Héraðsdómur Vesturlands Dómur 16. desember 2020 Mál nr. S - 285/2020 : Lögreglustjórinn á Vesturlandi ( Jón Haukur Hauksson aðstoðarsaksóknari ) g egn Valtý N . Birgiss yni (Guðmundur N . Guðmundsson lögmaður) Dómur Mál þetta höfðaði lögreglustjórinn á Vesturlandi með ákæru 27. október 2020 á hendur ákærða, Valtý N. Birgissyni, kt. ... , Ölkelduvegi 9, Grunda r fjarðarbæ. Málið var dómtekið 3. desember 2020. Í ákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærða fyrir eftirfarandi umferðar laga brot : 1. Með því að hafa þriðjudaginn 16. júní 2020 ekið bifreiðinni YB175, sviptur öku rétt ind um, á Snæfellsnesvegi, uns lögreglan stöðvaði aksturinn á móts við Hamr a í Grundar fjarðar bæ. Telst þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 með síðari breytingum. 2. Með því að hafa föstudaginn 26. júní 2020 ekið bifreiðinni YB175, sviptur öku rétt ind um, á Framsveitarvegi, un s lögreglan stöðvaði aksturinn á móts við heimreið að Set bergi í Grundarfjarðarbæ. Telst þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Verj andi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið þau brot sem honum eru gefin að sök í ákæru og er játning hans studd sakargögnum í öllum atriðum. Eru því efni t il að leggja dóm á málið samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir brotin, sem réttilega eru færð til lagaákvæða í ákæru. 2 Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins á ákærði talsverðan sakaferi l að baki en á árunum 2006 til 2019 hlaut hann sjö refsidóma fyrir umferðarlagabrot. Þá var hann 27. mars 2019 dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot og jafnframt sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði er nú sakfelldur fyrir akstur sviptur ökurétti í tvö skipti. Með þeim brotum sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir í máli þessu hefur hann í sjöunda sinn verið sakfelldur fyrir akstur sviptur ökurétti. Hinn 18. desember 2019 var ákærða veitt reynslulausn í 2 ár af 345 daga eftirstöðvum refsingar sam kvæmt þremur dómum uppkveðnum 21. október 2014, 1. nóvember 2017 og 27. mars 2019. Með þeim brotum sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir í þessu máli hefur hann rofið skilyrði reynslulausnar frá 18. desember 2019. Samkvæmt 8 2 . gr. laga um fullnustu refsi ngar, nr. 15 /20 16 , sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga, ber að taka þá refsingu upp og dæma með þeirri refsingu sem ákærði hlýtur fyrir þau brot sem hann hefur nú verið sakfelldur fyrir. Með hliðsjón af framangreindu og greiðri játningu ákærða en jafnfram t sakarefni málsins og dómvenju, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 16 mánuði. Ákærði greiði málsvarnarþóknun og ferðakostnað skipaðs verjanda síns að meðtöldum virðisaukaskatti, svo sem í dómsorði greinir. Guðfinnur Stefánsson, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Valtýr Njáll Birgisson, sæti fangelsi í 1 6 mánuði. Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, G uðmundar N. Guðmundssonar lögman ns , 1 3 5.400 krónur og 16.5 00 krónur í ferða kostnað. Guðfinnur Stefánsson