Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 25. febrúar 2021 Mál nr. S - 205/2020 : Lögreglustjórinn á Vestfjörðum (Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri) g egn Wiktor Tomasz Nesteruk Dómur I Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið föstudaginn 19. febrúar sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Vestfjörðum dagsettri 1. desember 2020, á hendur , , , I. fyrir líkamsárás, með því að hafa miðvikudaginn 10 . júní 2020, á eldsneytisafgreiðslustöð N1, við , veist að A , sem var þar við afgreiðslustörf, þrifið í peysu hans og tekið hann hálstaki, með þeim afleiðingum að A hlaut eymsli á jarka vinstri handar og framhandleggs, hruflsár á vinstra han[d]arbaki, 2 ,5 cm grunnt sár hægra megin á hálsi aftarlega og 2x2 cm roðasvæði á fram [a] nverðum hálsi, auk 5x3 cm roðasvæði í hálsgrópinni hægra megin. (314 - 2020 - 2167) Telst þetta varða við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. síðari breytingar. Í málin u gerir Berglind Glóð Garðarsdóttir lögmaður þá kröfu f.h. A , kt. , að ákærð [a] verði gert að greiða honum 1.500.000 krónur í miskabætur með vöxtum skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 10. júní 2020 þar til mánuður er liðinn frá bi rtingu bótakröfu, en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sbr. 9. gr sömu laga til greiðsludags. II. 2 fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa mánudaginn 18. maí 2020, haft í fórum sínum 0,39 grömm af maríhúana, sem lögregla fann við leit á heimili ákærða að á . (314 - 2020 - 1832) Telst þetta varða [við] 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 1. og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. rgl. nr. 789/2010 og 513/2012. III. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á 0,39 grömm af maríhúana með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, ásamt síðari breytingum. I I Dómari gaf út fyrirkall í málinu 28. desember 2020 en birting þess tókst ekki. Samkvæmt upplýsingum sækjanda var vitað til þess að ákærði hefði farið úr landi en dva l arstaður hans þar væri óviss . Hinn 15. janúar 2021 gaf dómari út nýtt fyrirkall á hendur ákærða sem birt var í Lögbirtingarblaði þann sama dag. Í fyrirkallinu var þess getið að sækti ákærði ekki þing mætti h a nn bú a st við því a ð fjarvist hans yrði metin til jafns við það að hann viðurkenndi að hafa framið þ a u brot sem hann væri ákærður fyrir o g að dómur lagður á málið að honum fjarstöddum. Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins þann 19. febrúar sl. og var m álið því tekið til dóms samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Þrátt fyrir útivist ákærða þykja framlögð gögn nægileg til sakfellingar í málinu. Telj a st brot ákærða því sönnuð og rétt færð til refsiákvæða í ákæruskjali . Hefur ákærði með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. III Samkvæmt framlögðu sakavottorði var ákærði dæmdur til tveggja mánaða fangselsisrefsingar fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöfinni 12. febrúar 2020. Þá hlaut ákærði tveggja mánaða fangelsisrefsingu fyrir sams konar brot með dómi 1. apríl 2020, og var sá dómur hegningarauki við fyrri dóm. Að þ essu virtu þykir refsing 3 ákærða nú hæfilega ákv e ðin fangelsi í 60 daga en ekki þykja efni til að skilorðsbinda refsinguna. Fallist verður á kröfu ákæruvalds um upptöku haldlagðra fíkniefna með vísan til lagaákvæða í ákæru. Eftir úrslitum málsins ber með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað málsins sem samkvæmt framlögðum gögnum nemur 49.800 krónum. IV Í málinu krefst brotaþoli miskabóta að fjárhæð 1.500.000 krónur með vöxtum sam kvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 10. júní 2020 þar til mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu nnar , en þá með vöxtum samkv æm t 6. gr. sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greið s ludags. Samkvæmt framansögðu hefur dómurinn sleg ið því föstu að ákærði hafi brotið gegn brotaþola þannig að varði við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. síðari breytingar. Brotaþoli á því rétt til bóta úr hendi ákærða á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Með vís an til framangreinds og þeirra áverka sem brotaþoli hlaut og lýst er í ákæru og fyrirliggjandi gagna þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 200.000 krónur. Þ á verður ákærði dæmdur til að greiða brotaþola 196.210 krónur vegna lögm a nnskostnaðar, og er þá virðisa ukaskattur innifalinn. Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Wiktor Tomasz Nesteruk , sæti fangelsi í 60 daga. Ákærði greiði 49.800 krónur í sakarkostnað. Upptæk eru gerð 0,39 grömm af maríhúana . Ákærði greiði brotaþola, A , kt. , 200.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 10. júní 2020 til 15. febrúar 2021 , en þá me ð vöxtum samkvæmt 6. gr. sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði brotaþola 196.210 krónur vegna lögmannskostnaðar. Bergþóra Ingólfsdóttir