Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 20. ágúst 2020 Mál nr. E - 431/2019 : A faktoring ehf. ( Hannes Júlíus Hafstein lögmaður ) g egn K ötlu ehf . byggingarfélag i ( Jóhann Fannar Guðjónsson lögmaður ) Dómur M ál þetta , var höfðað 8. desember 2019 og dómtekið 29. júní sl. Stefnandi er A faktoring ehf., kt. [...] , Sundagörðum 2, Reykjavík en stefndi Katla byggingarfélag ehf., kt. [...] , Melbrún 2, Dalvíkurbyggð. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 20.760.768 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2008 frá 15. október 2019 til greiðsludags. Þá er þess krafist að staðfest verði kyrrsetningargerð nr. 2019 - 03 1660 er fram fór hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra þann 15. nóvember 2019, samkvæmt beiðni stefnanda, þar sem kyrrsett var fasteignin Melbrún 2, Dalvíkurbyggð, fnr. 215 - 6808 og 215 - 6809, til tryggingar kröfum stefnanda samtals að fjárhæð 21.356.299 kr ónur, auk áfallandi dráttarvaxta og alls kostnaðar við gerðina og eftirfarandi staðfestingarmáls. Loks er krafist málskostnaðar samkvæmt mati dómsins að meðtöldum kostnaði við kyrrsetningargerðina gagnvart stefnda og eftirfarandi kostnaði vegna gerðarinna r, þar á meðal þinglýsingarkostnaði. Stefndi krefst sýknu af dómkröfum stefnanda og málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnanda. Sök var skipt og í þessum þætti málsins krefst stefnandi þess að viðurkennd verði greiðsluskylda stefnda á reikningi á dómsk jali nr. 4 á grundvelli áritunar stefnda á reikninginn eða öðru samþykki hans fyrir greiðslu hans, og að í samþykkinu hafi um leið falist brottfall vanefndaúrræða gagnvart upphaflegum útgefanda reikningsins. Þá krefst hann staðfestingar kyrrsetningargerðar og greiðslu málskostnaðar eins og greinir í stefnu. Lögmaður stefnda krefst sýknu og málskostnaðar að skaðlausu úr hendir stefnanda. I Þann 14. febrúar 2019 gerði s tefndi verksamning við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggð ar hses . um byggingu og fullnaðarfrágang leiguíbúða við Lokastíg á Dalvík. Verklok skyldu vera 31. október 2019 og greiðs l a fyrir verkið nema 195.380.500 krónum. Stefndi fékk Birki byggingarfélag ehf. sem un dirverktaka og var samningur þar um undirritaður 26. febrúar 2019. Verkbyrjun var 1. febr stefndi greiða verktakanum 160.442.500 krónur. Stefndi 2 skyldi ráða eftirlitsmann með verkinu til að annast eftirlit á vinnustaðnum. Birki byggingarfélag ehf. skyldi fá greitt í samræmi við framvindu verksins. Þrítugasta hvers mánaðar sk yl di verktaki nn leggja fram stöðuúttekt til eftirlitsaðila stefnda. Verktaki nn skyldi hafa náið samráð við eftirlitsaðila stefnda um reikningsgerð, áætlun verkstöðu og magntöku. Samþykkti eftirlit saðili stöðuúttekt og reikningsgerð verktaka skyldi greitt samkvæmt reikningnum fyrir 10. næsta mánaðar. Fyrir liggja reikningar frá Birki byggingarfélag i ehf. til stefnda, dags. 3. maí 2019, 3. júní 2019, 13. júlí 2019 og tveir dags. 1. ágúst 2019 sem stefndi greiddi, alls 118.079.929 krónur. Tvo þeirra framseldi Birki byggingarfélag ehf. stefnanda og greiddi stefndi stefnanda 5. júlí 2019 og 13. september 2019 . Í málinu er deilt um reikning sem Birki byggingarfélag ehf. gaf út þann 9 . september 2019 að fjárhæð 20.760.768 krónur með eindaga 15. október 2019 sem