vinnuregla sé ekki viðhöfð að kanna sérstaklega eigendasögu verka nema eitthvað sérstakt komi upp á, svo sem þegar um mögulega fölsun sé að ræða. Við skráningu verksins hafi Magnús Bjarnason tilgreint sig eiganda myndarinnar án frekari athugasemda af hans hálfu. Ekkert liggi fyrir um að hann hafi kynnt sig sem vörslumann eða umboðsmann stefnan da. Því sé þeim málsástæðum, að 10. g r. þágildandi laga nr. 28/1998 hafi gert þá kröfu til stefnda að leita eftir staðfestingu á að vörslumaður málverksins hefði rétt til að selja verkið, hafnað enda hafi ekkert við skráningu þess leitt í ljós að Magnús væ ri ekki eigandi. Hið rétta hafi síðan komið í ljós rúmum tveimur árum eftir söluna á verkinu, eða 2. á gúst 2018 er Magnús hafi fyrst kynnt sig sem vörslumann málverksins og útskýrt hvernig málum hafi verið háttað. Þær fullyrðingar, að Magnús Bjarnason hafi tilgreint stefnanda raunverulegan eiganda í tölvupósti til stefnda 28. ágúst 2015, séu rangar. Sá tölvupóstur finnist hvergi í gagnagrunni stefnda auk þess sem ekki verði betur séð á póstinum sem stefnandi hafi lagt fram en að viðkomandi töl v upósti hafi v erið skeytt saman við raunverulega tölvupóstinn sem sendur hafi verið þann dag þar sem engar eigendaupplýsingar hafi komið fram. Það dómskjal sýni einnig glögglega að viðkomandi tölvupóstur hafi einungis verið sendur á netfangið ogb@hi.is sem sé í eigu ste fnanda en ekki stefnda. Ljóst sé því að stefndi hafi engar upplýsingar haft um að stefnandi væri raunverulegur eigandi málverksins fyrir sölu þess. Samkvæmt framansögðu sé því hafnað að stefndi hafi bakað sér bótaábyrgð enda hvorki um saknæma né ólögmæta háttsemi af hans hálfu að ræða í málinu. Þá verði ekki séð að hvaða leyti háttsemi stefnda hafi leitt til tjóns fyrir stefnanda og því sé áskilnaður almennra reglna skaðabótaréttar um orsakatengsl ekki uppfylltur. Það tjón sem stefnandi vilji meina að hann hafi orðið megi rekja til samskiptaleysis hans við vin sinn, Magnús Bjarnason og hafi ekkert með stefnda að gera. Stefndi byggir einnig á að fjárkrafan sem stefnandi byggi bótakröfu sína á sé óskiljanleg. Athugunarvert sé að stefnandi haldi því fram að hann hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni þegar fyrir liggi að hann hafi fengið söluandvirðið lagt inn á sig. Þ eim aðstæðu m sem sköpuðust í kjölfarið og leiddu til þess að stefnandi greiddi 5.000.000 8 króna fyrir málverkið geti stefndi ekki borið ábyrgð á. Þ á verði að líta til þess, varðandi þá háttsemi fyrirsvarsmanns stefnda að veita ekki upplýsingar um kaupanda verksins, að hann hafi verið í góðri trú um að um væri að ræða persónuupplýsingar sem stefndi gat ekki veitt án heimildar. Ekkert sé hæft í því að stefndi hafi með þessu bakað stefnanda bótaábyrgð auk þess sem miskabótakrafa stefnanda sé að þessu leyti bæði óljós og vanreifuð. Loks sé krafa um lögmannskostnað vegna málsins vanreifuð. Auk framangreinds byggir stefndi á því að stefnandi hafi sýnt af s ér verulegt tómlæti við meðferð meintrar skaðabótakröfu á hendur stefnda og af þeim sökum sé hún fallin niður, sbr. meginreglu kröfuréttar um tómlæti og lög nr. 50/2000 um lausafjárkaup. Reglan um tómlæti skírskoti m.a. til 32. gr. laganna, en þar komi fra m að kaupandi glati rétti til að bera fyrir sig galla tilkynni hann ekki seljanda um það án ástæðulauss dráttar frá því að hann varð galla var eða mátti verða hans var. Í 2. mgr. sömu greinar segi að kaupandi geti ekki borið galla fyrir sig leggi hann ekki fram kvörtun innan tveggja ára frá því að hann veitti söluhlut viðtöku. Hafi stefndi talið sig eiga kröfu á hendur stefnda hafi honum verið í lófa lagið að hafa uppi kröfu á hendur honum strax eftir sölu verksins. Stefnandi hafi hins vegar kosið að gera þ að ekki fyrr en rúmlega tveimur árum síðan og bendi það til þess að mati stefnda að hann hafi ekki talið sig geta byggt rétt á hendur stefnda. Verði ekki fallist á framangreindar málsástæður byggir stefndi á því að stefnandi hafi í öllu