1 Árið 2019, föstudaginn 8 . nóvember er á dómþingi Héraðsdóms Suðurlands, sem háð er að Austurvegi 4, Selfossi, af Ragnheiði Thorlacius, héraðsdómara, kveðinn upp í máli nr. S - 284 /2019: Ákæruvaldið ( Margrét Harpa Garðarsdóttir fulltrúi lögreglustjórans á Suðurlandi) gegn Huldu Björk Haraldsdóttur ( Sævar Þór Jónsson lögmaður) svofelldur d ó m u r : Mál þetta var þingfest þann 22. ágúst 2019 og dómtekið að lokinni aðalmeðferð þann 14. október sama ár. Málið er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi, dags. 18. júní 2019, á hendur ákærð u , Huldu Björk Haraldsdóttur, fyrir skjalafals með því að hafa, laugardaginn 7. október 2017, falsað undirritun A , á eyðublað til tilkynningar um eigendaskipti á hesti A , B , og afhent eyðublaðið C , og þannig með blekkingum komið því til leiðar að D , var skráð sem eigandi hestsins hjá Bændasamtökum Íslands. Telst brot ákærðu varða við 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsi ngar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákæruvaldið gerir þær kröfur sem í ákæru greinir. Ákærð a krefst þess aðallega að hún verði sýkn uð af öllum kröfum ákæruvaldsins , en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá er þess krafist að allur sakarkost naður, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda ákærða, verði greidd úr ríkissjóði. Helstu málavextir Samkvæmt rannsóknargögnum málsins lagði A þann 9. febrúar 2018 fram kæru vegna sölu á hest i í hans eigu, nánar B , og kvað A að hesturinn hafi verið seldur án hans vitundar. Segir í frumskýrslu lögreglu að undirskrift hans, þ.e. A, hafi verið fölsuð á eig e ndaskiptatilkynningu. Samkvæmt frumskýrslu hafði A aftur samband við lögreglu 14. mars sama ár með frekari upplýsingar og gögn. Fram kom að á umræddum tíma hafi E haft með 2 höndum umsjón með umræddum hesti A , þar sem A hafi dvalist erlendis. Þá segir að ákærða í máli þessu, Hulda Björk Haraldsdóttir, hafi annast sölu á umræddum hesti. Meðal rannsóknargagna málsins er tilkynning um eigenda skipti á gru nnskráðu eða örmerktu hrossi, dagsett í Reykjavík 7. október 2017. Þar er hross það sem samkvæmt tilkynningunni skiptir um eiganda tilgreint sem B . Skráður eigandi hestsins er tilgreindur A . Þá er ný r eigandi tilgreindur, þ.e. D . Í viðeigandi r Undirskrift fyrri eiganda (allra sem í hlut eiga) er nafni ð A ritað. Auk ákærð u gáfu skýrslur við aðalmeðferð málsins vitnin A , E , F og foreldrar D , þau C og G . Framburður ákærð u og vitna verður ekki rakinn, en vikið að honum í niðurstöðukafla að því leyti sem þörf krefur til úrlausnar málsins. Forsendur og niðurstaða Ákærð u í máli þessu er gefið að sök skjalafals með því að hafa falsað undirritun A á eyðublað um eigendaskipti vegna hest sins B í eigu A , afhent eyðublaðið móður kaupanda , vitninu C , og þannig með blekkingum komið því til leiðar að D var skráð eigandi hestsins í gagnagrunn íslenska hestsins hjá Bændasamtöku m Íslands. Ákærða neitar sök og krefst sý knu með vísan til þess að hún hafi verið í góðri trú um að hún h afi haft fullt og ótakmarkað umboð til að selja hestinn , þ.m.t . til að rita nafn A í þar tilgerðan reit á eyðublaðinu. Þá hafn aði ákærð a að fyrir henni hafi vakað að blekkja í lögskiptum. Ákærða kvað vitnið E hafa beðið sig um aðstoð a sig við sölu á hestin um B . Hafi E greint ákærðu frá því að hann væri eigandi hestsins, þ.e. að hann hafi tekið hestinn upp í skuld eiganda ns við sig fyrir þjálfun og umhirðu . Þegar kaupandi hafi verið fundinn kvaðst ákærða hafa flett hestinum upp í gagnagrunni og þá séð að vitnið A var skráður eigandi hestsins en ekki vitnið E . Hins vegar hafi vitnið E haft umboð frá skráðum eiganda hestsins, vitninu C , til að selja hestinn og hafi vitnið E