hann verið framseld A Faktoring ehf. Skuldari leysist aðeins undan greiðsluskyldu með gre neðan eru greiðsluupplýsingar Með bréfi lögmanns ste fnda, dags. 14. október 2019, lýsti stefndi yfir riftun verksamningsin s við Birki byggingarfélag ehf. Segir þar að forsvarsmaður félagsins hafi tilkynnt í votta viðurvist á fundi með fulltrúum stefnda , þann 1. október 2019, að hætt verði við framkvæmd á gr undvelli verksamningsins. Því hafi verið fylgt eftir með því að félagið hafi hætt starfsemi á verkstað. Staða framkvæmda 1. október hafi verið langt á eftir áætlun. Þá hafi komið í ljós að stefndi hafi greitt umfram skyldu samkvæmt verksamningnum . Þ egar ve rktaki hafi hætt hafi komið í ljós að vinna hafi verið skemur á veg komin en greiðslur stefnda hafi átt að endurspegla. Stefndi lýsi því yfir riftun samningsins og áskilji sér rétt til skaðabóta vegna vanefnda. Tekið er fram að reikningi dags. 9. september 2019, sem framseldur hafi verið stefnanda , sé mótmælt og hafnað. Hann verði ekki greiddur. Stefnandi krafðist þess við sýslumanninn á Akureyri, með bréfi dags. 6. nóvember 2019, að kyrrsettar yrðu eignir stefnda, til tryggingar á greiðslu reikningum og á föllnum vöxtum og kostnaði. Þann 15. nóvember 2019 var fasteign stefnda að Melbrún 2, Dalvíkurbyggð, fastanúmer 215 - 6808 og 215 - 6809 kyrrsett til tryggingar kröfu stefnanda . Mál þetta var svo höfðað 8. desember 2019 og þingfest 12. sama mánaðar . II Stefn andi vísar til þess að stefnandi og Birki byggingarfélag ehf. hafi gert með sér samning um kaup stefnanda á kröfu samkvæmt reikningi dags. 9. september 2019 að fjárhæð 20.760.768 krónur með eindaga 15. október sama ár. Reikningurinn hafi verið stimplaður u m framsal ið þar sem skilmerkilega hafi komið fram að reikningurinn og krafa samkvæmt honum hefði verið framseld stefnanda og tekið fram að skuldari leystist aðeins undan greiðsluskyldu með greiðslu inn á reikning stefnanda. Forsvarsmaður stefnda hafi árita ð reikninginn um samþykki sitt fyrir greiðsluskyldu félagsins og réttmæti reikningsins. Andvirði reikningsins hafi verið notað til að greiða fyrir efni vegna 3 verksamnings Birkis byggingarfélags ehf. og stefnda og efnið afhent stefnda. Riftunaryfirlýsing st efnda, dags. 14. október 2019, þar sem tekið var fram að reikningnum væri mótmælt , hafi komið stefnanda verulega á óvart. Stefnanda hafi virst stefndi vera að reyna að hagnast með ólögmætum hætti á kostnað stefnanda með því að neita greiðsluskyldu og ætlað að ásetningur hans væri að leita allra leiða til að losna við að greiða reikninginn. Fyrir liggi að stefndi hafi rift verksamningi við Birki byggingarfélag ehf. um byggingu leiguíbúða við Lokastíg 3 á Dalvík. Riftuninni hafi verið mótmælt og Birki bygging arfélag ehf. telji sig eiga frekari fjárkröfur á hendur stefnda. Þá eigi stefndi einnig í ágreiningi við Dalvíkurbyggð vegna sama verks. Stefnandi hafi vegna þessa talið líklegt að stefndi myndi selja eignir og verðmæti sem þá stæðu ekki til fullnustu krö fu stefnanda eða binda þær frekari kvöðum eða veðböndum. Því hafi stefnandi talið nauðsynlegt að tryggja hagsmuni sína með kyrrsetningu eignir stefnda og fasteign stefnda að Melbrún 2 á Dalvík því verið kyrrsett 15. nóvember 2019. Því hafi stefnanda verið nauðsynlegt að höfða mál um kröfu stefnanda og til