Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 12. apríl 2021 Mál nr. E - 6198/2019 : A , B og C ( Berglind Glóð Garðarsdóttir lögmaður) g egn íslenska ríki nu ( Ólafur Helgi Árnason lögmaður ) Dómur Mál þetta var höfðað 1 . nóvem ber 2019. Stefn endur eru A , B og C . Stefnandi A krefst þess að að stefndi verði dæmdur til að greiða henni 1.500.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. , sbr. 1. málslið 4. gr. , laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 3 . janúa r 201 9 til 1 4 . apríl 2019 og með dráttarvöxtum sam - kvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi B krefst þess að að stefndi verði dæmdur til að greiða henni 1.500.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr., sbr. 1 . málslið 4. gr. , laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 3. janúar 2019 til 14. apríl 2019 og með dráttarvöxtum sam - kvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi C krefst þess að að stefndi verði dæmdur til að greiða henn i 1.500.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr., sbr. 1. málslið 4. gr. , laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 3. janúar 2019 til 14. apríl 2019 og með dráttarvöxtum sam - kvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Allir st efnendur krefjast málskostnaðar úr hendi stefnda eins og mál þetta væri ekki gjaf sóknar mál. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefn e n da og málskostnaðar. Dómari tók við meðferð málsins 14. janúar síðastliðinn en hafði fram að þeim tíma engin afskipti haft af því . Málavextir Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning aðfaranótt fimmtudagsins 3. janúar 2019 kl ukkan 2:33. Tilkynnt var um hljóð , háreysti og barnsgrát, sem bent u sterklega til 2 heimilis ofbeldis í íbúð Ö en þar hefði slíkt átt sér sta ð síðustu tvö ár auk þess sem meintur gerandi hefði verið í neyslu fíkniefna. Útkallinu sinntu fjórir lögreglumenn á tveimur lögreglubifreiðum. Bókað var í dag - bók lögreglu klukkan 4:07 að í ljós hefði komið er hún kom á staðinn að háre y sti hefði ekki bori st frá íbúð Ö heldur hefði verið um íbúð Æ að ræða þar sem stefnandi A byggi á samt D , eins og bókað var , en hann hefði verið í í búðinni ásamt stefnendum þessa nótt . Sam kvæmt framburði stefnand ans A og D fyrir dómi munu þau hafa verið í sambandi um þriggja eða fjögurra ára skeið án þess þó að vera í sambúð. Fram kom að D , sem byggi , dveldi hjá stefnanda þegar hann væri í höfuðborginni . Er lög reglu - mennina bar að garði var enn háreysti í íbúðinni . S amkvæmt framburði stefna nda A hafði yngri dóttir hennar , stefnandinn C , sem þá var tæplega fjögurra ára gömul , vaknað og haft hátt með öskrum og gráti, sem leitt hefði til þess að eldri dóttir hennar, stefnandinn B , sem þá var ríflega sex ára , hefði líka vaknað. Dæturnar hefðu ekki viljað fara að sofa heldur leika sér að spjaldtölvum sem þeim hefðu áskotnast í jólag j öf . Stefnandi mun hafa brugðist við hegðun þeirra með því að hækka róminn en fyrir dómi bar hún um að vera há vær . Fram kom a ð lög regla hefði áður verið kölluð til af þessum sökum í eitt eða tvö skipti en hefði ekki komið inn í íbúðina fyrr af slíku tilefni. Í þetta sinn hefðu lög reglu - menn komið viðstöðulaust inn, farið inn í öll herbergi og svo leitað í eldhúsi og þvotta - húsi. Lög reglumennirnir báru um það fyrir dómi að þeir hef ðu orðið v arir við kannabisfnyk í íbúðinni , sem hefði slegið á móti þeim þegar dyrnar voru opnaðar. Þar sem útkallið laut að grun um heimilisofbeldi hefðu þeir farið rakleitt inn í íbúðina og litið inn í öll herbergi til að ganga úr skugga um að allt væri með felldu