Héraðsdómur Austurlands Dómur 9. nóvember 2021 Mál nr. S - 74/2021 : Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) g egn A (Bjarni Hólmar Einarsson lögmaður) I. 1. Mál þetta, sem dómtekið var 21. október 2021, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni 18. maí 2021, á hendur A , kennitala , , : fyrir hótanir í Fjarðabyggð, með því að hafa miðvikudagskvöldið 24. júní 2020, við heimili B , að , , komið að heimili B mjög reiður og æstur og hótað honum líkamsmeiðingum með því að ganga ógnandi í kringum hann og m.a. spyrja hvort hann eigi að berja hann og einnig hótað að brjóta úr honum framtennurnar á tröppunum við húsið og einnig hóta ð í verki að vinna spjöll á eigum B , m.a. með því að ganga umhverfis Ford Mustang bifreið sem stóð þarna við húsið og strjúka yfir bifreiðina. Telst þetta varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls 2. Skipaður verjandi, Bjarni Hólmar Einarsson lögmaður, krefst þess , fyrir hönd ákærða, að hann verði sýknaður af refsi kröfu ákæruvaldsins, svo og að allur sakarkostnað ur verði felldur á r íkissjóð, þar með talin hæfileg málsvarnarlaun hans. Til vara krefst verjandinn þess að ákærði verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. II. 2 1. Samkvæmt rannsóknargögnum lögreglu, frásögn ákærða og brotaþola og vætti vitna við meðferð málsins, e ru helstu málsatvik þau að miðvikudagskvöldið 24. júní 2020, kl. 22:45, óskað vitnið C með símhringingu eftir skjótri aðstoð lögreglu að , þ.e. að eigin heimili og sambýlismannsins og brotaþolans B , sem fæddur er . Liggur fyrir að tilefni þessa var a ð ákærði í máli þessu, A , hafði þá skömmu áður lagt leið sína að heimilinu í bifreið, og þá í fylgd vitnisins D , sem var ökumaður bifreiðar þeirra. Skráð er um tilkynningu B að hún hafi talið að í uppsiglingu væru slagsmál, enda hefðu komumenn haft uppi hó tanir og háreysti. Samkvæmt frumskýrslu E lögreglumanns var hann í nálægum bæjarkjarna þegar umrædd tilkynning barst til lögreglu. Hraðaði hann sér á vettvang, ásamt öðrum lögreglumanni, en á leiðinni bárust þeim boð um að ákærði hefði farið af vettvangi, ásamt nefndum fylgdarmanni sínum, og að ekki hefði komið til handalögmála. Skráð er í skýrslunni að nefndir komumenn hefðu ekið hvítri pallbifreið, en tekið er fram að lögreglumennirnir hafi á leið sinni á vettvang ekki séð til ferða hennar. Við komu lögr eglumanna á vettvang var haft tal af húsráðendum að , brotaþolanum, B , og nefndri sambýliskonu hans. Í frumskýrslu lögreglu er m.a. haft eftir brotaþola, að ákærði hafi á vettvangi í greint sinn viðhaft hótanir um líkamsmeiðingar, en að auki sakað brotaþola um þjófnað á lausafé, sem ekki hafi átt við rök að styðjast. Að auki hafi komið við sögu tiltekin sérsmíðaður ál kassi. 3. Samkvæmt rannsóknargögnum bar brotaþoli fram formlega kæru og refsikröfu á hendur ákærða hjá lögreglu þann 25. júní 2020, vegna ætlaðra hótana kvöldið áður, en einnig vegna ætlaðs þjófnaðar hans á fyrrnefndum álkassa. Við áframhaldandi rannsó kn lögreglu var ákærði yfirheyrður um kæruefnið, þann 8. febrúar 2021. Þá voru teknar vitnaskýrslur af D og C , þann 8. maí sama ár. Á meðal rannsóknargagna lögreglu eru litljósmyndir af fyrrnefndum álkassa. Annars vegar er um að ræða eldri myndir þar sem m.a. má sjá að kassi þessi er spenntur á snjósleða. Hins vegar eru tvær myndir þar sem sjá má að kassinn er spenntur á beisli flutningskerru. Á seinni myndunum má sjá að kassinn er orðinn hrörlegur útlits. Við meðferð málsins fyrir dómi lögðu málsaðilar fr am litljósmyndir af vettvangi og næsta nágrenni við . 