Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 15. desember 2020 Mál nr. S - 71/2020 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson fulltrúi ) g egn Gunnar i Ól a Halldórss yni ( Sunna Axelsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 2. desember sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 28. febrúar 2020, á hendur Gunnari Óla Halldórssyni, kt. , , Akureyri, fyrir eftirtalin brot á lögum um ávana - og fíkniefni og peningaþvætti. I. Með því að hafa laugardaginn 9. nóvember 2019, verið með í söluskyni og í vörslum sínum á heimili sínu að , á Akureyri og í handtösku sem hann henti frá sér þegar lögreglan elti hann og handtók hann á Strandgötu við Hríseyjargötu á Akureyri, 5,08 grömm af amfetamíni, 107,78 grömm af maríhúana, 4,31 grömm af kannabisstönglum og 13,30 grömm af tóbaksblönduðu kannabisi, en hann hafði skömmu áður selt ónafngreindum aðila tæpt gra mm af maríhúana og afhent skammt frá þar sem hann var handtekinn. Telst þetta varða við 2. gr., 4. gr. a, sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana og fíkniefni og önnu r eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. II. Með því að hafa áður en lögreglan handtók hann og hóf rannsókn á meintu broti hans gegn lögum um ávana - og fíkniefni sem ákært er fyrir í ákærulið I, aflað sér ávinnings með sölu á fíkniefnum a ð fjárhæð 23.500 krónur, en lögreglan haldlagði þessa upphæð hjá ákærða við handtöku. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á þeim efnum sem lögreglan lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrá nr. 42.390 og 43.391, og 23.500 krónum sem lögreglan haldlagði við rannsókn málsins með vísun til 6. mgr. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/ 1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, með síðari breytingum og samkvæmt 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. 2 Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hún verði skilorðsbundin. Þá er krafist hæfileg rar þóknunar til handa skipuðum verjanda. Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Sakaferill ákærða, að því er hér skiptir máli, er sá að þann 6. mars 2018 hlaut ákærði dóm fyrir vörslur fíkniefna . Var refsing ákveðin fangelsi í sex mánuði, skilorðsbundið í tvö ár. Með broti því sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir rauf hann skilorð dómsins. Verður skilorðsdómurinn frá mars 201 8 nú tekinn upp og ákærða gerð refsing í einu lagi samkvæmt 60. gr., sbr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Er r efsing ákærða ákveðin fangelsi í níu mánuði . Að kröfu ákæruvalds, og með vísan til 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 1. mgr. 69. gr. alm ennra hegningarlaga nr. 19/1940 skal ákærði sæta upptöku á þeim efnum og peningum er í dómsorði greinir. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnað ar , þ.e. þóknun skipaðs verjanda síns, á rannsóknarst igi og fyrir dómi, eins og hún ákveðst í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum. Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, Gunnar Óli Halldórsson, sæti fangelsi í níu mánuði. Gerð eru upptæk 107,78 grömm af marijúana , 5,08 grömm af amfetamíni , 4,31 grömm af kannabisstönglum , 13,3 grömm af tóbaksblönduðu kannabis og 23.500 krónur sem haldlagðar voru undir rannsókn málsins . Ákærði greiði sakarkostnað, þ .e. þóknun skipaðs verjanda hans, Sunnu Axelsdóttur lögmanns, 321.1 60 krónur.