Héraðsdómur Reykjaness Dómur 16. janúar 2023 Mál nr. S - 2298/2022 : Héraðssaksóknari ( Haukur Gunnarsson saksóknarfulltrúi ) g egn Reyni Þorsteinss yni ( Ásgeir Þór Árnason lögmaður ) Dómur I Mál þetta, sem dómtekið var 6. janúar síðastliðinn, var höfðað með ákæru útgefinni af Héraðssaksóknara 24. nóvember 2022 á hendur Reyni Þorsteinssyni, kt. [...] , [...] : [...] , með því að hafa dregið sér samtals 11.392.867 kr. af fjármunum Skálatúns á tímabilinu 1. september 2010 til 28. júní 2019. Ákærði dró sér fjármuni Skálatúns í all s 53 tilvikum með millifærslum af bankareikningi þess hjá Arion banka nr. [...] inn á persónulegan bankareikning sinn nr. [...] og líkt og sundurliðast með eftirfarandi hætti: Tilvik Skjalnúmer Dags. Tegund greiðslu Skýring Viðtakandi Fjárhæð 1 I/11.7 og I/11.6 1.9.2010 Millifærsla Lífeyrissjóður Reynir Þorsteinsson 70.000 2 I/11.5 og I/11.3 1.10.2010 Millifærsla Lífeyrissjóður Reynir Þorsteinsson 205.000 3 I/11.4 og I/11.3 1.10.2010 Millifærsla Félagsgjöld Reynir Þorsteinsson 45.000 4 I/11.2 og I/11.1 1.11.2010 Millifærsla Lífeyrissjóður Reynir Þorsteinsson 80.000 5 I/10.20 og I/10.19 1.3.2011 Millifærsla Lífeyrissjóður Reynir Þorsteinsson 150.000 6 I/10.18 og I/10.17 4.4.2011 Millifærsla Lífeyrissjóður Reynir Þorsteinsson 180.000 7 I/10.16 og I/10.15 2.5.2011 Millifærsla Lífeyrissjóður Reynir Þorsteinsson 200.000 8 I/10.14 og I/10.13 1.6.2011 Millifærsla Lífeyrissjóður Reynir Þorsteinsson 195.000 9 I/10.12 og I/10.11 1.7.2011 Millifærsla Lífeyrissjóður Reynir Þorsteinsson 150.000 10 I/10.10 og I/10.9 2.8.2011 Millifærsla Lífeyrissjóður Reynir Þorsteinsson 100.000 11 I/10.8 og I/10.7 2.9.2011 Millifærsla Lífeyrissjóður Reynir Þorsteinsson 197.000 12 I/10.6 og I/10.5 3.10.2011 Millifærsla Lífeyrissjóður Reynir Þorsteinsson 185.000 2 13 I/10.4 og I/10.3 1.11.2011 Millifærsla Lífeyrissjóður Reynir Þorsteinsson 150.000 14 I/10.2 og I/10.1 1.12.2011 Millifærsla Lífeyrissjóður Reynir Þorsteinsson 150.000 15 I/9.24 og I/9.23 2.1.2012 Millifærsla Lífeyrissjóður Reynir Þorsteinsson 170.000 16 I/9.22 og I/9.21 1.2.2012 Millifærsla Lífeyrissjóður Reynir Þorsteinsson 150.000 17 I/9.20 og I/9.19 1.3.2012 Millifærsla Lífeyrissjóður Reynir Þorsteinsson 195.000 18 I/9.17og I/9.18 16.4.2012 Millifærsla Lífeyrissjóður Reynir Þorsteinsson 190.000 19 I/9.16 og I/9.15 2.5.2012 Millifærsla Lífeyrissjóður Reynir Þorsteinsson 198.000 20 I/9.14 og I/9.13 1.6.2012 Millifærsla Lífeyrissjóður Reynir Þorsteinsson 200.000 21 I/9.12 og I/9.11 2.7.2012 Millifærsla Lífeyrissjóður Reynir Þorsteinsson 200.000 22 I/9.10 og I/9.9 1.8.2012 Millifærsla Lífeyrissjóður Reynir Þorsteinsson 200.000 23 I/9.8 og I/9.7 3.9.2012 Millifærsla Lífeyrissjóður Reynir Þorsteinsson 350.000 24 I/9.6 og I/9.5 1.10.2012 Millifærsla Lífeyrissjóður sept. Reynir Þorsteinsson 295.000 25 I/9.4 og I/9.3 1.11.2012 Millifærsla Lífeyrissjóður okt. Reynir Þorsteinsson 295.000 26 I/9.2 og I/9.1 3.12.2012 Millifærsla Lífeyrissjóður nóv. Reynir Þorsteinsson 295.000 27 I/8.18 og I/8.17 2.4.2013 Millifærsla Lífeyrissj. mars Reynir Þorsteinsson 295.000 28 I/8.16 og I/8.15 2.5.2013 Millifærsla Lífeyrissj. apríl Reynir Þorsteinsson 295.000 29 I/8.14 og I/8.13 3.6.2013 Millifærsla Lífeyrissj. maí Reynir Þorsteinsson 295.000 30 I/8.12 og I/8.11 1.7.2013 Millifærsla Lífeyrissj. júní Reynir Þorsteinsson 295.000 31 I/8.10 og I/8.9 1.8.2013 Millifærsla Lífeyrissj. júlí Reynir Þorsteinsson 195.000 32 I/8.8 og I/8.7 2.9.2013 Millifærsla Lífeyrissj. ágúst Reynir Þorsteinsson 295.000 33 I/8.6 og I/8.5 2.10.2013 Millifærsla Lífeyrissj. sept. Reynir Þorsteinsson 250.000 34 I/8.4 og I/8.3 1.11.2013 Millifærsla Lífeyrissj. okt. Reynir Þorsteinsson 295.000 35 I/8.2 og I/8.1 2.12.2013 Millifærsla Lífeyrissj. nóv. Reynir Þorsteinsson 295.000 36 I/7.37 2.1.2014 Millifærsla Lífeyrissj. des.2013 Reynir Þorsteinsson 250.000 37 