Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 15 . jún í 2022 Mál nr. S - 1266/2022 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Einar Laxness aðstoðarsaksóknari ) g egn Aron i Pálmas yni ( Guðmundur Njáll Guðmundsson ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 8. júní sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 15. mars 2022, á hendur Aroni Pálmasyni , kt. [...] , [...] , Reykjavík, fyrir fíkniefnalagabrot og brot á lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum , með því að hafa miðvikudaginn 27. maí 2020 að [...] í Reykjavík, haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni, samtals 1 2 7 kannabisplöntur , 3.038,10 g af kannabislaufum og stönglum, 132,28 g af maríhúna - ka nnabis, 144,99 g af hassi - kannabis, 1,17 g af tóbaksblönduðu maríhúana, og 100 töflur af anabólískum sterum, testesteron, og hafa um nokkurt skeið fram til þessa dags ræktað greindar plöntur sem lögregla fann við leit. Telst þetta varða við 2. gr., sbr . 4., 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018 og 1. mgr. 2. gr., sbr. 1. mgr. 4. gr. laga um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum nr. 84/2018. Þess er krafist að ákærð i verði dæmd ur til refsinga r og til greiðslu alls sakarkostnaðar . Þá er krafist upptöku á 1 2 7 kannabisplöntu m, 3.038,10 g af kannabislaufum og stönglum, 132,28 g af maríhúna - kannabis, 144,99 g af hassi - kannabis, 1,17 g af tóbaksblönduðu maríhúana, og 100 töflum af anabólískum sterum, testesteron , sem lagt var hald á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/ 1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 og 4. mgr. 4. gr. laga um nr. 84/2018. Jafnframt er krafist upptöku á 32 gróðurhúsalömpum, 25 straumbreytum, 3 tímarofum, 9 loftsíum, 1 þurrkunatromlu, 5 þurrkgrindum og 28 pokum af mold, (sbr.munaskrá 146131). sem 2 lögregla lagði hald á við leit, samkvæmt heimild í 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og ver janda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og ö ðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 10. mars 2022, hefur sakaferill ákærða ekki áhrif við á kvörðun refsingar nú . Ákærða til refsiþyngingar verður litið til þess að um mikið magn fíkniefna í sölu - og dreifingarskyni var að ræða og ásetningur til brotsins var einbeittur enda um nokkuð stóra ræktun að ræða sem krafðist mikils undirbúnings og vinnu, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940. Hins vegar voru plönturnar mismunandi að stærð og sumar mjög litlar. Ákærða til refsimildunar verður litið til greiðrar játningar hans fyrir dómi og þess hve langt er um liðið síðan brotin voru framin, en ekki verður séð að dráttur málsins hafi verið af völdum ákærða , sbr. 8. tölul. sömu lagagreinar. Með hliðsjón af framangreinds og sakarefni þessa máls þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði en fre sta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk til ríkissjóðs 127 kannabisplöntur, 3.038,10 g römm af kannabislaufum og stönglum, 132,28 g römm af maríhúna - kannabis, 144,99 g römm af hassi - kannabis, 1,17 g römm af tóbaksblönduðu maríhúana, og 100 töflum af anabólískum steru m, testesteron, 32 gróðurhúsalampar, 25 straumb reytar, 3 tímarofar, 9 loftsíur, 1 þurrkunatromla , 5 þurrkgrindur og 28 pokar af mold , sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Njáls Guðmundssonar lögmanns , 139.500 krónur, að meðtöld um virðisaukaskatti, og 162.246 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Baldvin Einarsson aðstoðarsaksóknari fyrir Einar Laxness aðstoðarsaksóknara . Samúel Gunnarsson aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. 3 D Ó M S O R Ð: Ákærði, Aron Pálmason , sæti fangelsi í 6 mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Upptæk eru gerð til ríkissjóðs 127 kannabisplöntur, 3.038,10 g römm af kannabislaufum og stönglum, 132,28 g römm af maríhúna - kannabis, 144,99 g römm af hassi - kannabis, 1,17 g römm af tóbaksblönduðu maríhúana, og 100 töflum af anabólískum sterum, testesteron, 32 gróðurhús alampar, 25 straumbreytar, 3 tímarofar, 9 loftsíur, 1 þurrkunatromla, 5 þurrkgrindur og 28 pokar af mold. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Njáls Guðmundssonar lögmanns, 139.500 krónur , að meðtöldum virðisaukaskatti, og 162.246 krónur í annan sakarkostnað. Samúel Gunnarsson