1 Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 1. júlí 2019 Mál nr. S - 250/2017: Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra Agnes Björk Blöndal fulltrúi gegn Jóel Björgvinssyni Páll Bergþórsson lögmaður Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 7. maí 2018 , endurupptekið o g dómtekið á ný 11. september 2018, og enn endurupptekið og dómtekið 27. maí 2019 , höfðaði lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hér fyrir dómi 14. desember 2017 með ákæru á hendur Jóel Björgvinssyni, [...] ; fyrir eftirtalin f íkniefnabrot: I Með því að ha fa, sunnudaginn 13. nóvember 2016, verið með í vörslum sínum 28,19 grömm af amfetamíni og 0,63 grömm af maríhúana, en lögreglan fann efnið við leit á ákærða og í íbúð þar sem ákærði dvaldi að [...] . Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um á vana - og fíkniefni nr. 65/1974 með síðari breytingum og 2. mgr. sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. II Með því að hafa sunnudaginn 27. nóvember 2016, flutt hingað til lands samta ls 38,72 grömm af kókaíni, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fíkniefnin flutti ákærði til landsins sem f a rþegi með flugi WW - 443 frá Amsterdam, Hollandi, í þremur pakkningum, sem hann hafið falið innvortis í líkama sínum. Brot þetta telst varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 með síðari breytingum og 2. mgr. sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. III Þess er krafist að ákærði ve rði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er þess krafist að ákærði sæti upptöku á efnum þeim sem lögreglan lagði 2 hald á og tilgreind eru í efnaskrám nr. 33.821, 33.822 og 33.907 samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. Þá gaf lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra út ákæru dags. 30. janúar 2019 sem var þingfest 28. mars sl. og það mál sameinað máli þessu. Þar var ákærða gefið að sök 4. maí 2018, verið með í sínum vörslum, 2,73 grömm af amfetamíni þegar lögregla hafði afskipti af honum á bifreiðastæði við [...] . Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíknefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á efni því, sem lögreglan l agði hald á og tilgreind eru í efnaskrá nr. 37.829 samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. Ákærði krefst sýknu sakargiftum þeim sem lýst er í ákæru dags. 14. desember 2017. Hann játaði sakargiftir í ákæru dags . 20. janúar 2019 . Með játningu ákærða, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæmt, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í þeirri ákæru er lýst og er þar réttilega heimfærð til refsiákvæða . Ákærði krefst vægustu re fsing ar sem lög leyfa og hæfilegra málsvarnarlaun a til handa verjanda , og að þau verði greidd úr ríkissjóði . I Ákærði krefst sýknu af sakargiftum í ákæru dags. 14. desember 2017 á þeim grundvelli að sök sé fyrnd. Þar er honum gefi ð að sök að hafa brotið ge gn 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíknefni, 13. og 27. nóvember 2016. Hann var þá 18 ára gamall og með hreint sakavottorð. Samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 81. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 fyrnist sök á tveimur árum ef ekki l iggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi eða refsing sú sem til er unnið fer ekki fram úr sektum. Samkvæmt 2. tl. sama ákvæðis fyrnist sök á fimm árum ef ekki liggur þyngri refsing við broti en 4 ára fangelsi. Í máli því sem I. ákæru liður tekur til var ein skýrsla tekin af ákærða , sama dag og meint brot átti sér stað og rannsókn lauk svo með skýrslu um greiningu efnanna, dags. 6. febrúar 2017. Ákærða var sent sektarboð dags. 13. mars 2017, og boðið að ljúka málinu með greiðslu 344.000 króna sekt a r . Rannsókn á máli samkvæmt ákærulið II lauk 17. febrúar 2017. 3 Ákæra barst dóminum 21. desember 2017 og var fyrirkall birt ákærða 1. janúar 2018. Aðalmeðferð fór fram 7. maí 2018 en var endurtekin 27. maí 2019 þar sem dómur hafði ekki verið kveðinn upp. L jóst er að refsing sú sem ákærða hefði verið ákveðin fyrir brot samkvæmt I. ákærulið hefði farið ekki fram úr sektum og fyrnist sök því á tveimur árum . Ákærða verður ekki kennt um þann drátt sem orðið hefur á meðferð málsins. Með vísan til grunnröksemda að baki 5. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga og með hliðsjón af dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 235/2007, verður sök ákærða samkvæmt I. lið ákæru dags. 14. desember 2017 því talin fyrnd. Refsing við broti því sem ákærða er gefið að sök í II. lið ákæru fer hins vegar fram úr sektum . B rotið fellur því undir 2. tl. 1. mgr. 81. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og telst sök ekki fyrnd. II Ákærði kannast við að hafa flutt kókaín til landsins 27. nóvember 2016, eins og grein ir í II. lið ákæru. Ákærði ba r fyrir dómi að hann hafi átt að fá að launum fyrir þetta niðurfellingu á ætlaðri fíkniefnaskul d við þann mann sem hann sótti efnin fyrir. Hann hafi ekki vitað að efnin væru ætluð til sölu og dreifingar en sagði aðspurður að ætla mætti að það hafi verið no kkuð líklegt. Verður að telja svo yfirgnæfandi líkur á að efnið hafi verið ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni að ákærða hafi mátt vera það ljóst. V erður hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem greinir í II. lið ákæru og varðar við tilgrein d refsiákvæði. III Ákærði gekkst undir sátt um greiðslu 140.000 króna sektar og sviptingu ökuréttar þann 27. júní 201 7 , fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Brot samkvæmt ákæru dags. 14. desember 2017 framdi hann í nóvember 2016, áður en hann gekkst und ir sáttina. Þegar ákærði framdi þau brot hafði hann því hreinan sakarferil, og var aðeins 18 ára að aldri . Með hliðsjón af ungum aldri ákærða , hreinum sakarferli hans þegar hann framdi hi ð alvarlegr a brot sem hann er nú sakfelldur fyrir, tafa á meðferðs má lsins og þ ví að hann kveðst hafa flutt kókaínið inn undir ógnunum fíkniefnasala sem hann hafi staðið í skuld við verður refsing hans ákveðin fangelsi í 45 daga . Með vísan til sömu sjónarmiða en einnig þess að ákærði hefur sótt meðferð við fíknivanda þykir rétt að fresta fullnustu refsingar innar skilorðsbundið, og falli hún niður að liðnum tvei mur árum, haldi ákærði almennt skilorð. Komi til afplánunar , dregst frá refsingu nni sá tími sem ákærði sat í gæsluvarðhaldi frá 28.11.2016 til 29.11.2016 , sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Samkvæmt yfirliti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er útlagður sakarkostnaður vegna rannsóknar þess máls sem liður II í ákæru dags. 14. desember 2017 tekur til 39.646 krónur sem ákærða verður gert að greiða, í samr æmi við niðurstöðu málsins. 4 Ákærði greiði einnig þóknun skipaðs verjanda síns við rannsókn þess máls , Bjarna Haukssonar lögmanns, 374.170 krónur , að teknu tilliti til virðisaukaskatts, og aksturskostnað hans, 11.000 krónur. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Páls Bergþórssonar lögmanns, þykja hæfilega ákveðin 1.370.200 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Ferðakostnaður hans nemur 105.700 krónum. Við ákvörðun um þann hlut a sakarkostnaðar er ákærði verður gert að greiða vegna meðferðar málsins fyrir dómi er litið til þess að fallist er á sýknukröfu hans vegna annars þeirra brota sem hann krafðist sýknu af , sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008. Þá þykir rétt að líta einnig til 1. mgr. 235. gr. i.f. sömu laga, sem hlýtur , samkvæmt þeim rökum se m hún byggir á, einnig að eiga við þegar kostnaður verður rakinn til tafa hjá dómstólum. Ákærða verður samkvæmt því gert að greiða 1/3 hluta málsvarnarlauna verjandans en ríkissjóður greiði 2/3 hluta þeirra. Ákærði greiði 19.180 krónur af ferðakostnaði ver jandans en hann greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði. Gera ber öll efni upptæk eins og krafist er og nánar greinir í dómsorði. Dóminn kveður upp Arnbjörg Sigurðardóttir settur héraðsdómari. Dómarinn tók við máli þessu 1. mars 2019 en hafði fram að því eng in afskipti af meðferð þess. Fyrir dómsuppsögu var g ætt var ákvæðis 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. D Ó M S O R Ð : Ákærði Jóel Björgvinsson sæti fangelsi í 45 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tvei mur árum frá uppsögu þessa dóms að telja , haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 1 9/1940 með áorðnum breytingum. Komi til fullnustu refsingarinnar dregst frá henni gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 28. - 29. nóvember 2016. Ákærði greiði 9 00.729 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. þóknun tilnefnds verjanda hans, Bjarna Haukssonar lögmanns, 374.170 krónur og 11.000 króna ferðarkostnað hans , 1/3 af málsvarnarlaun um skipaðs verjanda hans, Páls Bergþórssonar lögmanns , sem í heild nema 1.370.200 krónu m og 19.180 krónur af ferðakostnað i hans , sem alls nemur 105.700 krónum . Að öðru leyti greiðis t sakarkostnaður úr ríkissjóði . Gerð eru upptæk 30,92 grömm af amfetamíni, 0,63 grömm af mar ij úana og 38,72 grömm af kókaíni.