I/7.36 og I/7.35 1.8.2014 Millifærsla Lífeyrissj. júlí Reynir Þorsteinsson 350.000 38 I/7.34 og I/7.28 - 7.33 1.9.2014 Millifærsla Lífeyrissj. ágúst Reynir Þorsteinsson 290.000 39 I/7.27 og I/7.15 - 7.26 1.10.2014 Millifærsla Lífeyrissj. sept. Reynir Þorsteinsson 300.000 40 I/7.14 og I/7.13 3.11.2014 Millifærsla Lífeyrissj. okt. Reynir Þorsteinsson 195.000 41 I/7.12 og I/7.1 - 7.11 1.12.2014 Millifærsla Lífeyrissj. nóv. Reynir Þorsteinsson 187.867 42 I/6.35 og I/6.33 2.1.2015 Millifærsla Lífeyrissj. des. Reynir Þorsteinsson 150.000 43 I/6.34 og I/6.33 2.2.2015 Millifærsla Lífeyrissj. jan. Reynir Þorsteinsson 295.000 44 I/6.32 og I/6.29 - 6.31 2.3.2015 Millifærsla Lífeyrissj. feb. Reynir Þorsteinsson 150.000 45 I/6.28 og I/6.23 - 6.27 1.6.2015 Millifærsla Lífeyrissj. maí Reynir Þorsteinsson 150.000 46 I/6.22 og I/6.18 - 6.21 1.7.2015 Millifærsla Lífeyrissj. júní Reynir Þorsteinsson 150.000 47 I/6.17 og I/6.10 - 6.16 4.8.2015 Millifærsla Lífeyrissj. júlí Reynir Þorsteinsson 195.000 48 I/6.9 og I/6.1 - 6.8 1.9.2015 Millifærsla Lífeyrissj. ágúst Reynir Þorsteinsson 195.000 49 I/5.18 1.2.2016 Millifærsla Skuldfært Reynir Þorsteinsson 80.000 50 I/5.2 og I/5.1 - 5.18 29.7.2016 Millifærsla Laun júlí Reynir Þorsteinsson 300.000 51 I/4.1 og I/4.2 - 4.11 31.7.2017 Millifærsla Laun júlí Reynir Þorsteinsson 350.000 52 I/3.1 og I/3.2 - 3.7 31.7.2018 Millifærsla Laun júlí Reynir Þorsteinsson 300.000 53 I/2.1 og I/2.2 - 2.7 28.6.2019 Millifærsla Laun júní Reynir Þorsteinsson 200.000 Samtals kr. 11.392.867 Framangreind háttsemi telst varða við 1. mgr. 247. gr., sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3 Við þingfestingu málsins féll ákæruvaldið frá heimfærslu í ákæru til 138. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og háttsemislýsingu sem að því lúti og er háttsemi ákærða því eftirleiðis talin varða við 1. mgr. 247. gr. laganna . II Ákærði hefur fyrir dó mi skýlaust játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru að breyttu breytanda . Var því farið með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og málið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda hafði verið gefinn kostur á að tjá sig stuttlega um ákvörðun viðurlaga og lagaatriði. Með játningu ákærða, sem fær næga stoð í gögnum máls og ekki þykir ástæða til að draga í efa, þykir sannað að ákærði hafi gerst sekur um þau brot sem honum eru gefin að sök og eru þau réttilega heimfærð til 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæm t sakavottorði dagsett 22. nóvember 2022 hefur ákærði ekki áður sætt refsingu. Við ákvörðun refsingar verður litið til þess. Jafnframt verður litið til þess að ákærði hefur játað brot sín án undanbragða auk þess sem hann var, að sögn sækjanda, samvinnuþý ður við rannsókn málsins. Þá liggur fyrir að ákærði endurgreiddi Skálatúni að fullu þær fjárhæðir sem hann dró að sér og tilgreindar eru í ákæruskjali , auk þess sem nokkuð er liðið frá því brotin voru framin . Á hinn bóginn verður ekki framhjá því horft a ð brotin stóðu yfir í langan tíma og vörðuðu umtalsverðar fjárhæðir. Að framangreindu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í níu mánuði , en rétt þykir í ljósi framangreinds að fresta fullnustu hennar og skal hún falla niður að liðnum tveim ur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . 4 Ákærði greiði allan sakarkostnað máls, en þar er einungis um að tefla málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Ásgeirs Þórs Árnasonar lögmanns, 482 . 112 krónur að meðtöldum virði saukaskatti. Af hálfu ákæruvalds flutti málið Haukur Gunnarsson aðstoðarsaksóknari. Þórhallur Haukur Þorvaldsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Reynir Þorsteinsson, sæti fangelsi í níu mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ásgeirs Þ órs Árnasonar lögmanns, 482 . 112 krónur. Þórhallur Haukur Þorvaldsson