Héraðsdómur Austurlands Dómur 2 5 . o któber 2019 . Mál nr. S - 16/2019: Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) gegn X (Gísli M. Auðbergsson lögmaður) Mál þetta, sem dómtekið var þann 4. október sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni 4. apríl 2019, á hendur X , kt. , til heimilis að , ; ildar, framvísað með tölvupóstsendingu, falsaðri kvittun fyrir greiðslu fyrirtækisins B, kt. , á 3.750 sterlingspundum, til fyrirtækisins C í ( C ), sem hann hafði sjálfur útbúið í nafni D , kt. , í þeim tilgangi að umrætt fyrirtæki sendi fyrirtæki hans B , vörur sem hann hafði pantað frá fyrirtækinu, en allt þetta var gert til að blekkja með því í lögskiptum, vegna umræddra viðskipta. Nánar tiltekið fólst fölsun ákærða í því að hann útbjó umrædda kvittun í nafni D , með því að nota greiðslukvittun vegna fyrri viðskipta milli sömu aðila sem hann prentaði út úr heimabanka sínum hjá D og breytti dagsetningum á henni í 26. og 27. júlí 2018, þannig að það liti út fyrir að umrædd fjárhæð hafi verið send á þeim tíma, en sl íkt var ekki gert. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls Skipaður verjandi ákærða, Gísli M. Auðbergsson l ögmaður, krefst þess að máli þessu verði vísað frá dómi, en til vara að ákærði verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvalds. 2 Til þrautavara krefst verjandinn þess að ákærði verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. Loks krefst verjandinn þess að allur sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð, þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun hans að mati réttarins. I. 1. Samkvæmt gögnum kærði lögmaður lögfræðideildar D , í með bréfi til lögreglustjóra, dagsettu 15. ágúst 2018, ákærða í máli þessu, X , fyrir ,,skja lafals og önnur brot, er varða sönnunargögn skv. XVII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þá Í kærubréfinu er staðhæft að ákærði hafi sem fyrirsvarmaður B falsað skjal í nafni bankans og notað það í lögskiptum sínum við fyrirt ækið C í og þá í þeim tilgangi að blekkja með í lögskiptum. Um nánari atvik er í kærubréfinu vísað til þess að þann 3. ágúst nefnt ár hafi forsvarsmaður félagsins C verið í samskiptum við D í gegnum vefsíðu, en tilefnið hafi viðtöku á peningagreiðslu frá B . Fram kemur að forsvarsmaður þessi hafi lýst atvikum máls nánar á þann veg að ákærði, X , hafi verið í netsamskiptum við hið félag og að hann hafi staðfest að erlend greiðslufyrirmæli hefðu verið send til félagsins og þá um 3.750 sterlingspund, en að kærandinn, þ.e. D , hefði stöðvað greiðsluna vegna reglna um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun á hryðjuverkastarfsemi. Í kærubréfinu segir frá því að ákærði, X , hafi sent C D þar sem fram kom m.a. st 2. sendi C af stað sendingu sem B höfðu pantað hjá félaginu en hafði verið í bið þar til greiðslan myndi berast. Engar upplýsingar fundust hjá bankanum um framangreind greiðslufyrirmæli. Þjónustufulltrúi í útibúi D á hafði samband samdægurs við X í síma vegna málsins sem viðurkenndi á hljóðupptöku að hafa falsað umrædda kvittun til 3 þess að fá C til að se nda af stað pö n 3. Samkvæmt gögnum sendi kærandinn, D , lögreglu, við rannsókn málsins, gögn til erlendri greiðsluleit - B Netbanki fyrir tækja hafi komið í leitirnar afrit af tiltekinni kvittun, þar sem m.a. hafi verið skráð að um hafi verið að ræða hraðgreiðslu erlendrar myntar að fjárhæð 3.750 GBP, þann 26. júlí 2018, klukkan 15:18, með genginu 140,13, og því hafi fjárhæðin verið 525.513 íslenskar krónur. Fram kemur í afriti þessu að viðtakandinn hafi verið C , og er þar skráð heimilisfang, póstnúmer, auðkenni og reikningsnúmer félagsins í í . Um nefnda greiðslu er skráð á afritið að hún hafi verið vegna vöruviðskipta, þ.e. ,,vökvar fyrir 4. Á meðal rannsóknargagna eru afrit af tölvupóstsamskiptum C , sem dagsett eru 3. og 14. ágúst 2018, millum forsvarsmanns féla gsins og kæranda. Í þeim síðarnefndu er af hálfu fyrirsvarsmanns hins félags tíundað að hið íslenska félag, B , standi enn í skuld vegna umræddra viðskipta. Skuldin er tiltekin 20.000 dollarar. Með kærubréfi D fylgdi hljóðupptaka af fyrrnefndu símtali starfsmanns kæranda og ákærða. 