Héraðsdómur Reykjaness Dómur 20. janúar 2023 Mál nr. S - 2070/2022 : Ákæruvaldið ( Daníel Reynisson aðstoðarsaksóknari ) g egn X ( Halldóra Aðalsteinsdóttir lögmaður ) Dómur : I Mál þetta, sem dómtekið var 12. janúar 2023 , að lokinni aðalmeðferð, er höfðað af lögreglustjóranum á Suðurnesjum með tveimur ákærum á hendur ákærða X , kt. 000000 - 0000 , . Með ákæru dags. 24. október 2022 er höfðað mál á hendur ákærða fyrir líkamsárás, með því að hafa, laugardaginn 18. desember 2021, á þáverandi sameiginlegu heimili hans og A , kt. 000000 - 0000 , að , ráðist á A og slegið hana í andlitið. Voru afleiðingar ár ásar ákærða þær að A hlaut mar og yfirborðsáverka á andliti, verki í andlitsbeinum, bólgu og mar á vísifingri hægri handar, 1 marblett á hægri upphandlegg, 3 marbletti á vinstri upphandlegg og þreifieymsli á hálsi, herðum og bringubeinum. Telst þessi hát tsemi ákærða varða við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu A , kt. 000000 - 0000 , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 2.500.000, - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. janúar 2020 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til g reiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða þóknun vegna réttargæslu að mati dómsins eða 2 samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á réttargæsluþóknun. Með ákæru dags. 14. nóvember 2022 er höfð að mál á hendur ákærða fyrir umferðarlagabrot: I. Með því að hafa, föstudaginn 15. apríl 2022, ekið bifreiðinni , á Hraunsvegi og Holtsgötu, Reykjanesbæ, undir áhrifum áfengis ( í blóði mældist vínandi 3,2 ) og því verið óhæfur til að stjórna bifreiðinni. ( Mál nr. ). Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að s æta sviptingu ö kuréttar, sbr. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. II. Eftir skýrslutökur við aðalmeðferð málsins féll ákæruvaldið frá II. ákærulið. Ofangreind mál voru sameinuð og ákveðið að reka þau og dæma sem eitt mál, sbr. 1. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Verjandi ákærða gerir aðallega þá kröfu að ákærði verið sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins og einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi eða ákærði sýknaður af henni. Til vara, komi til sakfellingar, er þess krafist að refsing verði lát in niður falla eða dæmd sú vægasta refsing sem lög frekast heimila og dæmdar miskabætur verði mun lægri en krafist er. Loks er þess krafist að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði þ.m.t. málsvarnarlaun verjandans samkvæmt málskostnaðarreikning i. II Ákæra dags. 24. október 2022. Málavextir: 3 Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var tilkynnt að kvöldi laugardagsins 18. desember 2021 um heimilisofbeldi að (í frumskýrslunni segir ranglega að þetta hafi verið 9. desember 2021). Á vettvangi tók brotaþoli, A , á móti lögreglumönnum og í dagbók lögreglu segir að hún hafi verið í miklu uppnámi og grátandi og átt í erfiðleikum með að tjá sig. Því var aðeins farið yfir aðalatriði varðandi það sem gerst hefði. Brotaþoli sagðist hafa verið að horfa á sjónvarpið ásamt ákærða og þau hafi bæði verið búin að neyta áfengis. Hann hafi verið búinn að drekka töluvert en hún hafi verið búin að drekka eina vodkablöndu. Allt í e inu hafi ákærði orðið pirraður og farið að kenna brotaþola um allt og síðan gefið henni fjögur hnefahögg á vinstri vanga. Ákærði hafi svo yfirgefið heimilið og farið til bróður síns en brotaþoli hringt á Neyðarlínuna. Hún vildi ekki að ákærði kæmi aftur in n á heimilið og hann var handtekinn skömmu síðar á heimili bróður síns og fluttur á lögreglustöð. Þar blés hann í áfengismæli sem sýndi 1,91 o/oo. Í dagbók lögreglu segir að brotaþoli hafi verið með sjáanlega áverka vinstra megin á andliti þ.e. mar undir augum og roða á kinn. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu 19. desember 2021 eftir að hafa gist í fangageymslu. Hann sagðist ekki muna alveg eftir atvikum en hann og brotaþoli hafi verið að horfa á sjónvarpið og rifist aðeins. Ákærði mundi ekki hver hafi átt upptökin að rifrildinu né um hvað hafi verið rifist. Hann sagði að brotaþoli hafi rifið bol ákærða. Ákærði lýsti síðan erfiðleikum með son brotaþola og það gæti verið að rifrildið hafi snúist um það að ákærði hafi verið reiður út í drenginn. Ákærði neitað i því að hafa kýlt brotaþola fjórum sinnum en hann hélt að hann hefði ýtt á bringuna á henni og hún þá hrasað aftur fyrir sig og legið á gólfinu. Sama dag og ákærði gaf skýrsluna skrifaði hann undir yfirlýsingu þar sem hann skuldbatt sig til að koma ekki á eða vera við dvalarstað brotaþola, ekki veita henni eftirför, né heimsækja hana eða vera á annan hátt í sambandi við hana svo sem með símtölum eða tölvupósti. Samkvæmt læknisvottorði dags. 28. febrúar 2022 kom brotaþoli á bráðamóttöku HSS í fylgd lögreg lu að kvöldi 18. desember 2022 en á að vera 2021. Hún hafi verið í miklu uppnámi og lítið viljað láta skoða sig. Hún hafi verið með staðbundinn verk í enni og kinnbeini eftir högg og á svæðinu var roði. Önnur áverkamerki hafi ekki greinst og brotaþoli kvað st ekki finna fyrir einkennum eða verkjum annars staðar. Samkvæmt 4 vottorðinu kom brotaþoli aftur á heilsugæslu 20. desember 2022 en á að vera 2021. Þá hafi hún kvartað undan verulegum verkjum í andlitsbeinum og þá sérstaklega þegar hún hafi bitið tönnum fa st saman. Hún hafi einnig fundið fyrir auknum verkjum í nefbeinum. Einnig hafi verið mar og bólga yfir vísifingri hægri handar. Brotaþoli hafi heimilað fulla líkamsskoðun. Síðan segir í vottorðinu að hún hafi hlotið áverka 18. desember og fengið fjögur hne fahögg í andlitið. Áverkar voru þrír marblettir á vinstri upphandlegg en einn á þeim hægri og eymsli í hægri olnboga. Þreifieymsli yfir barkakýli og eymsli í framanverðum hálsi. Töluverð þreifieymsli um mitt bringubein og í herðum. Brotaþoli fékk verkjalyf en ekki var þörf á frekari meðferð við líkamlegum áverkum hennar. Framburður ákærð a og vitna fyrir dómi: Ákærði sagði að hann og kærasta hans, brotaþoli í máli þessu, hafi ver ið að horfa á sjónvarpið þegar hún hafi klórað ákærða í andlitið og rifið bo l sem hann hafi verið í. Ákærði hafi reynt að ýta brotaþola í burtu en hann svo farið inn í herbergi, skipt um föt en síðan farið til bróður síns . Ákærði kvaðst ekki vita hvers vegna brotaþoli hafi gert það sem h ún gerði en þau hafi deilt um forsjá barns þ eirra. Ákærði kvaðst ekki hafa slegið brotaþola heldur aðeins ýtt henni í burtu og hún hafi ekki getað fengið áverka við það. Ákærði kvaðst ekki hafa tekið eftir því hvort brotaþoli hafi fallið í gólfið og hann minntist þess ekki að hafa sagt það í skýrslu töku hjá lögreglu. Vitnið, A , brotaþoli í máli þessu, lýsti því að vitnið og ákærði hafi bæði verið búin að neyta áfengis og ákærði meira en vitnið og hann hafi verið undir áfengisáhrifum. Þau hafi verið að horfa á sjónvarpið þegar ákærði hafi farið að t ala illa til vitnisins og kenna því um alla hluti. Hann hafi átt upptökin að átökum á milli þeirra og kýlt vitnið tvisvar sinnum í andlitið með krepptum hnefa. Vitnið hafi reynt að verja sig og tekið í bol ákærða en vitnið hafi fallið í