Héraðsdómur Reykjaness Dómur 2 1 . nóvember 2019 Mál nr. E - 1234/2018 : Þb. Sælind ar ehf . ( Grímur Már Þórólfsson lögmaður ) g egn Lind u Jörundsdótt u r og Guðmund i Gísl a Geirdal ( Gísli Guðni Hall lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 30. október 2019, er höfðað fyrir Héraðsdóm i Reykjaness með stefnu birtri 6. desember 2018. Stefnandi er þrotabú S ælindar ehf., kt. 000000 - 0000 , Fákahvarfi 1, 203 Kópavogi. Stefnd u er u Guðmundur Gísli Geirdal, kt. 000000 - 0000 , og Linda Jörundsdóttir, kt. 000000 - 0000 , Fákahvarfi 1, 203 Kópavogi. Stefnandi krefst þess að rift verði með dómi þeirri ráðstöfun stefndu að aflýsa veðskuldabréfi, dags. 15. j anúar 2017, sem fram fór með veðbandslausn nr. A - 000530/2017. Þá krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmd, in solidum til að greiða stefnanda 50.000.000 krón a með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 , frá 2. nóvember 2018 til greiðslu dags. Stefnandi krefst einnig málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnd u , in solidum, samkvæmt framlögðu málskostnaðar yfirlit i að teknu tilliti til greiðslu virðisaukaskatts. Stefnd u kref jast aðallega sýknu en til vara verulegrar lækkunar á stefnukröfum. Í báðum tilvikum krefjast stefndu málskostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu samkvæmt mati réttarins, og að við ákvörðun málskostnaðar verði gætt að skyldu til greiðslu virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Málsatvik : Með úrskurði Héraðsdóms Reykja n ess , uppkveðnum 1 2 . apríl 2018, var bú Sælindar ehf. tekið til gjaldþrotaskipta að kröfu Tollstjóra, og var Grímur Már Þórólfsson 2 lögmaður skipaður skiptastjóri. Frestdagur við gjaldþrotaskiptin er 8. febrúar 201 8 . Stefndu áttu hvort sinn 50% eignarhluta í Sælind ehf . og voru einu stjórnarmenn fyrirtækisins. Þann 15. janúar 2017 gaf stefnd i Guðmundur út veðskuldabréf að höfuðstól 50.000.000 kró na til 30 ára með 5% vöxtum, þinglýst á 2. veðrétt á fasteign stefndu að Fákahvarfi 1 í Kópavogi. Kröfuhafi samkvæmt bréfinu var Sælind ehf. Samkvæmt efni bréfsins skyldi gjalddagi fyrstu afborgunar vera 15. mars 2017, en síðan mánaðarlegar afborganir. Með veðbandslausn, dags. 26. janúar 2018, sem undirrituð var af báðum stefndu, og mótteki n var hjá sýslumanni þann 29. janúar 2018, var framangreindu veðskuldabréfi aflýst af fasteigninni . Fór sú aflýsing fram þann 4. febrúar 2018 , sbr. þinglýst skjal nr. E - 1080/2018. Með bréfi skiptastjóra, dags. 2. október 2018, var lýst yfir riftun á þeirri ráðstöfun stefndu að aflýsa veðskuldabréfinu, og þess krafist að þau greiddu þrotabúinu 50.000.000 krón a , enda hefði engin greiðsla borist til Sælindar ehf. frá stefnda Guðmundi í sam ræmi við efni veðskulda bréfsins. Með svarbréfi lögmanns stefndu, dags. 8 . nóvember 2018, var riftunarkröfu skiptastjóra hafnað . Var einkum vísa ð til þess hvernig útgáf a bréfsins h efði komið til eftir ráðleggingu þáverandi bókhaldsþjónustu Sælindar ehf., í framhaldi af skoðun RSK á greiðslum frá Sælind ehf. til stefndu. Í málinu liggur fyrir afrit framangreind s veðskuldabréf s og veðbandslausn ar , úrskurð ir ríkisskattstjóra, dags. 24. október 2017 og 12. mars 2019, yfirlýsing skiptastjóra um riftun og bréf lögmann s stefnd u til skiptastjóra, fundargerð ir skiptafundar 1 