Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 20 . apríl 2021 Mál nr. E - 5987/2020: A (Karl Ó. Karlsson lögmaður) gegn B (Gestur Gunnarsson lögmaður) Dómur Mál þetta var höfðað 16. september 2020 og dómtekið 24. mars sl. Stefnandi er A , . Stefnt er B , . Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda 3.644.240 kr. ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af 1.094.030 kr. frá 1.5.2019 til 1.6.2019, af 1.635.979 kr. frá þeim degi til 1.7.2019, af 1.818.289 kr. frá þeim degi til 1.8.2019, af 2.044.558 kr. frá þeim degi til 1.9.2019, af 2.243.202 kr. frá þeim degi til 1.10.2019, af 2.469.471 kr. frá þeim degi til 1.11.2019, af 2.731.531 kr. frá þeim degi til 1.12.2019, af 3.144.240 kr. frá þeim degi til þingfestingardags og af 3.644.240 kr. frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er gerð krafa um málskostnað úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu og að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar. I. Stefnandi, sem er fyrrum starfsmaður stefnda, mun hafa verið ráðinn til starfa hjá stefnda vorið 2016. Ágreiningur málsaðila hverfist um það hvort uppsögn stefnanda hafi verið lögmæt. Stefnandi kveðst hafa verið ráðinn til stefnda sem verkstjóri, en stefn di andmælir því og segir stefnanda hafa verið ráðinn til að gegna starfi verkamanns hjá fyrirtækinu. Vísar stefnandi í því samhengi til þess að stefndi sé ófaglærður og hafi allan starfstíma sinn verið undir verkstjórn C , eins fyrirsvarsmanna stefnda. Máls aðilar eru sammála um að verkefni stefnanda hafi verið allfjölbreytt og fram kemur í greinargerð stefnda að stefnandi hafi reynst vera handlaginn að ýmsu leyti. Stefndi andæfir sérstaklega því að stefnandi hafi farið með verkstjórn, enda hafi eðli starfa h ans ekki gefið tilefni til slíks. Stefnandi hafi einungis fyrir mistök verið titlaður sem verkstjóri á vinnustaðarskírteini, sem var gefið út í apríl 2019 eftir að stefnandi hafði verið tilkynntur til Vinnueftirlitsins sem öryggistrúnaðarmaður hjá stefnda 12. apríl 2019. Setning hans í það hlutverk hafi verið ranglega framkvæmd. Stefnandi vísar í þessu samhengi til þess að 18. febrúar 2019 hafi verið tilkynnt um tilnefningu stefnanda í stöðu öryggistrúnaðarmanns hjá stefnda. Dagana 20. 21. febrúar 2019 haf i stefnandi sótt námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn hjá Vinnueftirlitinu og kveðst stefnandi upp frá því hafa sinnt stöðu öryggistrúnaðarmanns hjá stefnda. Um þetta vísar stefnandi nánar til vinnustaðaskírteinis sem stefndi hafi útbúið og afhent stefnanda. Í þessu samhengi deila málsaðilar einnig um það hvort eðlisbreyting hafi orðið á hlutverki hans hjá stefnda, nánar tiltekið hvort hann hafi gegnt starfi verkstjóra í störfum sínum. Málsaðila greinir jafnframt á um það hvort yfirvinna stefnanda hafi öll verið unnin að ósk stefnda, þ.e. hvort stefnandi hafi verið beðinn um að vinna kvöld - og næturvinnu. Af hálfu stefnda er í greinargerð m.a. vísað til þess að stefnandi hafi oftar en einu sinni verið staðinn að því að vera stimplaður inn til vinnu án þess a ð vera við vinnu. Auk þess hafi gætt samstarfsörðugleika og hegðunarvanda af hálfu stefnanda. Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandi aðilaskýrslu, auk C , sem er einn eigenda og fyrirsvarsmanna stefnda. Í skýrslum þeirra kristallaðist ólíkur skilningur á þv í hvort stefndi hefði verið formlega áminntur áður en honum var sagt upp störfum og þá sérstaklega hvort slík áminning hefði verið veitt á fundi sem haldinn mun hafa verið 31. janúar 2019. Af framlögðum gögnum má ráða að stefnanda var sagt upp störfum með bréfi þar að lútandi 23. apríl 2019. Samkvæmt bréfinu átti uppsögnin að gilda frá og með 30. sama mánaðar. Undir rekstri málsins hefur komið fram að fundur hafi verið haldinn af þessu tilefni í húsakynnum stefnda 24. apríl 2019 þar sem stefnandi hafi lagt fram skrifleg mótmæli þess efnis að uppsögnin væri ólögmæt því að hann gegndi stöðu öryggistrúnaðarmanns hjá stefnda. Viðræður á fundinum leiddu ekki til sátta og leitaði stefnandi í framhaldinu til stéttarfélagsins Eflingar sem sendi bréf til stefnda 2. maí 2019, þar sem uppsögn stefnanda var mótmælt sem ólögmætri. Var í bréfinu sett fram árétting á réttarstöðu stefnanda sem öryggistrúnaðarmanns og skorað á stefnda að afturkalla uppsögnina. Af hálfu stefnda var þessu hafnað með tölvubréfi 17. sama mánaðar . Áframhaldandi viðræður aðila snerust m.a um það hvort stefnanda teldist skylt að vinna út uppsagnarfrest sinn eða hvort honum væri það óskylt með vísan til þess að stefndi ætlaði honum að vinna þá önnur störf en hann hafði áður gegnt, en nánar verður um þetta fjallað hér á eftir. Viðræður þessar leiddu ekki til neinna sátta og kaus stefnandi þá að höfða mál þetta til greiðslu vangoldinna launa, svo og til heimtu skaða - og miskabóta. II. Stefnandi gerir kröfu um uppgjör vangoldinna launa við starfslok. Í fyrsta lagi liggi fyrir að stefnandi hafi fengið greiddar færri yfirvinnustundir í aprílmánuði 2019 en hann hafi innt af hendi fyrir stefnanda. Samkvæmt fyrirliggjandi tímaskrift hafi stefnandi unnið samtals 