falli fyrirgert sé r öllum rétti með fyrirvaralausu samkomulagi við Magnús Bjarnason um bætur vegna málsins. Loks bendir stefndi á að lög nr. 28/1998 um verslunaratvinnu hafi verið felld úr gildi 19. apríl 2021 og geti þau því ekki haft réttaráhrif í málinu. Auk þess falli s tarfsemi stefnda ekki undir lögin. Um lagarök vísar stefndi til 2. m gr. 16. o g 80. g r. laga nr. 91/1991 laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup, meginreglna kröfuréttar og almennra reglna skaðabótaréttar. III Í máli þessu krefst stefnandi bóta úr hendi stefnda vegna sölu á málverki sem var í eigu stefnanda en þriðji maður, Magnús Á. Bjarnason , hafði milligöngu um að koma í sölu á uppboði á vegum stefnda. Reistir stefnandi kröfur sínar á því að stefndi hafi vanrækt að leita heimildar eiganda málverksins til sölu nnar og ekki starfað í samræmi við fagleg viðmið sem viðurkennt uppboðshús er hann tók við málverkinu . Stefndi byggir hins vegar á því að fyrrgreindur Magnús hafi haft verkið í sínum vörslum og kynnt sig sem eiganda þess. Sala verksins hafi farið fram í samræmi við venju í viðskiptum af 9 þessum toga og hafi stefndi með réttu mátt líta svo á að Magnús væri réttur eigandi verksins. Hafi því ekki verið um ólögmæta eða saknæma háttsemi að ræða af hálf u stefnda. Frávísunarkröfu sína byggir stefndi á því að kröfugerð og málsástæður stefnanda sé svo óskýrar og vanreifaðar að á málið verði ekki lagður dómur , sbr. d. og e. lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Þá sé aðild stefnda órökstudd og óskýrð. Erfit t sé að staðreyna á hvaða grundvelli málið sé sótt auk þess sem hvorki verði ráðið af stefnu hvernig meint ófjárhagslegt tjón stefnda sé fundið út né á hvaða lagagrundvelli krafan sé reist. Af stefnu og gögnum sem lögð voru fram við þingfestingu málsins í héraði verður ráðið hverjar málsástæður sóknaraðila séu sem og sá grundvöllur sem málsóknin byggist á, þótt málatilbúnaður hans sé ekki svo ítarlegur og skýr sem skyldi. Þá er gerð grein fyrir því með hverjum hætti stefnandi telur sig hafa orðið fyrir tjó ni og í hverju það sé fólgið að því er varðar bæði fjárhags - og ófjárhagslegt tjón. Varnaraðili tók til efnisvarna og verður ekki séð að framangreindur óskýrleiki í málatilbúnaði hafi gert honum erfitt um vik í þeim efnum, heldur má ráða af greinargerð han s að ótvírætt sé hvert sakarefni málsins sé og hvaða vörnum hann telur sig þurfa að tefla fram. Hvað varðar aðild stefnda að málinu skal á að bent að í stefnu er gert grein fyrir því á hvaða grundvelli kröfur beinast að stefnda , ástæðum þess að höfð er upp i krafa á hendur honum og því hvaða aðkomu stefnandi telur stefnda hafa haft að hinni meintu skaðabótaskyldu háttsemi. Er og ljóst að varnir stefnda hafa tekið mið af þessu og verður ekki annað ráðið en að hann viðurkenni aðkomu stefnda að málinu þótt hafn að sé bótaskyldu. Verður frávísunarkröfu stefnda af þessum sökum hafnað. Stefndi reisir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að hann geti ekki verið réttur aðili að málinu. Ekkert samningssamband hafi verið milli stefnanda og stefnda enda varði málið einun gis háttsemi Magnúsar Á. Bjarnasonar og það hvort hann hafi farið út fyrir umboð sitt sem vörslumaður hins umdeilda málverks. Svo sem fyrr greinir er málatilbúnaður stefnanda á því reistur að stefndi hafi sem uppboðshaldari haft milligöngu um sölu á málver ki í eigu stefnanda án hans leyfis. Stefndi hafi þannig ekki sýnt nægilega varkárni og aðgát við sölu verksins og vanrækt að leita eftir staðfestingu á heimild eiganda þess til sölunnar. Þótt stefnandi hafi sem fyrr segir talið sig eiga kröfu á hendur Magnúsi Á. Bjarnasyni vegna meintrar óheimillar sölu málverksins girðir það ekki fyrir að stefnandi beini einnig kröfu m á hendur stefnda á þeim sjálfstæða bótagrundvelli sem að framan er lýst . Óumdeilt er að stefndi tók við verkinu, seldi það á uppboði og þáði 10 uppboðsþóknun vegna sölunnar. Með vísan til þessa, og þar sem