8 . apr íl 2018 og 6. september 2018 , og ársreikningar Sælindar ehf. 2014 - 2016 . Vitnaskýrslu fyrir dómi g af Ingimundur Magnússon rekstrarfr æðingur . Málsástæður og lagarök stefnanda : Aðalkröfu sína um rift un styður stefnandi með því að þ egar veðskuldabréfinu haf i verið aflýst þann 26. febrúar 2018 hafi gjaldþrot hjá félaginu augljóslega verið fyrirséð , enda sé frestdagur einungis 13 dögum síðar, og augljóst að aflýsing veðskuldabréfsins hafði engan annan tilgang en að koma eignum félagsins undan áður en að félagið yrði gjaldþrota . Stefnandi byggir á því að um riftanlega gjafagerning sé að ræða , s kv . 1. mgr. 131. gr. laga um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991 , en samkvæmt ákvæðinu megi k refjast riftunar 3 á gjafagerningi ef gjöfin var afhent á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag. Hefðbund in s kilgreining gjafagernings skv. fjármunarétti sé sé þó talsvert víðtækara í gjaldþrotalögum og þurfi þ r j ú skilyrði að vera uppfyllt : 1) s kilyrði u m skerðingu á eignum skuldarans , 2) s kilyrði um auðgun móttakan da og 3) s kilyrði um gjafatilgang. Fyrstu tvö skilyrðin bygg ist á hlutlæg u mati þar sem verðmætin far i úr hendi skuldara og end i hjá gjafþega , en s kerðing á eignum skuldarans get i líka falið í sér eftirgjöf réttinda. Þriðja skilyrðið byggi st svo auk hlutlægra þátta einnig á huglægum þáttum um gjafatilgang. Að mati stefnanda séu öll skilyrði riftunar uppfyllt og ætt u að vera augljós. Stefndi G uðmundur hafi skuldb undið sig til að greiða félaginu 50.000.000 krón a með útgáfu á veðskuldabréfinu. B réfi nu sé aflýst án þess að nokkur greiðsla hafi þá komið fyrir eða nokkur haldbær skýring um eftirgjöf félagsins á kröfu nni og tryggingaréttind um . Þannig sé um gjafagerning að r æða þar sem félagið gef i eftir kröfu sína á hendur stefnda Guðmundi , án þess að fá neitt á móti . S tefndu hafi sameiginlega tekið nefnda ákvörðun , sem hafi verið í þeirra beggja hag , e nda fasteignin í eigu þeirra beggja. Stefnandi bendir á að f jölmörg dómaf ordæmi séu fyrir málum sem þessum , sem dæmi Hrd. 518/211 . Í því máli hafi h éraðsdómur komist að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun stjórnar Kaupþings banka hf. að aflétta persónulegri ábyrgð á lánasamningi væri gjafagerningur og riftanlegur á grundvelli 131 . gr. laga nr. 21/1991, og einstaklin gurinn dæmdur til þess að greiða þrotabúinu eftirstöðvar lánsins. Stefnandi telur augljóst að þrotabúið hafi tapað miklum verðmætum vegna þe irr ar ákvörðunar stefndu að aflétta veðskuldabréfinu , sem augljóslega hafi ver ið gert til hagsbóta stefndu. Þá sé það augljóst að þriðja skilyrð ið sé einnig uppfyllt , enda engin haldbær skýring eða samningsskuldbinding að baki þe irri ákvörðun , og því sé um gjafagerning að ræða. Stefnandi bendir á að á skiptafundi með stefndu Lindu þann 6. september 2018 hafi hún sagt að ástæð an fyrir því að veðskuldabréfinu hafi verið aflýst hafi verið úrskurður ríkisskattstjóra og að fengi nni ráðlegging u frá Deloitte ehf . um aflýsingu bréfsins , og á því byggt sem málsástæðu lögmanns stefndu í svarb réfi. Þær skýringar telur stefnandi ótrúverðugar og ekki í samræmi við gögn máls. Það sé einfaldlega ekki sama saga og þau hafi sagt Deloitte ehf. sem hafi aðstoðað þau við að aflýsa veðskuldabréfinu. Þá n ái úrskurður Ríkisskattstjóra til áranna 2011 - 2014 , en e kki til áranna fyrir það eða eftir. 