25,5 yfirvinnustundir í aprílmánuði 2019. Stefnd tímaskráningu og fella út alls 13,5 yfirvinnustundir, sem stefnandi geri kröfu um að fá greiddar. Í því sambandi áréttar stefnandi að hann hafi aldrei unnið yfirvinnu í trássi við fyrirmæli stefnda eða stimpla ð sig til vinnu án þess að vera við störf. Undir þessum lið gerir stefnandi kröfu um að fá greiddar 49.640 kr. ( 13,5 klst. x 3.677 kr.). Í annan stað gerir stefnandi kröfu um að fá greiddan bónus fyrir aprílmánuð, 100.000 kr. Eins og fram komi á fyrri laun aseðlum hafi hluti af launakjörum stefnanda verið mánaðarlegur bónus. Í þriðja lagi gerir stefnandi kröfu um uppgjör áunnins frítökuréttar samkvæmt kjarasamningi allan starfstíma sinn hjá stefnda. Samkvæmt kafla 2.4 í aðalkjarasamningi Eflingar - stéttarfél ags og Samtaka atvinnulífsins skuli haga vinnutíma þannig á hverjum sólarhring, reiknað frá byrjun vinnudags, að starfsmaður fái a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld. Séu starfsmenn beðnir um að mæta til vinnu áður en 11 klst. hvíld er náð sé heimilt að fresta hvíldinni og veita síðar, þannig að frítökuréttur, 1½ klst. (dagvinna), safnist upp fyrir hverja klst. sem hvíldin skerðist. Uppsafnaður frítökuréttur samkvæmt framangreindu skuli koma fram á launaseðli og veittur í hálfum og heilum dögum utan annatíma í s tarfsemi fyrirtækis í samráði við starfsmenn enda sé uppsafnaður frítökuréttur a.m.k. fjórar klst. Við starfslok skuli ónýttur frítökuréttur starfsmanns gerður upp og teljast hluti ráðningartíma. Frítökuréttur stefnanda hafi ekki verið skráður á launaseðla , svo sem stefnda hafi borið að gera. Við yfirferð tímaskrifta stefnanda hafi komið í ljós að í mörgum tilvikum skorti á að 11 klst. lágmarkshvíld væri veitt, en stefnda hafi borið á grunni stjórnunarréttar að tryggja að svo væri. Uppsafnaður frítökuréttur samkvæmt framangreindu nemi samtals 299 stundum (leiðrétt frá bréfi Eflingar), sem sundurliðist svo samkvæmt fyrirliggjandi tímaskrift stefnanda: 20.5.2016: 3,75 st., 13.7.2016: 3,75 st., 7.9.2016: 3,75 st., 30.12.2016: 0,85 st., 31.1.2017: 3,00 st., 16. 2.2017: 4,50 st., 27.2.2017: 1,50 st., 3.3.2017: 3,75 st., 24.3.2017: 4,50 st., 29.3.2017: 3,50 st., 5.5.2017: 0,34 st., 10.5.2017: 2,25 st., 23.6.2017: 0,75 st., 1.7.2017: 3,75 st., 12.7.2017: 2,25 st., 18.7.2017: 2,25 st., 26.7.2017: 2,25 st., 1.8.2017: 3,75 st., 3.8.2017: 5,25 st., 9.8.2017: 1,50 st., 23.8.2017: 1,50 st., 30.8.2017: 4,50 st., 5.9.2017: 1,00 st., 14.9.2017: 2,25 st., 22.9.2017: 1,00 st., 29.9.2017: 0,50 st., 4.10.2017: 1,00 st., 7.10.2017: 4,50, 13.10.2017: 1,50 st., 21.10.2017: 3,00 st., 25.10.2017: 3,75 st., 28.10.2017: 3,00 st., 3.11.2017: 1,00 st., 8.11.2017: 3,00 st., 9.11.2017: 1,00 st., 21.11.2017: 1,50 st., 23.11.2017: 2,25 st., 19.12.2017: 2,25 st., 10.1.2018: 4,50 st., 22.3.2018: 4,50 st., 23.3.2018: 6,00 st.,4.4.2018: 3,00 st., 5.4.2018: 2,25 st., 6.4.2018: 1,00 st., 11.4.2018: 2,25 st., 13.4.2018: 3,00 st., 17.4.2018: 1,50 st., 24.4.2018: 3,00 st., 26.4.2018: 3,00 st., 27.4.2018: 2,25 st., 3.5.2018: 4,50 st., 6.5.2018: 6,00 st., 7.5.2018: 3,00 st., 11.5.2018: 4,50 st., 16.5.2018 : 3,00 st., 24.5.2018: 4,50 st., 25.5.2018: 4,50 st., 26.5.2018: 2,25 st., 29.5.2018: 3,00 st., 31.5.2018: 4,50 st., 2.6.2018: 4,50 st., 5.6.2018: 4,50 st., 12.6.2018: 3,75 st., 13.6.2018: 3,75 st., 15.6.2018: 4,50 st., 18.6.2018: 3,75 st., 21.6.2018: 4,50 st., 22.6.2018: 6,00 st., 26.6.2018: 2,25 st., 27.6.2018: 4,50 st., 29.6.2018: 1,80 st., 4.7.2018: 4,50 st., 6.7.2018: 4,50 st., 11.7.2018: 3,75 st., 17.7.2018: 3,00 st., 18.7.2018: 5,25 st., 20.7.2018: 5,25 st., 26.7.2018: 1,50 st., 31.7.2018: 3,00 st., 1.8.2018: 3,00 st., 2.8.2018: 4,50 st., 4.8.2018: 4,50 st., 15.8.2018: 4,50 st., 16.8.2018: 3,00 st., 17.8.2018: 2,25 st., 12.9.2018: 3,00 st., 26.9.2018: 1,50 st., 3.10.2018: 3,75 st., 4.10.2018: 3,75 st., 6.10.2018: 2,25 st., 10.10.2018: 1,50 st., 11.10. 2018: 1,50 st., 12.10.2018: 2,25 st., 15.11.2018: 0,75 st., 20.11.2018: 0,75 st., 5.12.2018: 3,75 st., 11.12.2018: 1,50 st., 16.1.2019: 3,00 st. og 20.2.2019: 1,50 st. Við uppgjör frítökuréttar beri að margfalda uppsafnaðar stundir með dagvinnutíma - kaupi s tarfsmanns. Með hliðsjón af öllu framangreindu sé undir þessum lið gerð krafa um greiðslu samtals 811.850 kr. (299 st. x 2.715 kr.). Stefnandi gerir að lokum kröfu um greiðslu orlofs á vangoldin laun, 10,17% eða 97.784 kr., sbr. 4. kafla greinds aðalkjaras amnings, auk hlutfallslegrar desemberuppbótar, sbr. kafla 1.4 í kjarasamningnum. Full desemberuppbót 2019 nemi 92.000 kr. (45 vikur) og sé gerð krafa um hlutfallslega greiðslu miðað við 17 vikur eða 34.756 kr. Stefnandi gerir kröfu um skaðabætur vegna ólög mætrar uppsagnar úr starfi. Þegar uppsögn stefnanda bar að hafi stefnandi í senn gegnt stöðu verkstjóra og öryggistrúnaðarmanns hjá stefnda. Í því sambandi er sérstök athygli vakin á því að stefndi hafi, gegn betri vitund, kosið að neita því að stefnandi h efði haft þessa stöðu. Hafi það sérstaka þýðingu við mat á trúverðugleika fullyrðinga og ásakana sem fram hafi komið af hálfu stefnda gegn stefnanda. Samkvæmt 11. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, sé atvinnurekendum og umboðsmönnum þei rra óheimilt að segja trúnaðarmönnum upp vinnu vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna eða láta þá á nokkurn annan hátt gjalda þess að stéttarfélag hafi falið þeim að gegna trúnaðarmannsstörfum fyrir sig. Þurfi atvinnurekandi að fækka verkamönnum þá skuli tr únaðarmaður að öðru jöfnu sitja fyrir um að halda vinnunni. Gegn síðastnefndum málslið 11. gr. hafi stefndi brotið, en samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, njóti öryggistrúnaðarmenn sömu verndar og mæl t sé fyrir um í 11. gr. laga nr. 80/1938. Stefnandi hafi hvorki gerst sekur um brot á starfsskyldum sínum gagnvart stefnda, hvað þá að hann hafi hlotið áminningu vegna brota í starfi. Fullyrðingum stefnda um hið gagnstæða er vísað á bug af stefnanda hálfu. Af dómafordæmum leiði að sé atvinnurekanda yfir höfuð talið heimilt að segja starfsmanni upp störfum þá eigi starfsmaður rétt á að vinna út uppsagnarfrest við þau störf og eftir þeim starfskjörum sem hann var ráðinn til og gegndi þegar uppsögn bar að. Í tilviki stefnanda liggi fyrir að stefnandi hafi haft með höndum stöðu verkstjóra, með bíl o.fl. til umráða stöðu sinnar vegna. Stefndi hafi fyrirvaralaust svipt stefnanda verkstjórastöðu sinni, auk þess að gera stefnanda að skila fyrirvaralaust öllu því se m hann hafði til afnota stöðu sinnar vegna. Fyrirmæli stefnda hafi verið þess efnis að stefnanda bæri að vinna uppsagnarfrest sem óbreyttur verkamaður og undir stjórn annars verkstjóra við önnur störf en hann hafði áður sinnt. Slíkt hafi ekki aðeins verið óheimilt eins og á stóð, heldur hafi það einnig falið í sér fádæma lítilsvirðingu gagnvart stefnanda. Stefnda hafi ítrekað verið gefinn kostur á að snúa ofan af ákvörðun sinni, en allt hafi komið fyrir ekki. Stefnandi hafi því verið í fullum rétti til að n eita að inna frekara vinnuframlag af hendi fyrir stefnda og öðlast um leið skaðabótakröfu sem nemi ígildi launa, ekki aðeins út uppsagnarfrest, heldur fram yfir endimörk uppsagnarfrests. Eftir að hafa beitt stefnanda niðurlægjandi meðferð við uppsögn hafi stefndi síðan þjófkennt stefnanda í kjölfar uppsagnar. Stefnandi gerir undir þessum lið kröfu um bætur er nemi ígildi launa hjá stefnda í samtals 7 mánuði, þ.e. bætur er nemi ígildi launa í kjarasamningsbundnum þriggja mánaða uppsagnarfresti, auk fjögurra mánaða til viðbótar, eða vegna tímabilsins maí til og með nóvember 2019, að teknu tilliti til launa sem stefnandi fékk greidd frá þriðja aðila á tímabilinu í þeirri viðleitni að takmarka tjón sitt. Við ákvörðun bóta er miðað við það að brúttólaun stefnand a á mánuði hefðu numið alls 824.304 kr. Í því sambandi er lagt til grundvallar ígildi mánaðarlauna stefnanda fyrir dagvinnu, 470.591 kr. (173,33 x 2.715 kr.), meðaltalsyfirvinna stefnanda hjá stefnda á árinu 2018, 253.713 kr. (63 klst. x 3.677 kr.) og bónu s, 100.000 kr. Til frádráttar komi greidd laun til stefnanda frá Snóki ehf. á tímabilinu (dagvinna, yfirvinna og ferðagjald), með þeirri breytingu að laun í júlí og september hjá Snóki ehf. eru hækkuð upp og miðuð við meðaltalslaun hjá Snóki ehf. aðra mánu ði tímabilsins, vegna launalauss orlofs sem stefnandi tók í júlí og september (*meðallaun júní, ágúst, október og nóvember námu 598.036 kr.; rauntekjur í júlí voru lægri eða 357.283 kr. og 306.727 kr. í september. vegna launalauss orlofs). Við bætist 10,17 % orlof. Alls nemur bótakrafa stefnanda undir þessum lið 2.361.279 kr. Stefnandi gerir kröfu um miskabætur á hendur stefnda vegna ólögmætrar meingerðar í sinn garð í kjölfar uppsagnar. Í bréfi Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd stefnda hafi verið vísað til þess, um þremur mánuðum eftir uppsögn stefnanda, að stefnandi hafi skil að vinnubifreið þeirri sem hann hafði til umráða tómri og skorað á stefnanda að sanna að verkfæri og aukahlutir sem stefnandi hafi fjarlægt hafi verið hans eign. Í þessu sambandi sé áréttað af hálfu stefnanda að hann hafi upplýst sérstaklega að hann myndi taka úr bifreiðinni verkfæri sem honum tilheyrðu og ljós sem hann hefði sett á bifreiðina. Engar athugasemdir hafi komið fram af hálfu stefnda varðandi viðskilnað bifreiðarinnar fyrr en með þessu bréfi, löngu eftir uppsögn. Stefnda hafi verið í lófa lagið að koma fram með athugasemdir, teldi hann ástæðu til, strax við skil bifreiðarinnar. Með síðbúinni áskorun hafi stefndi ásakað stefnanda um refsiverðan verknað. Stefndi hafi ekki dregið ásökunina til baka, þrátt fyrir áskorun þar að lútandi. Gerð er krafa um greiðslu miskabóta að fjárhæð 500.000 kr. með vísan til b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. 