3 4. Að því er varðar aðdraganda þeirra samskipta sem urðu með ákærða og brotaþola umrætt kvöld hafa þeir hvor um sig, hjá lögreglu og fyrir dómi, greint frá því að margnefndur álkassi hafi nokkuð kom ið við sögu, auk annarra atriða. Brotaþolinn, B , hefur greint frá því að hann hafi á árum áður smíðað á eigin verkstæði tvo álkassa. Hann hafi selt annan kassann, en fengið að geyma hinn kassann í geymsluhúsnæði félaga síns, þar sem hann hafi síðan horfið á árinu 2017. Ákærði, A , hefur greint frá því að hann hafi u.þ.b. tveimur árum fyrir greindan atburð við heimili brotaþola rekið augun í álkassa í brotajárnshaug á öskuhaugum sveitarfélagsins. Hann hafi hirt kassann, enda hafi hann verið illa útlítandi, en síðan spennt hann á beisli eigin flutningakerru og notað sem geymslustað fyrir rafgeyma. Í júnímánuði 2020 hafi þessi kerra ásamt öðrum munum verið geymd á athafnasvæði hans í , nánar tiltekið á landareign býlisins . Brotaþoli hefur greint frá þ ví að hann hafi átt leið nærri nefndu athafnasvæði ákærða þriðjudaginn 23. júní 2020, og þá rekið augun í margnefndan álkassa á beisliskerru ákærða. Vegna þessa hafi hann hringt í ákærða og boðið honum að greiða tiltekið gjald fyrir kassann, en ákærði teki ð því fjarri. Vegna þessa hafi hann farið með sambýliskonu sinni að athafnasvæði ákærða og haldlagt álkassann. Ákærði hefur greint frá því að eftir nefnt símtal við brotaþola hafi hann farið á nefnt athafnasvæði, en þá veitt því eftirtekt að álkassinn var horfin af beisliskerrunni. Því til viðbótar hafi hann veitt því eftirtekt að verkfærasett og tvær talstöðvar höfðu verið teknar úr tveimur bifreiðum hans á svæðinu. Hann hafi strax grunað brotaþola um háttsemina, og hafi það verið tilefni ferðar hans að [ umrætt kvöld, og þá ásamt vitninu D . III. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi. 1. Ákærði neitar refsiverðri sök í máli þessu. Ákærði áréttaði fyrir dómi í aðalatriðum það sem hér að framan hefur verið rakið varðandi álkassann og símaviðræðurnar við brotaþola. Þá lýsti ákærði því að hann hefði er atvik gerðust verið að störfum í , ásamt samstarfsfélaganum og vitninu D . Ákærði skýrði frá því að á heimleið til að afloknum vinnudegi þann 24. júní 2020 hafi hann verið farþegi í bifreið, sem vitn ið D ók, en af því tilefni drukkið 3 - 4 bjóra. Hann hafi því ekki verið ölvaður þegar hann hafi komið að heimili brotaþola, að 4 . Ákærði sagði að tilgangur hans í greint sinna hafi verið að endurheimta fyrrnefnda lausafjármuni, þ.e. topplyklasettið og talstöðvarnar, enda hefði hann grunað brotaþola um að hafa tekið munina þegar hann náði í margnefndan álkassa. Þá hafi tilgangur hans einnig verið að brýna fyrir brotaþola, að vera ekki að þvælast á athafnasvæði hans á jörðinni , líkt og hann hefði rey ndar verið búinn að gera í símaviðræðum þeirra daginn áður. Ákærði greindi frá því að hann hefði þekkt vel til brotaþola, og þá ekki síst sökum þess að brotaþoli hefði á árum áður verið með sprautuverkstæði, en bar að fátt hefði verið með þeim allt frá árinu 2015. Ákærði skýrði frá því að þegar hann hafi komið að heimili brotaþola umrætt kvöld hefði hann verið reiður og þá af ofangreindum ástæðum. Ákærði