málatilbúnaður stefnda er að öllu leyti reistur á þeirri aðkomu stefnda er áður greinir, verður hafnað kröfu um sýknu vegna aðildarskorts, sbr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála . Kemur þá til skoðunar hvort stefnandi eigi rétt til bóta úr hendi stefnda vegna ólögmætrar og saknæmrar háttsemi við sölu fyrrgreinds málverks sumarið 2016. Þegar atvik þau sem stefnandi telur stefnda bera ábyrgð á áttu sér stað voru í gildi lög nr. 29/ 1998 um verslunaratvinnu , en lög þessi giltu um starfsemi stefnda sem uppboðshús sem seldi notaða lausafjármuni, sbr. 1. og 20. gr. laganna. Í 8. gr. laganna var kveðið á um að skrá skyldi og verðmerkja notaða lausafjármuni sem veitt var móttaka til endurs ölu eða umboðssölu. Þá var mælt fyrir um það í 10. g r. laganna að sá sem ræki verslun samkvæmt ákvæðum kaflans skyldi jafnan sýna fyllstu aðgát við kaup og sölu notaðra lausafjármuna. Í niðurlagi síðarnefndu greinarinnar sagði einnig að verslunarrekandi sk yldi krefja seljanda um persónuskilríki teldi hann ástæðu til. Í lögunum var hvorki a ð finna frekari fyrirmæli um skráningu móttekinna verka né nánari viðmið varðandi það hvenær ástæða væri til að krefja seljanda lausafjármunar um persónuskilríki. Í 2. mgr . 14. gr. laganna, sem var hluti af IV. kafla laganna sem fjallaði um sölu notaðra ökutækja sérstaklega , var hins vegar að finna fyrirmæli um að með gögnum sem bifreiðasali skyldi afla í tengslum við sölu notaðs ökutækis skyldi fylgja vottorð úr ökutækjask rá sem sýndi ótvírætt að seljandi væri eigandi þess ökutækis sem selt væri eða hefði umboð til sölunnar. Þar sem engin slík fyrirmæli var að finna í lögunum varðandi sölu annarra notaðra lausafjármuna verður að mati dómsins að draga þá ályktun að slíkar rí kari kröfur um staðfestingu á eignarheimild hafi ekki verið gerðar í slíkum tilvikum. Gilti þá hin almenna meginregla að líkur standi til að sá, sem hefur lausafjármuni í vörslum sínum og fer með þá eins og þeir tilheyri sér, sé jafnframt eigandi þeirra, s br. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands 9. nóvember 2017 (716/2016). Stefndi mátti þannig treysta því að Magnús Á. Bjarnason væri eigandi viðkomandi málverks á meðan hann kynnti sig ekki með öðrum hætti eða önnur atriði gáfu stefnda tilefni til að krefj a hann um persónuskilríki, sbr. fyrrnefnda 10. gr. laga nr. 29/1998. Óumdeilt er með aðilum að umrætt málverk stefnanda var í vörslum Magnús ar Á. Bjarnason ar áður en það var selt á uppboði á vegum stefnda í júní 2016. Liggur og fyrir að Magnús hafði milligöngu um söluna, afhenti verkið og tók við greiðslu úr hendi stefnda. Í samræmi við framangreint verður að miða við að stefndi hafi , ef sérstakt tilefni gafst ekki til annars, mátt reikna með að Magnús væri eigandi verksins á þeim tíma sem 11 hann afhenti verkið stefnda til uppboðssölu . Stefnandi byggir hins vegar á því að stefndi hafi vitað að verkið væri ekki í eigu Magnúsar. Vísar stefnandi í þeim ef num annars vegar til tölvubréfs Magnús ar frá árinu 2015 til ótilgreinds viðtakanda , þar sem óskað var eftir verðmati á umrætt verk og tekið fram að stefnandi væri eigandi verksins , og hins vegar tölvubréfs Magnúsar til lögmanns stefnanda árið 2020 þar sem hann baðst afsökunar á því að hafa selt verkið og kvaðst hafa upplýst stefnda um réttan eiganda þe ss . Stefndi mótmælir því hins vegar að stefnda hafi borist tölvubréf þar sem upplýst var um eiganda verksins og kveður slíkt bréf hvergi finnast í gagnagrunni stefnda. Fyrrnefnda tölvubréfið sem stefnandi vísar til er því marki brennt að í því er hvorki a ð finna upplýsingar um viðtakanda bréfsins né hvenær það var sent. Sv o sem greinir í kafla I. hér að framan var tölvubréfinu skeytt við annað tölvubréf Magnúsar til stefnanda, dagsett s 28. ágúst 2015, þar sem hann ræddi hugmyndir sínar um sölu verksins, án þess að nokkuð verði ráðið nánar um viðtakanda, tilefni og dagsetningu hins viðskeytta skeytis . Verður umræ tt tölvubréf, sem miða