13. gr. laga nr. 37/1999. Stefndi hafi með þjófkenningu valdið stefnanda verulegum miska og felist ófjárhagslegt tjón stefnanda einkum í augl jósri röskun á stöðu og högum hans, mannorðshnekki og ærumeiðingu, en orðspor og traust stefnanda og starfsmanna almennt í vinnusambandi sé grundvallarforsenda þess að starfsmaður fái notið atvinnufrelsis. Endanleg dómkrafa stefnanda sundurliðast með efti rfarandi hætti: Vangoldin laun: Yfirvinna apríl 2019, 13,5 klst. x 3.677 kr. 49.640 kr. Bónus fyrir apríl 2019 100.000 kr. Uppsafnaður frítökuréttur 209 st. x 2.715 kr. 811.850 kr. Orlof 10,17% af 961.635 kr. 97.7 84 kr. Desemberuppbót, 92.000 kr./45x17 34.756 kr. Samtals : 1.094.030 kr. Skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar: mánuður brúttó frádráttur mismunur maí 2019 824.304 kr. 282.355 kr. 541.949 kr. júní 2019 824.304 kr. 641.994 kr. 182.310 kr. júlí 2019 824.304 kr. *598.036 kr. 226.269 kr. ágúst 2019 824.304 kr. 625.660 kr. 198.644 kr. september 2019 824.304 kr. *598.036 kr. 226.269 kr. október 2019 824.304 kr. 562.244 kr. 262.060 kr. nóvember 2019 824.304 kr. 600.854 kr. 223.450 kr. Samtals mismunur: 1.860.950 kr. orlof 10,17%: 189.259 kr. Bótakrafa samtals: 2.050.209 kr. i) Miskabætur: 500.000 kr. Stefnukrafa samtals : 3.644.239 kr. III. Varnir stefnda byggjast á því að stefnandi eigi ekki frekari kröfur á hendur stefnda. Launakröfur stefnanda hafi að fullu verið gerðar upp við starfslok hans og eigi stefnandi engar frekari kröfur á hendur stefnda, hvorki kröfur um laun, orlof, frítökurétt né uppbót. Þá er því hafnað að stefnandi eigi rétt á skaðabótum eða miskabótum úr hendi stefnda, enda hafi stefndi ekki með neinum hætti valdið stefnanda tjóni eða miska sem stefndi beri bótaábyrgð á. Hvað varðar kröfu um vangoldin laun við starfslok ve gna yfirvinnu í aprílmánuði 2019 þá hafnar stefndi því að stefnandi eigi tilkall til greiðslu á 13,5 yfirvinnustundum til viðbótar þeim 12 yfirvinnustundum sem stefndi hafi samþykkt og gert upp við stefnanda við starfslok. Stefndi áréttar það sem áður hefu r verið rakið, að hann hafi sérstaklega óskað eftir því að stefnandi hætti að sinna óumbeðinni yfirvinnu fram á kvöld og nætur og óskað eftir því að stefnandi sinnti einungis þeim verkefnum sem fyrir hann væru lögð. Stefndi hafi almennt ekki talið vera þör f á að yfirfara sérstaklega tímaskráningu stefnanda, frekar en annarra starfsmanna fyrirtækisins, enda beri stefndi almennt ríkt traust til starfsmanna sinna og hann hafi treyst því að stefnandi færi eftir þeim reglum sem stefndi setji starfsmönnum sínum. Aftur á móti hafi verið talin sérstök ástæða til að yfirfara tímaskráningar stefnanda þegar hann hafi oftar en einu sinni verið staðinn að því að vera stimplaður inn til vinnu án þess að vera við vinnu. Sú yfirferð hafi aðeins náð til aprílmánaðar 2019, en eldri mánuðir hafi ekki verið yfirfarnir og hafi stefnandi verið látinn njóta vafans hvað þá mánuði varðar. Hins vegar sé ljóst að skráning yfirvinnu á starfstíma stefnanda hjá stefnda hafi verið háð verulegum annmörkum vegna ofskráningar, einkum í verkef num sem stefndi hafi aldrei óskað eftir að stefnandi tæki að sér. Stefndi hafnar því að stuðst verði við óstaðfesta einhliða skráningu stefnanda um ætlaðan yfirvinnutíma. Stefndi hafi haft tilefni til að ætla að eigin skráning stefnanda á yfirvinnutímum sí num hafi verið með frjálslegasta móti og að skráningin endurspeglaði ekki raunverulegan vinnutíma hans á umræddu tímabili. Af þeirri ástæðu hafi stefndi yfirfarið skráðar yfirvinnustundir stefnanda í aprílmánuði 2019 og einungis greitt staðfestar yfirvinnu stundir. Kröfu um bónusgreiðslu fyrir aprílmánuð 2019 sé jafnframt hafnað. Engin skilyrði séu til að fallast á kröfuna, enda hafi stefnandi ekki innt af hendi slíkt vinnuframlag í apríl 2019 að réttlætt gæti 100.000 króna bónusgreiðslu. Hafa beri í huga a ð páskarnir voru í aprílmánuði 2019 og stefnandi hafi ekki mætt aftur til vinnu, eftir að tilkynnt hafði verið um uppsögn hans. Hann hafi því aðeins unnið hluta aprílmánaðar og ekki unnið inn rétt til bónusgreiðslu. Stefndi byggir á því að hann hafi að ful lu gert upp við stefnanda allt það sem hann hafi getað átt inni hjá stefnda, og raunar umfram það. Stefndi mótmælir því að honum verði gert að greiða stefnanda frekari laun, og því síður frítökurétt. Kröfum um frítökurétt sé mótmælt sem ósönnuðum, sérstakl ega í ljósi þess sem áður hafi verið rakið um tímaskráningar stefnanda. Þá sé því alfarið vísað á bug að stefndi hafi brotið gegn kjarasamningsbundnum lágmarksrétti starfsmanna til hvíldartíma. Eins og rakið hafi verið skipuleggi stefndi störf starfsmanna sinna með þeim hætti að þeir nái ávallt þeirri lágmarkshvíld sem lög áskilji. Á öllum verkstöðum hangi skilti þar sem fram komi að beinlínis sé bannað að vinna á verkstað eftir klukkan 21:00 á kvöldin og fyrir klukkan 07:00 á morgnana. Þegar stefnandi hafi verið staðinn að því að vera skráður inn til vinnu, ýmist án þess að vera í vinnunni eða við að sinna verkefnum sem enginn vissi hver voru, hafi sérstaklega verið farið fram á að stefnandi hætti öllu slíku og sinnti ekki annarri yfirvinnu en þeirri sem yf irmenn hans óskuðu eftir. Stefnanda hafi verið fullkunnugt að hann hefði ekki heimild til að vinna yfirvinnu nema samkvæmt beiðni yfirmanna, enda engin þörf á því með tilliti til eðlis þeirra verkefna sem stefnandi hafi haft með höndum hjá stefnda. Ítrekar stefndi í því sambandi að aldrei hafi verið samið um að stefnandi mætti áður en 11 klukkustunda hvíld næðist. Þvert á móti