staðhæfði að þegar hann hefði verið á bifreiðastæðinu við hefði brotaþoli opnað útihurðina að hús eign sinni. Ákærði kvaðst hafa gengið til brotaþola, en á þeirri leið farið upp litlar á kvaðst hann hafa sagt við brotaþola að hann ætti ekkert erindi á fyrrgreint athafnasvæði hans í . Ákærði sagði að þegar þarna hafi verið komið sögu hafi hann verið mjög æstur og reiður, en einnig hávær. Hann hafi og lagt áherslu á orð sín með því að s lá í húsvegginn við útidyrahurðina, en þá með flötum lófa. Ákærði sagði að brotaþoli hefði ið að ögra honum með þessum orðum, og staðhæfði jafnframt að hann hefði eigi séð sérstök hræðslumerki á brotaþola. Vegna nefndra orða brotaþola kvaðst ákærði hafa haft á orði að hann legði það ekki í vana sinn að leggja hendur á gamalmenni. Ákærði staðhæfð i að hann hefði í raun aldrei ógnað eða hótað brotaþola með einum eða öðrum hætti. Fyrir dómi var ákærði að nokkru inntur eftir framburði brotaþola og vitna, og þá m.a. að hann hefði í greint sinn m.a. hótað að berja framtennurnar úr brotaþola. Ákærði and mælti þessum framburði. Jafnframt andmælti ákærði að hann hefði í verki hótað brotaþola með því að ganga hring um bifreið hans á bifreiðastæðinu við húseignina, og staðhæfði m.a. að hann hefði aldrei komið við bifreiðina. Ákærði staðhæfði að þegar atvik má ls gerðust hafi í raun einungis verið um að ræða rifrildi tveggja manna, þ.e. hans og brotaþola, og því hefði málið í raun verið teygt af ákæruvaldinu út yfir öll velsæmismörk. 5 Ákærði sagði að þegar atvik máls þessa gerðust hafi þáverandi félagi hans, vit nið D , verið á vettvangi, en þá helst verið við þá bifreið sem þeir hefðu komið á. Ákærði sagði að samskiptum hans og brotaþola hefði í raun lokið með þeim hætti að nefnt vitni hefði togað í hann, og hann í framhaldi af því fylgt vitninu að bifreið þeirra. Það var ætlan ákærða að hann hefði í greint sinn verið í samskiptum við brotaþola í u.þ.b. 5 - 10 mínútur, en hann kannaðist við að hafa kallað til brotaþola, um það leyti sem hann yfirgaf vettvang, að hann væri þjófur. Ákærði áréttaði að honum hefði legið hátt rómur í þær mínútur sem hann hafi verið í samskiptum við brotaþola. Jafnframt staðhæfði ákærði að brotaþoli hefði allan tímann staðið í dyragættinni á húseign sinni. Fyrir dómi, við undirbúningsþinghald, þann 6. ágúst sl., greindi ákærði frá því að ha nn hefði í lýstum samskiptum við brotaþola haft á orði að hann hefði í hyggju að . Ákærði leiðrétti þessa frásögn sína í þinghaldi þann 8. september sl., og staðhæfði a ð hina tilfærðu hótun hefði hann í raun eftir vitninu D , og bar að hótunaro r ðin væru efnislega röng, sbr. frásögn hans við aðalmeðferð málsins. Ákærði skýrði frá því að nokkru eftir nefndan atburð við hefði hann átt í deilum við vitnið D og þá vegna t iltekinna lausafjármuna. Vísaði ákærði til þess að á fyrrihluta ársins 2020 hefði vitnið verið undirverktaki að jarðvegsverkum sem hann hefði verið með í Fjarðabyggð, en að því samstarfi hefði lokið þegar hann hefði áttað sig á því að vitnið hafði tekið ti l handargagns ýmsa lausafjármuni. Ákærði staðhæfði að vegna þess og annarrar háttsemi vitnisins hefði verið fátt með þeim frá lokum ársins 2020. Ákærði lét jafnframt að því að liggja að e.t.v. hefði það ekki verið brotaþoli sem hefði tekið fyrrnefnda lausa fjármuni, þ.e. talstöðvarnar og topplyklasettið, heldur hefði vitnið komið þar við sögu. Ákærði staðhæfði að þar við hefði bæst að vitnið hefði farið með ósannindi um það sem gerðist í samskiptum hans við brotaþola við . 