og þar væri engin n sár eða eitthvað sem gæti komið á óvart. Þeir voru á einu máli um að leit hefði ekki farið fram í íbúðinni um fram það að tryggja vettvanginn , þe ir hefðu ekki gert leit í þeim skilningi sem áskilið væri í sakamálalögum. Lögreglumennirnir munu hafa skipt liði . L ögreglukona hafi sest niður með dætrunum í herbergi eldri dótturinnar til að róa þær og draga athygli þeirra frá samskiptum lögreglu við ste fnanda A og D í samræmi við mótað verklag í málum af þessu tagi, að halda börnum sem mest frá samskiptum lögreglu og fullorðinna heimilismanna . Bar hún um að hafa rætt um hugðarefni ungra barna , leikskóla og þess háttar, en í engu vikið að tilefni út kalls ins , og kannaðist ekki v i ð , sérstaklega aðspurð, að hafa hindrað stefnanda A í að annast um dætur sínar eða spurt dæturnar um málavöxtu . Annar lö greglum aður settist 3 með stefnanda A inn i í herbergi og ræddi við hana og kannaði tilefni útkallsins og innti hana eftir vitneskju um neyslu fí kniefna, einkum af hálfu D , sem hún kannaðist ekki við. Þ riðji lögreglumaðurinn ræddi við D annars staðar í íbúðinni en hann bar um að er lög - reglan hefði komið á vettvang hefði hann v erið á nærfötunum með yngri dóttur stefn anda ns A í fanginu . Fjórði lögreglumaðurinn bar um að hafa unnið að því a ð tryggja vett vanginn og hefði af því tilefni farið inn í eldhús. Þar inn af hefði verið þvottahús og inn um opna r dyr þangað inn h efði hann s é ð ætluð fíkniefni ofan á frystikistu og kallað til þann lög reglumann sem annaðist stjórn á vettvangi . D , sem bókað var af hálfu lögreglu að væri sambýlismaður stefnanda A , mun hafa játað neyslu kannabisefna sem hann hefði reykt út i á svölum og kannast við tómar neyslu umbú ð i r utan af þeim . D bar um að hafa reykt efnið hálftíma áður en lögregla kom á staðinn en stefnandi A hefði þá verið sofandi. Þá var bókað að hann hefði vísað lögreglu á nokkur grömm af dufti sem ætlað var að væri amfetamín sem hann hefði verið með í jakka í þvottahúsi íbúðarinnar. D kannaðist ekki við það fyrir dómi að hafa vísað lögreglu á efnin en þau hefðu verið í yfirhöfn hans frá því að hann hélt upp á áramótin og yfirhöfnin hefði verið í þvottahúsinu . Þ ess var getið í skýrslu lögreglu að önnur efni hefði ekki verið að sjá innandyra. Lög reglu - maðurinn sem stjórnaði aðgerðum á vettvangi bar um að látið hefði verið við það sitja að taka þau fíkniefni sem fundust en gera ekki leit í íbúðinni í ljósi þess að fyrir hefði l egið að ekki væri tilefni til aðgerða vegna heimilisofbeldis þar sem slíku hefði ekki verið til að dreifa . U ng börn hefðu auk þess verið viðstödd og því hefði verið ákveðið í ljósi meðal hófs að hafast ekki frekar að . Þá hefði ekki verið talið tilefni til að kalla til fulltrúa barna verndar nefndar vegna stúlknanna þar sem móðir þeirra hefði verið allsgáð og ekkert sem benti til annars en að hún væri þess umkomin að gæta þeirra. Tekin var skýrsla af D í lögreglubifreið fyrir utan húsið og þar mun hann hafa skrifað undir heimild til húsleitar samkvæmt framburði lögreglumannsins sem skýrsluna tók , og er það í samræmi við efni lögregluskýrslu sem stefnandi A lagði fram. Lögreglan mun þó ekki hafa gert leit að skýrslutökunni lokinni heldur horfið af vettvangi. Málinu lauk síðan af hálfu lögreglu með því að gefin var út sektargerð á hendur D . Af hálfu stefnandans A var óskað eftir upplýsingum um málið og gögnum 5. febrúar 2019 , sem lögregla afhenti 20. febrúar sama ár . Í kjölfarið var kröfum beint til embættis rí kis lög manns 11. mars 2019 en af hálfu embættisins var bótaskyldu stefnda hafnað með bréfi dagsettu 14. október 2019 og leiddi það til málshöfðunar þessarar. 