5. Ákærði var yfirheyrður um kær u efnið hjá lögreglu þann 4. september 2018. 6. Við meðferð málsins fyrir dómi lögðu málsaðilar fram frekari gögn um ofannefnd samskipti og viðskip ti. Þannig liggja fyrir m.a. rafpóstsamskipti, sem dagsett eru 14., 16. og 17. janúar 2018, sem ákærði hefur vísað til, en þau eru m.a. á milli fyrrverandi samstarfsmanns hans hjá B og forráðamanna hins félags. Af hálfu ákæruvalds hafa verið lögð fram bankagögn um peningatilfærslur ákærða til C á nefndu ári. Er um að ræða tvær færslur þann 9. febrúar, annars vegar á 25.000 4 dollurum og hins vegar á 10.000 dollurum, eina færslu þann 28. mars á 5.000 dollurum, eina færslu þann 16. apríl á 3.495 pundum og loks eina færslu þann 29. júní á 3.750 pundum. Að auki lagði sækjandi fram sektargerð tollstjóra gegn ákærða, sem dagsett er 10. desember 2018. Var tilefnið brot ákærða á ákvæði 170. gr. tollalaga nr. 88/2005 vegna innflutnings félags hans í september 2018 á vörum í kjölfar fyrrgreindra viðskipta og þá sökum þess að hann hafði ekki tilgreint í aðflutningsskýrslu eða fylgigögnum millifærsluna á fyrrnefndum fjármunum, 3.750 pundum, til C þann 29. júní nefnt ár. II. 1. Við fyrrnefnda lögregluyfirheyrslu, þann 4. september 2018, sem var hljóðrituð, að viðstöddum tilnefndum verjanda, sem síðar var skipaður til starfans, játaði ákærði að hafa falsað áðurgreinda kvittun vegna tilbúinnar greiðslu félagsins B á 3.750 sterlings pundum til félagsins C í . Við yfirheyrsluna skýrði ákærði m.a. frá því að hann hefði prentað út í einkabanka sínum hjá D eldri kvittun vegna fyrri greiðslu til hins félags,en breytt gangi að fá sendinguna sem Við lögregluyfirheyrsluna greindi ákærði nánar frá atvikum máls á þann veg að B, sem hann hafði verið í fyrirsvari fyrir, hafi keypt frá hinu félagi, en heildarkaupverð vörunnar hafi verið um 70.000 dollarar. Ákærði staðhæfði að helming kaupverðsins hafi átt að greiða áður en varan yrði send af stað frá seljandanum. Ákærði staðhæfði að félag hans hefði staðið við þennan hluta samningsins, en því til viðbótar hefði það í þ rígang reitt fram viðbótargreiðslur samtals að fjárhæð 15.000 dollarar. Því hefði seljandinn fengið greidda samtals 50.000 dollara. Ákærði staðhæfi að þegar komið hafi að sendingu hinnar pöntuðu vöru hefði seljandinn krafist þess að hún yrði send með svoka llaðri DHL flutningaþjónustu, en fyrir slíka þjónustu hefði þurft að greiða 19.000 dollara. Vegna þessa kostnaðar hafi ákærði lagt til að varan yrði send á vegum TVG Símsen, enda hefði sendingarkostnaðurinn hjá þeim flutningsaðila verið mun lægri. Ákærði s agði að vegna þessa alls hefði komið til ósættis, en að seljandinn hefði loks fallist á, en þá gegn viðbótargreiðslu að fjárhæð 5.000 dollarar, að hin pantaða vara yrði send 5 með þeim hætti sem hann hafði lagt til. Ákærði bar að þrátt fyrir þetta lokasamkom ulag hefði sending vörunnar enn verið stöðvuð af seljandanum og sökum alls þessa hefði hann óttast að félag hans myndi tapa þeim fjármunum sem það hafði þegar reitt fram vegna viðskiptanna. Vegna þessa kvaðst ákærði hafa gripið til fyrrnefndrar háttsemi, þ .e.a.s., hann hefði ráðist í að breyta dagsetningu á eldri greiðslukvittun vegna þessara sömu viðskipta, en skjalið hafi hann sótt í heimabanka sinn hjá kæranda, D . Ákærði staðhæfði að á verknaðarstundu hafi það ekki verið ætlan hans að svíkja seljanda vör unnar, C . Ákærði bar að í kjölfar nefndra ráðstafana hefði margnefnd vörusending verið send til félags hans hér á landi. 2. Við nefnda lögregluyfirheyrslu var ákærða m.a. kynnt endurrit hins hljóðritaða símtals hans og starfsmanns kæranda. Ákærði staðfes ti efni endurritsins rétt, en bar að honum hefði ekki verið kunnugt um að símtalið hefði verið hljóðritað í rauntíma. III. 1. Við aðalmeðferð málsins gaf ákærði skýrslu, en einnig gáfu þá skýrslur vitnin E , þjónustustjóri D á , F , lögmaður í lögfræðideil d D , og G rannsóknarlögreglumaður. Fyrir liggur að sækjandi gerði árangurslausar tilraunir til að leiða fyrirsvarsmann félagsins C fyrir dóminn, en það var ætlan hans að um símaskýrslu yrði að ræða. 2. Fyrir dómi neitaði ákærði sök. Ákærði játaði á hinn bóg inn að hafa breytt fyrrgreindri greiðslukvittun, sbr. efni ákæru. 