Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 6. október 2021 Mál nr. S - 3233/2021 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Sigurð i Ingólfss yni , (Snorri Sturluson lögmaður) Wojciech Narcyz Muszynski og Rakel Patrici u Heimisdótt u r Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 22. september sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 8. júní 2021, á hendur Sigurði Ingólfssyni, kt. 300485 - 2519, Faxabraut 32C, 230 Reykjanesbæ, Wojciech Narcyz Muszynski, kt. 281090 - 4029, Iðufelli 6, 111 Reykjavík, og Rakel Patriciu Heimisdóttur, kt. 301093 - 2259, Melgerði 1, 200 Kópavogur fyrir eftirtalin hegningarlagabrot: 1. Geg n ákærða Sigurði fyrir gri pdeild með því að hafa, miðvikudaginn 13. maí 2020 , farið inn í verslunina Húrra að Hverfisgötu 50 í Reykjavík og tekið þaðan ófrjálsri hendi jakka af gerðinni The North Face, að óþekktu verðmæti, og yfirgefið verslunina án þess að greiða fyrir. Telst brot þetta varða við 245. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Gegn ákærðu Sigurði og Wojciech fyrir þjófnað með því að hafa, aðfaranótt fimmtudagsins 17. desember 2020, í félagi brotist inn í verslun Hildar Hafstein að Klappars tíg 40 í Reykjavík og stolið þaðan skartgripum að óþekktu verðmæti, en ákærðu voru stöðvaðir af öryggisvörðum Securitas fyrir utan verslunina. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2 3. Gegn ákærðu Sigurði og Rakel f yrir þjófnað með því að hafa, þriðjudaginn 29. desember 2020, í félagi farið inn í verslun IKEA að Kauptúni í Garðabæ og stolið þaðan vörum að verðmæti samtals 14.115 krónur, en ákærðu voru stöðvuð af öryggisvörðum fyrir utan greiðslusvæði á leið sinni út úr versluninni. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærð u verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærðu Wojciech Narcyz Muszynski og Rakel Patricia Heimisdóttir sóttu ekki þing við þingfestingu málsins eða fyrirtöku þess 22. september sl. og höfðu ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt á hendur þeim samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um me ðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi þeirra sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði Sigurðu r Ingólfsson mætti við fyrirtöku málsins 22. september sl. og játaði skýlaust sök. Farið var með mál þetta gagnvart honum samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærð a Sigurðar Ingólfssonar hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Verjandi ákærð a Sigurðar Ingólfssonar krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Ákærð i Sigurður Ingólfsson h efur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu hans og öðrum gögnum málsins að ákærðu eru sek um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði Sigurður Ingólfsson er fæddur í apríl 19 85 . Samkvæmt fr amlögðu sakavottorði, dagsettu 8 . júní 2021, á ákærði að baki sakarferil sem hefur þó ekki áhrif við ákvörðun refsingar í máli þessu. Ákærði Wojciech Narcyz Muszynski er fæddur í október 19 90 . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 8 . júní 2021, hefur ákærði Wojciech ekki áður sætt refsingu. Verður það metið ákærða til refsimildunar, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærð a Rakel Patricia Heimisdóttir er fædd í október 19 93 . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 8 . júní 2021, á ákærða að baki sakarferil sem hefur þó ekki áhrif á ákvörðun refsingar í máli þessu. 3 Við ákvörðun refsingar í máli þessu er litið til þess að ákærð i Sigurður Ingólfsson ját aði skýlaust sök fyrir dómi og verður það metið honum til refsimildunar, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Til refsiþyngingar horfir að brot þa u sem ákærðu eru nú sakfelld fyrir samkvæmt 2. og 3. tölul. í ákæru ber það með sér að um samverknað hafi verið að ræða, sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Með hliðsjón af framangreindum atriðum, sakarefni málsins , játningu ákærða Sigurðar Ingólfssonar og að virtum sakarferli hans þy kir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 3 0 daga , en fresta skal fullnustu r efsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með hliðsjón af framangreindum atriðum, sakarefni málsins og að virtum sakarferli ák ærða Wojciech Narcyz Muszynski þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með hliðsjón af framangreindum atriðum , sakarefni málsins og að virtum sakarferli ákærðu Rakelar Patriciu Heimisdóttur þykir refsing hennar hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli h ún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði Sigurður Ingólfsson greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Snorra Sturlusonar lögma nns , 1 88.48 0 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti . Annan sakarkostnað leiddi ekki af meðferð málsins . Vegna fjárhæðar í 3. lið ákæru gætir ákveðins ósamræmis á milli gagna málsins annars vegar og ákæru hins vegar. Það hefur þó ekki áhrif á ákvörðunar refsingar. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Baldvin Einarsson fyrir Lín u Ágústsdótt u r aðstoðarsaksóknar a. Samúel Gunnarsson , aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Sigurður Ingólfsson , sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. 4 Ákærði, Wojciech Narcyz Muszynski , sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærða, Rakel Patricia Heimisdóttir, sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði Sigurður Ingólfsson greiði málsvarnarþóknun ski paðs verjanda síns, Snorra Sturlusonar lögmanns , 1 88 . 480 krónur. Samúel Gunnarsson --------------------- --------------------- --------------------- Rétt endurrit staðfestir, Héraðsdómi Reykjavíkur, 6. október 2021