2. Brotaþolinn B lýsti aðdragan da máls þessa, þ. á m. símasamskiptum við ákærða varðandi margnefndan álkassa, með líkum hætti og rakið var hér að framan, en hann kvaðst og hafa þekkt til ákærða allt frá barnæsku. Brotaþoli skýrði frá því að ákærði hefði er atvik gerðust komið að heimil i hans fremur seint og nærri svefntíma hans og sambýliskonunnar, um kl. 23:00, að hann ætlaði. Hann kvað þau hafa verið í svefnherberginu þegar hann varð fyrst var við ákærða utan við húseign þeirra, þ.e. þegar bifreið hans var ekið að híbýlum þeirra, en í framhaldi af 6 því heyrt óhljóðin í ákærða. Vegna þessa hafi hann farið á neðri hæð húseignarinnar og opnað útidyrnar og þá fyrst séð til ákærða. Hann kvaðst hafa veitt því eftirtekt að ákærði var ölvaður. Brotaþoli sagði að ákærði hefði gengið að útidyrah urðinni, og þannig staðið andspænis honum, nánar tiltekið á stigapallinum og neðan við litlar tröppur við sem hann setti svona í hausinn á mér til þess að leggja áherslu á það að hann væri mættur dylgjur, fúkyrði og hótanir. Þá hefði hann haft uppi orð um að hann ætlaði að skemma bifreið brotaþola, en án þess að fylgja þeim orðum sínum eftir. Brotaþoli sagði að inn á milli hefði ákærði talað eðlilegum rómi, og bar að samræður þeirra hefðu helst varðað margnefndan álkassa, en því til viðbótar hefði ákærði þjófkennt hann og þá vegna einhverra verkfæra. Brotaþoli lýsti háttsemi og orbragði ákærða nánar á þann veg, að hann hefði haft auðvitað ekki orð frá orði og nákvæmlega, en það var helvítis yfirgangur og læti í honum, hótanir um lífslát og að brjóta í mér ten Brotaþoli kvaðst allan þann tíma sem hann átti í samskiptum við ákærða hafa staðið innan við þröskuldinn. Hann kvaðst stöðugt haf a gert ráð fyrir því að ákærði myndi fylgja hótunarorðum sínum eftir og þá með því að ráðast á hann. Áréttaði hann að ákærði hefði í lýstum atgangi ýtt við honum, auk þess sem hann hefði ítrekað sett fyrrnefnt húfuskyggni í líkama hans. Þetta hefði því ver ið allt annað en kurteisisheimsókn. Brotaþoli sagði að ákærði hefði í nefndum atgangi ekki skemmt nálæga muni og þá ekki Mustang - bifreið hans, en hann kvaðst m.a. hafa fylgst með því þegar ákærði hefði gengið hring um bifreiðina, og strokið yfir hana og ba r að við það tækifæri hefði hann verið með einhversslags ógnandi tilburði. Brotaþoli sagði að sambýliskona hans hefði að nokkru fylgst með atburðarásinni í greint sinn, en þá helst frá svölunum á framhlið húseignar þeirra, og staðfesti að hún hefði afráð ið að óska eftir aðstoð lögreglu. 7 Brotaþoli sagði að fylgdarmaður ákærða hefði að lokum gripið í taumana og þá með þeim orðum að nóg væri komið, og hefði ákærði þá látið segjast, en þeir tveir síðan ekið frá heimilinu, og þá eftir u.þ.b. 10 - 15 mínútna viðv eru. 3. Vitnið C kvaðst hafa verið á heimili sínu umrætt kvöld þegar það varð vart við að bifreið kom að húseigninni. Vitnið sagði að það hefði í raun strax gert ráð fyrir að þarna væri á ferðinni aðili sem hefði verið með læti í símaviðræðum við sambýlis mann hennar, brotaþolann B , fyrr um daginn. Vitnið sagði að sambýlismaðurinn hefði farið niður á neðri hæðina og að útidyrahurðinni. Vitnið kvaðst aftur á móti hafa að nokkru fylgst með atburðarásinni úr herbergisglugga og frá