4 Málsástæður stefnenda Stefnendur byggja mál sitt allar á sama grunni, þær hafi allar verið beittar sömu hús - leitinni á sama tíma. Byggt er í þeim efnum aðallega á hlutlægri bótareglu 3. mgr. 246. gr., sbr. 2. mgr. 246. gr. , laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála er kveði á um að hafi maður ekki verið borinn sökum í sakamáli þá eigi hann engu að síður rétt til bóta ef hann hefur beðið tjón af aðgerðum sem taldar eru upp í 2. mgr. lagagreinarinnar. Ákvæðið eigi við um stefnendur því að þær hafi orðið fyrir miska þar sem lögregla hafi gert húsleit á heimili þeirra. Með þeim rökum og með vísan til 5. m gr. lagagreinarinnar kref j ist þær miska bóta. Í þessum efnum er áréttað að bótagrundvöllurinn sé hlutlægur þannig að ekki skipti máli hvort fullt tilefni hafi verið til aðgerða lögreg lu eins og málið hafi horft við henni á sínum tíma. Þá er byggt á því að undantekningarákvæði 3. mgr. 246. gr. eigi ekki við um stefnendur enda hafi þær hvorki valdið né stuðlað að þeim aðgerðum lögreglu sem áttu sér stað greint sinn . S tefndi beri sönnunar byrði fyrir öndverðri niðurstöðu en svigrúm til að beita ákvæðinu ber i að auki að túlka þröngt . Þessu ákvæði verði ekki beitt gagnvart stefnanda A þar sem kveikjan að aðgerðum lögreglu hafi hvorki verið meint afskiptaleysi hennar af kannabisreykingum né ti lvist meints amfetamíns í íbúðinni heldur hafi tilefni ð verið kvörtun um hávaða . Hið meinta amfetamín hafi ekki hel dur verið tilefni hús - leitarinnar þar sem hún hafi verið hafin þegar D vísaði á það að fyrra bragði auk þess sem ósannað sé að amf etamín hafi verið að finna í íbúðinni. Stefnanda A hafi þar að auki verið ókunnugt um hvort og þá hvenær D hefði reykt kannabis úti á svölum eins og hann hafi borið við lögreglu. Hún hafi af þeim sökum ekki haft tök á að hafa afskipti af slíku fram ferði a uk þess sem byggt er á því að ósannað sé að h ú n hefði haft tækifæri til þess. Þá verði hún hvorki gerð ábyrg fyrir athöfnum D né samsömuð honum þó að hún hafi boðið honum inn á heimili sitt. Það sé ekki saknæmt að eiga í ástarsambandi við annan full orðin n einstakling þótt hann eigi ef til vill við fíknivanda að stríða. Það sé á ábyrgð stefnda að sýna fram á hvernig stefnandi hefði geta ð hagað hlutum þannig að hún felldi ekki á sig ábyrgð á þeim forsendum sem stefndi hafi lagt upp með. Þá sé augljóst að ste fnendurnir B og C hafi ekkert gert til að valda eða stuðla að að gerðum lögreglu, önnur tæplega fjögurra ára og hin rúmlega sex ára . Þ ví geti undan - tekningar á kvæði 3. mgr. 246. gr. laga um meðferð sakamála ekki átt við í þeirra tilviki. Til vara byggja stefnendur á því að jafnvel þó hlutlægur bótaréttur teldist ekki vera fyrir hendi þá beri þeim bætur á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 5 50/1993. Í aðgerðum lögreglu gegn stefnendum hafi falist ólögmæt meingerð gegn frels i þeirra, friði, æru og persónu. Miski stefnenda sé umtalsverður . S tefnandinn A hafi frá upphafi aðgerða lög - reglunnar verið hrædd og aðstæðurnar erfiðar og íþyngjandi. Henni hafi fundist að sér vegið með aðgerðunum og ásökununum og liðið eins og hún og fj ölskylda hennar væri í haldi lögreglu. Allt hafi þetta valdið henni miklu hugarangri, ónotum og miska, sér stak - lega þegar lögreglukona aftraði henni að huga að eldri dót t ur hennar og lokaði að sér með barninu. Henni líði enn illa er hún hugsi til þessara aðgerða en hún eigi við á falla streitu - röskun að stríða af öðrum ástæðum sem hafi ýfst upp af þessu tilefni . Miski stefnendanna B og C sé einnig umtalsverður. Báðar hafi þær barnungar þu r ft að sæta húsleit og