3. Ákærði hefur við meðferð máls þessa skýrlega lýst nefndri háttsemi á þann veg að hann hafi breytt dagsetningu á eldri greiðslukvittun, dagsettri 29. júní 2018, vegna viðskipta B við fél agið C . Kvittunina hafi hann sótt í heimabanka D og breytt dagsetningu hennar í 26. júlí 2018, en síðan hafi hann sent hana þannig gerða í facebook - samskiptum til fyrirsvarsmanns hins félags, þann 27. júlí sama ár. 6 Nánar um málsatvik og um háttsemina hefur ákærði vísað til þess að umrædd viðskipti hafi komist á í rafpóstsamskiptum fyrrverandi samstarfsaðila hans í B og tiltekins fyrirsvarsmanns hins félags. Jafnframt hefur hann lýst því að símaviðræður þessara að ila hefðu ekki gengið sem skyldi sökum tungumálaörðugleika. Ákærði lýsti atvikum máls fyrir dómi að öðru leyti með líkum hætti og hann hafði áður gert hjá lögreglu, en hann staðfesti efni skýrslunnar. Ákærði hefur jafnframt vísað til áðurrakinna gagna mál sins og staðhæft að félag hans hafi í raun staðið við umræddan viðskiptasamning, og þar á meðal með því að greiða helming kaupverðsins fyrir áætlaðan sendingartíma hinnar keyptu og pöntuðu vöru. Að auki hafi félagið greitt fyrrnefndar viðbótargreiðslur, þ. á m. þann 29. júní nefnt ár, en að þrátt fyrir það hafi komið upp hnökrar og dráttur á afhendingu vörunnar. Að lokum hafi komið til þess að fyrirsvarsmenn seljandans, hins erlenda félags, hafi verið með hótanir um að kyrrsetja vöruna greiddi félag hans ek ki enn frekari fjármuni og það þrátt fyrir að varan hefði á þeirri stundu verið komin til farmflytjanda. Vegna þessa og ókunnugleika um viðskipti í hafi hann í neyð sinni gripið til fyrrgreindra ráða, þ.e.a.s. að breyta eldri greiðslukvittun og senda h ana þannig til viðsemjandans, sbr. að því leyti áðurrakta verknaðarlýsingu ákæru. Ákærði neitar því á hinn bóginn að hann hafi með nefndri háttsemi viðhaft blekkingar í lögskiptum, en þar um vísaði hann helst til þess hvernig mál hefðu þróast, sbr. það sem áður var rakið. 4. Af rannsóknargögnum lögreglu, skýrslum fyrir dómi, þ. á m. ákærða og vitna, og málflutningi sakflytjenda verður samkvæmt framgreindu ráðið að helstu atvik málsins séu að nokkru ágreiningslaus. Liggur þannig fyrir að ákærði hefur játað að hafa prentað eldri greiðslukvittun vegna margnefndra viðskipta félags hans og hins félags, sem dagsett var 29. júní 2018, út úr heimabanka sínum hjá D . Ákærði hefur og skýlaust játað að hafa breytt nefndri dagsetningu og þá í 26. júlí og að hann hafi með þeim hætti lát ið líta út sem að hann hefði greitt 3.750 sterlingspund til hins félags og sent hana þannig frá sér daginn eftir í rafrænu skjali. Þessi greiðslufyrirmæli hans hafi þó ekki verið sannleikanum samkvæmt. 7 Fyrir dómi hefur ákærði ítarlega gert grein fyrir tilefni háttseminnar, en óumdeilt er að í kjölfar verknaðarins fékk félag hans umrædda vörusendingu í sínar vörslur. 5. Ákærði hefur í máli þessu neitað refsiverðri sök. Um efnisvarnir vísar ákærði í aðalatriðum til þess sem hér að framan hefur verið ra kið að því er varðar málsatvik. Að því er varðar frávísunarkröfu málsins hefur ákærði aftur á móti byggt á því að íslenska ríkið hafi ekki haft lögsögu yfir honum og þá til að koma fram refsingu vegna lýstra sakargifta, sbr. ákvæði 4. til 5. gr. almennra h egningarlaga nr. 19/1940, enda hafi hið ætlaða brot ekki verið framið hér á landi. IV. 1. Ákærða er gefið að sök skjalafals, með því að hafa á tilgreindu tímabili falsað eldri greiðslukvittun í heimabanka D , líkt og lýst er í ákæru, sbr. og það sem rakið hefur verið hér að framan. Brot ákærða samkvæmt ákærunni er talið varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög. Ákvæðið er svohljóðandi: fangelsi allt að 8 árum. Skal það einkum metið refsingu til þyngingar, ef skjalið er notað Ákærði neitar sök , en játar að nokkru verknaðarlýsingu ákæru, eins og hér að framan hefur verið rakið. 