4 Stefnandi telur að í raun hefði þetta félag aldrei átt að ver ða gjaldþrota , enda sýn i ársreikningar félagsins veltufjármuni upp á 136.831.263 krónur í árslok 2016. Þannig ættu eignir félagsins að vera talsvert hærri en skuldir. Samt sem áður seg i stefndu að engar eignir hafi verið til í félaginu. Stefnandi bendir jafnfram á , að eftir að Ríkisskattstjóri t ók til skoðunar framangreinda ársreikninga hafi stefndi ákv eðið að gera breytingar á bókhaldinu. Allt í einu sé hlutur viðskiptamanna orðinn 0 h 8.318.855 krónum upp í 18.867.958 krónur. krónu m og upp í 8.535.302 krónur. Þá sé . krónur sé u kom nar 50.000.000 krón a . Þannig sé bókhaldið það flókið og óskýrt að ekki sé nokkur leið að lesa út úr því. Það sé gert með hreinum ásetningi. Þannig m egi sp y rja af hverju upphæðin á veðskuldabréfinu hafi verið ákveði n 50.000.000 krón a en ekki 87.503.581 krón a eða einhver önnur fjárhæð . Af hverju hafi engin afborgun verið greidd inn á veðskuldabréfi ð . A f hverju hækk i staðan í árslok 2016 síðan frá 101.418.697 krón a og upp í 136.831.263 krónur. Þannig sé veðskuldabréfið ekki inn i í úrskurði Ríkisskattstjóra og úttektir stefndu úr félaginu verið langtum hærri en úrskurður Ríkisskattstjóra t aki til, í hið minnsta um 50.000.000 krón a . Stefnandi telur einu trúleg u skýring una á þeirri ákvörðun að gefa út veðskuldabréfið vera þá, að það hafi verið gert til að hækka eignirnar í félaginu til að forðast gjaldþrot. Hins vegar hafi aldrei v erið greitt af veðskuldabréfinu eða það vaxtafært eða nokkuð annað. Í framhaldinu sé svo veðskuldabréfinu aflétt einungis 13 dögum fyrir frestdag , og engin haldbær skýring á því önnur en að tilgangurinn hafi verið að koma eignum undan fyrirséðum gjaldþrotaskiptum. Þannig hafi aldrei verið um neina uppgreiðslu á skuld að ræða heldur einungis færslur í bókhaldi. Þar af leiðandi haf i stefndu aldrei ge rt upp sína skuld við félagið og þ ví sé ekki hægt að fallast á annað en að stefnandi eigi kröfu á hendur stefndu að upphæð 50.00 0.000 krón a . A flýsingin á veðskuldabréfinu sé með þeim hætti gjafagerningur sem sé riftanlegur á grundvelli 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991. Stefnandi byggir á því að jafnvel þótt úttektirnar hafi verið skattlagðar sem laun sé um lán að ræða. Í úrskurði RSK, dags. 24. október 2017 , sé vitnað til Hrd. 153/2010 . Það mál sé ekki ó svipað málsatvikum hér, en þar haf ði stefndi endurgreitt lán sem hann fékk frá félaginu. Í dóminum segi Hæstiréttur að það skipti ekki máli hvort lán séu endurgreidd eða ekki , þ au s éu samt sem áður skattlögð sem laun. Þannig sé um ólögmæt a úthlutun 5 fjár í formi láns úr félaginu að ræða. Lánið og endurgreiðsla þess st andi því enn sem eign félagsins með þeim tryggingarréttindum sem hafi nú verið aflýst. Þá megi í þessu samhengi einnig horfa til þess að ef lánið hefði verið til ótengds aðila hefði því aldrei verið aflétt. Auk þess a sé félagið í þeirri stöðu að vera orðið gjaldþrota, þar sem kröfur á hendur félaginu séu orðnar gríðarlegar, vegna þessara fjárúttekta úr félaginu af hendi ei gen da þess , og sé það ástæðan fyrir því að félagið var ð ógjaldfært. Stefnandi kveður f járhæð aðalkröfu um endurgreiðslu úr hendi stefnd u, 50.000.000 krón a , bygg ja st á ofangreindum málsástæðum og sé sú fjárhæð sem stefndu högnuðust um , og beri stefndu því að endurgreiða hana til stefnanda , in solidum , skv. 