svölum eignarinnar. Vitnið k vaðst hafa heyrt ákærða viðhafa hótunarorð gagnvart hafa farið út á svalirnar og reynt að tala ákærða til, en hann þá svarað með ókvæðisorðum. Vitnið kvaðst ekki hafa þekk t til ákærða þegar þetta gerðist, en vegna alls þess sem hafði gengi á og eigin hræðslu hefði það afráðið að hringja eftir aðstoð lögreglu. Vitnið kvaðst áfram hafa fylgst með atburðarásinni, og bar að það hefði átt von á því að ákærði fylgdi hótunarorðum sínum eftir og þá með því að ráðast á sambýlismanninn og berja hann. Vitnið áréttaði að ákærði hefði verið mjög ógnandi í framkomu og bar að það hefði m.a. kýla og drepa s ambýlismanninn. Vitnið sagði að þegar þetta gerðist hefði ákærði verið alveg við útihurðina, en sambýlismaðurinn þar fyrir innan, í dyragættinni. Vitnið kvaðst ætla að þetta ástand hefði varað í um 30 mínútur, en sagði að lögreglumenn hefðu komið á vettvan g u. þ. b. 30 mínútum eftir að ákærði og félagi hans fóru frá húseigninni. 4. Vitnið D kvaðst hafa verið starfsmaður ákærða er atvik þessa máls gerðust. Vitnið skýrði frá því að það hefði þekkt ákærða um langa hríð og að vinskapur hefði verið með þeim. Vitnið sagði að umræddan dag hefði það verið að vinna ásamt ákærða í , en að aflokun vinnudegi hefði það ekið bifreið þeirra til , en þeir þá strax lagt leið sína að athafnasvæði ákærða í . Vitnið sagði að þar hefði ákærði veitt því eftirtekt að tiltekinn kassi var horfinn af kerru sem hann átti. Vitnið sagði að áður en þetta gerðist hefði það að nokkru heyrt af orðræðu ákærða og brotaþolans, B , um þennan kassa, en bar að það hefði í raun ekkert þekkt til þess síðarnefnda. Vitnið sagðist enn fremur hafa vitað til þess 8 að áður en atvik máls þessa gerðust hefðu lausfjármunir horfið af umræddu athafnasvæði ákærða. Vitnið sagði að í kjölfar þess að ákærði hafði veit t því eftirtekt að margnefndur kassi var horfinn hefði það ekið honum inn í bæjarkjarna og að heimili brotaþola. Vitnið sagði að á þeirri stundu hefði ákærði verið undir áhrifum áfengis, en það lýsti Vitnið kvaðst helst minna að ákærði hafi, eftir að hann fór út úr bifreiðinni við heimili brotaþola, farið að útihurð eignarinnar, og ætlaði að þar hefði hann hringt dyrabjöllunni, á n þess að geta fullyrt alveg um það. Enn fremur kvaðst vitnið hafa séð ákærða ganga hring um bifreið á bifreiðastæðinu, en sagði nánar um háttsemi hans á Vitnið kvaðst í kjölfar þessa hafa séð brotaþola koma til dyra og í framhaldi af því fylgst með samskiptum hans við ákærða. Vitnið ætlaði að samskipti ákærða og brotaþola hefðu í fyrstu varðað margnefndan álkassa og bar að þá hefði komið til orðaskipta þeirra í millum, en sagði alveg nóg af hótunum, það voru líkamsmeiðingar, það voru barsmíðar, ég bara man ekki Vitnið staðfesti að þessu leyti efnisatriði úr eigin lögregluskýrslu og þar á meðal að ákærði hefði hótað að berja framtennurnar úr brotaþola. Vitnið kvaðst hafa fylgst með lýstri atburðarás, og m.a. á stundum alveg verið hjá ákærða, og þar á m eðal þegar hann hefði verið á dyrapallinum við útihurðina. Þess á milli kvaðst það hafa fært sig aðeins frá, og þá verið á bifreiðastæðinu við húseignina. Vitnið kvaðst m.a. hafa séð ákærða ýta við brotaþola, en jafnframt séð ákærða berja frá sér, en þá ei nungis í dauða hluti. Vitnið kvaðst á stundum í þessari atburðarás hafa fundist sem brotaþoli væri í raun að kynda undir háttsemi ákærða