lögregluafskiptum , meðal annars í herbergjum þeirra , er fjórir lög - reglu menn hafi komið inn á heimilið, farið um íbúðina, leitað og haft afskipti af þeim. Þær hafi báðar orðið mjög hræddar í þessum aðstæðum , eins og von er , þar sem þær hafi skyndi lega lent í umfangsmiklum lögregluaðge rðum og fíkniefnaleit um miðja nótt. Sér - stak lega verði að horfa til þess við ákvörðun miska stefnandans B að lögreglukona hafi varnað móður hennar aðgangi að henni og lokað sig af með henni í herbergi , sem hafi verið óþarfa aðgerð. Minningar um þessi atv ik valdi þessum stefnendum hugarangri og hafi valdið þeim ónotum og miska sem B hafi fært í tal við sálfræðing sem hún hafi ný lega byrjað að ganga til af öðrum orsökum . Við mat á miska stefnenda verði að hafa í huga að með aðge r ðum lögreglu hafi verið brotið gegn friðhelgi einkalífs þeirra, fjölskyldu og heimilis sem varin sé af 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisi ns Íslands nr. 33/1944 og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þá verði að horfa til þess að við aðgerðir lögre g lu hafi ekki verið gætt meða l hófs í and stöðu , meðal annars , við 3. mgr. 53. gr. og 3. mgr. 79. gr. laga um meðferð sakamála og 2. mgr. 13. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Þannig hafi verið óþarfi að lögreglukona lokaði sig af inni í herbergi stefnandans B og v arnaði stefnanda num A að huga að barninu og hugga það. Þá hafi ekki heldur verið þörf á að leita í allri íbúðinni , með tilheyrandi röskun fyrir þær mæðgur að næturþeli því að ekki verði séð að rannsóknarhagsmunir hafi krafist þess . Sérstaklega verði að hor fa til ákvæða samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013, sbr. einkum 16. gr. samningsins sem kveður meðal annars 6 á um að ekki megi láta barn sæta gerræðislegum eða ólögmætum afskiptum af einkalífi þess , eins og hér hafi verið u m að ræða. Þá ber i einnig að horfa til þess að húsleitin hafi í reynd verið ólögmæt enda hvorki fyrir liggjandi dómsúrskurður né samþykki eiganda eða umráðamanns, sbr. 1. mgr. 75. gr. laga um meðferð sakamála. D hafi hvorki verið umráðamaður íbúðarinnar né bær til að samþykkja leit í henni og það hafi aukið enn á miska stefnandans A að hún hafi ekki verið innt eftir leyfi fyrir húsleitinni. Málsástæður stefnda Af hálfu stefnda er á því byggt að hvorki sé u skilyrði fyrir bótaskyldu á grundvelli 3. mgr. 246. gr. laga um meðferð sakamála né á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaða - bóta laga. Engri sök hafi verið til að dreifa af hálfu lögreglu þannig að um brot gegn b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga geti verið að tefla. Lögreglume nnirnir hafi í upphafi gengið fram í samræmi við mótað verklag sem nýtt sé þegar grunur leikur á að um heimilis of - beldi sé að ræða , í samræmi við þær ályktanir sem tilkynningin sem lögreglu barst gaf til efni til . Í ljós hafi komið að sá grunur væri ekki á rökum reistur en grunur um fíkni - efna neyslu í íbúðinni hafi vaknað samhliða. Þegar sá grunur var staðfestur hafi reynst nauð syn legt að rannsaka vettvang betur , meðal annars með leit. Í samræmi við skyldur þar að lútandi hafi lögregla síðan hugað sérst aklega að aðstæðum barnanna sem voru á vett vangi og tilkynnt barnavernd, sbr. 18. gr. laga nr. 80/2002 . Að mati lögreglu hafi ekki verið forsendur til annars á vettvangi en að líta á D sem heimilis mann enda hafi hann tilgrein t íbúðina sem dvalarstað sinn . Leit lögreglu hafi beinst að honum sem sakborningi en ekkert hafi bent t i l annars en að íbúðin væri heimili hans og hann umráðamaður hennar ásamt stefnandanum A . Hafi því ekki verið forsendur t