hafi stefndi staðið í þeirri trú að stefnandi hagaði vinnudegi sínum með þeim hætti að hvíldartími næðist og stefndi hagað reglum fy rirtækisins sérstaklega með þeim hætti að starfsmenn myndu ávallt ná lágmarkshvíldartíma. Forsenda fyrir frítökurétti stefnanda sé sú að stefndi hafi sérstaklega óskað eftir því að stefnandi mætti til vinnu áður en 11 klukkustunda hvíld væri náð. Svo hafi ekki verið. Það að stefnandi hafi gegn skýrum fyrirmælum stefnda unnið langt fram á kvöld eða nætur og óumbeðinn mætt til vinnu áður en hann hafi náð tilskilinni hvíld sé ekki til þess fallið að frítökuréttur stofnist. Stefnda hafi ekki verið kunnugt um h vað stefnandi væri að fást við þegar hann vann fram á kvöld, en í einhverjum tilfellum hafi hann verið að þrífa bílinn sem hann hafði til afnota, sem rétt sé að benda á að stefnandi hafi farið með eins og sinn einkabíl. Af hálfu stefnanda hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við laun, launaseðla, hvíldartíma né frítökurétt á meðan hann starfaði hjá stefnda en stefnandi hafi starfað hjá stefnda í um þrjú ár. Stefnanda hafi borið að gera athugasemdir strax ef honum reyndist ekki unnt að sinna þeim verkefnum sem hann var ráðinn til að sinna innan eðlilegra tímamarka. Byggir stefndi á því að um sé að ræða tómlæti hjá stefnanda. Kröfu um greiðslu orlofs á ætluð vangoldin laun er hafnað með vísan til fyrri umfjöllunar að breyttu breytanda. Stefndi hafnar jafnfram t kröfu stefnanda um desemberuppbót og byggir á því að engin skilyrði séu til að fallast á þá kröfu. Samkvæmt öllu framangreindu byggir stefndi á því að við starfslok stefnanda hafi að fullu verið gert upp við hann vegna þeirrar vinnu sem hann hafi innt af hendi fyrir stefnda. Kröfu um skaðabætur er nemi ígildi launa hjá stefnda samtals í sjö mánuði, þ.e. bætur er nemi ígildi launa í kjarasamningsbundnum þriggja mánaða uppsagnarfresti, auk fjögurra mánaða til viðbótar vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar úr starfi, er hafnað og stefndi mótmælir því að nokkur skilyrði séu til að fallast á slíka kröfu. Stefnandi byggir sýknukröfu sína á því að uppsögn stefnanda úr starfi hafi ekki verið andstæð 2. mgr. 9. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og örygg i á vinnustöðum, sbr. 11. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, heldur hafi uppsögnin verið fullkomlega lögmæt. Stefnanda hafi verið veitt tækifæri til að vinna út uppsagnarfrest við þau störf og eftir þeim starfskjörum sem hann hafi verið ráðinn til og gegnt þegar uppsögn bar að. Stefndi hafnar því, sem haldið sé fram í stefnu, að stefndi hafi fyrirvaralaust svipt stefnanda verkstjórastöðu. Stefnandi hafi aldrei verið titlaður verkstjóri hjá stefnda og aldrei gegnt slíkri stöðu. Því er jafn framt vísað á bug að stefnandi hafi haft mannaforráð. Stefndi hafnar því að stefnanda hafi verið falið að vinna uppsagnarfrest sem óbreyttur verkamaður undir stjórn annars manns. Eina breytingin hafi verið sú að stefndi hafi verið beðinn um að skila bifrei ð í eigu stefnda sem stefnandi hafði haft til afnota, en honum hafi sannarlega verið gefinn kostur á að vinna störf sambærileg þeim sem hann hafði unnið fram að því og honum veittar upplýsingar um þann verkstjóra sem myndi mæla fyrir um þau verkefni sem ha nn ætti að sinna á uppsagnarfresti. Stefnandi hafi sjálfur kosið að vinna ekki uppsagnarfrest og þar með fyrirgert rétti sínum til launa á kjarasamningsbundnum þriggja mánaða uppsagnarfresti. Hvað varðar ætlaða ólögmæta uppsögn byggir stefndi í fyrsta la gi á því að stefnandi hafi ekki notið þeirrar verndar gegn uppsögnum sem haldið sé fram í stefnu. Samkvæmt 13. gr. reglugerðar nr. 920/2006, um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum, skuli kosning öryggistrúnaðarmanns fara fram með skrifle gri atkvæðagreiðslu, sem standi a.m.k. einn vinnudag eða á starfsmannafundi er hafi verið boðaður með a.m.k. tveggja sólahringa fyrirvara, þar sem öllum starfsmönnum, sem kosningarétt hafa, sé gefinn kostur á þátttöku. Slík kosning hafi ekki farið fram með al starfsmanna stefnda, eins og reglur kveði á um. Stefnandi hafi verið tilkynntur til Vinnueftirlitsins sem öryggistrúnaðarmaður þann 12. apríl 2019 og tilkynning afturkölluð 24. apríl 2019 í ljósi þess að hann hefði ekki verið kosinn af starfsmönnum sem öryggistrúnaðarmaður. Þann 26. apríl hafi stefndi sent inn nýja tilkynningu um öryggistrúnaðarmann eftir kosningu sem hafi farið fram meðal starfsmanna stefnda eftir þeim reglum sem gildi um kosningu öryggistrúnaðarmanns. Samkvæmt framangreindu byggir stef ndi á því að stefnandi hafi ekki verið með stöðu öryggistrúnaðarmanns hjá stefnda og því ekki notið neinnar sérstakrar verndar gegn uppsögn. Jafnvel þótt fallist væri á að stefnandi hafi gegnt stöðu öryggistrúnaðarmanns þá hafi uppsögnin ekki með neinum hæ tti tengst hugsanlegum störfum hans sem öryggistrúnaðarmanns. Uppsögnin hafi átt sér nokkurn aðdraganda, þar sem staðið hafi til að segja stefnanda upp störfum snemma árs 2019 vegna samskiptaörðugleika og trúnaðarbrests í starfi. Í stefnu er því haldið fr am að stefnanda hafi ekki verið veitt áminning eða gefinn kostur á að bæta ráð sitt. Þessum fullyrðingum stefnanda er mótmælt sem röngum. Stefnanda hafi verið veitt áminning og honum gefinn rúmur kostur á að bæta ráð sitt, ella kynni honum að vera sagt upp . Stefndi byggir á því að vernd samkvæmt 11. gr. laga nr. 80/1938 sé ekki algild. Öryggistrúnaðarmaður geti þurft að sæta því að vera sagt upp starfi. Stefndi hafi staðið rétt að uppsögn stefnanda og ítrekar í þeim efnum að uppsögnin komi starfi hans sem ö ryggistrúnaðarmanns ekkert við. Þá hafi hún auk þess ekki komið til vegna fækkunar starfsmanna hjá stefnda. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á tjón eða að bótaskilyrðum sé fullnægt. Kröfu stefnanda um greiðslu á fjórum mánuðum til viðbótar er sömuleiðis hafna ð með vísan til alls framangreinds. Engin skilyrði séu til að fallast á slíka kröfu. Uppsögn stefnanda hafi farið fram með löglegum hætti og stefnandi ekki orðið fyrir neinu tjóni sem rakið verði til saknæmrar eða ólögmætrar háttsemi stefnda. Hefði svo ver ið hefði stefnandi þurft að takmarka tjón sitt, eftir því sem kostur var. Það hefði hann getað gert með því að vinna uppsagnarfrest sinn, sem hann kaus að gera ekki. Stefndi hafnar tilvísun stefnanda til ákvæðis 1. mgr. 65. gr. laga nr. 80/1938 sem þýðinga rlausri og hafnar því að skilyrði séu til lögjöfnunar frá því ákvæði. Stefndi hafnar því að stefnandi eigi nokkurn rétt á greiðslu miskabóta vegna ætlaðrar ólögmætrar meingerðar í kjölfar uppsagnar með vísan til b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50 /1993. Í stefnu sé vísað til bréfs Samtaka atvinnulífsins f.h. stefnda 28. júní 2019 til stuðnings kröfu um miskabætur. Stefndi mótmælir því að hafa þjófkennt stefnanda. Í umræddu bréfi hafi einungis verið skorað á stefnanda að upplýsa stefnda um afdrif þe irra verkfæra og aukahluta sem hafi verið í vinnubifreið þeirri sem stefnandi hafði til afnota, og skorað á stefnanda að sýna fram á að hann væri eigandi þessara muna. Það komi stefnda á óvart að stefnandi haldi því fram að hann hafi notað eigin verkfæri við vinnu sína hjá stefnda, enda hafi slíkt aldrei tíðkast hjá starfsmönnum stefnda. Allir starfsmenn hjá stefnda hafi greiðan aðgang að öllum þeim tækjum, verkfærum og efnum sem þeir þurfi til að sinna þeim verkefnum sem þeir hafa með höndum hjá stefnda. Stefnandi hafi haft heimild til úttekta á viðskiptareikningum stefnda hjá ákveðnum fyrirtækjum. Öll tæki og efni sem tekin séu út á viðskiptareikningum stefnda eigi starfsmaður að merkja með ákveðnum hætti og skrá á tækjalista stefnda. Stefndi skori á stef nanda að upplýsa um afdrif þeirra verkfæra sem hann hafi tekið út í gegnum viðskiptareikninga stefnda, í ljósi þess að vanhöld hafi verið á skráningu þeirra tækja af hálfu stefnanda. Stefnandi hafi leyst út umtalsvert magn verkfæra, fata, efnis og tækja fy rir reikning stefnda, m.a. hjá Sindra, AMG Aukarafi, Húsasmiðjunni, Byko og Dynjanda, eða fyrir samtals 5.705.135 kr. Veruleg vanhöld hafi verið á því að stefnandi merkti og skráði þessar vörur í samræmi við reglur stefnda. Þar af leiðandi hafi verið réttm ætt að óska eftir skýringum stefnanda á því hvað hefði orðið af þeim verkfærum sem höfðu verið í bifreiðinni sem hann hafði til afnota, og skora á stefnanda að sýna fram á að þetta hafi verið hans verkfæri. Því er alfarið mótmælt að stefnandi hafi orðið fy rir nokkrum miska vegna þessa og að hann hafi orðið fyrir einhvers konar röskun á stöðu og högum sökum áskorunar stefnda. Kröfur stefnanda um skaðabætur sem nemi ígildi sjö mánaða launa eigi sér enga stoð í dómum sem fallið hafi í sambærilegum málum. Stef nandi hafi sjálfur ákveðið að hætta störfum fyrirvaralaust í kjölfar uppsagnarinnar og valda þar með stefnda tjóni. Þá gerir stefndi jafnframt athugasemd við þá aðferð sem stefnandi notar til að reikna út brúttólaun stefnanda, en þar séu m.a. lagðar til gr undvallar tímaskráningar stefnanda hjá stefnda sem ekki hafi verið yfirfarnar og hafi við nánari skoðun ekki í öllum tilvikum reynst réttar. Stefnandi geri kröfu um reiknað ígildi mánaðarlauna fyrir maímánuð 2019 þrátt fyrir að hafa hafið störf hjá Snóki þann 10. maí s.m. Gerð er krafa um að vinnulaun hjá Snóki fyrir maí mánuð komi til frádráttar kröfunni. Einnig eru gerðar athugasemdir við það hvernig krafa stefnanda er reiknuð þá mánuði sem stefnandi tók orlof. Stefnandi hafi fengið orlofslaun greidd in n á orlofsreikning mánaðarlega og því tekið launalaust leyfi þegar hann fór í orlof. Engar forsendur séu til að krefjast fullra launa frá stefnda þegar stefnandi hafi raunverulega tekið sumarorlof. IV. Af öllu því sem rakið hefur verið hér að framan verð ur við úrlausn málsins lagt til grundvallar að stefnandi hafi starfað hjá stefnda frá vormánuðum 2016 og fram í apríl 2019. Framlögð tölvupóstssamskipti 17. maí 2019 milli fulltrúa stéttarfélagsins Eflingar og D , fyrirsvarsmanns stefnda, staðfesta að ekki var gerður formlegur ráðningarsamningur við stefnanda. Þetta ráðslag var í andstöðu við gildandi kjarasamning milli Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, nánar tiltekið gr. 