Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 1 4 . ágúst 2019 Mál nr. S - 3642/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Kristín Jónsdóttir saksóknarfulltrúi) g egn Nerijus Staskus (Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag , er höfðað með ákæru útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 31. júlí 2019 á hendur Nerijus Staskus, kt. [...] , [...] , f yrir eftirtal da þjófnaði: 1. Með því að hafa föstudaginn 2. nóvember 2018 stolið vörum, samtals að andvirði kr. 32.850, - , úr verslun Rúmfatalagersins á Smáratorgi í Kópavogi. 2. Með því að hafa miðvikudaginn 5. desember 2018 stolið vörum, samtals að andvirði kr. 23.446, - , úr verslun Bónus í Skipholt i 11 - 13 í Reykjavík. 3. Með því að hafa laugardaginn 15. desember 2018 stolið tíu stykkjum af lýsi og fjórum pökkum af kjúklingabringum að andvirði kr. 17.418, - úr verslun Bónus við Laugaveg 59 í Reykjavík. 4. Með því að hafa þriðjudaginn 5. mars 2019, í félagi við A , kt. [...] , stolið fimm pökkum af kjúklingabringum, fjórum pökkum af nauta ribeye steikum og eplaköku samtals að andvirði kr. 19 .046, - úr verslun Krónunnar í Hamraborg í Kópavogi. Mál 007 - 201 9 - 31504 5. Með því að hafa mánudaginn 25. mars 2 019 stolið ellefu pökkum af Ali kjúklingabringum samtals að andvirði kr. 20.758, - úr verslun Krónunnar í Flatahrauni 13 Hafnarfirði. 2 6. Með því að hafa laugardaginn 27. apríl 2019 stolið tíu pökkum af Ali kjúklingabringum samtals að andvirði kr. 20.670, - úr verslun Krónunnar í Hamraborg í Kópavogi. 7. Með því að hafa þriðjudaginn 7. maí 2019 stolið 9,226 kg af Krónu kjúklingabringum samtals að andvirði kr. 18.442, - úr verslun Krónunnar á Fiskislóð 15 - 21 í Reykjavík. 8. Með því að hafa fimmtudaginn 9. ma í 2019, í félagi við B , kt. [...] , stolið tveimur stykkjum af reyktum laxi, tveimur stykkjum af gröfnum laxi, sjö pökkum af ungnautafille, fjórum pökkum af ungnauta mínútusteik og fimm pökkum af kjúklingabringum, samtals að andvirði kr. 49.854, - úr verslun Krónunnar í Grafarholti, Þjóðhildarstíg 2 í Reykjavík. 9. Með því að hafa þriðjudaginn 21. maí 2019, í félagi við B , kt. [...] , stolið samtals sextán pökkum af kjúklingabringum, fimm pökkum af nautakjöti og tveimur pökkum af kindafille samtals að andvirði kr. 41.525, - úr verslun Krónunnar í Grafarholti, Þjóðhildarstíg 2 í Reykjavík. Tel st framangreind háttsemi, í ákæruliðum 1 - 9, varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmd ur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ein ka réttarlegar kröfur 1. Vegna 5. ákæruliðar gerir A kröfu, fyrir hönd Krónunnar ehf., kt. [...] , um skaðabætur að fjárhæð kr. 20.758, - auk vaxta af þeirri fjárhæð, frá 25. mars 2019 til 22. maí 2019, sbr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Eftir það er krafist dráttavaxta að liðnum mánuði frá 22. maí 2019 til greiðsludags, skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laganna. Að auki er krafist lögmannskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi. 2. Vegna 6. ákæruliðar gerir A kröfu, fyrir hönd Krónunnar ehf., kt. [...] , um skaðabætur að fjárhæð kr. 20.670, - auk vaxta af þeirri fjárhæð, frá 27. apríl 2019 til 22. maí 2019, sbr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Eftir það er krafis t dráttavaxta að liðnum mánuði frá 22. maí 2019 til greiðsludags, skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laganna. Að auki er krafist lögmannskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi. 3 3. Vegna 8. ákæruliðar gerir A kröfu, fyrir hönd Krónunna r ehf., kt. [...] , um skaðabætur að fjárhæð kr. 49.854, - auk vaxta af þeirri fjárhæð, frá 9. maí 2019 til 22. maí 2019, sbr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Eftir það er krafist dráttavaxta að liðnum mánuði frá 22. maí 2019 til greiðslud ags, skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laganna. Að auki er krafist málskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi. 4. Vegna 9. ákæruliðar gerir A kröfu, fyrir hönd Krónunnar ehf., kt. [...] , um skaðabætur að fjárhæð kr. 41.525, - auk vaxta af þeirri fjárhæð, frá 21. maí 2019 til 22. maí 2019, sbr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Eftir það er krafist dráttavaxta að liðnum mánuði frá 22. maí 2019 til greiðsludags, skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laganna. Að auki er kr afist málskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi. Verjandinn krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins, að teknu tilliti til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Ákærði játar sök. Með hliðsjón af þeirri játningu hans, sem samrýmist gögnum málsins, verður ákærði sakfelldur samkvæmt öllum liðum ákæru og er háttsemi hans rétt heimfærði til refsiákvæða. Ákærði er fæddur í [...] . Sakaferill hans hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar. Ákærði hefur játað sök. Með hliðsjón af þeirri greiðlegu játningu hans, og með hliðsjón af brotum ákærða, er refsing ákærða ákveðin fangelsi í 4 mánuði. Frá refsingu dregst gæsluvarðhald sem í d ómsorði greinir. Ákærði hefur samþykkt skaðabótakröfur í málinu. Verða þær dæmdar sem í dómsorði nánar greinir. Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda sem í dómsorði greinir. Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Af hálfu ákæruvaldsins flutt i málið Kristín Jónsdóttir saksóknarfulltrúi. Símon Sigvaldason dómstjóri kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, Nerijus Staskus , sæti fangelsi í 4 mánuði . Frá refsingunni dregst óslitið gæsluvarðhald ákærða frá 10. júlí sl. Ákærði greini Krónunni ehf. 132.807 krónur í skaðabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 22. maí 2019 til 22. júní 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags. 4 Ákærði greiði málsvarn arlaun skipaðs verjanda síns, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 379.440 krónur. Símon Sigvaldason