gólfið. Vitnið hafi marist í andliti og bólgnað og farið til læknis í kjölfar atviksins og einnig nokkrum dögum seinna. Vitnið sagði það vel geta verið að það hafi klórað ákærða þegar það hafi verið að verja sig. Vitninu kvaðst hafa liðið illa bæði andlega og líkamlega eftir atvikið og verið hrætt um að ákærði kæmi aftur og myndi gera eitthvað meira. Vitnið sagði að ákærði hefði lengi beitt það andlegu ofbeldi og hótað því að berja vitnið. Eftir atvikið hafi ákærði sent vitninu skilaboð um að hann ætlaði að eyðileggja líf þes s en engin samskipti séu á milli þeirra í dag. Vitnið kvaðst vera hjá sálfræðingi í dag. 5 Vitnið, B , sonur brotaþola, gaf skýrslu fyrir dómi í Barnahúsi 7. júní 2022. Vitnið sagði að ákærði og brotaþoli hafi verið að rífast þegar vitnið hafi verið í tölvu leik en þau hafi öll verið í stofunni. Vitnið sagði að þau hafi oft rifist. Eftir rifrildið umrætt sinn hafi ákærði farið út af heimilinu. Vitnið lýsti í engu átökum á milli ákærða og brotaþola. Vitnið, lögreglumaður nr. C , sagði að lögregla hafi veri ð kölluð að heimili ákærða en hann hafi átt að hafa lagt hendur á brotaþola. Brotaþoli hafi verið í uppnámi og grátandi þegar lögregla hafi komið á vettvang en ákærði hafi verið farinn á brott. Brotaþola hafi verkjað í andlit og hún hafi verið flutt á heil sugæslu. Vitnið staðfesti frumskýrslu lögreglu. Vitnið, D , læknir, staðfesti vottorð sitt og kvaðst hafa hitt brotaþola í bæði skiptin sem hún hafi leitað til læknis vegna atviksins. Niðurstaða: Ákærða er gefin að sök líkamsárás þ.e. að hafa slegið br otaþola í andlitið með þeim afleiðingum að hún hafi hlotið mar og yfirborðsáverka í andliti og verk í andlitsbein. Jafnframt er því lýst í ákæru að brotaþoli hafi fengið bólgu og mar á vísifingur hægri handar, marblett á hægri upphandlegg, þrjá marbletti á vinstri upphandlegg og þreifieymsli á háls, herðar og bringubein. Ákærða er aðeins gefið að sök að hafa slegið brotaþola í andlitið en við það og eins og háttsemi ákærða er lýst í ákæru gat brotaþoli ekki fengið framangreinda áverka á handleggi eða nefnd þreifieymsli við það að fá högg í andlitið. Ákærði verður því ekki sakfelldur fyrir að valda áverkum á handleggjum brotaþola eða nefndum þreifieymslum. Eftir standa því mar og yfirborðsáverkar í andliti og verkir í andlitsbeinum. Samkvæmt dagbók lögreglu var brotaþoli í miklu uppnámi og grátandi og átti í erfiðleikum með að tjá sig þegar lögregla kom á vettvang. Einnig er getið um þetta í framburðarskýrslu sem tekin var af brotaþola á vettvangi. Í dagbók lögreglu segir einnig að brotaþoli hafi verið með s jáanlega áverka vinstra megin í andliti þ.e. mar undir auganu og roða á kinn. 6 Í frumskýrslu lögreglu segir að brotaþoli hafi tjáð lögreglu að ákærði hafi kýlt hana fjórum höggum á vinstri vangann. Í framburði brotaþola á vettvangi kom fram að ákærði hafi kýlt hana fjórum höggum vinstra megin í andlitið. Mar og roði sást undir vinstra auga. Brotaþoli sagði að hún vildi að ákærði færi burt af heimilinu þar sem hún óttaðist að hann myndi ráðast aftur á hana og börnin. Lögregla flutti brotaþola á heilsugæslu í kjölfar atviksins og í læknisvottorði segir að hún hafi við komu þangað verið í miklu uppnámi og lítið viljað láta skoða sig. Hún hafi verið með staðbundinn verk í enni og kinnbeini eftir högg. Við skoðun hafi sést roði á svæðinu en önnur áverkamerki ha fi ekki greinst. Þegar brotaþoli hafi komið aftur á heilsugæsluna tveimur dögum síðar hafi hún kvartað undan verulegum verkjum í andlitsbeinum og þá sérstaklega þegar hún hafi bitið tönnum fast saman. Þá