1.14 í þeim samningi, þar sem fram kemur m.a. að sé starfsmaður ráðinn til lengri tím a en eins mánaðar skuli, eigi síðar en tveim mánuðum eftir að starf hefst, gerður skriflegur ráðningarsamningur eða ráðning staðfest skriflega. Í kjarasamningsákvæði þessu er jafnframt tekið fram að í ráðningarsamningi eða ráðningarbréfi skuli koma fram ti till, staða, eðli eða tegund starfs sem starfsmaður er ráðinn í eða stutt útlistun eða lýsing á starfinu. Sú staðreynd að þessu hafi ekki verið sinnt í vinnusambandi málsaðila hefur að mati dómsins átt þátt í því að deilur þeirra um lögmæti uppsagnar stefn anda hafa orðið erfiðari en ella hefði orðið. Þessa ályktun byggir dómurinn á skírskotun til þess að ráðningarsamningur eða ráðningarbréf á grundvelli kjarasamningsins hefði skýrt nánar hvers konar störfum stefnandi sinnti hjá stefnda og þá hvort stefndi h afi notið sérstakrar uppsagnarverndar sem leiði til þess að telja beri uppsögnina ólögmæta. Af þessu leiðir að stefndi verður að bera hallann af allri óvissu um inntak ráðningarsambandsins sem hér um ræðir. Við úrlausn um lögmæti uppsagnarinnar verður ek ki litið fram hjá því að stefndi lét þessa, sem lagt hefur verið fram meðal annarra málsgagna, sýnir jafnframt að starfsheiti stefnanda er þar tilgreint með or grundvallar að skírteini þetta hafi verið gefið út samkvæmt lögum nr. 42/2010 um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum, sbr. sérstaklega ákvæði 3. gr. þeirra laga, en fyrir liggur samkvæm t upplýsingum úr hlutafélagaskrá að starfsemi stefnda telst til atvinnugreina sem síðastnefnd lög taka til, sbr. 3. mgr. 1. gr. laganna. Í þessu samhengi er og til þess að líta að með samkomulagi Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um breyting ar á fyrra samkomulagi um vinnustaðaskírteini og framkvæmd eftirlits á vinnustöðum var tilgreint nákvæmlega hvaða upplýsingar skyldu koma fram á vinnustaðaskírteini og tekið fram að þar á arfið sem starfsmaðurinn er Meðal framlagðra skjala er tölvupóstur sem E , gæðastjóri stefnda, sendi á alla starfsmenn fyrirtækisins 18. febrúar 2019, sem hafði að geyma tilkynningu þess efnis að verið tilnefndur í síðara hlutverkið. Starfsmönnum var boðið að gera athugasemdir við þessar fyrirætlanir samdægurs. Samkvæmt skjali útgefnu af Vinnueftirlitinu tók stefnandi þátt í tólf klukkustunda námskeiði fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum sem haldið var dagana 20. 21. febrúar 2019. Skjalinu fylgir afrit reiknings sem stílaður var á stefnda vegna námskeiðs þessa og er stefn andi þar tilgreindur þátttakandi. Gagnvart þessu hefur stefndi vísað til þess að stefnandi hafi í reynd ekki haft stöðu öryggistrúnaðarmanns þar sem ekki hafi verið réttilega staðið að vali hans í það hlutverk. Hefur stefndi í því samhengi vísað til 13. gr . reglugerðar nr. 920/2006 um framkvæmd kosninga, boðun kjörfundar o.fl. Gögn málsins benda til þess að tilnefning stefnanda í stöðu öryggistrúnaðarmanns hafi ekki farið fram í fullu samræmi við fyrirmæli gildandi reglna er um það fjalla. Af réttarframkvæm d má þó ráða að formgallar hafi ekki verið látnir varða brottfalli lögmæltrar réttarverndar samkvæmt 11. gr. laga nr. 80/1938 bendi gögn til þess að hlutaðeigandi starfsmaður hafi í reynd gegnt stöðu samkvæmt síðastnefndu lagaákvæði. Hefur dómurinn í þessu samhengi m.a. litið til dóms Félagsdóms 1. nóvember 2010 í máli nr. 10/2009. Samkvæmt síðastnefndu ákvæði 11. gr. laga nr. 80/1938 er atvinnurekendum og umboðsmönnum þeirra óheimilt að segja trúnaðarmönnum upp vinnu vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna e ða láta þá á nokkurn annan hátt gjalda þess að stéttarfélag hafi falið þeim að gegna trúnaðarmannastörfum fyrir sig. Í ákvæðinu er jafnframt kveðið á um það að trúnaðarmenn sæti sérstakri vernd að því leyti að þegar atvinnurekandi telst þurfa að fækka við sig verkamönnum þá skuli trúnaðarmaður að öðru jöfnu sitja fyrir um að halda vinnunni. Í tilviki stefnanda þykir samkvæmt framanskráðu sýnt að hann hafi sótt námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn, sbr. áðurnefnda viðurkenningu Vinnueftirlitsins, auk þess sem ekkert hefur fram komið sem bendir til þess að stefndi hafi gert nokkurn reka að því að uppfæra tilnefningu í stöðu öryggistrúnaðarmanns innan fyrirtækisins með kosningu í samræmi við ákvæði gildandi réttarreglna þar að lútandi. Þótt ráða megi af vörnum st efnda að fyrirsvarsmenn félagsins hafi dregið til 12. apríl 2019 að tilkynna Vinnueftirlitinu formlega um það að stefnandi gegndi stöðu öryggistrúnaðarmanns, þá er jafnframt ljóst að sú tilkynning var ekki afturkölluð fyrr en 24. sama mánaðar, þ.e. daginn eftir ritun títtnefnds uppsagnarbréfs. Að öllu þessu virtu verður ekki fallist á það með stefnda að stefnandi hafi einungis verið óbreyttur verkamaður hjá fyrirtækinu. Þvert á móti þykir nægjanlega sýnt að hann hafi í reynd verið þar í hlutverki öryggistrú naðarmanns og verður í dómi þessum miðað við að menn í þeirri stöðu njóti sömu verndar og trúnaðarmenn samkvæmt áðurtilvísuðu ákvæði 11. gr. laga nr. 38/2001. Eins og mál þetta hefur verið lagt fyrir