il annars af hálfu lögreglu en að ætla að samþykki hans til leitar væri fullgilt enda þess hvergi getið í gögnum málsins að leitinni hefði verið mótmælt . Í þessu sambandi beri jafn framt að taka fram að D framvísaði amfetamíninu sem var geymt í íbúðinni. Þ ví verði ekki séð að um saknæma háttsemi hafi verið að ræða hjá lögreglumönnunum, hvorki af á setningi né stórfelldu gáleysi , sem áskilið sé. Hvað bótareglu 3. mgr. 246. gr. áhrærir er á því byggt að stefnandinn A verði að sæta því að bætur til hennar verð i felldar niður eða lækkaðar í samræmi við 2. málslið 3. mgr. 246. gr. laga um meðferð sakamála . V iðurkennt sé að á heimilinu hafi fundist amfetamín 7 sam kvæmt ábendingu og viðurkennt sé að neysla kannabisefna hafi farið fram en sú neysla hefði ekki getað f arið fram hjá stefnanda. Leit og aðgerðir lögreglu í íbúðinni hafi beinst gegn D sem hafi sagst búa í íbúðinni og hafa neytt þar kannabis með samþykki stefnandans A , þrátt fyrir að meðstefnendur væru þar einnig. Henni hafi mátt vera ljóst að neysla kannabis væri ólögleg og var s la a mfetamíns einnig. Þá hafi leit lögreglu alls ekki beinst að meðstefnendum B og C en það hafi einnig verið hlutverk lögreglumannanna að kanna aðstæður þeirra og tilkynna barna verndar - yfir völdum um málið. Verði að auki ekki séð að bótagrundvöllur sé fyrir hendi gagnvart barn ungum meðstefnendum A enda á ábyrgð foreldra að gæta þess að börn séu ekki þar sem neysla ólöglegra fíkniefna fer fram. Til vara er krafist verulegrar lækkunar með fyrrgreindum rökum og þeim að um - krafða r fjárhæðir séu langt umfram þær fjárhæðir sem dæmdar hafa verið í sam bæri - legum málum , sbr. til dæmis dóm Landsréttar í máli nr. 882/2018 . M eð hliðsjón af mála - vöxtum þess dóms máls sé með ólíkindum að haldið skuli fram svo háum bótakröfum sem um ræðir í máli sem snýr aðeins að meintri ólögmætri húsleit. Niðurstaða Fyrir liggur í máli þessu að lögregla var að bregðast við tilkynningu um ætlað heimilis - of beldi frá íbúa í fjölbýlishúsinu sem stefnendur búa í. Tilkynningin beindist að því að um slíkt ofbeldi væri að ræða í annarri íbúð í sama stigagangi þar sem grófu ofbeldi mun áður hafa verið beitt. Tilefni tilkynningarinnar var háreysti , öskur og barnsgrá tur, sem reyndist berast frá íbúð stefnenda er lögreglu bar að garði . Samkvæmt framburði stefnandans A mun uppnám og háreysti dætranna og hennar hafa stafað af því að sú yngri vaknaði og staðið enn er lögregluna bar að garði. Á berandi kannabislykt lagði á móti lög reglu mönnunum er þeir knúðu dyra . Í ljósi efnis tilkynningarinnar um heimilisofbeldi, sem leiddi til útkallsins , var lög - reglu rétt að fara inn í íbúðina til að ganga úr skugga um að slíku ofbeldi væri ekki til að dreifa . Þeim var rétt að gera þa ð sem þeir kölluðu öryggisleit og fólst samkvæmt fram - burði þeirra fyrir dómi í að kanna hvort einhver væri sár einhver s staðar í íbúðinni eða ein hver leyndist þar sem hætta kynni að stafa af. Af þeirri ástæðu hafi þeir litið inn í öll her bergi og rými í íbúðinni. Lögreglumennirnir þrír sem könnuðu vettvanginn og ræddu við stefnanda n n A og D , kærasta hennar, voru á einu máli um að slík vettvangsskoðun 8 fæli ekki í sér leit í skilningi sakamálalaga enda hefðu þeir engar hirslur opnað, hvorki skúff ur né skápa , og í raun ekki verið að leita að neinu . Það liggur fyrir að við vettvangsskoðun þessa rak lögreglumaður augun í ætluð fíkni - efni sem lágu ofan á frystikistu í þvottahúsi íbúðarinnar. D kannaðist aðspurður við að eiga efnin en fyrir dómi var fr amburður hans óljós um það nákvæmlega hvernig það bar til að lögreglan tók efnin , hvort hann vísaði á þau eða