Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 8 . jún í 2022 Mál nr. S - 1996/2022 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Gunnar i Róbert Guðjónss yni Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 25. maí sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 26. apríl 2022, á hendur Gunnari Róbert Guðjónssyni, kt. [...] , [...] , Mosfellsbæ, fyrir eftirtalin umferðar - og fíkniefnalagabrot, með því að hafa: 1. Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 ekið bifreiðinni [...] óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist tetrahýdrókannabínól 5,0 ng/ml) um [...] í Mosfellsbæ, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og a ð hafa skömmu síðar í skúr á lóð við heimili sitt að [...] í Mosfellsbæ haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni 43 kannabisplöntur og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 2. Föstudaginn 22. janúar 2021 í kjallara á heimili sínu að [...] í Mosfellsbæ haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni 39 kannabisplöntur og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur og haft í vörslum sínum í sölu - og dreifing arskyni 1.045 g af kannabislaufum, sem lögreglumenn fundu við leit í kjallaranum. 2 Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirl itsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 99. gr. og 101. gr. laga nr. 77/2019. Farið var með mál þetta samkvæ mt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og að re fsing verði skilorðsbundin. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 22. apríl 2022 , var ákærða gert að sæta fangelsi í 12 mánuði, skilorðsbundið til tveggja ára, með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 22. janúar 2019 fyrir vörslur fíkniefna í sölu - og dreifingarskyni. Þá var ákær ða gert að sæta fangelsi í 16 mánuði, skilorðsbundið til tveggja ára, með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 3. febrúar 2021 fyrir vörslur fíkniefna í sölu - og dreifingarskyni. Þar var skilorðsdómurinn frá 22. janúar 2019 dæmdur upp auk þess sem um var að ræða he gningarauka við dóminn. Að öðru leyti kemur sakarferill ákærða ekki til skoðunar við ákvörðun refsingar nú. Brot ákærða samkvæmt ákæru voru framin áður en framangreindur dómur frá 3. febrúar 2021 var kveðinn upp og verður ákærða því dæmdur hegningarauki n ú, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í samræmi við 60. gr. sömu laga verður skilorðsbundin refsing dómsins einnig tekin upp og ákærða gerð refsing í einu lagi. Við ákvörðun refsingar er litið til þess að ákærði hefur greiðlega játað sök fyr ir dómi og að hann hefur snúið lífi sínu til betri vegar . Verður framangreint metið ákærða til refsimildunar, sbr. 5. og 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá er litið til þess hve langt er liðið síðan umrætt brot var framið og v erður ákærða ekki kennt um þann drátt á meðferð málsins . Á hinn bóginn er litið til þess að ákærði hefur ítrekað verið fundinn sekur um fíkniefnalagabrot. Þá er einnig litið til eðlis og umfangs brota ákærða. Auk þess er einnig litið til þess mikla magns fíkniefna sem ákærði hafði í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni sem hann hafði ræktað um nokkurt skeið. Verður framangreint metið ákærða til refsiþyngingar, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga n r. 19/1940. 3 Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls og ákvæða 60., 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 20 mánaða fangelsi , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnu einu ár i frá uppkvaðningu dóms þessa að haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti í 18 mánuði frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði málsvarna rþóknun 261.796 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kári Ólafsson aðstoðarsaksóknari . Samúel Gunnarsson , aðstoðarmaður dómara , kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Gunnar Róbert Guðjónsson, sæti fangelsi í 20 mánuði en f resta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnu einu ár i frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Ákærði er sviptur ökurétti í 18 mánuði frá birtingu dómsins að telja . Ákærði greiði 261.796 krónur í sakarkostnað. Samúel Gunnarsson