með orðum sínum og svörum. Þannig hafi í raun verið um gagnkvæmar ögranir að ræða. Vitnið sagði að engu að síður hefði brotaþoli allan tímann náð að halda ró sinni. Vitnið áréttaði að það hefði þekkt ákærða lengi og sagði að hann hefði verið því því að þetta mundi enda með 9 - 10 mínútur. Vitnið kvaðst hafa hætt samstarfi sínu við ákærða síðar á árinu 2020, og ætlaði að hin síðustu samskipti þeirra hefðu verið góð, og sagði að það hefði verið veturinn 2020/2021. Vitnið skýrði frá því að það hefði orðið fyrir óþægindum og hótunum vegna þessa dómsmáls. Vísað vitnið til þess að óþekktir aðilar hefðu í símaviðræðum lagt að því að draga eigin framburð hjá lögreglu til baka. Vitnið staðfesti fyrir dómi efnisatriði lögregluskýrslu sinnar í öllum aðalatriðum. 5. Vitnið F kvaðst umrætt kvöld hafa verið á heimili sínu, á annarri hæðinni, að , nánar tiltekið verið við opinn eldhúsglugga, er það veitti þeim atgangi athygli sem gerðist við húseign brotaþola, að . Vitnið ætlaði að það hefði heyrt hluta af því sem þar gekk á, en það kvaðst enn fremur hafa tekið atburðarásina upp í myndvél í eigin síma , en eytt því myndskeiði sumarið 2021. hendur á manninn, (brotaþola) en mig minnir svona hann h en (brotaþoli) var nú samt ekkert hótinu skárri, hann var eiginlega bara svolítið að ögra Vitnið skýrði frá því að það hefði í greint sinn séð ákærða á stigapallinum við útihurðina, og við þær aðstæður séð hann slá með flötum lófa í húsvegginn. Vitnið kvaðst jafnframt hafa heyrt ákærða öskra, en þó ekki heyrt hann hóta brotaþola, en sagði þar bóginn kvaðst vitnið oft hafa heyrt brota kvaðst í raun ekki hafa heyrt öll orðaskilin, og þá ekki þegar nefndir aðilar töluðu saman á lægri nótunum, enda hefði það verið í nokkurri fjarlægð frá vettvangi, og nefndi vitnið í því sambandi um 400 m, og þá í beinni sjónlínu. Vitnið sagði að lýstur atgangur hefði endað með þeim hætti, að vitnið D hefði gripið í taumana og fengið ákærða til að koma með sér að þeirri bifreið sem þeir höfðu komið á. Og um það leyti sem ákærði hafi stigið inn í bifreiðina kvaðst vitnið hafa heyrt 10 Vitnið kvaðst hafa fylgst með lýstri atburðarás í um 10 - 15 mínútur, en bar að u.þ.b. 30 - 40 mínútum eftir brotf ör ákærða og nefnds vitnis hefðu lögreglumenn komið á vettvang. 6. Vitnið G kvaðst hafa verið gestkomandi hjá systur sinni, vitninu F , að , þegar það heyrði hávaða og læti utandyra, en í framhaldi af því séð út um eldhúsgluggann þann atgang sem varð fyrir utan heimili brotaþola. Vitnið kvaðst hafa séð að þarna komu við sögu ákærði og brotaþoli. Vitnið kvaðst að einhverju leyti hafa heyrt orðaskil, og þar á meðal að brotaþoli hefði beint þeirri spurningu til ákær ða, hvort hann ætlað að berja sig, en þá jafnframt heyrt að ákærði hefði svarað spurningunni neitandi. Vitnið kvaðst undir Vitnið kvaðst hafa veitt því eftirtekt að sá aðili sem var með ákærða á v ettvangi kvaðst hafa ályktað þegar það fylgdist með lýstri atburðarás, að ákærði væri mjög reiður, en einnig séð að hann var ölvaður. Vitnið kvaðst hafa fylgst með atburð arásinni við heimili brotaþola í u.þ.b. 5 - 10 mínútur. 7. Vitnið H kvaðst hafa verið á heimili sínu að þegar kona þess vakti athygli hans á þeim atgangi sem þá var í gangi við húseign brotaþola. Vitnið kvaðst hafa séð að ákærði var þar á vettvangi, en í raun sáralítið séð af atburðarásinni, og í raun aðeins séð ákærða yfirgefa vettvanginn. 