staðfestingar kyrrsetningarinnar. Stefnandi byggir á að skilyrði 5. gr. laga nr. 31/1990 hafi verið fyrir hendi til að kyrrsetningargerðin næði fram að ganga. Það hafi verið niðurstaða sýslumanns og stefna ndi krefjist staðfestingar á gerðinni. Stefnandi vísar til reglna samninga - og kröfuréttar um loforð og efndir fjárskuldbindinga. Kröfur um dráttarvexti byggja á lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og krafa um málskostnað á 1. mgr. 130. gr. laga n r. 91/1991 um meðferð einkamála. III Stefndi vísar til verksamning s stefnda við Birki byggingarfélag ehf. um b yggingu og fullnaðarfrágang leiguíbúða ásamt þjónusturými við Lokastíg 3 á Dalvík. B irki byggingarfélag ehf. hafi verið undirverktaki stefnda sem hafi gert verksamning við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses. um byggingu íbúðanna. Stefndi, sem einnig rek i jarðvinnuverktakastarfsemi, hafi annast jarðvinnu við verkið ( svo kallaða púða) og frágang lóðar, en Birki byggingarfélag e hf. tekið að sér fullbúning íbúðanna. Stefndi hafi afhenti umræddan púða í mars 2019 og verklok því átt að vera þann 31. október sl. Framkvæmdir hjá Birki hafi gengið illa og því ítrekað hótað að ganga frá verkinu. Stefndi hafi ger t sitt besta með því að l iðka til svo verkið stöðvaðist ekki. Stefndi hafi meðal annars tekið að sér að vinna ákveðin verk fyrir Birki ehf. og að standa undir ákveðnum kostnaði hans sem hvort tveggja skyldi svo ger t upp við verklok. Að ósk Birkis hafi stefndi greitt félaginu fyrir fram fyrir ákveðna verkþætti, umfram framvindu, svo verkið myndi ekki stöðvast. Stefndi hafi greitt fimm reikninga Birkis byggingarfélags ehf. , samtals 118.079.929 krónur . Framvinda hafi hins vegar verið mun minni og samkvæmt úttekt byggingarstjóra 1. októ ber 2019 hafi einungis verið búið að vinna í verkinu fyrir fjárhæð sem svarar til 81.895.623 króna , en það sé litlu hærri fjárhæð en samantekt stefnda um stöðu verksins þann 1. október 2019. Samkvæmt henni hafi verkstaða þá , án jarðvinnu og frágangs utanhúss , numið 81.886.840 krónum þegar verktakinn hafi horfið frá verkinu. Greiðslur umfram framvindu nem i því að minnsta kosti 36.184.306 krónum . Á verkfundi 1. október 2019 hafi fyrirsvarsmaður Birkis byggingarfélags ehf. tilkynnt að 4 hann segði félagið frá verkinu. Stefndi hafi reynt að koma félaginu aftur að verkinu án árangurs og félagið hafi yfirgefið verkstað án nokkurs frágangs. Stefndi hafi því verið knúinn til að rifta verksamningi félaganna. Í riftunaryfirlýsingu hafi komið fram að verktakinn hef ði hætt allri starfsemi, verkið væri langt á eftir áætlun og að greitt hefði verið umfram framvindu. Stefndi hafi áskilið sér rétt til að hafa uppi kröfur á hendur verktakanum vegna þessa. Lögmaður félagsins hafi þá sent lögmanni stefnda tölvupóst þar sem vísað hafi verið til þess að félagið teldi sig eiga rétt til frekari greiðslna vegna aukaverka en e ngar staðfestingar verið á aukaverkum eða beiðnum þar um . Engin rök eða gögn hafi verið lögð fram sem hafi hnekkt rétti stefnda til riftunar. S tefndi hafi af lað tilboða frá verktökum og birgjum til að ljúka verki nu og verð hafi numið samtals 38.919.020 krónum en einnig liggi fyrir áætlanir um 12.050.000 króna efniskostnað . Stefndi byggir á að um sé að ræða framsal á almennri kröfu en ekki viðskiptabréfi. Samkvæmt reglu m kröfuréttarins komi stefndi að öllum sömu vörnum gagnvart stefnanda og hann hefði getað haft uppi gagnvart framseljanda. Einsýnt sé að sökum ágreining s milli Birkis byggingarfélags ehf. og stefnda um réttmæti kröfunnar sem ekki hafi verið l eyst úr, séu ekki efni til annars en sýkna stefnda að svo stöddu af kröfum stefnanda, sbr. 2. mgr. 26. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991. S tefndi byggir á því að greiðsluskylda hafi ekki verið viðurkennd af hans hálfu. Á reikning þann sem stefnan di styð ji rétt sinn við hafi, af hálfu stefnanda , verið ritaður texti þess efnis að reikningurinn og krafa s amkvæmt honum hefði verið framseld stefnanda og að skuldari leystist aðeins undan greiðsluskyldu með greiðslu inn á nánar tilgreindan reikning stefn anda. Annar greiðslumáti væri óheimill. Stefnda hafi verið sendur reikningurinn með þessari viðbættu áritun sem hafi ekki verið skilin öðruvísi en svo að óskað væri staðfestingar á því að stefnda væru framangreind greiðslufyrirmæli ljós. Áritun fyrirsvarsm anns stefnda, beint fyrir neðan framangreinda framsalsáritun, fel i ekki annað og meira í sér en staðfestingu á vitneskju um að reikningur inn hafi verið framseldur en ekki samþykk i reikning s in s . J afnvel þótt hann hefði samþykkt réttmæti reikningsins hefði það ekki þær lögfylgjur að hann komi ekki að þeirri mótbáru að ofgreitt hafi Birki byggingarfélagi ehf. og að stefndi fái skuldajafnað með kröfum sínum á hendur félaginu . Það væri í andstöðu við reglur kröfuréttar. Stefndi hafnar því sérsaklega að h ann hafi hagnast með ólögmætum hætti á kostnað stefnanda. Þvert á móti bendi ekkert til annars en að stefndi stórtapi á vanefndum þess aðila sem stefnandi leiði rétt sinn frá. Ó sannað sé að stefnandi hafi innt af hendi greiðslur til Birkis byggingarfélags ehf. fyrir hina ætluðu kröfu á hendur stefnda, eða að þeim fjárhæðum hafi verið varið til verksins. Stefndi hafnar því að við kyrrsetningu fasteignar hans að Melbrún 2 í Dalvíkurbyggð hafi verið uppfyllt skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga um kyrrsetningu, lögban n o.fl., nr. 31/1990. Hvorki þegar stefnandi kom kyrrsetningunni til leiðar né við málshöfðun þessa máls h afi stefnandi lagt fram gögn eða sýnt fram á að ef kyrrsetning fari ekki fram, muni slíkt draga úr líkindum til fullnustu hennar eða að hún verði veru lega örðugri. Hið eina sem stefndi hafi lagt fram sé ein blaðsíða úr ársreikning i stefnda, sem sé rótgróið virt fyrirtæki , stofnað 1985. Sú blaðsíða varp i ekki ljósi á bága fjárhagsstöðu 5 eða að fullnusta geti með einhverjum hætti verið örðugri ef ekki kem ur til kyrrsetningar. Stefndi hafi engum eignum skotið undan og sé fullfær um að standa skil á öllum lögmætum kröfum en hafn i greiðslu tilhæfulausra reikninga þótt framseldir séu. Stefndi kveður m ótmæli stefnda og kröfur hafa verið stefnanda ljósar þegar h ann hafi með launung kom ið því til leiðar að fasteign stefnda yrði kyrrsett. L jós t sé að gögn sem legið hafi fyrir við kyrrsetningu hafi sýnt að stefnandi eigi ekki þá kröfu á hendur stefnda sem að sé látið liggja. Því hafi borið að hafna kyrrsetningu, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 31/1990. Stefndi krefst málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnanda. Stefnandi