Héraðsdómur Reykjaness Dómur 23. júní 2022 Mál nr. S - 986/2022 : Ákæruvaldið ( Sigurður Ólafsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Marco Aurelio Garcia Maya ( Oddgeir Einarsson lögmaður ) Dómur : I Mál þetta, sem dómtekið var 16. júní 2022 , er höfðað með ákæru héraðssaksóknara dags. 25. maí 2022 á hendur ákærða Marco Aurelio Garcia Maya, kt. 000000 - 0000 , ríkisborgara Mexíkó. Málið er höfðað gegn ákærða fyrir stórfellt brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni , sunnudaginn 6. mars 2022, með því að hafa: 1. Staðið að innflutningi á samtals 997,38 g af kókaíni, með 83% styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fíkniefnin flutti ákærði til Íslands sem farþegi með flugi TO - 4056 frá París í Frakklandi til Keflavíkurflugvallar. Telst brot þetta varða við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 64/1974 og 32/2001. 2. Undir rekstri málsins féll ákæruvaldið frá 2. tölulið ákærunnar. Þess er krafi st að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er krafist er upptöku á 997,38 g af kókaíni og Oppo farsíma, með vísan til 6. og 7. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002 og 1. og 3. tölul. 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2 Verjandi ákærða gerir þá kröfu að ákærði verði dæmdur til þeirrar vægustu refsingar se m lög frekast heimila og að hluti sakarkostnaðar þ.m.t. málsvarnarlaun verjandans samkvæmt málskostnaðarreikningi verði lagður á ríkissjóð. II Farið var með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærð i hefur skýlaust játað sakargi ftir og telur dómari ekki ástæðu til að draga í efa að játningin sé sannleikanum samkvæm enda er hún í samræmi við rannsóknargögn málsins. M álið var því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda ákærða h afði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Brot ákærða er réttilega heimfært til refsiákvæða í ákæru og varðar við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og hefur ákærði unnið sér til refsingar samkvæmt því. II I Ákærði flutti hingað til lands 997,38 grömm af kókaíni. Hann hélt því fram að fyrst hafi staðið til að hann myndi flytja peninga en það hafi breyst á síðustu stundu og farið fram á við hann að flytja fíkniefni til Íslands. Undir rekstri málsins bókaði ákær uvaldið að það dragi ekki í efa þessa lýsingu ákærða. Verður höfð hliðsjón af þessu við ákvörðun refsingar í málinu. Samkvæmt matsgerð Rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði Háskóla Íslands dags. 15. mars 2022 var til rannsóknar sýni, hvítir kögglar o g duft, sem innihélt kókaín. Styrkur kókaíns í sýninu var 83% sem samsvarar 93% kókaínklóríði. Samkvæmt matsgerð rannsóknastofunnar dags. 29. mars 2022 hefur neyslustyrkleiki kókaíns hér á landi ekki verið rannsakaður sérstaklega. Vitað sé að neyslustyrkle iki fíkniefna geti verið breytilegur frá einu landi til annars, frá ári til árs og jafnvel milli borga í sama landi. Í útreikningum rannsóknastofunnar sé gengið út frá tölum um neyslustyrkleika kókaíns í Danmörku en hann var að miðgildi 57% á landsvísu ári ð 2020. Bent er á að breytileiki hafi verið á neyslustyrkleika kókaíns í Danmörku frá aldamótum. Hæstur var hann 61% árið 2018 og lægstur 16% árið 2007. Úr 997,38 grömmum af dufti, sem inniheldur 83% 3 kókaín, megi samkvæmt framangreindum forsendum búa til 1 .452 grömm af efni sem væri 57% að styrk. Gengið sé út frá því að efnið sé þynnt með óvirku dufti t.d. laktósa og ekkert fari til spillis í aðgerðinni. IV Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann ekki áður hlotið refsingu hér á landi. Hann játaði brot s itt afdráttarlaust fyrir dómi og verður tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar. Með hliðsjón af magni og styrkleika fíkniefnanna sem ákærði flutti hingað til lands þykir ljóst að þau hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Um va r að ræða talsvert magn hættulegra fíkniefna og samkvæmt matsgerð Rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði var styrkleiki efnisins mikill. Að teknu tilliti til þessa, með hliðsjón af 1., 3., 5. og 6. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1 940 og með vísan til dómaframkvæmdar þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fimmtán mánuði. Til frádráttar refsivistinni skal koma með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist sem ákærði hefur sætt frá 7. mars 2022 til dagsins í dag. Ákærði sæti up ptöku til ríkissjóðs á 997,38 grömmum af kókaíni og Oppo farsíma, sbr. 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni, 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni og 1. og 3. tölulið 69. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Eins og fram er komið féll ákæruvaldið frá 2. tölulið ákæru undir rekstri málsins. Með hliðsjón af því þykir rétt að ákærði greiði 2/3 hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Oddgeirs Einarssonar lögmanns, sem sa mtals þykja hæfilega ákveðin, að teknu tilliti til tímaskýrslu verjandans og umfangi málsins, 1.116.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði greiði því 744.000 krónur en 372.000 krónur greiðist úr ríkissjóði. Málsvarnarlaunin taka einnig til starfa verjandans á rannsóknarstigi málsins. Þá skal ákærði greiða málsvarnarlaun verjanda síns á rannsóknarstigi málsins, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin, að teknu tilliti til tímaskýrslu verjandans, 500.000 krónur að meðtöldum vi rðisaukaskatti og þá skal ákærði greiða aksturskostnað verjandans 33.600 krónur. Ákærði greiði annan sakarkostnað 255.223 krónur. 4 Af hálfu ákæruvaldsins sótti málið Sigurður Ólafsson aðstoðarsaksóknari. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan . D ó m s o r ð: Ákærði, Marco Aurelio Garcia Maya, sæti fangelsi í fimmtán mánuði en til frádráttar refsivistinni skal koma með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist sem ákærði hefur sætt frá 7. mars 2022 til dagsins í dag. Ákærði sæti upptöku til ríkissjóðs á 997,38 grömmum af kókaíni og Oppo farsíma. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Oddgeirs Einarssonar lögmanns, eru 1.116.000 krónur og skal ákærði greiða 744.000 krónur en 372.000 krónur greiðist úr ríkissjóði. Ákær ði greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, 500.000 krónur og aksturskostnað verjandans 33.600 krónur. Ákærði greiði annan sakarkostnað 255.223 krónur. Ingi Tryggvason