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/191, enda ljóst að hefði umrædd færsla ekki verið gerð hefði félagið átt kröfu á hendur stefndu sem nemur umkrafinni fjárhæð. Stefnandi vísar til ákvæða laga um gjaldþrotaskip ti nr. 21/1991, einkum 131. gr. og 142. gr. þeirra. Um málskostnað vísast til ákvæða XXI. kafla um meðferð einkamála nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. gr. þeirra , og um aðild til 18. gr. sömu laga. Málsástæður og lagarök stefnd u: Stefnd u vísa til þess að setja verði útgáfu og aflýsingu á téðu veðskuldabréfi í samhengi við tilurð bréfs i ns og ætlan aðila. Tilgangurinn með útgáfu á veð skuldabréfinu hafi verið , samkvæmt ráðgjöf bókhaldsþjónustu , vörn gagnvart skattyfirvöldum vegna framkominnar fyrirspurnar frá þeim í máli sem leiddi til úrskurðar RSK, dags. 24. október 2017 . Hér sé ekki um neina eftiráskýringu að ræða og vísast til sönnunar í svar Ingimundar Magnússonar til RSK og forsendna í nefndum úrskur ði . Ráðgjöfin hafi einfaldlega verið röng og st andi st ekki skoðun. Og úr því að útgáfa skuldabréfsins hafði ekki þýðingu í skattalegu tilliti, eins og niðurstaðan varð, voru forsendur fyrir útgáfu skuldabréfsins brostnar. Af þeirri ástæðu gat aldrei átt til þess að koma að félagið fengi greiðslur úr hendi stefndu samkvæmt skuldabréfinu. Samkvæmt þessu verð i, eins og hér st andi á , að meðhöndla útgáfu skuldabréfsins eins og hvern annan málamyndagerning. Stefndu byggja á því að þau sem forsvarsmenn Sælindar ehf. hafi verið í fullum rétti til þess að láta aflýs a skuldabréfinu , enda sjálf haft handhöfn þess. Í aflýsingunni hafi ekki annað verið fólgið en eðlileg bakfærsla af framangreindum ástæðum. Stefndu vísa til vara til reglna samningaréttar um áhrif brostinna forsendna, 34. gr. samningalaganna nr. 7/1936 um málamyndagerning og 36. gr. sömu laga um heimild til að ógilda eða víkja til hliðar löggerningi, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt 6 viðskiptavenju að bera hann fyrir sig, að teknu tilliti til efnis samnings, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerð og atvika sem síðar komu til. Það væri fullkomlega ósanngjarnt ef stefndu yrðu dæmd til að greiða skuld samkvæmt útgefnu skuldabréfi án þess að þau hefðu fengið nokkra greiðslu á móti, einkum og sér í lagi þegar það sé bersýnilegt að útgáfan á bréfinu hafi verið í þeim tilgangi að vera vörn gegn hárri skattkröfu. Stefndu telja að í þessu sambandi ber i einnig að taka tillit til þess að st efndu haf i nú greitt tekjuskatt ásamt 25% álagi af þeim fjármunum sem lagt var ranglega til grundvallar að stefndu hefðu þegið frá félaginu , allt vegna rangrar ráðgjafar sem leiddi til þess að skuldabréfið var fært í letur. Hafi verið um raunverulegar fjármunafærslur til þeirra að ræða, þá hafi verið skilyrði til þess á grundvelli úrskurðar RSK að færa þær færslur sem laun , enda greiddur af þeim skattur sem slík. Stefndu ættu undir engum kringumstæðum að þurfa að sæta því að eiga bæði að greiða tekjuskatt af greiðslum sem skilgreind ar haf i verið sem laun til þeirra, án þess þó að þau hafi í raun fengið greiðslurnar, og