hafi hún einnig fundið fyrir auknum verkjum í nefbei num og verið með mar og yfirborðsáverka á andliti. Ákærði hefur staðfastlega neitað því að hafa slegið brotaþola í umrætt sinn. Hjá lögreglu sagði ákærði að brotaþoli hafi fallið í gólfið þegar ákærði hafi ýtt við henni en fyrir dómi lýsti hann ekki atvikum með þeim hætti. Neitun ákærða fær hvorki stoð í r annsóknargögnum málsins né í framburði vitna og verður því ekki byggt á framburði hans þegar komist verður að niðurstöðu í málinu. Brotaþoli hefur staðfastlega haldið því fram á öllum stigum málsins að ákærði hafi slegið hana í andlitið og þá var hún í m iklu uppnámi þegar lögregla kom á vettvang í umrætt sinn. Því er ljóst að brotaþoli hafði orðið fyrir áfalli og ákærði hafði yfirgefið heimili þeirra sem bendir til þess að hann hafi talið sig hafa gert eitthvað sem ekki væri í lagi. Ekkert er fram komið s em dregið getur úr sönnunargildi framburðar brotaþola sem fær m.a. stoð í læknisvottorði en hún hefur allt frá því að lögregla kom á vettvang haldið því fram að ákærði hafi slegið hana í andlit. Ekkert bendir til þess að brotaþoli hafi strax á vettvangi ha ft ástæðu til að bera ákærða röngum sökum og hún hefur staðfastlega haldið sig við þann framburð sem hún gaf þá. Að öllu ofanrituðu virtu telst hafið yfir skynsamlegan vafa og þar með sannað að ákærði hafi slegið brotaþola í andlitið og við það hafi hún hlotið mar og yfirborðsáverka á andliti 7 og verki í andlitsbein eins og lýst er í ákæru. Háttsemi ákærða varðar við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og hefur hann unnið sér til refsingar samkvæmt því. Ákæra dags. 14. nóvember 2022. Ákæruliður I. Málavextir: Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var tilkynnt kl. 18:11 föstudaginn 15. apríl 2022 að maður hafi farið ölvaður út úr húsinu að og ekið á brott á bifreiðinni . Skömmu seinna komu lögreglumenn að bifreiðinni mannlausri þar sem h enni hafði verið lagt fyrir utan . Lögreglumenn biðu þar skammt frá til að athuga hvort einhver myndi koma að bifreiðinni. Þeir sáu síðan mann ganga frá og í áttina til þeirra en hann var sjáanlega ölvaður og jafnvægi hans óstöðugt . Lögreglumenn gáf u sig á tal við manninn kl. 18:38 og hann kvaðst vera ákærði í máli þessu. Áfengisþef lagði frá vitum ákærða og tilkynnandi hafði sagt að hann væri ölvaður og hefði ekið bifreiðinni. Ákærði var handtekinn og færður í handjárn kl. 18:45 vegna gruns um ölvun við akstur og síðan fluttur á lögreglustöð. Lögreglumenn fóru að og hittu þar fyrir bróður ákærða og unnustu hans. Þau skýrðu frá því að ákærði hefði komið að heimili þeirra á bifreiðinni og verið sjáanlega ölvaður. Bróðir hans hafi tekið kveikj uláslykla bifreiðarinnar af honum svo hann myndi ekki aka bifreiðinni meira og þau sögðust ekki hafa séð hann neyta áfengis eftir aksturinn. Ákærði kvaðst ekki hafa ekið bifreiðinni en hann hefði hugsanlega neytt áfengis á milli kl. 12:00 og 13:00 en han n mundi ekki hvenær hann hefði hætt drykkju. Hann blés í áfengismæli kl. 18:58 og sýndi hann 2,70 o/oo. Honum var dregið blóð kl. 19:13 og aftur kl. 20:14 og hann gaf þvagsýni kl. 19:04. Hann var síðan vistaður í fangaklefa. Sýnin voru send til rannsóknar með hefðbundum hætti. Í blóðsýninu sem var tekið kl. 19:13 mældist áfengismagn 2,90 o/oo en í sýninu sem var tekið kl. 20:14 mældist áfengismagn 2,72 o/oo. Í þvagsýninu mældist áfengismagn 3,85 o/oo. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu 10. júlí 2022. Hann kv aðst ekki hafa ekið bifreiðinni í umrætt sinn og ef vitni hafi sagt það sé það ekki rétt. Hann sagðist hafa verið að drekka 8 eitthvað hjá bróður sínum en hann mundi ekki hvenær hann hafi byrjað að drekka né hvenær hann hafi hætt því. Framburður ákærð a og vitna fyrir dómi: Ákærði kvaðst ekki hafa ekið bifreiðinni umrætt sinn. Hann kvaðst hafa farið fótgangandi heiman frá sér og til bróður síns og verið búinn að vera þar í nokkurn tíma þegar lögregla hafi komið þangað. Bifreiðin hafi verið búin að vera þar frá því daginn áður þegar ákærði hafi ekið henni þangað. Hann kvaðst hafa neytt áfengis með bróður sínum en hann vissi ekki hvað þeir hafi verið búnir að vera við drykkju lengi. Hafi vitni sagt að hann hafi verið að aka bifreiðinni væri það ekki rétt. Vitnið, A , fyrrum sambýliskona ákærða, sagði að hann hafi neytt áfengis í umrætt sinn og talað illa til vitnisins. Þegar slíkt hafi gerst hafi ákærði oft farið heim til bróður síns. Í þetta skipti hafi hann tekið kveikjuláslykla að bifreiðinni , sem hafi verið í hans eigu, og ekið á brott. Vitnið, E , bróðir ákærða, sagði að vitnið og ákærði hafi verið heima hjá vitninu og neytt áfengis. Ákærði hafi komið fótgangandi þangað en bifreið hans hafi verið fyrir utan heimili vitnisins allan daginn. B ifreiðin hafi líklega komið þangað daginn áður en vitnið vissi ekki hver hefði ekið henni þangað. Vitnið sagði að það gæti verið byggt á misskilningi að hann hafi sagt við lögreglu á vettvangi að ákærði hafi ekið bifreiðinni en skýrsla hafi ekki verið teki n af vitninu með aðstoð túlks. Vitnið kvaðst hafa verið reitt þegar lögregla hafi komið á heimili þess til að hafa afskipti af ákærða. Vitnið, F , mágkona ákærða, kvaðst lítið muna eftir umræddu atviki. Ákærði hafi verið á heimili vitnisins en hann hafi e kki komið þangað á bifreið. Bifreið hans hafi verið fyrir utan heimili vitnisins. Vitnið sagði að lögregla hafi ekki tekið skýrslu af því með aðstoð túlks. Vitnið, lögreglumaður nr. G , sagði að tilkynnt hafi verið til lögreglu um ölvaðan mann sem hafi ekið frá . Aðrir lögreglumenn hafi fundið viðkomandi bifreið mannlausa fyrir utan og beðið eftir því hvort einhver myndi koma að bifreiðinni. Ákærði hafi síðan komið fótgangandi í átt að lögreglumönnunum og verið sjáanlega ölvaður. Hann 9 hafi viðurkennt að hafa ekið bifreiðinni en vitnið kvaðst ekki hafa séð hann í akstri. Vitnið kvaðst ekki hafa rætt við húsráðendur að Holtsgötu 32. Vitnið staðfesti frumskýrslu lögreglu. Vitnið, l ögreglumaður nr. H, kvaðst muna lauslega eftir atvikinu en lögreglu hafi verið tilkynnt um ölvunarakstur og þar hafi átt að vera um ákærða að ræða. Hann hafi komið fótgangandi í átt að lögreglumönnum og sjáanlega verið ölvaður. Hann hafi verið handtekinn, fluttur á lögreglustöð og þar hafi honum verið dregið blóð til rannsóknar. Vitnið kvaðst ekki hafa rætt við tilkynnanda. Vitnið staðfesti undirritun sína á frumskýrslu lögreglu. Vitnið, I , sviðsstjóri, staðfesti matsgerð vegna rannsóknar á blóðsýnum og þvagsýni. Niðurstaða: Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, á ákæruvaldinu. Þá skal dómur reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi, sbr . 