talið að einfaldast og best væri að færa hestinn beint yfir á nafn kaupandans, þ.e. D . Staðfesti ákærða fyrir dómi að hafa ritað nafn skráðs eiganda hestsins, vitnisins A , á eyðublað um tilkynningu um eigendaskipti á hestum B sem gerð hefur verið grein fyrir í málavaxtalýsingu hér að framan. Kvaðst ákærða hafa breytt rithönd sinni þegar hún ritaði nafn A á eyðublaðið og vísaði til þess að það hafi hún gert samkvæmt fyrirmælum frá vitninu E þeim tilgangi að vekja ekki grunsemdi r þeirra sem sjá um framkvæmd skráning u eigendaskipta í gagnagrunninn. Vitnið A , sem á umræddum tíma var skráður eigandi B í gagnagrunni Bændasamtaka Íslands , kvaðst hafa séð , er hann fór inn í gagnagrunninn í lok árs 2017 , að hann væri ekki lengur skráðu r eigandi hestsins heldur D . Kvað hann vitnið E hafa átt að þjálfa hestinn, gera 3 hann söluhæfan og finna kaupanda, en hann hafi hvorki haft heimild til að ákveða söluverð né ganga frá sölu. V itnið A kvaðst aldrei hafa rætt við ákærðu, en frétt hjá lögreglu , eftir að málið kom upp , að ákærða hafi viðurkennt að hafa ritað nafn hans sem seljanda á tilkynningu um eigendaskipti. Vitnið E hafnaði því fyrir dómi að hafa lagt fyrir ákærðu að rita nafn vitnisins A undir tilkynningu um eigendaskipti og kvað hann skjalagerð hafa átt að bíða þess að skráður eigandi, vitnið A , kæmi til landsins. Ákærða hefur viðurkennt bæði hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa ritað nafn A á eyðublað um tilkynningu um eigendaskipti á he stinum B. Fyrir dómi kom fram hjá ákærðu, sem kvaðst þekkja vel til þess hvernig staðið væri að eigendaskipum á hestum, að umrætt eyðublað um tilkynningu um eigendaskipi á hrossi, sem hún ritaði nafn vitnisins A undir sem seljanda, haf a verið staðfesting k aupanda ns á því að hesturinn færi yfir á hans nafn. Framangreint staðfestu vitnin G og C , sem sá u um kaupin fyrir hönd dóttur s innar , D . Kvaðst vitnið G hafa neitað að greiða kaupverð nema að fá eitthv ert skjal í hendurnar til sönnunar á kaupunum. Kvaðst vitnið hafa treyst ákærðu sem hafi greint þeim hjónum frá því að eigandi hestsins þyrfti að kvitta á umrætt eyðublað til að eigendaskiptin gætu farið fram. Með vísan alls sem að framan er rakið og þeirra rannsóknargagna sem liggja framm i í málinu , er ekki fallist á það með ákærðu að hún hafi haft umboð til að undirrita margnefnda tilkynningu um eigendaskipti með þeim hætti sem hún hefur viðurkennt og lýst er í ákæru. Er það mat dómsins að fyrir liggi lögfull sönnun þess að ákærð a hafi ge rst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru og varða r við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærða var dæmd 30. apríl 2013 í 30 daga fangelsi , skilorðsbundið í tvö ár, fyrir þjófnað. Þá gekkst ákærða undir sektargreiðslu o g sviptingu ökuréttar vegna ölvunaraksturs 20. október 2014. Þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 3 0 daga , en f r esta skal fullnustu refsingar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðning u dóms þessa að telja haldi ákærða almennt sk ilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 skal ákærða greiða allan sakarkostnað málsins, þ.e. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sævars Þórs Jónssonar lögmanns, sem þykir með vísan til umfangs málsins hæfilega ákveðin 716.720 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Ragnheiður Thorlacius héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: 4 Ákærða, Hulda Björk Haraldsdóttir, sæti fangelsi 3 0 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærða greiði allan sakarkostnað, þ.e. málsvarnarlau n skipaðs verjanda síns, Sævars Þórs Jónssonar lögmanns, 716.720 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Ragnheiður Thorlacius