hvort þeir einfaldlega tóku þau , en fyrir liggur að lögreglumaðurinn sem fór inn í eldhús sá þau . D bar um það fyrir dómi að hafa reykt kannabis ú ti á svölum um það bil hálftíma áður en lögreglumennirnir komu en stefnandinn A hefði ekki orðið vör við það þar sem hún hefði verið sofandi upp i í rúmi. Framburður D í þessum efnum er í ósamræmi við framburð stefnandans A um að hin háværu samskipti milli stefnenda, hen n ar og dætra hennar, hefðu ekki enn verið yfirstaðin þegar lögregluna bar að garði. Samkvæmt framburði hennar er einboðið að hún hafi verið vakandi hálftíma áður en lögreglan kom þó að hún hafi borið um að sé r hefði verið ókunnugt um kannabisreykingar D . Í því ljósi og í ljósi samhljóða fram burða r lögreglum annanna um að mikil kannabislykt hafi tekið á móti þeim er einkar ó trú verðugt að stefnandinn A hafi ekki orðið vör við lyktina og jafnvel ferðir D út á s valir þarna um nóttina , hafi kannabisreykingar þessar farið fram utandyra , en umbúðir fíkni efnanna fundust í þvottahúsi íbúðarinnar þar sem stefnandi bar um að reykja sjálf tóbak . Það er meginhlutverk lögreglunnar s amkvæmt 1. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 , sbr. einkum b - og c - lið 1. gr., að halda uppi lögum og reglu, tryggja réttaröryggi, stöðva ó lög mæta háttsemi og fylgja málum eftir í samræmi við fyrirmæli laga um meðferð saka - mála og lögreglulög . Má í þeim efnum vísa sérstaklega til 1. og 2. mgr. 13. gr. lög reglu - laga . Í þessu ljósi og með tilliti til tilefnis útkallsins sem lögreglumennirnir voru að sinna eru ekki efni til að leggja annað til grundvallar en að lög hafi staðið til aðgerða lög reglu - mannanna er þeir fóru inn á heimili stefnenda . L jóst er að grunur um ofbeldi inn i á heimili er brot af því tagi að ekki þolir bið að br u gð i st sé við. Friðhelgi einkalífs er stjórnarsk r árvarin réttindi samkvæmt 71. gr. stjórnarsk r ár lýð - veldisins Íslands og nýtur einnig verndar samkvæmt 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu , sbr. lög nr. 62/1994. Réttur stefnenda til þessarar friðhelgi er ótvíræður. Til þess b er á hinn bóginn að líta að við hagsmunamat vegna grunsemda um ofbeldisbrot sem verið sé að fr emja innan veggja heimils víkur friðhelgin fyri r því lögmæta markmiði að lögregla bregðist við til að stöðva slík afbrot og ganga úr skugga um að enginn sé í nauð inn i á heimili af slíkum ástæðum , enda sé þess gætt að grípa ekki til viðurhlutameiri aðgerða 9 en nauðsyn krefji. Það er í valdi dómstóla að leggja mat þar á, sbr. til dæmis umfjöllun í 54 . efnisgrein í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Doroz gegn Póllandi nr. 71205/11 þar sem hagsmunamat sem þetta er til umfjöllunar. Þrátt fyrir þá afstöðu lögreglumannanna sem í hlut áttu að þeir hafi ek ki gert húsleit í skilningi sakamálalaga byggist málsvörn stefnda á því að húsleit hafi átt sér stað , væntan lega í samræmi við 74. gr. , sbr. 1. mgr. 75. gr. , laga nr. 88/2008 um meðferð saka mála . Slík húsleit væri þar með að öðru óbreyttu bótaskyld gagnvart stefnendum á grund velli hlutrænnar bótaskyldu samkvæmt 3. mgr. 246. gr. laganna , enda óumdeilt að engin stefnenda hefur verið borin sökum vegna þeirra málsatvika er dómsmál þetta lýtur að. A f hálfu stefnda er hins vegar byggt á því að bótaskyldu sé ekki til að dreifa vegna undan tekningar á kvæðis síðari málsliðar 3. mgr. 246. gr. sem kveður á um að f ella megi niður bætur eða lækka þær ef hlutaðeigandi hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á. Þegar lagt er mat á það hvort stefnendur hafi valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem þær reisa kröfu sína á þá