að endurgreiða fjármunina eins og um ógreidda skuld væri a ð ræða. Af framangreindum ástæðum mótmæla stefndu því að í aflýsingu veðskuldabréfsins hafi falist gjöf í skilningi gjaldþrotaskiptalaganna. Skilyrði riftunar á þeim gerningi séu því ekki fyrir hendi. Um endurgreiðslukröfu stefnanda benda stefndu á, að s amkvæmt 142. gr. laga nr. 21/1991 sk uli sá sem hafði hag af riftanlegri ráðstöfun greiða þrotabúinu fé sem svarar til þess sem greiðsla þrotamannsins h afi orðið honum að notum, þó ekki hærri fjárhæð en sem nemur tjóni þrotabúsins. Sýknukrafa stefndu sé á þ ví byggð að tjón þrotabúsins hafi ekkert orðið við það hringl sem átti sér stað í sambandi við umrætt skuldabréf eins og rakið sé hér að framan. Fari svo, gagnstætt væntingum stefndu, að dómurinn telji skilyrði riftunar vera fyrir hendi , telja þau skilyrði vera fyrir hendi samkvæmt því sem að framan er rakið til að fella niður kröfuna á hendur þeim eða lækka hana mjög verulega samkvæmt heimild í 145. gr. laga nr. 21/1991. Af sömu ástæðum mótmæla stefndu greiðslukröfu stefnanda á grundvelli veðskuldabréfsi ns, enda sé ekki fyrir hendi raunveruleg skuld á bak við bréfið. Krafa um málskostnað er gerð með vísan til 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 7 Forsendur og niðurst aða: Samkvæmt 1. mgr. 13 1 . gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. m á krefjast riftunar á gjafagerningi ef gjöfin var afhent á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag. Frestdagur er 8. febrúar 201 8. U mþrætt aflýsing veðskuldabréf sins fór fram þann 4. febrúar 2018, samkvæmt veðbandslausn sem móttekin var hjá sýslumanni 29. janúar 2018 . Óumdeilt er því að aflýsingin átti sér stað innan tímamarks 1. mgr. 131. gr. Á greiningur málsins stendur hins vegar til þess hvort um g jafagerning var að ræða í skilningi gjaldþrotaréttar eða ekki. Byggt er á því af hálfu stefnd u að aldrei h afi staðið til að greiða af veðskulda bréfin u , heldur hafi tilgangur með útgáfu þess verið vörn gegn skattyfirvöldum, og sé því um málamyndagernin g að ræða . Svo að um málamyndagerning geti verið að ræða þurfa báðir aðilar upprunaleg s löggernings að leggja aðra merkingu í hann en leiða má af orðalagi hans eða formi. Upprunalegir aðilar veðskuldabréfsins eru stefndi Guðmundur, sem útgefandi og veðsali, og stefnda Linda , sem veðsali, en kröfuhafi bréfsins er Sælind ehf . Eins og f ram kemur í málavaxtalýsingu vo ru stefndu einu eigendur og stjórnarmenn Sælindar ehf . Verður þegar af þeirri ástæðu ekki á því byggt að aðilar veðskuldabréfsins hafi verið samhuga um að bréfið væri málamyndagerningur , enda eðli málsins samkvæmt einungis við huglæga afstöðu stefndu að styðjast í þeim efnum. Þá er ósannað að skattayfirvöldum hafi verið það ljóst að um málamyndagerning hafi verið að ræða þótt þeim hafi verið sendur tölvupóstur þess efnis að ein af þeim ráðstöfunum sem stefndu hygðust grípa til vegna skulda þei rra við félagið hafi verið útgáfa á nefndu veðskuldabréfi. Í skýrslu Ingimundar Magnússonar rekstarfræðings fyrir dómi num , sem samdi veðskuldabréfið fyrir stefndu, kom fram að bréfið h efði verið gefið út vegna skulda stefndu við einkahlutafélag þeirra , Sælind ehf . R étt væri að bréfið h efði verið gefið út í þeim tilgangi að reyna að láta það líta svo út að ekki h afi verið um