8. Vitnið I kvaðst hafa verið á heimili dóttur sinnar, vitnisins F , að umrætt kvöld. Vitnið kvaðst hafa fylgst með því úr eldhúsglugganum, og þá úr 30 - 50 m fjarlægð, þegar ákærði hafi gengið að pallbifreið við húseign brotaþola, en þá um leið heyrt hann 9. Vitnið E , lögreglumaður nr. , staðfes ti rannsóknargögn lögreglu og svaraði spurningum þar um. III. 11 1. Í máli þessu er ákærða gefið að sök að hafa miðvikudagskvöldið 24. júní 2020, og þá mjög reiður og æstur , hótað brotaþola við heimili hans , að , líkamsmeiðingum með því að ganga ógnandi í kringum hann og m.a. spyrja hvort hann ætti að berja hann og einnig með því að hóta að brjóta framtennurnar úr honum , og loks að hafa í verki hótað brotaþola að vinna spjöll á bifreið hans, m.a. með því að ganga umhverfis hana og strjúka yfir hana. Í ákær u er lýst háttsemi ákærða talin varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög, en ákvæðið er svohljóðandi: Hver, sem hefur í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað, og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum. 2. Fyrir dómi, líkt og við rannsókn málsins hjá lögreglu, hefur ákærði neitað sök að því er varðar lýstar hót anir og háttsemi gagnvart brotaþola og eignum hans . Ákærði hefur aftur á móti kannast við að hafa farið í fylgd annars manns að kvöldi til að heimili brotaþola, eftir að hafa neytt áfengs bjórs, og að hafa átt í samskiptum við hann í fáeinar mínútur, og þá vegna tiltekinna lausafjármuna sem höfðu að hans sögn horfið á athafnasvæði hans. Ákærði hefur lýst samskiptum sínum við brotaþola í greint sinn helst sem rifrildis þeirra í millum . Þá hefur ákærði kannast við að þegar atburður þessi gerðist haf i hann sta ðið andspænis brotaþola við útihurðina að heimili þess síðarnefnda. Hér að framan hefur framburður brotaþola og vitna verið raktir, þar á meðal þeirra sem næst stóðu vettvangi, þ.e. sambýliskonu brotaþola C og vitnisins D . Þau önnur vitni , sem að nokkru h afa lýst atvikum, eru F og G . 3. Samkvæmt 108. og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 8 8/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrðin um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og er dómi skylt að meta hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði, sem varðar sekt og ákvörðun vi ðurlaga við broti, þar á meðal hvaða sönnunargildi skýrslur ákærða og vitna hafi . Þá er í 2. mgr. 109. gr. nefndra laga mælt fyrir um að dómur meti hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal, en ályktanir m egi leiða af um það. Í þessu viðfangi ber einnig að líta til annarra atriða og þá m.a. að því er varðar sönnunargildi vitnisburðar, en þar ber að lögum, sbr. ákvæði 126. gr. laga nna , að 12 huga að afstöðu vitnis til ákærða og eftir atvikum brotaþola. Loks ber í dómi að meta við úrlausn máls sönnunargildi framburðar ákærða, þar á meðal trúverðugleika hans. Í því sambandi skal meðal annars hugað að ástandi og hegðun ákærða við skýrslugjöf og stöðugleika í frásögn hans, sbr. ákvæði 1. mgr. 115. gr. nefndra laga. 4. Fyrrnefndum vitnum ber saman um að ákærði hafi verið ölvaður og æstur í greint sinn. Er í því viðfangi m.a. til þess er að líta að vitni n F og G voru í nokkurri fjarlægð frá vettvangi, um 40 m, að áliti dómsins, en þrátt fyrir það er vætti þeirra um ve rulega ölvun, reiði og háreysti ákærða í samræmi við