dóminn birtist þessi vernd í því að stefnda var óheimilt að segja stefnanda upp störfum nema að undangenginni viðvörun eða áminningu og með því að gefa stefnanda þá kost á að bæta ráð sitt. Varnir stefnda sem fram hafa komið í þessu samhengi og lúta að því að stefnandi hafi verið áminntur vegna vinnubragða eða framkomu á vinnustað áður en til uppsagnarinnar kom 23. apríl 2019 eru ekki studdar gögnum og teljast því ósannaðar. Með því að uppsagnarheimildir stefnda voru samkvæmt framansögðu takmarkaðar vegna þeirrar stöðu sem stefnandi telst hafa gegnt innan fyrirt ækisins og ekkert liggur fyrir um að uppsögn stefnanda hafi staðið í tengslum við almenna fækkun starfsmanna, auk þess sem uppsögnin var ekki sérstaklega rökstudd af stefnda hálfu, verður uppsögnin talin ólögmæt. Hvað viðvíkur kröfu stefnanda um laun í uppsagnarfresti er til þess að líta að Hæstiréttur hefur í réttarframkvæmd litið til þess að starfsmaður eigi við þessar aðstæður rétt á að sinna sama starfi og hann hafði með höndum áður en til uppsagnarinnar kom, a uk þess sem viðkomandi eigi þá rétt á að halda óbreyttum kjörum. Í tilviki stefnanda var af hálfu stefnda óskað eftir því að stefnandi ynni út uppsagnartímann en tekið fram að hann ætti að vinna undir verkstjórn nafngreinds manns, sem stefnandi ætti að hri ngja í ef hann mætti í vinnu. Hér að framan hefur orðum verið vikið að því að ráðningarsamningur hafi ekki verið gerður og að stefndi verði að bera hallann af óvissu um inntak ráðningarsambands málsaðila. Með hliðsjón af þeirri staðreynd að stefndi titlaði stefnanda verkstjóra í áðurnefndu vinnustaðaskírteini þykir því verða að leggja til grundvallar að stefnandi hafi í reynd gegnt slíku hlutverki hjá stefnda. Að því virtu og með hliðsjón af réttarframkvæmd verður ekki talið að stefnandi hafi þurft að hlíta þeirri breytingu sem fólst í fyrirmælum stefnda þess efnis að hann lyti eftir uppsögnina verkstjórn manns sem ekki var í eigendahópi stefnda og skilaði vinnubíl sem hann hafði fram að þessu haft til afnota við vinnu sína. Stefndi hefur ekki fært sönnur fy rir þeim ávirðingum sem bornar hafa verið á stefnanda undir rekstri málsins og ekki rökstutt með viðhlítandi hætti að nauðsyn hafi borið til þeirra breytinga á starfi stefnanda sem hér um ræðir. Verður samkvæmt þessu fallist á kröfu stefnanda um laun í upp sagnarfresti. Af framlögðum launaseðlum stefnanda má ráða að hann hafi, að einum mánuði frátöldum, unnið allmikla yfirvinnu hjá stefnda og að stór hluti launagreiðslna hans hafi verið byggður á þeim grunni. Af hálfu stefnda hefur kröfu vegna yfirvinnu og um uppgjör áunnins frítökuréttar verið mótmælt með þeim rökum að stefnandi hafi ekki getað sýnt fram á að hann hafi unnið alla þá tíma sem skráðir voru á hann, tímaskráningin hafi verið úr hófi og ekki verið að beiðni stefnda. Stefndi hefur í þessu samhen gi ekki fært fram viðunandi rök fyrir þeirri ákvörðun félagsins að taka þrettán og hálfa klukkustund af stefnanda. Með því að ekki verður séð að stefndi hafi gert athugasemdir við yfirvinnu stefnanda fyrr en undir lok ráðningarsambandsins, nánar tiltekið í apríl 2019, verða kröfur stefnanda um yfirvinnu og frítökurétt teknar til greina eins og þær eru fram settar í stefnu. Á sama grunni verður, gegn andmælum stefnda, fallist á kröfu stefnanda um orlofsgreiðslu vegna vangoldinna launa, en þó skal tekið fram að stefndi hefur undir rekstri málsins fallið frá andmælum hvað hlutfallslega desemberuppbót áhrærir. Hvað viðvíkur skaðabótakröfu stefnanda, þá telst óumdeilt að stefnandi hafi fengið vinnu um miðjan maímánuð 2019 hjá verktakafyrirtækinu Snóki ehf. Að framangreindum atvikum málsins virtum þykir hæfilegt að miða bætur stefnanda við laun þriggja mánaða tímabils eftir starfslok hans hjá stefnda og koma þá til frádráttar tekjur hans frá nýjum vinnuveitanda á sama tímabili. Kröfum stefnanda um laun eftir umr ætt þriggja mánaða tímabil lögmælts uppsagnarfrests verður hins vegar hafnað, þar sem ekki verður séð að þær kröfur eigi sér stoð í lögum eða dómaframkvæmd. Að virtum þeim breytingum sem málsaðilar hafa gert á dómkröfum sínum undir rekstri málsins þykja ek ki rök til að lækka kröfur stefnanda umfram það sem tilgreint er í endanlegum dómkröfum stefnanda eins og þær voru reifaðar hér í upphafi. Miskabótakröfu stefnda verður hafnað, þar sem framkomnar athugasemdir stefnda má skilja sem ósk um skýringar fremur e n ásökun um refsiverðan verknað. Samkvæmt þessum úrslitum málsins verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað sem telst hæfilega ákveðinn 1.700.000 krónur og hefur við þá ákvörðun verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Arnar Þór Jónsson héraðs dómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, B, greiði stefnanda, A, 2.141.226 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af 1.094.030 krónum frá 1. maí 2019 til 1. júní 2019, af 1.635.979 krónum frá þeim degi til 1. júlí 2019, en af 1.818.289 krónum frá þeim degi til 1. ágúst 2019, en af 2.141.226 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 1.700.000 krónur í málskostnað. Arnar Þór Jónsson