ólögmætar lánveitingar til stefndu að ræða en einnig hafi tilgang urinn verið sá að koma skipulag i á greiðslur frá stefndu til Sælindar ehf., og að vinna tíma í málinu gagnvart skattyfirvöldum . Fjárhæð bréfsins h efði verið hugsuð sem greiðsla stefndu á hluta skuld a sinn a við félagið , en skuld þeirra hafi numið hærri fjárhæð, en ákveðin atriði hafi þó valdið óvissu um endanlega fjá rhæð skuldarinnar til lækkunar . A ð sjálfsögðu h afi þó alltaf verið sá ásetningur að 8 greitt yrði af bréfinu , og l engd bréfsins til 30 ára hafi verið hugsuð í þeim tilg angi að afborganir yrð u ekki of þungar þar sem staða stefndu hafi verið erfið. Af framang reindu þykir ljóst að útgáfa bréfsins hafi verið gerð í þeim tilgangi að greiða niður hluta af skuld stefndu við Sælind ehf . Því til frekari staðfestingar kemur fram í umþrættri veðbandslausn um aflýsingu veðskuldabréfsins, að samkvæmt beiðni stefndu samþykki Sælind ehf. að leysa fasteign þeirra úr veðböndum , og s é veðbandslausnarinnar getið á frumriti veðskuldabréfsins, sem að öðru leyti sé óbreytt. Með þeim hætti ákváðu stefndu sjálf að aflýsa veðtryggingu þeirri sem var á bak við kröfu Sælindar ehf. á hendur þeim sjálfum, en að krafan samkvæmt bréfinu sjálfu stæði óbreytt. Með vísan til framangreinds er hafnað þeirri mótbáru stefndu að um málamyndagerning hafi verið að ræða , og að reglur samningaréttar um áhrif brostinna forsendna skv. 34. gr. samni ngalaga nr. 7/1936 geti átt við í málinu. Ákvæði 1. m gr. 131. g r. laga nr. 21/1991 hefur verið skýrt svo að undir það falli hver sú ráðstöfun sem rýri eignir þrotamanns, og leiði til eignaaukningar hjá þeim sem nýtur góðs af. Hefur lagaákvæðið í dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands verið talið ná til eftirgjafar ábyrgðar. Með þeirri ákvörðun stefndu að fella niður veðtryggingu Sælindar ehf. var eign þrotabúsins rýrð hlutlægt séð, og að sama skapi leiddi aflýsing bréfsins til eignaaukningar hjá báðum stefndu í formi veðrýmis . Ósannað er að það veðrými , sem skapaðist með þess um hætti í fasteign stefndu, hafi síðar verið notað í þágu þrotabúsins . Í gögnum málsins liggur fyrir umsókn stefndu sjálfra, dags. 16. janúar 2018, um lán frá Gildi - lífeyrissjóði að fjárhæð 82.000.000 króna með veði í Fákahvarfi 1 Kópavogi , eða e inungis n okkrum dögum áður en stefndu undirrituðu veðbandslausn þá sem leiddi til aflýsingar á veðkröfu Sælindar ehf. af þeirri sömu fasteign . Samkvæmt öllu framangreindu er fallist á að uppfyllt séu skilyrði 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 um gjöf, og verður því tekin til greina kr afa stefnanda um að rift verði þeirri ráðstöfun stefndu að aflýsa veðskuldabréfi, dags. 15. janúar 2017, að fjárhæð 50.000.000 króna, af fasteign stefndu , Fákahvarfi 1 í Kópavogi, en sú aflýsing var gerð með veðbandslausn, dags. 26. janúar 2018 , sbr. þinglýst skjal sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu nr. E - 1080/2017. 9 Í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. segir að ef riftun fari fram með stoð í 131. 