liggur fyrir sem staðreynd að það var háreysti þeirra allra um langa hríð um hánótt í miðri viku sem leiddi til þess að tilkynnt var um grun um að heimilis of beldi væri að eiga sér stað. Í því ljósi er stefnandanum A ekki unnt að hafa uppi bóta kröfu á þeim grunni að lögreglan hafi komið inn á heimili hennar og gengið úr skugga um að slíku ofbeldi væri ekki til að dreifa þar sem það var háre y sti hennar og grátu r dætra hennar sem stuðlaði að aðgerðunum. Vegna ungs aldurs s tefnend anna B og C verður ekki sambærileg ábyrgð lögð til grundvallar í þeirra tilviki en á hitt er að líta að þær verða samsamaðar móður sinni í þessum efnum . Þá beindust aðgerðir lögreglu í en gu að þeim. Þeim var hlíft við aðgerðum lögreglu svo sem nokkur kostur var í ljósi ungs aldurs og þeirrar aðstöðu sem fyrir lá , að að bregðast þurfti við þeim til verndar meðal annarra . Hvað varðar þann þ átt lögregluaðgerðanna er lýtur að fíkniefnunum sem fundust í í búðinni er fyrst til þess að horfa að þau fundust ekki við eiginlega leit heldur rak lög - reglu maður augun í þau við fyrrgreinda skoðun á vettvangi og D framvísaði þeim og kannaðist við að eiga þau. Fyrir liggur að megn kannabislykt vakti athygli lög reglu - mannanna um leið og þeir komu á vettvang og umbúðir utan af efninu lágu á glámbekk. D bar einnig um að hafa reykt efnið um það bil hálftíma áður en lög reglan mætti á staðinn , sem samrýmist því vel að lyktin sem mætti lögreglu hafi verið megn. Fyrir liggur sam kvæmt framburði stefnandans A að hún hafi verið vakandi að eiga við ódælar dætur 10 sínar frá því að sú yngri vaknaði með andfælum og þar til að lögre glan kom. Í því ljósi er annað útilokað en að hún hafi orðið vör við kannabisreykingar D . Það að leyfa eða láta á tölu lausa notkun fíkniefna á heimili sínu þar sem tvær kornungar dætur voru einnig bú settar og vakandi er slík hegðun að stefnandanum A er e kki tækt að hafa uppi bótakröfu á grundvelli 3. mgr. 248. gr. laga um meðferð sakamála. Að því marki sem aðgerðir lög reglunnar , er lutu að fíkniefnabroti D , beindust að heimili hennar er óhjákvæmilegt annað en að fella niður bætur stefnanda A af þessu til efni. Er í þeim efnum einnig til þess að líta að þessar aðgerðir , er lutu að fíkniefnabrotum D , beindust eingöngu að honum og virðist hann hafa verið samvinnufús við lögreglu, kannast við að eiga fíkniefnin, vísað á þau og undirritað leitarheimild . Leitarh eimildin virðist raunar ekki hafa verið notuð þar sem hann hafði þegar framvísað efnunum og játað brot sitt skriflega þegar hann undir - ritaði heimildina. Rétt er einnig að halda því til haga að lögreglu var rétt að beina að - gerðum sínum og sjónum að D , með al annars við könnun á fíkniefnabroti hans innandyra í íbúðinni , eftir atvikum á grundvelli heimildar hans enda var hann talinn vera sam býlis - maður stefnanda A . Sú ályktun var ekki óeðlileg, óháð því að skráð lögheimili hans væri annars staðar, enda hann staddur í íbúð i nni um hánótt, fáklæddur með dóttur stefnanda í fanginu , þegar lögregluna bar að garði. Samkvæmt framburði stefnanda og lögreglumannanna takmörkuðust aðgerðir lög - r eg lu , hvað fíkniefnin snertir , við eldhús og þvottahús íbúðarinnar. Ste f n en durnir B og C voru staddar inn i í herbergi B er lögreglan var að athafna sig inn i í eldhúsi og þvottahúsi og urðu þar af leiðandi ekki varar við þær aðgerðir. Engar forsendur eru því til að þær eigi bótarétt af þessu tilefni , enda beindust aðgerðirnar að hvoru g ri þeirra , né hafa þær haft vitneskju um aðgerðirnar er þær fóru fram. Önnur niðurstaða myndi í raun fela í sér sjálf virkan bótarétt gagnvart börnum fyrir það eitt að þau