Héraðsdómur Suðurlands Dómur 3 0 . mars 2021 Mál nr. S - 59/2021 : Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ( Arndís Bára Ingimarsdóttir fulltrúi ) g egn Gunnar i Þór Stefánss y n i ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 11. mars sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans í Vestmannaeyjum þann 1. febrúar sl., á hendur Gunnari Þór Stefánssyni, [...] fyrir líkamsárás með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 28. apríl 2019 á veitingastaðnum [...] , Vestmannaeyjum, veist að A , og skallað hann einu sinni í höfuðið með þeim afleiðingum að A hlaut sár á nefrót og blæðingu úr nefi vinstra megin. Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði mætti við þingfestingu málsins viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá hát tsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 u m meðferð sakamála, eftir að sækjanda og verjanda hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu 2 sakavottorði hefur ákærði einu sinni áður sætt refsingu. Þann 28. október 2015 var ákærða gerð sekt vegna minniháttar líkamsárásar. Refsing ákærð a er hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga . Að virtum atvikum máls og að teknu tilliti til skýlausrar játningar ákærða, þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Með vísan til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu samtals 13.470 kr. auk þóknunar skipaðs verjanda sem er hæfilega ákveðin 94.240 kr., að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærð i , Gunnar Þór Stefánsson, sæti fangelsi í 3 0 daga. F resta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Ákærði greiði allan sakarkostnað, alls kr. 107.710, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, kr. 94.240 að meðtölvum virðisaukaskatti. Sigurður G. Gíslason.