2. Samkvæm t frásögn ákærða, sem er í samræmi við framlögð gögn, breytti hann dagsetningu margnefndrar greiðslukvittunar eftir að hafa prentað hana út úr heimabanka sínum hjá D hér á landi. Verður frásögn ákærða um að þetta hafi hann gert þann 26. júlí 2018, en að sí ðan hafi hann sent kvittunina þannig breytta daginn eftir og þá með rafrænu skjali til viðskiptavinar síns, erlendis, lögð til grundvallar í málinu. 8 Til þess er að líta að refsiákvæði um skjalafals byggjast m.a. á því að aðilar geti treyst falsleysi skjala sem fara þeirra í millum, enda sé þeim ætlað að hafa áhrif á ákvarðanir og þá til þess að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert. Óumdeilt er að hin breytta greiðslukvittun bar með sér hver var útgefandi hennar, þ.e. félag sem ákærði var í fyrirsvari fyrir á verknaðarstundu. Að virtum gögnum og skýrslum ákærða liggur að áliti dómsins einnig fyrir að kvittuninni var ætlað að vera heimild um að greiðslan samkvæmt henni hefði verið innt af hendi og þá til nefnds viðskiptavinar og hafi þannig verið ætlað að haf a ákvörðunaráhrif í lýstum skiptum. Þegar ofangreind atburðarás er virt er það niðurstaða dómsins að með því að breyta hinni eldri greiðslukvittun, sem ákærði sótti í nefndan heimabanka sinn, hafi hann sýnt í verki vilja til þess að hafa áhrif á ákvörðunar töku og þar með að blekkja í lögskiptum viðskiptavin sinn. 3. Það er niðurstað dómsins að refsilögsaga íslenska ríkisins nái til lýstrar háttsemi ákærða enda var hún fullframin hér á landi þegar hann sendi hina breyttu kvittun frá sér með rafrænum hætti. Þá leiðir frásögn ákærða um þær hremmingar sem hann hefur viðrað varðandi viðskiptin, og er ómótmælt af hálfu ákæruvalds, að álit dómsins eigi til refsileysis hans í máli þessu. Að öllu ofangreindu virtu þykir ákæruvaldið hafa sannað að ákærði hafi með þ ví að breyta og síðan nota hina umræddu eldri greiðslukvittun, og þá með því að senda hana með rafrænum hætti, með facebook - aðgangi sínum, svo sem í aðalatriðum er lýst í ákæru, en hann hefur nánar rakið, gerst sekur um skjalafals samkvæmt 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. að því leyti ákvæði 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. V. 1. Ákærði, sem er fæddur árið , hefur samkvæmt sakavottorði sakaskrár ríkisins ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi, fyrir utan áður nefnda sektargerð hans hjá tollsjóra hinn 10. desember 2018. 9 2. Refsing ákærða þykir hæfilega ákvörðuð 45 daga fangelsi, en rétt þykir, einkum með hliðsjón af því að hann skýrði greiðlega frá atvikum máls hjá lögreglu sem og fyrir dómi, sbr. og með hliðsjón af 78. gr. hegningarlaganna, að fresta fullnustu refsingarinnar, þannig að hún falli niður að tveimur árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 / 1940 , sbr. lög nr. 22 / 1955 . 3. Í samræmi við niðurstöðu dómsins, sbr. ákvæði 235. gr. laga nr. 88/2008, ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað málsins. Er þar um að ræða málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Gísla M. Auðbergssonar lögmanns, sem í ljósi umfangs og starfa han s við rannsókn málsins hjá lögreglu og fyrir dómi þykir hæfilega ákveðin 758.880 krónur, og er þá virðisaukaskattur meðtalinn. Einnig ber að dæma ákærða til að greiða ferðakostnað verjandans að fjárhæð 40.370 krónur. Af hálfu ákæruvalds fór með málið Hel gi Jensson aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X , sæti 45 daga fangelsi, en fullnustu refsingarinnar skal frestað og falli hún niður að liðnum tveim árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , sbr . lög nr. 22/1955 . Ákærði greiði allan sakarkostnað, þ.e. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Gísla M. Auðbergssonar lögmanns, 758.880 krónur, svo og ferðakostnað hans að fjárhæð 40.370 krónur.