væru s tödd á heimili sínu við að stæður sem þessar óháð því hvort aðgerðirnar beindust á einhvern hátt gagnvart þeim. Með hliðsjón af ofanrituðu verður ekki á það fallist að stefnendum beri bætur á grund - velli 3. mgr. 248. gr. laga um meðferð sakamála. Gagnvart stefnandanum A vegna eigin á byrgðar hennar á aðgerðum lögreglu, athöfnum hvað grun um heimilisofbeldi áh r ærir og athafnaleysi með því að láta fíkniefnaneyslu viðgangast á heimili allra stefnenda. G agn vart stefnendunum B og C á þeim forsendum að hvorug þeirra var ð vitni að að - gerðum lögreglu heldur voru þær inn i í herbergi auk þess sem þær verða samsamaðar móður sinni hvað h á r eysti snertir. Hér verður einnig að halda því til haga að stefnendur hafa í engu fært s önnur á ætlað tjón sitt , sem leitt verði af aðgerð um lögreglu, sem ekki 11 voru viðurhlutameiri en hér um ræðir . Í þessum efnum gildir sem endranær að sá sem krefst skaðabóta ber ábyrgð á að færa sönnur á tjón sitt. Hvað áh r ærir bótakröfur sem by ggja st á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 er til þess að líta að nú þegar hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að aðgerðir lög reglu á vettvangi hafi verið lögmætar. Ólögmæti er skilyrði þess að stefn endum verði dæmdar bætur á grundvelli almennu sakarreglunnar sem liggja verður til grundvallar bótum samkvæmt lagaákvæðinu . Ein s og áður er rakið fékk einn lögreglumanna það sér - staka hlutverk að koma í veg fyrir að dætur stefnanda yrðu fyrir röskun umfram það sem að stæður á heimilinu gáfu tilefni til , sem lögreglan var að bregðast við . Aðgerðir lög - reglunnar beindust í engu að þeim tveimur enda kornungar að aldri. Staðhæfing stefnandans A , sem hún hafði eftir dóttur sinni, að lögregla hafi innt dóttur hennar e ftir máls at vikum er ósönnuð. Staðhæfingin á sér ekki stoð í gögnum málins og er í andstöðu við framburð lögreglumannanna sem báru um það verklag að þess hefði verið gætt sem kostur var að halda börnu nu m frá aðgerðum , og því var sérstaklega hafnað að nokk rar spurningar um málsatvik hefðu verið bornar upp við stúlkurnar . Í raun bend a málsatvik til þess að lögregla hafi haft meðalhóf í huga við aðgerðir sínar. Aðgerðirnar tak - mörkuðust við það að ganga úr skugga um að engu heimilisofbeldi væri til að dreifa og komast til botns í þeim þætti er laut að fíkniefnum sem uppgötvuðust á glámbekk og fíkni efna neyslu. Þar sem engri saknæmri og ólögmætri háttsemi lögreglunnar var til að dreifa verður bótaskylda ekki felld á stefnda af því tilefni. Með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 þykir rétt að málskostnaður milli aðila falli niður. Stefnendur njóta gjafsóknar samkvæmt gjafsóknarleyf um frá 8 . októ ber 201 9 . Allur gjafsóknarkostnaður þeirra greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 1. mgr. 127. gr . laga um meðferð einkamála . Þar með talin er þóknun lögmanns þeirra, Berglindar Glóðar Garðars dóttur , sem er hæfilega ákveðin í einu lagi fyrir alla stefnendur 1.100.000 krónur , en ekki eru efni til að fella undir gjafsóknarleyfi kostnað við það að tvisv ar var skipt um lög mann við rekstur málsins af hálfu stefnenda. Af hálfu stefnenda flutti Berglind Glóð Garðarsdóttir lögmaður málið en af hálfu stefnda flutti málið Ólafur Helgi Árnason lögmaður. Björn L. Bergsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 12 Dómso r ð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af kröfum stefnenda, A , B og C . Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnenda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns þeirra, Berglindar Glóðar Garðarsdóttur, 1.100.000 krónur. Björn L. Bergsson