leit i st við að afla dóms fyrir kröfu sem hann v iti að varð i réttarsamband stefnda og þriðja aðila sem enga aðild eigi að m álinu. M álatilbúnaður stefnanda sé þannig úr garði gerður að stefnda sé gert erfitt um vik varðandi varnir og líta verði til þess að líta við ákvörðun málskostnaðar. Stefndi vísar til almennra reglna kröfuréttar, skaðabótaréttar og verktakaréttar auk IST 30:201 2, laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001 og ákvæða laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. IV Í máli þessu liggur fyrir að stefndi tók að sér verk fyrir Leigu íbúðir Dalvíkurbyggð ar hses. og réð Birki byggingarfélag ehf. sem undirverktaka. Stefndi skyldi ráða eftirlitsmann með verkinu og Birki byggingarfélag ehf. fá greitt í samræmi við framvindu verksins. Þrítugasta hvers mánaðar skyldi verktakinn leggja fram stöðuúttekt til eftirlitsaðila stefnda og hafa samráð við eftirlitsaðila stefnda um reikningsgerð. Samþykkti eftirlitsaðili stöðuúttekt og reikningsgerð verktaka skyldi greitt samkvæmt reikningnum fyrir 10. næsta mánaðar. Deilt eru um reikning sem Birki byggingarfélag gaf út 9. september 2019 að fjárhæð 20.760.768 krónur , með eindaga 15. október 2019, og framseldi stefnanda. Á Faktoring ehf. Skuldari leysist aðeins undan greiðsluskyldu með greiðslu inn á neðangr. reikning A Faktoring. Annar greiðslumáti e U ndir það ritaði fyrirsvarsmaður stefnda Ágreiningur aðila í þessum þætti málsins lýtur að því hvort stefndi hafi með áritun sinni við framsalið samþykkt reikninginn og um leið misst rétt til þess að h afa uppi mótbárur við greiðslu hans. U m framsal almennra krafna gildir sú meginregla að skyldur skuldara eiga ekki að aukast við framsalið. Samkvæmt henni getur skuldari haft uppi allar þær mótbárur sem hann gat borið fram við framseljanda gagnvart framsa lshafa og að jafnaði einnig þótt framsalshafa hafi verið ókunnugt um mótbáruna þegar framsalið fór fram. Hins vegar hefur verið talin ástæða til að víkja frá þessari meginreglu í sérstökum tilvikum, svo sem þegar skuldari átti að geta gert sér grein fyrir því að yfirlýsingu hans ætti að nota sem skilríki í lögskiptum við þriðja mann og skuldari hefur sýnt af sér gáleysi. Stefndi er byggingafyrirtæki og Jón Ingi Sveinsson framkvæmdastjóri þess. Fyrirsvarsmaður er kunnáttumaður á þessu sviði og fyrirtæki ha ns hafði yfirumsjón með 6 verkinu en Birki bygginga r félag ehf. var undirverktaki . Stefndi hafði eftirlit með framkvæmdum Birkis bygginga r félags ehf . Stefndi hafði tvívegis áður ritað á reikninga frá Birki bygginga r félagi ehf. með sama hætti og greitt stefnan da í samræmi við það. Í greinargerð stefnda segir að f ramkvæmdir hjá Birki byggingarfélagi ehf. hafi gengið illa og því ítrekað verið hótað að ganga frá verkinu. Stefndi hafi liðka ð til svo verkið stöðvaðist ekki , m eðal annars tekið að sér að vinna ákveðin verk fyrir Birki byggingarfélag ehf. og að standa undir ákveðnum kostnaði hans sem skyldi svo ger t upp við verklok. Að ósk Birkis hafi stefndi greitt félaginu fyrirfram fyrir ákveðna verkþætti, umfram framvindu, svo verkið myndi ek ki stöðvast. Fyrir liggur að fyrirsvarsmaður stefnda og fyrirsvarsmaður Birkis bygginga r félags ehf. hittust þann 9. september 2019 . Þ á hafi f yrirsvarsmaður Birkis bygginga r félags