1. mgr. 111. gr. laganna. Ákærði hefur staðfastlega neitað sök bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Hann var ekki stöðvaður í akstri og aðeins eitt vitni þ.e. fyrrverandi sambýliskona ákærða hefur lýst því fyrir dómi að ákærði hafi ekið í umrætt sinn. Annað er ekki komið fram sem þykir benda til þess að ákærði hafi ekið eins og honum er gefið að sök. Með vísan til þessa þykir varhugavert gegn eindreginni neitun ákærða að telja sannað að hann hafi ekið bifreið eins og honum er gefið að sök í ákæru. Tekið skal fram að eins og atvikum málsins er háttað getur hér engu breytt hvað haft var eftir þeim sem tilkynntu um meintan akstur ákærða til lögreglu í frumskýrslu hennar. Samkvæmt ofanrituðu er ákærði sýknaður af I. tölulið ákæru dags. 14. nóvember 2022. III Refsing, einkaréttarkrafa og sakarkostnaður: 10 Ákærði hefur ekki áður sætt refsingu svo kunnugt sé en brotið sem hann hefur nú verið sakfelldur fyrir varðar við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir líkamsá rás gagnvart fyrrum sambýliskonu og barnsmóður sinni á þáverandi sameiginlegu heimili þeirra. Þar átti brotaþoli að njóta friðhelgis og öryggis en ákærði skeytti engu um það. Brotaþoli hlaut áverka við árás ákærða eins og fram er komið. Með vísan til þessa þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði en þar sem hann hefur ekki áður hlotið refsingu þykir mega ákveða að fullnustu refsingarinnar skuli frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærð i almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Brotaþoli hefur krafist þess að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að höfuðstól 2.500.000 krónur auk vaxta og málskostnaðar. Brotaþoli á rétt á miskabótum úr hendi ákærða, sbr. b. - li ð 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Með háttsemi sinni braut ákærði gegn nákomnum og var brot hans til þess fallið að hafa slæm áhrif á andlega líðan brotaþola til hins verra. Þá hlaut brotaþoli minniháttar líkamlega áverka við brot ákærða. Með ví san til þessa og atvika málsins að öðru leyti skal ákærði greiða brotaþola, A , 450.000 krónur, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 18. desember 2021 til 17. desember 2022 en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Ekki verður séð að einkaréttarkrafan hafi verið birt ákærða fyrr en við birtingu ákæru og tekur ákvörðun um dráttarvexti mið af því. Ákærði greiði brotaþola 450.000 krónur í málskostnað, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Eins og fram er komið féll ákæruvaldið frá II. tölulið í ákæru dags. 14. nóvember 2022 eftir skýrslutökur við aðalmeðferð málsins og þá hefur ákærði verið sýknaður af I. tölulið ákærunnar. Með vísan til þessa skal ákærði greiða helming málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin með hliðsjón af umfangi málsins og málskostnaðarreikningi samtals 1.150.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði greiði því 575.000 krónur og sama fjárhæð greiðist úr ríkissjóði. Málsvarnarlaunin taka einnig til starfa verjandans á rannsók narstigi málsins. Ákærði greiði aksturskostnað verjandans 42.240 krónur. Annar sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. Af hálfu ákæruvalds sótti málið Daníel Reynisson aðstoðarsaksóknari. 11 Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan . D ó m s o r ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í þrjá mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að tveimur árum liðnum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði A , 450.000 krónur, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 18. desember 2021 til 17. desember 2022 en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði A 450.000 krónur í málskostnað. Málsvarnarlaun verjanda ák ærða, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, eru samtals 1.150.000 krónur. Ákærði skal greiða 575.000 krónur en sama fjárhæð greiðist úr ríkissjóði. Ákærði greiði aksturskostnað verjandans 42.240 krónur. Annar sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. Ingi Tryggvason