138. gr. skal sá sem hafði hag af riftanlegri ráðstöfu n grei ða þrotabúinu fé sem svarar til þess sem greiðsla þrotamannsins hefur orðið honum að notum, þó ekki hærri fjárhæð en sem nemur tjóni þrotabúsins. Upplýst er að ekkert var greitt af veðskuldabréfi nu frá útgáfu þess. Fyrir liggur í gögnum málsins að með úrsk urði RSK, dags. 12. mars 2019, voru tekjufærslur vegna óheimil l a lánveitinga úr félaginu til stefndu fyrir árin 2011 - 201 5 lækkaðar úr 83.937.424 krónum í 36.843.863 krónur. Þá eru ótaldar tekjufærslur stefndu úr félaginu árin 2015 - 2016, sem samkvæmt gögnum málsins , að meðtöldum tekjufærslum áranna 2011 - 2015, nema hærri fjárhæð en 50.000.000 krón a . A f hálfu stefndu hefur ekki verið sýnt fram á að sú skuld sem bréfinu var ætlað að tryggja sé lægri en 50.000.000 krón a . Fram kom í málinu að stefnandi hefði ekki frumrit veðskuldabréfsins undir höndum . Af framangreindri lánsumsókn stefndu um lán frá Gildi - lífeyrissjóði að fjárhæð 82.000.000 króna með veð i í Fákahvarfi 1 í Kópavogi verður ekki annað ráðið en að veðkrafa stefnanda he fði að fullu verið tryggð í fasteigninn i ef ekki hefði komið til aflýsingar hennar. Með vísan til þessa og framangreinds kom ráðstöfun stefndu þeim að notum sem nemur a.m.k. 50.000.000 krón a , og nemur tjón þrotabúsins sömu fjárhæð. Að mati dómsins breytir engu um þá ráðstöfun hvort stefndu hafi verið gert að greiða tekjuskatt af þeim fjármunum sem þau fengu með framangreindu m hætti frá félaginu , en að öðru leyti liggja engin gögn fyrir um þær skattgreiðslur stefndu. Stefnd u kr efjast lækkunar eða niðurfellin gar greiðslu með vísan til 145. gr. laga nr. 21/1991 . K rafa stefndu að þessu leyti var ekki rökstudd með öðrum hætti en að engin skuld væri til staðar , sem telst ósannað í málinu . A ð öðru leyti liggja engin gögn fyrir um skilyrði ákvæðisins um að sérstaklega standi á, og að greiðsla kröfunnar væri svo miklum erfiðleikum bundin að ósanngjarnt me gi teljast að krefjast hennar, eða að önnur atvik leiði til þess sama þannig að fallast megi á kröfu stefndu. Með vísan til framangreinds og 1. mgr. 142. gr . laga nr. 21/1991 ber að fallast á endurgreiðslukröfu stefnanda, og verður stefnd u gert , in solidum, að greiða stefnanda 5 0.000.000 krón a . Dráttarvaxtakröfu stefnanda var ekki sérstaklega mótmælt, og verður stefndu gert að greiða dráttarvexti af kröfunni frá þeim degi þegar liðinn var mánuður frá því að stefnandi sannanlega krafði s tefndu með réttu um greiðslu kröfunnar, sbr. 3 . mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 . 10 Eftir framangreindum málsúrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð ein kamála, sbr. 2. mgr. 178. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., verður stefnd u gert að greiða stefnanda , in solidum, málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 1. 240 .000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Bogi Hjálmtýsson kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Rift er þeirri ráðstöfun stefndu, Guðmundar Gísla Geirdal og Lindu Jörundsdóttur, að aflýsa veðskuldabréfi, dags. 15. janúar 2017, upphaflega að fjárhæð 5 0.000.000 króna, útgefnu til stefnanda, þrb. Sælindar ehf., þá tryggðu með 2 . veðrétti í fasteigninni að Fákahvarfi 1 í Kópavogi, samkvæmt veðbandslausn, dags. 26. janúar 2018 . Stefndu greiði stefnanda in solidum 50.000.000 krón a með dráttar vöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 2 . nóve mber 201 8 að telja til greiðsludags. Stefnd u greiði stefnanda , in solidum, 1. 240 .000 krónur í málskostnað. Bogi Hjálmtýsson