vætti hinna fyrrnefndu vitna , C og D , og verður það því lagt til grundvallar. Ráðið verður af framlögðum gögnum og vætti vitna, að þegar atvik máls gerðust hafi ákærði borið þungan hug til brotaþola og v erður það einnig lagt til grundvallar. Að virtri frásögn brotaþolans B og vitnanna D og C , sem dómurinn metur trúverðug, er að áliti dómsins sannað að ákærði hafi við lýstar aðstæður ýtt við brotaþola, en einnig slegið í steinvegginn við útihurðina. Er í því viðfangi m.a. til þess að líta að frásögn nefndra vitna hefur að þessu leyti nokkra stoð í vætti vitnisins F . Með vætti vitnanna D og C , en einnig að virtri skýrri frásögn brotaþolans B , er að áliti dómsins nægjanlega sannað að ákærði hafi viðhaft gró f hótunarorð gagnvart brotaþola, og þá eins og segir í ákæru, að brjóta framtennurnar úr honum. Að ofangreindu virtu og í ljósi frásagnar brotaþola er að áliti dómsins nægjanlega sannað af hálfu ákæruvalds ins, líkt og aðstæðum var háttað, að ofangreind hó tun ákærða hafi verið til þess fallin að vekja hjá brotaþola ótta um líf sitt og heilbrigði. Er frásögn ákærða og neitun að þessu leyti því hafnað. Það er því niðurstaða dómsins að ákærði hafi með lýstri háttsemi brotið gegn ákvæði 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að virtri annarri verknaðarlýsingu í ákæru, um ætlaðan skilyrtan hótunarverknað ákærða og ætlaðan verknað hans gagnvart bifrei ð brotaþola, þykir í ljósi neitunar ákærða og framburðar vitna, skilyrðum um refsinæmi nefnds lagaákvæðis hegningarlaganna eigi fullnægt . Ber þegar af þeirri ástæðu að sýkna ákærða af þeirri háttsemi. IV. 1. Ákærði, sem er rétt fertugur, hefur samkvæmt sa kavottorði ekki áður sætt refsingu sem áhrif hefur í máli þessu. Verður litið til þessa við ákvörðun refsingar, en til 13 refsiþyngingar verður hins vegar litið til 1., 6. og 7. töluliða 1. mgr. 70. gr. hegningarlaganna. Að ofangreindu virtu þykir refsing ákæ rða hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi, sem fært þykir að skilorðsbinda þannig að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá dómsuppsögu að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. 2. Að kröfu lögreglustjóra og í ljósi málsúrslita, sbr. ákvæði 235. gr. laga nr. 88/2008 með síðari breytingum, verður ákærði dæmdur til að greiða helming sakarkostnaðar, en helmingur skal falla á ríkissjóð. Er um að ræða kostnað ákæruvalds vegna ferðakostnaðar vitnis að fjárhæð 45.485 krónur, málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, og þá samkvæmt tímaskráningu hans þar um, sbr. dómsorðið, en einnig ferðakostnaður verjandans, að fjárhæð 31.585 krónur. 3. Af hálfu ákæruvalds fór með málið Helgi Jensson aðstoðars aksóknari, en skipaður verjandi ákærða var Bjarni Hólmar Einarsson lögmaður . Ólafur Ó lafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð Ákærði, A , sæti 30 daga fangelsi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur á rum frá uppsögu dómsins að telja, haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði helming sakarkostnaðar, að fjárhæð 179.895 krónur, þar með talinn helming málsvarnarlauna skipaðs verjanda, Bjarn a Hólmar s Einarsson ar lögma nns, sem ákvarðast í heild , að meðtöldum virðisaukaskatti , 282.720 krónur, svo og helmingur ferðakostnaðar hans, sem í heild ákvarðast 31.585 krónur. Helmingur sakarkostnaðar greiðist úr ríkissjóði, 179.895 krónur.