verður við að hafi verið sent fyrir 28. ágúst 2015 eða a.m.k. tæpu ári áður en stefndi tók við málverki stefnanda til sölu , e kki talið fullnægjandi sönnun þess að stefndi hafi selt verkið gegn betri vitund um eignarrétt stefnanda að verkinu. Síðarnefnda tölvubréfið sem stefnandi vísar til, þ.e. tölvubréf Magnúsar til lögmanns stefnanda frá 7. september 2020 þar sem hann lýsti þv í að hann hefði upplýst stefnda um eignarhald á verkinu, getur engu breytt um framangreint, en í þeim efnum nægir að nefna að tölvubréfið var ritað um fjórum árum eftir að sala verksins átti sér stað og í tilefni af því að Magnús útskýrði sína hlið málsins og bað stefnanda afsökunar. Þar sem ekki nýtur við frekari gagna um aðdraganda umræddrar sölu eða samskipti Magnúsar við stefnda er að mati dómsins ósannað að stefnda hafi verið ljóst að Magnús væri ekki eigandi umrædds málverks. Var honum því rétt að líta svo á að Ma gnús, sem var vörslumaður verksins á greindum tíma, hefði forræði á sölu þess. Breytir engu í þessum efnum sú málsástæða stefnanda, að stefndi hafi vanrækt að skrá fyrirtæki sitt eða sækja um leyfi til uppboðshalds samkvæmt lögum nr. 29/199 8, en í þeim efnum er til þess að líta að stefnandi hefur með engum hætti sýnt eða leitast við að rökstyðja hvernig sú meinta vanræksla kunni að hafa leitt til tjóns hans vegna sölu fyrrgreinds málverks. Verður stefndi samkvæmt framangreindu sýknaður af kröfu stefnanda um bætur vegna ætlaðrar ólögmætrar háttsemi við sölu verksins. Á hinn bóginn þykir verða að 12 fallast á það með stefn an da að stefnda hefði verið rétt, í samræmi við skyldur þær er á honum hvíldu eftir fyrrgreindum ákvæðum 8. og 10 . gr. laga nr. 28/1998 , og hina almennu reglu um eigandi munar hafi einn heimild til ráðstöfunar hans, að veita stefnanda upplýsingar um kaupanda verksins eftir að stefndi varð þess áskynja að hann hefði heimildarlaust haft milligöngu um sölu á verki í han s eigu. Það gerði stefn di hins vegar ekki heldur þvert á móti neitaði að veita stefnanda upplýsingar nar , sem honum voru þó nauðsynlegar til þess að gæta réttar síns, allt þar til stefnandi krafðist þess fyrir dómi að starfsmaður stefnda upplýsti um nafn ka upandans. Þá hafði stefnandi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna lögmannsaðstoðar sem telja má víst að hefði orðið minni ef stefndi hefði á fyrri stigum veitt honum umbeðnar upplýsingar. Með vísan til þessa verður tekin til greina krafa stefnanda vegna tj óns af þessum sökum sem rétt þykir að dæma að álitum 3 00.000 krónur . Er í þeim efnum til þess að líta að stefndi hefur ekki leitast við að sýna fram á eða rökstyðja að honum hafi þrátt fyrir allt framangreint mátt vera í góðri trú um að honum hafi verið óh eimilt að veita upplýsingarnar vegna ákvæða laga nr. 90 /20 18 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Liggur raunar fyrir að starfsmaður stefnda veitti upplýsingarnar um leið og þess var krafist fyrir dómi án þess að reynt hafi verið að koma við nokk rum vörnum byggðum á fyrrgreindum lögum. Loks verður ekki séð að stefnandi hafi sýnt af sér tómlæti við að halda til haga kröfu sinni á hendur stefnda vegna þessa tjóns. Samkvæmt öllu framangreindu verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 3 00.000 kró nur með vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði . Eftir atvikum málsins og með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður málskostnaður milli aðila felldur niður. Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan að gættu ákvæði 115. g r. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómso r ð: Frávísunarkröfu stefnda er hafnað. Stefndi, Fabrik ehf. greiði stefnanda, Ólafi Grími Björnssyni, 3 00.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2011 um vexti og verðtryggingu frá 5. nóvember 2018 til 23. júní 2022, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. 13 Halldóra Þorsteinsdótti r Rétt endurrit staðfestir Héraðsdómur Reykjaness 20.01.2023