ehf. komið með reikninginn, með stimplinum frá stefnanda, og stefndi ritað u ndir . Að öðru leyti ber aðilum ekki fyllilega saman um hvað þar var rætt . F yrirsvarsmaður s tefnda kvað h lutina hafa gengið svolítið hratt á þessum tíma, mikið efni og einingar komið. Hann hafi verið að fara í frí og fyrirsvarsmanni Birkis bygginga r félags e hf. verið mikið í mun að framselja reikninginn. Hann kvaðst aðeins hafa verið að árita reikninginn um samþykki fyrir framsali en ekki um samþykki reikningsins sjálfs . Spurður um það hvern hann teldi tilganginn með framsalinu hafa verið kvaðst hann hafa ætl Birki ætlaði að . H ann kvað Birki byggingarfélag ehf. hafa fengið greitt umfram framvindu verksins v egna þess að efni og einingar til verksins hefðu borist sem Birki bygginga r félag ehf. hafi þurft að greiða fyrir. Þ að hafi átt að jafnast út síðar í verkinu. F yrirsvarsmaður stefnda kvað ekki hafa verið gerða úttekt á verkinu áður en hann áritaði umræddan reikning . Þ að er álit dómsins að áritun fyrirsvarsmanns stefnda hafi gefið stefnanda tilefni til að treysta því að reikningurinn hafi verið samþykktur . Þá hlaut f yrirsvarsmanni stefnda að vera það ljóst að til stæði að nota yfirlýsingu hans sem skilríki í lögskiptum við þriðja mann . Eins og að framan greinir segir í greinargerð stefnda að greitt hafi verið umfram fram vindu og það hafi átt að gera upp síðar. Er það álit dómsins að stefndi hafi því sýnt af sér gáleysi með því að undirrit a reikninginn . Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. má kyrr - setja eignir skuldara til tryggingar ful lnustu lögvarinnar kröfu um greiðslu peninga ef henni verður ekki þegar fullnægt með aðför og sennilegt má telja, ef kyrrsetning fer ekki fram, að draga muni mjög úr líkindum til að fullnusta hennar takist eða að fullnusta verði verulega örðugri . Í dómafra mkvæmd hefur verið litið svo á að gerðarbeiðandi verði að sýna fram á að hættan á því að fullnusta kröfunnar takist ekki sé mikil. Við kyrrsetningu á fasteign stefnda lágu ekki fyrir önnur gögn um fjárhag stefnda en ein blaðsíða úr óendurskoðuðum ársreikni ngi 2018, um varanlega rekstrarfjármuni félagsins og hafa frekari gögn ekki heldur verið lögð fyrir dóminn . E kki verður talið að stefnandi leitt nægjanlega í ljós að draga muni mjög úr líkindum til að fullnusta kröfu hans takist eða að fullnustan muni verð a verulega örðugri ef kyrrsetning fer ekki fram. Samkvæmt því er kröfu stefnanda um staðfestingu kyrrsetningar hafnað og gerðin felld úr gildi. Eftir úrslit um málsins verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað sem er ákveðinn 750.000 krónur. 7 Arnbjörg Sigurðardóttir settur héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Gætt var ákvæðis 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Dómso r ð: Stefnda, Kötlu bygginga r félagi ehf., er sky lt að greiða stefnanda, A Faktoring ehf., skuld samkvæmt reikningi á dskj. nr. 4, með höfuðstól að fjárhæð 20.760. 768 krónur, útgefnum 9. september 2019, af Birki byggingarfélagi ehf. Felld er úr gildi k yrrsetning , sem gerð var hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra 15. nóvember 2019 að beiðni stefnanda , í fasteign stefnda að Melbrún 2, Dalvíkurbyggð, fnr. 215 - 6808 og 215 - 6809 . Stefndi greiði stefnanda 750.000 krónur í málskostnað.