Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 4 . júlí 2019 Mál nr. S - 73/2019 : Héraðssaksóknari Friðrik Smári Björgvinsson g egn Andri Leó Teitsson Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 14. maí sl., var höfðað með ákæru Héraðssaksóknara, dagsettri 14. mars 2019, á hendur Andra Leó Teitssyni, [...] , eftirgreind brot framin aðfaranótt 21. mars 2018 á Sjúkrahúsinu á Akureyri við Eyrarlandsveg á Akureyri: 1. Fy rir húsbrot og eignaspjöll, með því að hafa brotið rúðu í kjallara á vesturhlið hússins og ruðst þar í gegn heimildarlaust inn í húsið, unnið spjöll á stól í móttökusal, brotið rúðu í glugga á vesturhlið í vaktherbergi fæðingardeildar og skemmt þar tölvusk já. Telst þetta varð við 231. gr. og 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Fyrir valdstjórnarbrot og tilraun til ráns, með því að hafa ítrekað hótað A og B , sem báðar voru við störf sem ljósmæður, að stinga þær með sprautunál, sem hann hélt á og sagði bera HIV - smit, ef þær létu hann ekki hafa morfín úr lyfjabirgðum sjúkrahússins. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. og 252. gr. sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og g reiðslu alls sakarkostnaðar. Í málinu var gerð bótakrafa frá Sjúkrahúsinu á Akureyri. Ákærði greiddi þá kröfu áður en málið var dómtekið og var hún felld niður. Ákærði krefst þess að honum verði gerð svo væg refsing sem lög leyfa og að hún verði skilorðs bundin . Þá er gerð krafa um hæfilega þóknun til handa verjanda. Ákærði játaði sök sína skýlaust fyrir dómi, og hafði einnig játað sakargiftir fyrir lögreglu þegar við fyrstu skýrslutöku daginn eftir að atvik urðu . Með játningu ákærða, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæmt, og gögnum málsins, er nægilega 2 sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án f rekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Fyrir liggur vottorð frá C , umsjónarmanni á meðferðarheimilinu [...] , dags. 7. maí 2019 þar sem kemur fram að ákærði hafi dvalist þar frá 28. mars til 15. ágúst 2018. Hann hafi unnið mjög vel og lagt sig allan fram til að ná bata. Einnig liggur fyrir vottorð , dags. 2. maí 2019 um að ákærði hafi dvalist á áfangaheimilinu [...] 6. september 2018 til 29. janúar 2019 og góða framkomu hans þar. Fyrir liggur vottorð D geðlæknis , dags. 9. maí 2019, þar sem fram kemur að í kjölfar atvik a þessa máls hafi ákærði verið fluttur á fíknideild Landspítalans. Hann hafi sinnt meðferð vel og farið í langa framhaldsmeðferð. Þaðan hafi hann farið á áfangaheimili og sinni endurhæfing u . Hann hafi haldið sig frá fíkniefnum og verið virkur í starfi AA samtakanna. Undanfarna mánuði hafi hann starfað við akstur, s æki regluleg viðtöl hjá lækninum og þiggi lyfjameðferð. [...] Læknirinn kveður ákærða hafa sinnt veikindum sínum af ábyrgð og innsæi síðastliðið ár . Han n hafi haldið s ig frá vímuefnum , sé undir eftirliti læknisins, hafi sinnt endurhæfingu og sé að reyna fyrir sér í vinnu. Þá liggur fyrir vottorð vinnuveitanda ákærða , [...] , dags. 3. maí 2019. Þar kemur fram að ákærði hafi starfað sem bílstjóri hjá fyrirtæ kinu frá áramótum 2018/2019 og geri enn þegar vottorðið er ritað. Hann aki fyrir [...] í fastri vinnu og hafi um veturinn einnig ekið snjómokstursbíl fyrir [...] þar sem vera þurfi til taks allan sólarhringinn. Ákærði hafi staðið sig með stakri prýði að öl lu leyti. Mæting og framkoma hafi verið til fyrirmyndar og hann sé vel liðinn af samstarfsfólki og viðskiptavinum. Ákærði hefur tvívegis verið dæmdur til greiðslu sekta fyrir umferðarlagabrot, en ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot eða önnur brot sem ha fa áhrif á ákvörðun refsingar í máli þessu. Ákærði er nú sakfelldur fyrir húsbrot, eignaspjöll, valdstjórnarbrot og tilraun til ráns. E r brot samkvæmt 2. lið ákæru mjög alvarlegt . Þó að ákærði hafi verið mjög illa áttaður á stað og stund þegar hann framdi brot sín verður litið til þess að þau beindust að ljósmæðrum við störf á fæðingardeild ; starfsmönnum sem eru ekki búnir undir að verða fyrir neinu slíku , á stað þar sem mikilvægt er að allir njóti öryggis og kyrrðar. Var brotið til þess fallið að vekja ótt a með brotaþolum og þeim sem lágu á deildinni . Til mildunar verður horft til þess að ákærði hefur ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot eða önnur brot sem hafa áhrif á ákvörðun refsingar , hann játaði brot sín skýlaust, greiddi bætur vegna verknaðarins, iðr ast mjög og hefur tekið af festu á sínum málum í kjölfar þessara atvika. Er refsing hans ákveðin fangelsi í n íu mánuði. Með vísan til sakaferils ákærða og framan greindra vottorða um hvernig hann hefur af festu tekið sér tak í kjölfar atvika þessa máls, þy kir mega fresta fullnustu sex mánaða af refsing unni skilorðs bundið, og skal sá hluti hennar fall a niður að liðnum þremur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu ve rður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar sem er ekki annar en þóknun skipaðs verjanda hans á rannsóknarstigi og 3 fyrir dómi , Ásgeirs Arnar Blöndal Jóhannssonar lögmanns. Með hliðsjón af tímaskýrslu lögmannsins er þóknun hans ákveðin 499.100 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Arnbjörg Sigurðardóttir settur héraðsdómari kveður upp dóminn . Fyrir dómsuppsögu var gætt ákvæðis 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . D Ó M S O R Ð : Ákærði, Andri Leó Teitsson, sæti fangelsi í níu mánuði en fresta skal fullnustu sex mánaða af refsingunni og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði g reiði þóknun skipaðs verjanda síns, Ásgeirs Arnar Blöndal Jóhannssonar lögmanns , 499.100 krónur.